Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
59
Baráttan við aukakílóin
Frá Davíð Aðalsteini Sverrissyni:
VIÐ NEYTUM matar af ýmsum
ástæðum, í fyrsta lagi til þess að
seðja hungur okkar. Við borðum
einnig oft, af því að okkur leiðist.
Við finnum huggun í því að borða
eitthvað gott, ef við höfum orðið
fyrir einhverjum vonbrigðum.
Fólki þykir matarboð tilvalið tæki-
færi til þess að hitta aðra að máli.
Verslunarmenn segja, að matur
örvi viðskiptin og hinar miklu
veislur þeirra bera því vitni, að
krásirnar gera sitt til að kynna
menn og auka hátíðaskapið.
En hætt er við, að margur gest-
urinn væri ekki eins kampakátur,
ef hann vissi, hvaða hætta stafaði
af hveijum bitanum, sem hann
bætti við sig, eða hverri ölflösk-
unni, sem hann drykki til viðbót-
ar. I einni kókflösku er talið, að
séu hitaeiningar_, sem jafnist á við
15 sykurmola. I velmegunarlönd-
um, svo sem Svíþjóð og Bandaríkj-
unum, er offita einn hættulegasti
sjúkdómurinn. Árlega deyja þús-
undir manna úr kransæðastíflu,
sem er ein afleiðing offitunnar.
Kransæðastífla er mjög algeng
meðal skrifstofumanna. Maður,
sem fer í bíl á skrifstofu sína og
situr þar allan daginn, getur verið
í mikilli hættu. Umfram allt er það
hreyfingarleysið, sem reynist hon-
um hættulegt. Efnaskiptin verða
hæg og hann þarf þess vegna mun
færri hitaeiningar en verkamaður,
sem vinnur úti tíu tíma á dag.
Áreynslan eykur efnaskipti líkam-
ans meira en allt annað. Talið er,
að í manni, sem reisir sig upp úr
liggjandi stöðu og stendur á fæt-
ur, aukist efnaskiptin um 10-20%.
Margar aðferðir hafa verið reynd-
ar til þess að grenna menn. Ein
þeirra er sú að minnka fæðið um
allt að helming. Þessi aðferð reyn-
ist oftast illa. Þegar fólk dregur
svo mikið við sig, minnkar af-
kastagetan og menn verða slæpt-
ir. Þegar þeir hafa síðar lést um
allt að 5-10 kíló, firinst þeim al-
veg tiivalið að halda það hátíð-
legt. Þá geta þeir ekki staðist að
fá sér kjarngóða máitíð og síðan
fer allt í sama horf aftur. Læknar
segja, að þessi aðferð sé algjörlega
gagnslaus. Þeir segja, að besta
ráðið til þess að grenna sig sé að
borða alltaf frekar lítið, en reglu-
lega og hreyfa sig nóg.
JAPANSKAR tvíburasystur, 25
ára, með áhuga á kvikmyndum,
tónlist, bókmenntum og bréfaskrift-
um. Hefur lengi dreymt um að eign-
ast íslenska pennavini:
Haruko & Eiko Nakagawa,
2-10 Hakujudai Otofuke-cho,
Kato-gun Hokkaido 080-01,
Japan.
NÍTJÁN ára japönsk stúlka, há-
skólastúdent, með áhuga á kvik-
myndum og ferðalögum:
Mayumi Konomi,
31-17 Nagao 5 chome,
Jonan-ku,
Fukuoka-shi,
Fukuoka 814-01,
Japan.
En hvers vegna er það eiginlega
svo hættulegt að vera feitur? Fyr-
ir utan kransæðastíflu og aðra
hjartasjúkdóma er mjög erfitt fyr-
ir fæturna að verða kannski að
rogast með 20-30 kíló umfram
eðlilega þyngd. Erfiðið fyrir bak
og liðaverkir eru einnig afleiðingar
offitu. Það er því engin furða,
þótt læknar og vísindamenn hamri
sífellt á því, að offita sé hættuleg
og að menn eigi að reyna að halda
í við sig. Og það er þó staðreynd
að menn lengja líf sitt með því að
grenna sig.
DAVÍÐ AÐALSTEINN
SVERRISSON,
Þórðargötu 14,
Borgarfirði.
