Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 fólk í fréttum FRÆGÐ Batnandi mönnum er best að lifa Charlie Sheen, hinn svarti sauður Sheen-fjölskyldunnar hefur nú tekið sig á eftir margra ára drykkju og eiturlyfjaneyslu. Charlie er sonur leikarans Martins Sheen og bróðir Emilios Esteves. Nýjasta mynd Charlies er gamanmyndin Flugásar 2 en hlutverk hans í myndinni krafðist þess að hann væri í topp- formi. Charlie hélt ásamtþjálfarasínum til Kyrrahafseyjarinnar Maui, þar serrr við tóku æfingar frá morgni til kvölds í ú'óra mánuði. Sheen æfði, synti og stundaði jóga og Charlie Sheen mætti með heldur óklæðilegt skegg á frumsýningu Flugása 2. gekk svo hart fram í líkamsrækt- inni að hann kallaði aðsetur sitt Dauðabúðimar. Og árangurinn lét ekki á sér standa, því Sheen minnir nú helst á Sylvester Stallone, sem er raunar ein af fyrirmyndunum í Flugásum. Sheen segist hins vegar ekki viss um að hann treysti sér í aðra eins törn, verði Flugásar 3 gerð. Charlie Sheen lifir nú heilbrigðu lífi en svo hefur ekki alltaf verið. Þegar hann var 16 ára var hann handtekinn fyrir að vera með hass í fórum sínum og síðar handtekinn fyrir greiðslukortamisferli. Sheen var seinna rekinn úr skóla fyrir að ráðast á líffræðikennarann sinn, skrópa og að barna skólasystur sína. Og áfram hélt ljúfa lífið. Charlie hafði fengist lítillega við leiklist þegar Oliver Stone bauð honum hlutverk í mynd sinni Wall Street, en hún gerði Charlie frægan á svipstundu. „Ég var dauðadrukk- inn við upptökurnar á Wall Street og það eina sem skipti máli var áfengi, kókaín og klíkan sem ég var öllum stundum með,“ segir Charlie. Hann giftist leikkonunni Kelly Preston, en þau skildu og hún ér nú gift John Travolta. Það var fjölskylda Charlie sem bjargaði honum úr þeirri stöðu sem hann var kominn í. Emilio bróðir Charlie sagði hann vera að drepa Fullur og vitlaus á árum áður. sig hægt og bítandi með drykkju og það varð til þess að Charlie fór í meðferð. Nú er er hann hættur að drekka og neyta eiturlyfja, hann hittir dóttur sína reglulega og ein- beitir sér að leikferlinum. Segist engan áhuga hafa á því að verða kvikmyndastjama heldur sé sinn æðsti draumur að verða betri leik- ari og að halda sér edrú. LEYFI Forsetadóttir í geimbúðum Chelsea Clinton, dóttir Bandaríkjaforseta, er mik- il áhugakona um nýjustu tækni og vísindi. Hún hefur fyrir löngu lýst því yfir að hún ætli sér að verða vísindamaður og fyrir skömmu sýndi hún áhuga sinn í verki er hún sótti geim-sumarbúðir í Alabama í vikutíma. Unglingarnir sem sækja sumar- búðirnar fræðast um allt sem viðkemur geimferðum, auk þess sem þeir stíga upp í eftirlíkingar geimf- ara. Merkast af öllu þótti Chelsea þó að hitta Sally Ride, fyrst»,:ven-geimfarann. Chelsea er enn að venjast nýjum lífstíl foreldra sinna en hún fer nú hvergi án þess að henni fylgi lífverðir. Svo var einnig um dvöl hennar í geimbúðun- um en forsetadótturinni lukkaðist engu að síður að kynnast nokkrum jafnöldrum sínum, sem sögðu hana vera ágætisstelpu. Chelsea undi sér vel í geimbúðunum í Alabama. SKYLDUR Rainier undirbýr Albert prins Rainier Mónakófursti veit sem er, að það styttist í að hann gefi eftir stjórnvölinn í dvergríkinu Mónakó. Þó að löngum hafi verið vangaveltur um það hvert bama hans taki við af honum, segir hann að það hafi aldrei farið á milli mála. Auðvitað sé það elsta barn hans, Albert prins. Hann segir að meint glaumgosalífemi hans hafi verið stórlega orðum aukið í gegnum tíð- ina. Það hafi farið fyrir bijóstið á mörgum, en hann hafí verið hafður fyrir rangri sök. „Albert er myndarlegur ungur maður og eðlilegt að hann flani ekki að neinu