Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 39 ■*- Þórgunnur Þorleifs- dóttír - Minning Fædd 7. október 1916 Dáin 19. desember 1993 Þórgunnur Þorleifsdóttir eða amma í Reykholti eins og við kölluð- um hana alltaf er látin. Það er með miklum söknuði og eftirsjá sem við systkinin á Öldu- götu sjáum á eftir ömmu yfir móð- una miklu og langar okkur því til að minnast hennar sem var okkur svo kær í nokkrum orðum. Erfitt verður að hugsa sér tilver- una án ömmu, en hún var og verð- ur alltaf stór hluti af lífi okkar bæði á gleði- og sorgarstundum. Frá því að við systkinin munum eftir okkur hefur Reykholt, heimili ömmu og afa, staðið okkur opið og við gengið þar út og inn eins og á okkar eigin heimili. Stutt var á milli heimilis okkar og þeirra, enda var samgangur alltaf mikill og litum við öll á Reykholt sem okkar annað heimili. Margar minningar komum við til með að geyma um ókomna framtíð um ömmu, afa og heimili þeirra Reykholt, minningar tengdar æsku okkar og uppvexti, svo dýrmætar og fallegar. Við erum þakklát fyrir þá góðu siði og lífssýn sem haldið var að okkur í Reykholti og er það okkar besta veganesti inn í framtíðina. Eftir að afi dó hélt amma áfram heimili í Reykholti til síðasta dags en hvergi annars staðar undi hún sér betur né vildi vera, enda var eitt af hennar áhugamálum blóma- garðurinn og gróðurhúsið. Blóma- garðurinn og gróðurhúsið hennar ömmu báru vitni um þá hlýju, vand- virkni og vinnusemi sem einkenndu hana. Iðulega var garðurinn hennar sá fallegasti, og í gróðurhúsinu uxu stórar og fallegar rósir, enda lá þar mikil vinna að baki. Ófáum fræjum var hún búin að sá niðri í kjallara á vetuma sem síðan urðu að Norræna félagið íKópavogi aðalfundur Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 13. janúar nk., kl. 20.00, í lesstofu Bókasafns Kópavogs, Fannborg 3-5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi. blómstrandi sumarblómum að vori í öllum lífsins litum. Löngum stundum eyddi amma hin síðari ár við handavinnu og hannyrðir, þar fengu listrænir hæfi- leikar hennar að njóta sín, sem og i margbreytilegu félagsstarfi aldr- aðra sem hún tók þátt í af krafti hin síðari ár. Lífsganga ömmu var ekki áfalla- né þrautalaus, ólýsanlegur hlýtur sá harmur og söknuður að vera, sem er að missa drengina sína tvo eins og amma varð að ganga í gegnum. En þrátt fyrir þessi áföll stóð amma eftir óbuguð og óbrotin og lýsti upp líf okkar hinna á sinn ein- staka hátt. Þó söknuður okkar sé mikill er mikil huggúh í því að vita að mót- tökurnar sem hún fær hinum megin geta ekki verið betri og verða þar örugglega iangþráðir fagnaðar- fundir, en þar biðu hennar afi og ___________Brids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld hófst starfíð aftur á nýja árinu og voru spilaðar tvær umferðir í sveitakeppninni. Stað- an eftir sjö umferðir af ellefu er þann- ig: Jón Sigurðsson 135 Dröfn Guðmundsdóttir 135 Sævar Magnússon 134 Kristófer Magnússon 131 VinirKonna 128 Næstu tvær umferðir verða spilaðar nk. mánudag og er spilað í íþróttahús- inu við Strandgötu. Æfingakvöld byrjenda Sl. þriðjudagskvöld, 11. janúar, var æfingakvöld byrjenda og var spilaður Mitchell í tveimur riðlum og urðu úr- slit kvöldsins eftirfarandi: N/S-riðill: ' Steinar Hólmsteinsson - Sveinþór Eiríksson 142 Álfheiður Gísladóttir - Páimi Gunnarsson 135 Björk Norðdahl — Soffía Guðmundsdóttir 131 A/V-riðill: ArnarGuðmundsson - Guðmundur Amarson 151 synir þeirra, Snorri og Þorleifur. Við erum stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja ömmu eins vel og við fengum, engin orð fá lýst þessari dásamlegu konu, sem fyllti líf okkar gleði og fróðleik. Elsku amma, við kveðjum þig nú. Krislján, Þórgunnur og Hrafnhildur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Þórgunni áður en hún dó. Eg hefði óskað að þau kynni hefðu mátt verða meiri og lengri. Það var fyrir rúmu ári að ég kom í fyrsta sinn í Reykholt, en það var heimili Þórgunnar alltaf kallað. Heimili Þórgunnar var þannig og móttökurnar slíkar að ekki var ann- að hægt en að láta sér líða vel þar. Þórgunnur var gædd þeim ein- staka hæfileika að hægt var að BjörkLindÓskarsdóttir-AmarEyþórsson 137 Þorstcinn Kristinsson - HilmarÞ. Valsson 123 Á hveiju þriðjudagskvöldi er brids- kvðld í húsi BSÍ sem ætlað er byijend- um. Húsið er opnað kl. 19 og spila- mennskan hefst kl. 19.30. Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 7. janúar var spilaður einskvölds tvímenningur. 