Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 H . Morgunblaðið/Sverrir iVv/ar íbúðir við Aðalstræti ÞRJÁR hæðir hafa verið reistar ofan á húsið við Aðal- stæri 9. Er þar gert ráð fyrir 20 íbúðum og eru 11 þeirra í eigu Reykjavíkurborgar. Að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýslu- deildar, ákváðu borgaryfirvöld að taka þátt í bygginga- framkvæmdunum til að tryggja að miðbærinn fengi þann svip sem gert er ráð fyrir samkvæmt skipulagi og jafnframt að framkvæmdin tæki ekki of langann tíma. Gert ráð fyrir að íbúðimar verði afhentar í vor og verða þær þá auglýstar til sölu á almennum markaði. Hjón njóta sömu bónusréttinda ef bætt er við bifreið SÚ REGLA gildir hjá tryggingafélögunum að þegar hjón sem eiga eina bifreið kaupa aðra og hún er skráð á nafn makans sem ekki er skráður fyrir fyrri bifreiðinni, þá fær sá sem skráður er fyrir seinni bifreiðinni sama bónus og makinn, hvert svo sem bónushlut- fallið er. Það skiptir ekki máli hvort sá sem er skráður fyrir bílnum er með fullan bónus, 70%, eða ef hann hefur lent í einhvetjum óhöppum og sé aðeins með 30% bónus. Reynir Sveinsson, deildarstjóri söludeildar Sjóvá-Almennra segir að reglan sé sú að hjón teljist ein heild. „Ábyrgðin er alltaf eigand- ans og hann eða hún missir bónus komi til tjóns á bifreiðinni,“ segir hann. „Maki nýtur þeirra kjara sem eiginmaður eða eiginkona er búinn að vinna sér inn,“ segir hann. „Það er alltaf annar aðilinn sem er skráður fyrir bílnum þó svo að bæði noti bílinn." Hámark 50% bónus út á akstur hjá öðrum Jón Þór Gunnarsson, deildar- stjóri einstaklingstiygginga hjá Vátryggingafélagi Islands segir sömu reglur í gildi hjá VIS. Hann segir að einstaklingar geti byijað í allt að 50% bónus fyrir að keyra hjá öðrum, og það sé til dæmis oft tilfellið þegar ungt fólk kaupir sér fyrsta bílinn en hefur notað bifreið foreldra sinna í nokkur ár, tjónlaust, en þetta gildi ekki fyrir hjón, enda njóta þau yfirleitt hærri bónus út á fyrri bílaeign. Hann bendir einnig á að ef regl- urnar væru á þann veg að litið væri á hjón sem tvo sjálfstæða einstaklinga gagnvart bónusrétt- indum gæti komið upp sú staða að ef makinn sem skráður er fyrir bifreiðinni lenti í tjóni og bónusinn lækkaði, þá gætu hjónin selt bíl- inn, keypt nýjan og skráð hann á tjónlausa makann, sem fengi þá kannski hærri bónus en makinn sem lenti í tjóninu og áfram yrði um sömu notkun á bílnum að ræða. AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Heilbrigðisráðherra skipar mág sinn formann stjórnarnefndar Ríkisspítala Traust almennings lykilatiiði nýju stj órnsýslulaganna í NÝJIJ stjórnsýslulögunum eru gerðar auknar kröfur til stjórn- valda um vönduð vinnubrögð og málefnalegar ákvarðanir. I þeim endurspeglast hugsunarháttur sem á sér aldagamla hefð víða annars staðar en verður vafa- laust ekki innleiddur hérlendis í einu vetfangi. Vönduðum stjórnsýsluháttum hefur verið lýst svo að ekki nægi að full- nægja réttlætinu sem slíku held- ur verði einnig að láta líta út fyrir að svo sé. Ef þetta er heim- fært upp á umdeildan gerning heilbrigðisráðherra þá má vel að vera að Jón H. Karlsson, að- stoðarmaður og mágur ráð- herra, hafi verið góður kostur til formennsku í stjórnarnefnd Ríkisspítala. En ráðherra lét undir höfuð leggjast að klæða þessa