ÁTJÁN ára finnsk stúlka sem leik-
ur á gítar og hefur áhuga á hest-
um, listum og tónlist:
Milla,
Kallioputannkatu 15,
95420 Tornio,
Finland.
SAUTJÁN ára finnsk stúlka með
maragvísleg áhugamál:
Henriikka Leppaniemi,
Tikka-Mikonmutka 7,
40500 Jyvaskyla,
Finland.
TÍU ára tékknesk stúlka með áhuga
á tónlist:
Adela Rachotova,
Zamecka 528,
507 81 Lazne Belohrad,
Czech Republic.
Pennavinir
VELVAKANDI
KÆRI Velvakandi.
Ég er ein af þessum öldruðu
sem láta sjaldan heyra í sér, en
ég verð að koma þessu á fram-
færi þar sem ég er búin að velta
þessu fyrir mér í allan vetur.
Ég og þijár aðrar aldraðar
konur hér í húsinu horfum að
staðaldri á áströlsku myndina
Nágranna á Stöð 2 kl. 16.45.
Okkur finnst þessi þáttaröð ein-
hver sú besta sem Stöð 2 hefur
upp á að bjóða.
Þættirnir byggjast á nokkrum
fjölskyldum í sama hverfi sem
hafa náið samband sín á milli og
heimsækja hveija fjölskyldu í
tíma og ótíma, banka bara upp
á og segja „má ég koma inn?“.
Síðan ræðir fólkið daglega við-
burði og vandamál sín og fjöl-
skyldunnar og hjálpast að með
að leysa þessi vandamál. Það er
sem sagt „sálar“ hvert annars
og oftast með góðum árangri.
Stundum kastast í kekki, en þá
er sagt „fyrirgefðu, ég hafði
rangt fyrir mér“, og það bregst
ekki að hinn aðilinn tekur einnig
sökina á sig að einhveiju leyti,
og síðan fylgir faðmlag og þetta
er útkljáð mál.
Ég hef verið að hugsa um hve
þetta vantar hjá Islendingum.
Þetta orð, „fyrirgefðu", heyrist
of sjaldan. Fólk særir svo oft
hvert annað og byrgir heiftina
inni í sér lengi, lengi, jafnvel
árum saman.
Einar Benediktsson orti:
Svo oft leyndist strengur í bijósti sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Guðrún Pétursdóttir,
Efstalandi 14,
Reykjavík.
ÞAKKLÆTIFRÁ
GAMALLIKONU
FULLORÐIN kona hringdi og
greindi frá því að hún hefði verið
úti í Hagkaup að kaupa inn, en
hún gleymdi töskunni sinni í inn-
kaupagrind á bílastæðinu þegar
hún var að setja vörurnar í bíl-
inn. En þegar hún hringdi á skrif-
stofur Hagkaups til að spyijast
fyrir um töskuna þá hafði kona
komið með hana þangað. Gamla
konan vill koma þakklæti til skila
því hún fékk töskuna sína aftur
með öllu því sem í henni átti að
vera.
Gleraugu fundust
TVÍSKIPT kvengleraugu fund-
ust á Árbæjarsafni sl. mánudag.
Upplýsingar á skrifstofu safnsins
í síma 814412.
Kross fannst
GYLLTUR kross án keðju fannst
á Neshaga á gamlárskvöld. Hann
var frosinn í jörðu og hafði því
líklega legið þar nokkurn tíma.
Eigandi getur hringt í síma
620616.
Skór í poka fundust
KVENSKÓR í poka fundust í
Fossvoginum 27. desember sl.
Hafi einhver týnt þessu fær hann
skóna og pokann afhenta gegn
greinargóðri lýsingu. Upplýs-
ingar í síma 32461 á kvöldin.
Kannast einhver við
skíðin?
FINNBOGI hringdi til Velvak-
anda og sagði dóttur sína hafa
farið í Bláfjöll ásamt vinkonum
sínum fimmtudagseftirmiðdag í
síðustu viku. Þær lögðu skíðin
upp við húsvegg á meðan þær
fengu sér hressingu í skálanum
en þegar út var komið voru skíði
og stafir dóttur hans horfin.
Skíðin, sem dóttirin hafði fengið
í fermingargjöf, eru hvít Elan-
skíði, merkt tölustöfunum sex og
hálfur, með tússpenna. Kannist
einhver við skíðin og stafina er
hann vinsamlega beðinn að hafa
samband í síma 658265.