26 pör spil- uðu tölvureiknaðan Mitchell. Spilaðar voru 10 umferðir með þremur spilum á milli para. Meðalskor var 270 og bestum árangri náðu: NS-riðill: GuðlaugurNielsen-EggertBergsson 384 Man'a Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 343 Jóna Mapúsdóttir - Jóhanna Siguijónsdóttir 284 A/V-riðill: CecilHaraldsson-EyþórHauksson 334 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 324 Hermann Friðrikss. - Jón Viðar Jónmundss. 323 Vetrar-Mitchell BSÍ er spilaður öll föstudagskvöld og byijar stundvíslega kl. 19. Hvert kvöld er spilað eins- kvölds tvímenningur með tölvuút- reikningi og forgefnum spilum. Hvert kvöld gildir síðan í heildarkeppninni um bronsstigameistara Vetrar-Mitch- ells BSÍ 1994. ræða við hana um allt milli himins og jarðar og leit hún á alla sem jafningja sína. Þórgunnur var alltaf með eitthvað á pijónunum í orðsins fyllstu merkingu og voru þær ófáar peysurnar sem hún gerði ásamt öðrum hannyrðum. Eg var svo heppin að eignast lopapeysu eftir hana, sem er einstaklega falleg, en þegar ég tjáði Þórgunni það vildi hún sem minnst um það tala. Lýsti það vel lítillæti hennar og hógværð. Eiginmaður minn hafði sagt mér margar skemmtilegar og fróðlegar sögur af lífinu í Reykholti þar sem afi hans og amma bjuggu, og það leyndi sér ekki að lífið í Reykholti var honum hugleikið. Ég veit að það á við marga aðra og ég votta ykkur öllum mína sam- úð, en ég veit að í sorginni er það huggun hversu góð og falleg mann- eskja Þórgunnur var. Þórdís. Sparisjóðsmótið að hefjast lyá Bridsfélagi Suðurnesja Sparisjóðsmótið, sem er stærsta keppni vetrarins, hefst nk. mánudag. Þetta er aðalsveitakeppni vetrarins og gefur Sparisjóðurinn í Keflavík verð- launin. Ef að líkum lætur munu 10-12 sveit- ir taka þátt í þessari keppni. Stefnt er að því að spila 28 spila leiki og eru uppi hugmyndir um einhvers konar úrslitakeppni fjögurra efstu sveita. Formaður Bridsfélags Suðumesja, Karl Hermannsson, stjómar skráningu og aðstoðar við myndun sveita ef óskað er en tilkynna verður þátttöku fyrir hádegi mánudaginn 17. janúar. Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og sigruðu Þor- geir Ver Halldórsson og Bjami Krist- ánsson örugglega, hlutu 270 stig en meðalskor var 210. í öðm sæti vora Birkir Jónsson og Þorvaldur Finnsson með 249 og Grethe íversen og Sigríð- ur Eyjólfsdóttir með 247. Eins og áður sagði hefst Sparisjóðs- mótið nk. mánudag, 17. janúar kl. 19.45. Spilað er í Hótel Kristínu í Njarðvíkum. -r CMUh Hallarmúla • Kringlunni • Austurstræti ouglýsingor Hvítasunnukírkjan Völvufell Bænastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.30: Lofgjörðar- samkoma. Kapteinn Elsabet Daníelsdóttir talar. Sunnudagur 16. jan. kl. 11: Helgunarsamkoma og sunnu- dagaskóll. Lt. Sven Fossetalar. Kl. 20.00: Samkirkjuleg sam- koma. Sr. Hjalti Guðmundsson talar. Kvartett aðventista og Guðni og drengirnir flytja tónlist. Velkomin á Her. Mánudagur 17. jan. kl. 16: Heimilasamband. Frá Sálar- rannsókna- félagi íslands Bresku miðlarnir June og Geoffrey Huges starfa á vegum félagsins og með 17. er hefðbund- sambands- les and- ÍTarotspil og með einkatíma heilun. í simum 618130 og 18130. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænavika safnaðarins 10. til 15. janúar 1994. Bænastund í kvöld ki. 20.30. Við viljum hvetja alla til að mæta og taka þátt I bæna- vikunni. UTIVIST Hallveigarstig i • simi 614330 Fyrsta myndakvöld árs- ins verður fimmtud. 13. janúar Sýnt verður í húsnæði Skagfirð- ingafélagsins, Stakkahlíð 17. Árni Sæberg Ijósmyndari sýnir myndir frá ferð sinni á kajak um Jökulfirði sl. sumar auk sérval- inna mynda víðsvegar að af land- inu. Sýningin hefst kl. 20.30 og innifalið í aðgangseyri er hlað- borð kaffinefndar. Dagsferð sunnud. 16. janúar kl. 10.30 Lýðveldisgangan. Útivist. 7 ilsi Aðaldeild KFUM, Holtavegi „Og loks var Biblían fóanleg". Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Efnið er um Ebeneser Henderson og Bíblíufélagið. Allir karlmenn velkomnir. m i\ VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn lækningasamkoma kl. 20.00 í kvöld á Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennt verður um guð- lega lækningu og beðið fyrir sjúkum. „Guð vonarinnar fylli yður öll- um fögnuði og friði í trúnni." Kristilegt félag heilbrigðisstétta Afmælis- og fjáröflunarfundur verður haldinn mánudaginn 17. janúar i safnaðarheimili Laugar- neskirkju kl. 19.00. Hátíðardag- skrá og kvöldverður. Hátíðar- ræða: Margrét Hróbjartsdóttir. Meðal gesta Guðný og drengirn- ir. Miðaverð kr. 1.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 91-14327. Opin vinnustofa, Eiðistorgi 11 í kvöld: Öskjugerð. Sími: 611570.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.