Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Bandalag minnihluta í Reykjavík Vinna við málefna- samning ekki hafin VINNA við gerð málefnasamnings á milli minnihlutaflokkanna í borgarstjórn vegna undirbúnings fyrir sameiginlegt framboð er ekki hafin að neinu marki samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fyrir liggur rammasamkomulag um samstarf flokkanna sem verður kynnt- ur á félagsfundi Kvennalistans í Reykjavík, fulltrúaráði framsóknarfé- laganna og fulltrúaráði Alþýðuflokksins og í kjördæmisráði Alþýðu- bandalagsins á laugardag en þar munu fulltrúar flokkanna i viðræð- unum óska eftir umboði til áframhaldandi vinnu á þeim grundvelli sem samkomulag hefur tekist um. __ Fulltrúar flokkanna áttu með sér fund á þriðjudagskvöld. Er ekki búist við frekari formlegum fundahöldum fyrr en eftir fundi í flokkunum á laugardag. Skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins er fast- lega búist við að forysta allra flokkanna muni þar lýsa stuðningi við samstarfið sem tekist hefur. Þá hafa viðræður verið í gangi við Nýjan vettvang, sem er ekki formlegur aðili að kosningabanda- laginu, en að honum stóðu Alþýðu- flokkur, Birting og óflokksbundið félagshyggjufólk við seinustu kosningar. Birting er nú aðili að kjördæmisráði Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokkurinn er beinn aðili að viðræðunum. Er gert ráð fyrir að fulltrúar óflokksbundinna i Nýjum vettvangi muni taki þátt í málefnavinnu sameiginlegs fram- boðs eftir helgina og rætt hefur verið um að Guðrúnu Jónsdóttur Nýjum vettvagni verði boðið 10. sæti listans eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær en þar var Guðrún ranglega sögð fulltrúi Kvennalistans og leiðréttist það hér með. Þríhliða viðræðum um framlengingu samnings um skiptingu loðnukvótans lauk í gær. Viðræður íslendinga, Norðmamia og Grænlendinga um skiptingu loðnukvótans Engin niðurstaða en ýmsir mögnleikar verða skoðaðir Framfærsluvísitalan íjanúar1994 (169,3) Ferðir og flutningar (18,6) ■i 0,8% Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5) | 0,1% Matvörur(17,1) Es-ScHhb Tómstundaiðkun og menntun (11,5) | 0,2% Húsgögn og heimilisbún. (6,8) -0,1% | Föt og skófatnaður (6,3) 10,0% Drykkjarvörur og tóbak (4,3) -0,5% H Heilsuvernd (2,5) 10,0% Aðrar vömr og þjónusta (14,3) -0,3% ■ Vísitala vöm og þjónustu -0,4% H Breyting FRAMFÆRSLUVÍSITALAN -0,3% ■ frá fyrri Tölur í svigum visa til vægis einstakra liða af 100. mánuði Framfærsluvístala janúar lægri en í október Samsvarar 3,5% verð- hjöðnun á heilu ári Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrossaræktarsam- bönd kaupa í Oddi TVÖ hrossaræktarsambönd, Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Vestlendinga, kaupa hvort um sig 40% hlut í stóðhestinum Oddi frá Selfossi sem er í eigu Einars Oders Magnússonar, en hann mun áfram eiga 20% í hestinum. Hesturinn er metinn á 5 milljónir. Oddur, sem er sex vetra gamall, er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Leiru frá Þingdal. Hann var sýndur á Hellu síðastliðið sumar og þar hlaut hann 8,10 fyrir sköpu- lag og 8,37 fyrir hæfileika. VÍSITALA framfærslukostnaðar í janúar reyndist verða 169,3 stig og lækkaði um 0,35% frá fyrra mánuði. Vísitala vöru og þjón- ustu í janúar reyndist verða 173,5 stig og lækkaði í sama hlut- falli frá desember 1993. Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði að meðaltali um 2,7% sem olli 0,49% lækkun framfærsluvísi- tölu, en virðisaukaskattur á flest- um matvörum lækkaði úr 24,5% í 14,0% í upphafi ársins, segir meðal annars í frétt frá Hagstof- unni. Á móti kemur að bifreiða- gjald hækkaði um ríflega 30% sem svarar til 0,11% hækkunar vísi- tölunnar. Hækkun annarra rekstr- aliða bíls olli 0,03% vísitöluhækk- un. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar ídag Ráðherra skipar mág sinrt Traust almennings lykilatriði 22 Óveður Byggðir einangraðar 33 Clinton-hjónin í brennidepli Deitiókrataþingmenn rannsóknar 31 krefjast Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá Leiðari Beðið eftir ríafnvaxtalækkun 32 ► Góð afkoma Islenska útvarps- félagsins - Bílaumboð beijast um minni köku - Útsýn - Evrópskt atvinnulíf undir smásjá - Wallen- berg-veldið á tímamótum ► Leikir á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu - Umdeildir sjón- varpsþættir - Akafur dýravernd- unarsinni í Strandvörðum - Þol- keppni í Japan VIÐRÆÐUM um framlengingu á samningi um skiptingu loðnu- kvótans milli Islands, Noregs og Grænlands lauk í gær án niður- stöðu. Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur og formaður íslensku viðræðunefndarinnar, segir að Norðmenn geri kröfur um rýmkun ákvæða um takmörkun veiðitíma og veiðisvæða til að auðvelda þeim að veiða þau 11% af heildarkvóta sem þeir hafa rétt til. „Ástæður fyrir því að þeir hafa ekki öll árin náð að veiða allt sem þeir mega eru margvíslegar, s.s. lega loðnunnar, sókn af þeirra hálfu, verðlag o.s.frv. og ekki ein- göngu hægt að skella skuldinni á ákvæði samningsins,“ segir Guðmundur og telur hægt að auka veiðar Norðmanna án þess að breyta meginatriðum samningsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er íslenska við- ræðunefndin að skoða ýmsa mögu- leika til að koma til móts við kröfur Norðmanna. í athugun sé að breyta bótareglum, en þær byggjast á að kvóti er ákveðinn með hliðsjón af rannsóknum á stofnstærð að hausti. hækkað um 3,2% og vísitala vöru og þjónustu um 3,8%. Undanfama þijá. mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar lækkað um 0,9% sem jafngildir 3,5% verðhjöðnun á heilu ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjónustu svarar til 2,7% verð- hjöðnunar á ári. Árið 1993 var vísitala fram- færslukostnaðar að meðaltali 4,1% hærri en árið áður, en sambærileg meðalhækkun 1992 var 4,1% og 1991 7,1%. Leiði rannsóknir í janúar, þegar stutt er eftir af veiðitímabili Norð- manna og Grænlendinga, í ljós að stofninn sé stærri en áætlað var, hafa núverandi reglur miðast að því að þjóðimar tvær fái bætur í mynd aukinna veiðiheimilda á næstu vertíð. Nú er í athugun hvort t.d. sé hægt að gera reglurnar sjálf- virkari og ótvíræðari. Einnig eru aðrar leiðir til athugunar sem eigi ekki að raska meginatriðum samn- ingsins, s.s. að breyta ramma sóknarstýringar svo veiðar geti haf- ist fyrr. Ekki minnst á Smuguna Stefnt er að því að næstu við- ræðufundir verði haldnir í Ósló í lok febrúar, en samningurinn rennur út í lok apríl. Guðmundur segir að samningamenn Norðmanna hafi ekki blandað veiðum íslendinga í Smugunni inn í viðræðurnar, en telja megi víst að þær hafi áhrif á hversu einarðleg afstaða þeirra er. Hann segir að Grænlendingar, sem framselja loðnukvóta sinn að mestu leyti, fýlgi Norðmönnum varðandi kröfur þeirra enda sé ástæða til að ætla að rýmkun veiðiheimilda auð- veldi sölu kvóta til annarra aðila. Geir Jónsson Skipveijiuu sem fórst SJÓMAÐURINN sem fórst er brotsjór reið yfir björgunarskipið Goðann í Vöðlavík að morgni síð- astliðins mánudags hét Geir Jóns- son, Ofanleiti 9 í Reykjavík. Greinar um prófkjör Á NÆSTU vikum fara víða fram prófkjör vegna sveitar- stjómakosninganna í vor. Búast má við, að margir prófkjörs- frambjóðendur leiti til Morgun- blaðsins um birtingu á greinum til þess að kynna sjónarmið sín. Eins og margoft hefur komið fram eru þrengsli í Morgunblað- inu gífurleg og biðtími eftir birt- ingu greina of langur. Af þeim sökum hafa ritstjórar Morgun- blaðsins ákveðið að takmarka lengd greina, sem tengjast próf- kjörinu beint við eitt vélritað blað að stærð A 4. í þeim tilvikum, að frambjóð- endur í prófkjöri skrifi greinar um málefni, sem tengjast próf- kjörinu ekki beint, gilda hinar almennu reglur um lengd greina en í kynningu með slíkum grein- um verður þess ekki sérstaklega getið, að greinarhöfundur sé frambjóðandi í prófkjöri. Morg- unblaðið væntir þess, að fram- bjóðendur í prófkjörum hinna ýmsu flokka taki tillit til þessa, enda er tilgangurinn sá að greiða fyrir því, að prófkjörs- frambjóðendur geti komið sjón- armiðum og skoðunum á fram- færi fyrir prófkjör og án tafar. Ritstj. Geir var 39 ára gamall stýrimað- ur, fæddur 20. desember 1954. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Elínu Hrund Kristjánsdóttur, og þrjú börn. Geir var tengdasonur Kristjáns Sveinssonar skipstjóra á Goðanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.