Silkislæða tapaðist
MARGLIT, rauð, blá og svört,
stór silkislæða tapaðist við Odd-
fellowhúsið í Vonarstræti sl.
laugardag. Finnandi er vinsam-
lega beðinn að hafa samband við
Gyðu í síma 679479 eða 680820.
Fundarlaun.
Gleraugu töpuðust
BLEIK kvenmannslesgleraugu
töpuðust í byijun janúar í Mjódd,
Neðra-Breiðholti, eða í strætis-
vagni niður á Hlemm. Finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
71282.
Handtaska tapaðist
STÓR svört leðurhandtaska sem
í var hliðartaska með snyrtivöru
og úrskorið silfursígarettuveski
tapaðist í áramótaveislu í Skip-
holti. Eigandinn saknar þessa.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 23961.
Leðurjakki tekinn í
misgripum
NYR svartur leðuijakki var tek-
inn í misgripum í erfidrykkju í
samkomusal KK við Vesturbraut
17 í Keflavík 1. október sl. Ann-
ar svartur jakki var skilinn eftir.
Þeir sem kannast við þetta eru
beðnir að hafa samband við Guð-
björgu í síma 92-12723 á kvöldin.
GÆLUDÝR
Hvolpur
TVEGGJA mánaða hvolpur
(hundur) fæst gefins á gott heim-
ili. Upplýsingar í síma 92-37940.
Spádómar Biblíunnar
Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar
með áherslu á efni opinberunarbókarinnar
hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 20.00 í
íþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði.
Þátttaka og litprentuð námsgögn eru ókeyp-
is. Það verður spurt og spjallað.
Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson.
Nánari upplýsingar og innritun í síma
679270 á skrifstofutíma og í síma 72822 á
öðrum tímum.
YUCCA GULL
gott fyrir þig ef:
• Meltingin er í ólagi
• Þú þjáist af uppþembu eða ristilvandamálum
# Þú vilt grennast
# Líkaminn virðist ekki losna við
uppsöfnuð eiturefni
Yucca gull er frábær náttúruleg afurð sem unnin
er úr Yuccaplöntunni.
Plantan er unnin frostþurrkuð, svo sem flest
lifandi ensým haldi næringargildi sínu.
Duftið er í gelatínhylkjum sem eru
auðuppleysanleg.
Yucca gull inniheldur Saponin sem flýtir fyrir
niðurbroti fæðunnar og hraðar meltingunni.
Fæst Betra lífi, Borgarkringlunni,
hjá: Grænu línunni, Laugavegi, Reykjavík,
Versl. Fersku, Aðalgötu, Sauðárkróki,
Heilsuhorninu, Skipagötu, Akureyri,
Versl. Miðbæ, Hringbraut, Keflavík,
Heilsubúðinni, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði,
Tánni, Garðarsbraut, Húsavík.
Sendum í póstkröfu hvert Einkaumboð á fslandi
á land sem er.
Einnig greiðslukortaþjónusta
Nýtt kortatímabil hefst í dag.
becRJliF
Borgaitoinglan, '
KRINGLUNNI4-sími 811380
FAGOR
c&LLEG og
ÆlMTfÐARWUSN
FYRIR HEIMIUÐ
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
U C - 2 4 3 O^f ©gKÖ
72.900-
AFBORGUNARVERÐ KR. 76.700
290 Itr.kælir -110 Itr.frystir
Mál HxBxD: 185x60x57
Tvísk. m/frysti aö neöan
Tvöfalt kælikerfi
U I S - 2 3 3 5
III
AFBORGUNARVERÐ KR. 57.800-
250 Itr.kælir - 90 Itr.frystir
Mál HxBxD: 175x60x57
Tvísk. m/frysti aö neðan
Sjá mynd
U S - 2 2 9 O
46.900-
AFBORGUNARVERÐ KR. 49.400
212 Itr.kælir- 78 Itr.frystir
Mál HxBxD: 147x60x57
Tvísk. m/frýsti aö ofan
Einnig til 55cm breiður
U S - 1 3 O O
39.900-
AFBORGUNARVERO KR. 42.000-
265 Itr.kælir- 25 Itr.fyrstih.
Mál HxBxD: 140x60x57
Einnig til 55cm breiöur