Morgunblaðið - 24.08.1993, Page 33

Morgunblaðið - 24.08.1993, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1993 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Grillað á skógardegi SLEGIÐ var upp grillveislu af tilefni dagsins og sáu bæjarstjórn Borgarness og fleiri um veisluhöldin. Borgnesingar opna úti- vistarsvæði í Einkunnum ^ Iivannatúni í Andakíl. Á SKÓGARDEGI Skógræktarfélags Borgarfjarðar, 14. ágúst sl., opnuðu Borgnesingar útivistarsvæði í Einkunnum. Þar var hafist handa fyrir um 40 árum að gróðursetja með aðstoð Skógræktarf élags- ins og fengu nú Borgnesingar og aðrir gestir að sjá glæsilegan árang- ur. Margir þeirra höfðu gróðursett þar sem unglingar en ekki fylgst með vexti plantnanna síðan. í sumar hefur verið unnið að því að grisja þennan skóg, gera stíga og merkja gönguslóðir um svæðið og hefur hópur fólks unnið að þessu í sérstöku atvinnuátaksverkefni Borgarnesbæjar og má segja með sanni að vel hafi til tekist. Gefst nú Borgnesingum og öðrum að ganga um þetta svæði, sem er að- eins í um 6 km fjarlægð frá Borgar- nesi. Vegurinn þangað hefur verið lagaður og er nú vell fær öllum bílum. Forseti bæjarstjórnar Borgar- ness, Sigrúnar Símonardóttur opn- aði þetta svæði í ávarpi formlega til afnota. Þijú fyrirtæki, Kaupfélag Borg- firðinga, Mjólkursamlag Borgfirð- inga og Vírnet hf. buðu upp á vel útilátnar veitingar, grillmat með drykk. Nærri 500 manns voru sam- ankomnir þennan dag, margir gengu um sóginn og allir voru sam- mála um að þarna ættu þeir nú náttúruperlu í nágrenni bæjarins. Einkunna og Háfslækjar, sem rennur um svæðið er getið í Egils sögu Skallagrímssonar, en sú saga verður ekki rakin hér. Stjóm Skógræktarfélags Borg- arfjarðar hefur unnið að því undan- farin ár að gera skógarreiti að- gengilega fyrir almenning. Daníels- lundur fyrir neðan Svignaskarð viðs Norðurlandsveg var opnaður fyrir þremur árum og er hann nú vin- sæll áningastaður. . d.J. Orð skulu standa Enn um starfsþjálfun sjúkraliða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hafsteini Þ. Stef- ánssyni, skólameistara Fjöl- brautaskólans við Ármúla: „í Morgunblaðinu laugardaginn 21. ágúst sl. er viðtal við Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóra Borg- arspítalans og Árna Sigfússon for- mann spítalastjórnar vegna starfs- þjálfunar sjúkraliða. Þar er á stund- um farið all fijálslega með stað- reyndir og sumt orkar beinlínis tví- mælis. Vissulega er mér ljóst að þeir eru að reyna að spara eins og gert er í flestum opinberum stofn- unum, en í spamaði verður að gæta hófs eins og í öðru. Ég tel fulla þörf á að gera nokkrar athugasemdir við þetta viðtal. 1. Jóhannes telur spítalann spara 6 milljónir króna með því að hætta að taka sjúkraliða í starfsnám. Þama tel ég töluvert of í lagt. Nemar fá 90% af launum í flokki 111,2. þrepi, þ.e. 49.007 á mánuði. Nemendafjöld- inn frá FB og FÁ er 20 og starfsvik- urnar 16. Dagvinnulaunin eru því fyrir hópinn kr. 3.603.456. Við þetta bætist eitthvert vaktaálag sem spít- alinn getur að mestu ráðið með skipulagi. En vinna nemanna er að mestu dagvinna því að á þeim tíma er mesta vinnuálagið og nemarnir góður vinnukraftur og hljóta að spara spítalanum einhver önnur vinnulaun og koma honum þannig til góða. 2. Jóhannes telur spítalann ekki skuldbundinn til að veita þessum sjúkraliðanemum starfsþjálfun, um það sé enginn samningur. En í bréfi frá Borgarspítalanum, dagsett 4. maí og undirritað af hjúkrunarfram- kvæmdastjóra, er það staðfest að spítalinn ætli að taka umrædda nema í starfsþjálfun og eigi hún að hefjast 15. ágúst. Við þetta voru allar áætlanir miðaðar, bæði skólans og nemanna. Margir þeirra sögðu t.d. upp annarri vinnu frá þeim tíma. 3. Árni er sammála því að stöðu starfstengds framhaldsskólanáms eins og sjúkraliðanáms beri að efla, en það væri ekki á verksviði stjórnar Borgarspítalans. Vissulega er það rétt. Forystan og framkvæmdin hlýt- ur að vera skólánna en nemunum verður að koma í