Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 31 Reuter Kaupskapur UNG stúlka sýnir bol með teikningu af Lorenu Bobbitt er heldur á hníf, hundurinn er klæddur skyrtu með sams konar teikningu. Einkalíf hjónanna, eins og það birtist í vitnaleiðslunum, er orðið eftirlætissjónvarpsefni milljóna Bandaríkjamanna og margir reyna að hagnast á málinu með alls konar kaupskap. Bobbitt-málið í Bandaríkjunum Skar liminn af í stundarbrjálæði Manassas. Reuter. ÞRIÐJI dagur réttarhaldanna í Bandaríkjunum í máli Lorenu Bobbitt, sem skar getnaðarliminn af eiginmanni sínum, var í gær og voru kviðdómendur látnir horfa á ljósmyndir af kynfærum eiginmannsins. Verjandi ákærðu sagði að hún hefði framið verkn- aðinn eftir að hafa mátt þola misþyrmingar eiginmannsins í lang- an tíma. Konan heldur því fram að eigin- maðurinn, John Wayne Bobbitt, hafi nauðgað henni skömmu áður en hún skar liminn af honum en hann var sýknaður af þeirri ákæru í öðrum réttarhöldum. Eiginmað- urinn bar vitni í réttarhöldunum á mánudag og kvaðst ekki muna hvort hann hefði átt kynmök við konu sína þennan dag. Veijandi Lorenu sagði að kon- an hefði framið verknaðinn af völdum „ómótstæðilegrar skyndi- hvatar", eða í stundarbijálæði. John Wayne hefði misþyrmt konu sinni í áraraðir, stundum tvisvar á viku. Limur hans hefði orðið að „tákni um ógnarstjórn hans“ í huga konunnar og hún hefði skorið hann af til að sleppa. I lok ræðu sinnar lét verjandinn í ljós þá von að kviðdómurinn teldi „mannslífið verðmætara en getn- aðarliminn". Lorena Bobbitt á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm. Hertogaynjan af Kent gerist kaþólsk Lundúnum. The Daily Telegraph. TILKYNNT var á þriðjudag að hertogaynjan af Kent hygðist gerast kaþólsk. Fetar hertogaynjan þar með í fótspor Jakobs II. sem gekk í kaþólsku kirkjuna fyrir rúmum þremur öldum. Hertogaynjan, sem er sextug, hefur íhugað að skipta um kirkjudeild í mörg ár. Hún verður tekin inn í kaþólskan söfnuð á föstudag, við athöfn í einkakap- ellu hins kaþólska erkibiskups af Westminster. Lög frá árinu 1700 banna með- limum konungsfjölskyldunnar að giftast kaþólikkum en þar sem her- togaynjan var ekki kaþólsk er hún giftist hertoganum, eru umskiptin ekki í trássi við lög. Hertogaynjan ráðgaðist við Elísa- betu Bretadrottingu áður en hún tilkynnti uin ákvörðun sína. Fimm ár eru liðin síðan hertogaynjan lýsti því yfir við vini sína að hún vildi gerast kaþólikki en sagði að slík ákvörðun gæti staðið í fjölskyldu hennar. Talsmaður hertogaynjunnar sagði drottningu ekki hafa sett sig upp á móti ákvörðuninni þar sem hún væri einkamál hertogaynjunnar. Hélt tals- maðurinn því einnigfram að ákvörð- un hertogaynjunnar tengdist ekki kvenprestum í ensku biskupakirkj- unni en vitað er að hertogaynjan er afar mótfallin hugmyndinni um að konur gerist prestar. Er jafnvel talið að fleiri skoðanasystkin hennar í ensku biskupakirkjunni kunni að feta í fótspor hennar. Erkibiskuparnir af Jói-vík og Kantaraborg sögðust telja að um „persónulega ákvörðun sann- kristinnar manneskju í trúarlegri leit“ væri að ræða. Hertogaynjan dró sig úr sviðsljós- inu fyrir fjölda ára eftir fósturlát og er talið að hún hafi leitað hugg- unar í trúnni. Bróðir hcnnar, Sir Marcus Worsley, sagði að enginn annar úr fjölskyldunni hygðist ger- ast kaþólikki. Viðskipti Clinton-hjónanna í Arkansas í brennidepli Demókrataþingmenn krefjast rannsóknar Washington. The Daily Telegraph. Reuter. DEMÓKRATAR á Bandaríkjaþingi tóku á þriðjudag undir þær kröfur repúblikana að fara ætti fram formleg rannsókn á hlut Bills Clintons, forseta, og