ákvörðun sína í traust- vekjandi búning. Málsmeðferð- arreglur nýju laganna voru snið- gengnar eða a.m.k. túlkaðar ráðherra í vil og almenningur skilinn eftir í þeirri trú að ættar- tengsl eða önnur ólögmæt sjónarmið hafi ráðið ferðinni. Tveir lögfræðingar hafa tjáð sig opinberlega um ákvörðun ráðherra og komast þeir að gerólikri niður- stöðu. Dögg Pálsdóttir skrifstofu- stjóri heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins gaf ráðherra lög- fræðilegt álit fyrir áramót og sagð- ist telja skipunina lögmæta hvort sem hún færi fram fyrir eða eftir gildistöku nýju laganna. Sigurður Líndal prófessor álítur á hinn bóg- inn að hún sé ólögmæt hvort sem miðað er við nýju lögin eða eldri réttarreglur. Hann vekur í því sam- bandi athygli á því að stjórnsýslu- lögin séu að langmestu leyti stað- festing á reglum sem þegar giltu og mótast höfðu af dreifðum laga- ákvæðum, venjum, dómum og kenningum fræðimanna. Ávinn- ingurinn við setningu laganna hafi einkum verið sá að gera reglur skýrari og aðgengilegri. Lítum nánar á þá túlkun stjórn- sýslulaganna sem Dögg leggur til grundvallar. Ekki er um það deilt að tengsl ráðherrans og aðstoðar- mannsins, þ.e. mágsemdirnar, eru það náin að um vanhæfi getur verið að ræða í skilningi 3. gr. stjórnsýslulaganna. Dögg byggir hins vegar á undantekningarregl- unni í 2. mgr. 3. gr. þar sem seg- ir að eigi sé um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, séu það smávægilegir eða eðli málsins með þeim hætti að ekki verði talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun. Þessi undantekningarregla er auðvitað matskennd. Vegna þess hve lögin eru glæný hefur ekki reynt á hana hérlendis en í greinar- gerð með frumvarpinu til stjórn- sýslulaga er að finna allítarlega skýringu á henni. Þar kemur fram að aðeins sé heimilt að bera fyrir sig undantekningarregluna þegar það er almennt augljóst að að- stæður séu þær að ekki sé hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun málsins. Síð- an segir að rétt sé að fara strangt í sakirnar þar sem miklir hags- munir eru í húfi fyrir aðila, en að sama skapi vægar ef málið er lítil- vægt. Sem dæmi um smávægilega hagsmuni er nefnt að starfsmaður sé ekki vanhæfur til þess að fjalla um mál sem snertir almennings- hlutafélag þótt hann eigi lítinn hlut í félaginu. Ennfremur getur eðli málsins verið þannig að ekki verði talin hætta á að ómálefnaleg sjón- armið hafi áhrif. Þetta á við um þau mál t.d. þar sem lagaskilyrði ákvörðunar eru að öllu leyti lög- bundin og ekkert eða afar lítið mat er eftirlátið starfsmanninum. Má beita undantekningarreglunni? Uppfyllir ákvörðun Guðmundar Árna þau skilyrði sem sett eru fyrir beitingu undantekningarregl- unnar? Sú spurning er ekki full- komlega raunhæf því ákvörðunin var tekin áður en lögin tóku gildi. Engu að síður er vert að hugleiða hana því hún skiptir máli við mat á ákvörðun ráðherrans. í fyrsta lagi er það ekki almennt augljóst að aðstæður séu þær að ekki sé hætta á því að ómálefnaleg sjónar- mið hafi haft áhrif. Þvert á móti var hægt að gefa sér það fyrirfram að um umdeildan gerning yrði að ræða. í öðru lagi er almennt talið á Norðurlöndum að stöðuveiting, jafnvel þótt um aukastarf sé að ræða, falli ekki undir undantekn- ingarákvæði af þessu tagi. Vissu- lega má