starfsþjálfun og það út á sjúkrastofnanir. Þegar spít- ali hefur skuldbundið sig bréflega til að taka nema á ákveðnum tíma í starfsþjálfun, verður hann að standa við það, annað gengur ekki; það er í raun samningsbrot. En ég held að það sé ekki rétt að eyða tíma og orku í að deila um þessi mál í blöðum heldur að drífa í að endurskoða og endurskipuleggja þessi nemamál. Jóhannes nefnir að sjúkraliðanemar væru einu nemamir á launum en ekki lánum. Athugandi væri að fella niður launin, taka upp námslán, gera starfsnámið þá mark- vissara og þá mætti e.t.v. stytta það. En það þarf að leysa mál þeirra nema er nú eru í vanda og nota síð- an tímann til áramóta til að ræða saman og endurskipuleggja. Hafsteinn Þ. Stefánsson skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Sölumet á afmælisdögum Jóns Bakan 1500 pizzur á einum degi MIKIL viðbrögð voru við afmælistilboði flatbökugerðarinnar Jóns Bakan en tilboðið gilti frá sl. miðvikudegi fram á sl. sunnudags- kvöld. Á fimm dögum seidust yfir 6000 bökur, að sögn Jóns Hannes- ar Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þar af seldust yfir 1500 bökur bæði á miðvikudeginum og á föstudeginum, sem gerir um hálfrar annarrar milljónar króna sölu hvorn daginn. Að sögn Jóns H. Stefánssonar er þetta sölumet hjá fyrirtækinu. „Ætli þetta hafi ekki verið svona fímmtíu eða sextíu prósent aukning miðað við venjulegan dag,“ segir -íón um söluna á föstudeginum. Hann segist enn ekki hafa orðrð var við neinn samdrátt vegna ijölgunar pizzustaða og segir markaðinn sí- fellt vera að stækka. Hann segir að þeir hjá Jóni Bakan finni fyrii*- því fyrstu tvo þijá dagana þegar nýr staður opnar en svo jafni salan sig aftur. Jón Hannes segir það ekki vera á döfinni hjá þeim að afhenda flat- bökuna innan 30 mínútna ellegar gefa hana eins og a.m.k. tveir böku- staðir hafa byijað á, þar sem hann telur það vera of áhættusamt. HÁSKÓLI ÍSLANDS - ENDURMENNTUNARSTOFNUN Alþjóðleg ráðstefna um gæðastjórnun í hugbúnaðargerð (Quality and Productivity in Software Development) 1.-3. september 1993 Dagana 1 .-3. september verður haldin alþjóðleg ráðstefna um gæðastjórnun í hugbún- aðargerð. Alls munu 11 erlendir og 3 íslenskir fyrirlesarar halda erindi. Ráðstefnan verður í Háskóla íslands. Að henni standa Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Raunvísindastofnun Háskólans og Gæðastjórnunarfélag íslands. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um ISO 9000 gæðastjórnun í hugbúnaðar- gerð og um gæðavottun. Einnig verður fjallað um mat („process assessment") á gæðakerfum samkvæmt aðferðum, sem nú eru notaðar í Bandaríkjunum og Kanada. Tom Gilb mun fjalla um gæðastjórnun í viðhaldi hugbúnaðar. Loks má geta þess, að japanskur fyrirlesari mun fjaila um gæðastjórnun í japanskri hugbúnaðargerð. Frekari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, símar 694924 eða -25. NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI gefur norrænum vísindamönnum kost á að sækja um styrki til vísindamenntunar á N orðurlöndunum: • Ráðstefnur og vinnufundir • Ferðastyrkir • Styrkir til styttri dvalar erlendis • Samstarf • Þátttaka norrænna vísindamanna í námskeiðum • Norrænir eða alþjóðlegir r TiTbqÓKNJVRFRESTUn gestakennarar/ leiðbeinendur t uWloUIV , • Skipulagningarfundir i RENNd*' U * • Annað starf J5.WJÓBER1992-Í Umsóknarfresturinn nær einnig til starfsemi sem heyrir undir norrænu umhverfisrannsóknaáætlunina. Nánari skilyrði er að finna í upplýsingabæklingi NorFA „Grenselös forskerutdanning Bæklinginn, sem inniheldur umsóknareyðublöö, er hægt að fá i háskólum, rannsóknastofnunum, rannsóknaráðum og á skrifstofu NorFA: NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Postboks 2714 St. Hanshaugen, N-0131 Oslo, Noregi. Heimsóknarheimilisfang: Stensberggatan 26 Sími 90 47 22 03 75 20, Fax 90 47 22 03 75 31 ,*4 eéð' INOVELL Tæknival Skeifan 17, sími 681665 NOVELL umbo&lð á íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.