Hillary, konu hans, í fasteignaviðskipt- um sem kennd hafa verið við Whitewater-svæðið. Olli þessi stefnubreyting demókrata reiði í Hvíta húsinu en starfsmenn forsetans hafa fullyrt að krafan um rannsókn sé ekkert annað er pólitíkar árásir. Þá hefur repúblikaninn Bob Dole, öldunga- deildarþingmaður, krafist þess að skipuð verði þingnefnd til að rannsaka viðskipti Clintons. Meðal þeirra sem nú hafa óskað rannsóknar er Patrick Moynihan, einn af valdamestu demókrö.tum á þingi. Sagði Moynihan að Clinton væri heiðvirður maður og góður forseti, og kvaðst ekki skilja hvers vegna hann væri því mótfallinn að málið yrði gert opinbert. Emb- ættismenn forsetans eru afar reið- ir Moynihan þar sem forsetinn tók í síðasta mánuði þátt í fjáröflun vegna endurkosningar Moynihans. manni sem Clinton skipaði. Þá segir í vikuritinu Time að lög- mannsstofan sem Hillary Clinton starfaði hjá í Arkansas, hafi séð um mál sparisjóðsins og að Clinton hafi sjálf farið með málið fyrir bankaeftirlitsmanninn. Það sem hefur gert málið enn flóknara, er sjálfsmorð lögfræði- ráðúnauts í ríkisstjórn Clintons, Vincents Fosters, í fyrrasumar en hann var vinur forsetans og tengd- ist Whitewater-málinu. Hins vegar er alls óvíst hvort lát Fosters teng- ist því. Foster höfðu borist skjöl i rannsókn dórhsmálaráðuneytisins á málinu og tveimur dögum eftir dauða hans, voru skjölin fjarlægð úr skrifstofunni og fengin lög- fræðingum forsetahjónanna. Grænlenska verður skólamál á Grænlandi Aðstoðuðu Clinton-hjónin gjaldþrota vin? Whitewater-málið, sem hefur jafnvel verið nefnt Whitewater- gate, með vísan til hneykslisins sem felldi Richard Nixon, snýst um það hvort sjóðum úr gjaldþrota sparisjóði, sem vinur Clinton-hjón- anna stýrði, hafi verið veitt á ólög- legan hátt í Whitewater-fyrirtæk- ið, sem Clinton-hjónin áttu hlut í, svo og í kosningabaráttu Clintons. Whitewater hugðist selja land undir fasteignir í Arkansas en salan gekk afleitlega og segist Clinton hafa tapað um 68.000 dölum á fyrirtækinu. Þeir sem rannsakað hafa málið, vilja ennfremur vita hvort spari- sjóðurinn hafi hlotið sérstaka fyrirgreiðslu frá bankaeftirlits- Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, frétlaritara Morgunblaðsins. EFTIR margra ára vangaveltur og deilur hefur grænlenska landsþingið nú samþykkt að grænlenska skuli vera skólamál á Grænlandi, en danska verður kennd sem erlent mál. Breytingin tekur gildi frá og með nýju skólaári í haust og byijað verður í fyrsta bekk barnaskólans. Þar sem danska og grænlenska hafa verið kenndar jöfnum höndum er deilt um hver áhrif þess- arar ákvörðunar verði. Vandamálin í kjölfar þessarar ákvörðunar eru mörg. Landsmenn eru klofnir í hópa, eftir því hversu góðir þeir eru í móðurmálinu. Elsta kynslóðin hefur haldið fast í græn- lensku, sem byggist á hefðbundn- um lifnaðarháttum þeirra, en unga fólkið hefur reynt að aðlaga málið og taka upp ný orð yfir hluti og hugtök, sem ekki eiga bakgrunn í veiðimannaþjóðfélaginu. Þeir sem gengu í skóla á sjöunda ára- tugnum lærðu allt á dönsku, þegar gerð var tilraun til að koma dönsku á sem eina tungumálinu. En í kjöl- far heimastjórnar og aukinnar sjálfsvitundar hefur grænlenskan aftur unnið á. Margir grænlenskir skólamenn eru uggandi um að kröfur um grænlensku sem aðalmál torveldi framhaldsmenntun, sem óhjá- kvæmilega hljóti að úera á dönsku. Einnig eru áhyggjur um að erfið- ara verði að fá Dani til starfa á Grænlandi ef þeir eiga ekki kost á dönskumælandi skólum fyrir börn sín. UTSALA -íprrcL- GARÐURINN Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.