segja að ekki sé mikið í húfi fyrir Jón H. Karlsson að fá þessa stöðu og ólíklegt að hann hafi sóst sérstaklega eftir henni. Á hinn bóginn er ekki hægt að segja að um smávægilegt mál sé að ræða eins og t.d. ef um minnihátL ar leyfisveitingu væri að ræða. í þriðja lagi er vart hægt að finna matskenndari ákvarðanir en stöðu- veitingar. Dögg Pálsdóttir byggir á því ennfremur að eðlilegt sé að ráð- herrann geti valið aðstoðarmann sinn til setu í nefndum og ráðum eins og tíðkast hefur. Um þessi rök segir Sigurður Líndal að iögum samkvæmt sé stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna, þ. á m. formaður, skip- uð til fjögurra ára. Ef til þess væri ætlast að formaðurinn væri sérlegur trúnaðarmaður ráðherra þá myndi skipunin fylgja starfs- tíma ráðherra líkt og gildir um aðstoðarmenn ráðherra sem hverfa úr embætti um leið og ráðherrann. Þótt ráðherra skipi viðkomandi án tilnefningar sé ekki um trúnaðar- mann þessa tiltekna ráðherra að ræða. Hver væri annars staða nýs ráðherra sem kynni að taka við áður en skipunartími formannsins rennur út? Sigurður segir ennfrem- ur að þótt ráðherra kunni að mega skipa hvern sem er aðstoðarmann sinn merki það ekki að aðstoðar- maðurinn sé hlutgengur hvar sem er óháð öllum vanhæfisreglum. „Annars snýst málið ekki um stöðu aðstoðarmanns sem slíks, heldur mágsemdir“ segir hann. Hver á að veita aðhald? En hvaða þýðingu hefur hugsan- legt ólögmæti stjórnsýsluathafnar af þessu tagi? Yfirleitt er það ljóst hver eigi hagsmuna að gæta. Þeg- ar staða er t.d. auglýst geta aðrir umsækjendur kvartað til umboðs- manns Alþingis eða höfðað einka- mál. I því tilviki sem hér um ræð- ir er málið snúnara. Formaður stjórnarnefndarinnar er skipaður án undanfarandi auglýsingar. Það er því enginn tiltekinn einstakling- ur sem á hagsmuna að gæta en slíkt er bæði skilyrði málshöfðunar og þess að geta leitað til umboðs- manns. Umboðsmaður Alþingis hefur hins vegar almennt talað eftirlit með stjórnsýslu og getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Þeir sem til þekkja segja að vinnuálag hjá embættinu sé það mikið að lítið svigrúm sé til að taka mál upp að eigin frumkvæði. Starfsmönnum hafi ekki verið fjölgað í takt við aukinn málafjölda. Forsætisráðuneyti fer með mál er varða stjórnarfar almennt, sam- kvæmt reglugerð um Stjórnarráð íslands. Af þeim sökum heyra stjórnsýslulögin í vissum skilningi undir ráðuneytið og sér það um kynningu á lögunum og veitir upp- lýsingar um túlkun þeirra. Þar á bæ telja menn það hins vegar ekki skyldu sína að gera að fyrra bragði athugasemdir við stjórnsýslu í öðr- um ráðuneytum. Fyrir siða sakir má riíja upp að samkvæmt lögum um ráðherra- ábyrgð má krefjaráðherra ábyrgð- ar fyrir brot á stjórnskipunarlögum eða öðrum lögum. Ráðherra verður einnig sekur ef hann misbeitir stór- lega valdi sínu þótt ekki fari hann beinlínis út fyrir embættistakmörk sín. Alþingi tekur ákvörðun um hvort af málshöfðun verður. Einnig getur Alþingi kosið rannsóknar- nefnd samkvæmt 39. gr. stjórnar- skrárinnar til athugunar á störfum ráðherra. Loks má nefna að ráð- herra ber einnig þinglega og póli- tíska ábyrgð á gjörðum sínum eins og það hefur verið kallað. Viðmælendur Morgunblaðsins bentu á að í nágrannalöndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.