þegar að því kemur að festa ráð sitt. Eg ráðlagði honum snemma að vera fullkomlega viss í sinni sök áður en hann festi ráð sitt og því hafa sambönd hans ekki gengið upp til þessa. Einfaldlega vegna þess að hann er varkár og hann hefur ekki enn fundið hina einu réttu. Þá er með ólíkindum hvemig farið er með hann í fjölmiðl- um. Hann má ekki sjást á taii við sæmilega huggulega stúlku án þess að því sé slegið upp með stórum myndum og stríðsletri um nýjustu „unnustuna". Helsta ráð mitt við Albert í dag, er að líta ekki um öxl og velta fyrir sér hvort þetta eða hitt hafi verið rétt. Hann á einung- is að horfa fram á veginn og gæta þess að breyta rétt. Það er það sem skiptir máli. -Albert er í erfiðri stöðu og ég hef því reynt að brýna fyrir honum að aðskilja sem best hann getur starf sitt sem tilvonandi valdhafi og vináttu. Vinir manns em þeir sem aldrei óska neins af þér. Al- bert verður að læra að skilja á milli og ég veit að hann er vakandi fyrir þessu og hann mun spjara sig. Hann þarf einnig að átta sig á því . FYRIRSÆTUR Hver er faðirinn? Dæmdur nauðgari hefur lýst því yfir að hann sé faðir fyrirsæt- unnar Naomi Campbell. Móðir hennar, Valerie, hefur aldrei gefið upp hver faðir Naomi er, segir hann hafa yfirgefið sig þegar hún varð bamshafandi. Að hennar sögn hafa fjölmargir karlmenn talið sig vera föður Naomi. Þvertekur hún fyrir að hinn 42 ára Errol Campbell sé faðirinn en hann situr nú af sér átta ára dóm fyrir að nauðga sext- án ára gamalli stúlku. Rainier Mónakófursti. og læra, að staða valdhafa er oft einmannaleg. Hann getur þurft að taka erfiðar og sárar ákvarðanir og þær erfiðustu þarf hann sjálfur að ákvarða. Síðan þarf hann að standa og falla einn með ákvörðun- um sínum og samvisku.“ Rainier undirstrikar að enginn annar en Albert muni setjast í stól sinn. „Það hvíla margs konar skyld- ur á herðum stúlknanna og báðar hafa átt sínar erfiðu stundir. En þær hafa spjarað sig og sýnt að þær eru alls trausts verðar. Þær munu halda áfram að taka þátt í verkum og skyldum fjölskyldunnar, en næsti valdhafi í Mónakó verður Albert. Það er ekki á mínu valdi að breyta hefðunum. Ég hef smám saman verið að bæta á hann í seinni tíð og held því áfram...“, segir Rain- er. Valerie þvertekur fyrir það að dæmdur nauðgari sé faðir Naomi Campbell. * VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** kort úr umfefð og sendii VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- tyrir aö klótesta koft og visa á vágest. k^mVISA ISLAND Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavfk Sfmi 91-671700 AFMÆLI Fjölmargir heiðruðu Kristjón 100 ára Fjölmargir ættingjar og vinir Kristjóns Ólafssonar hús- gagnasmíðameistara heiðruðu Yngsti afkomandinn gestir afmælisbarns dagsins Kristjóns Ólafssonar voru á öllum aldri. Hér sést Krisfjón heilsa yngsta af- komanda sínum, eins árs gömlu langafa- barni sínu, Kára Kjartanssyni. hann á föstudag, þegar hann hélt upp á hundrað ára afmæli sitt á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar. Kristjón starfaði við iðn sína í yfir sextíu ár en hann nam trésmíðar sem sveinn hjá Eyvindi Árnasyni líkkistusmið. Athygli vakti þegar Kris- tjón á 81. aldursári smíð- aði eftirlíkingar af hús- gögnum Jóns Sigurðsson forseta. Á síðustu árum hefur hann dvaiist á dvalarheimili aldraðra við Dalbraut og sér til ánægju hefur hann mál- að og tekið saman vísur, sögur og ættartölur. Afmælislagið leikið, en nokkrir afkomenda Kristjóns, sem allir eru í tónlistarnámi, tóku með sér hljóðfærin í afmæli langafa og léku meðal annars fyrir hann afmælissönginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.