Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994 Fundur Clintons, forseta Bandaríkjanna, og Jeltsíns Rússlandsforseta í Moskvu Vestrænni efnahagsaðstoð við Rússa verður hraðað Rússneska utanríkisráðuneytið bregst vel við áætlun um „Samstarf í þágu friðar“ Moskvu. Reuter. Reuter Komu Clintons mótmælt KONAN með spjaldið tók sér stöðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Moskvu í gær til að mót- mæla komu Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, til borgarinnar. Er hún augljóslega þeirrar skoðun- ar, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sé aðeins strengjabrúða í höndum Bandaríkjamanna. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, mun flytja Borís Jeltsín, forseta Rússlands, þann boðskap á fundi þeirra í Moskvu í vikunni, að aðstoð vestrænna ríkja við Rússland verði hraðað. Var það haft eftir embættismanni í banda- ríska fjármálaráðuneytinu, sem sagði, að sjö helstu iðn- veldi heims og alþjóðlegar fjármálastofnanir væru að ná samkomulagi um þetta. Rússneska utanríkisráðuneyt- ið brást í gær vel við áætlun Clintons og Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, um „Samstarf í þágu friðar“ í stað þess að fjölga aðildarríkjum banda- lagsins að sinni. Fjármálaráðherrar iðnveldanna sjö, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, komu saman í Frankfurt á sunnudag til að ganga frá ýmsum formsatrið- um vegna aðstoðarinnar við Rússa en iðnríkin skrifuðu sig fyrir helm- ingi þeirra 43 milljarða, sem Rúss- um var heitið í fyrra. Obbinn af því eða 15 milljarðar voru hins vegar eftirgjöf af lánum, sem Rússar gátu ekki greitt af. Ástandið betra en virtist Bandaríski embættismaðurinn sagði, að betur gengi að taka upp markaðskerfi í stað kommúnisma í Rússlandi en flestir áttuðu sig á og hann fullyrti, að efnahags- ástandið í landinu væri skárra en í fljótu bragði virtist. Hann kvaðst þó viðurkenna, að erfið glíma væri framundan og engin trygging fyrir, að verðbólgan, sem hefði þegar lækkað mikið, héldi áfram að lækka. Sagði hann, að mestu skipti hvemig gengi að hemja fjár- lagahallann. Georgíj Karasín, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að áætlun NATO um „Samstarf í þágu friðar" væri grundvöllur áframhaldandi, góðra samskipta allra aðildarríkja RÓSE, Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Sagði hann, að áætlunin gæti lagt grunn að sam- starfi NATO við öll RÖSE-ríkin 53. Atvinnuleysi vanáætlað Aðstoðarvinnumálaráðherra Rússlands, Vladímír Varov, sagði í gær, að atvinnuleysi hefði ekki aukist í landinu eins og spáð hefði verið en hins vegar væri það í raun meira en opinberar tölur segðu. Þær gæfu upp eina milljón en nær sanni væri að tala um fjór- ar eða fímm milljónir. Væri ástæð- an sú, að ailt að fjórar milljónir manna ynnu hjá gjaldþrota fyrir- tækjum en þægju áfram laun frá ríkinu. Gengi rúblunnar féll í gær og var þá skráð á 1.335 á móti einum dollara. Var gengislækkun- in rakin til ótta við, að slakað yrði á umbótum og kynt undir verð- bólgu með aukinni seðlaprentun. Siðvæðingarstefna breska íhaldsflokksins Hyggjast útskýra markmiðin betur London. Reuter. FRAMMÁMENN íhaldsflokksins breska segja nú að útskýra þurfi betur þá stefnu flokksins að horfið skuli á ný til hinna gömlu grundvallargilda í siðferðisefnum. Nokkur hneykslismál meðal ráðherra og þingmanna að undanförnu hafa grafið undan málflutningi ráðamanna. „Við þurfum að útskýra hana betur, snúa okkur aftur að því erfíða starfi að sljórna landinu", sagði Virginia Bottomley heilbrigðisráðherra í sjónvarpsviðtali í gær þar sem hún varði frammistöðu Johns Majors forsætisráðherra. Major mælti með afturhvarfi til gamalla gilda í haust en er nú sakaður um að hverfa frá ýmsum atriðum stefnunnar vegna þeirra vandamála sem hafa komið upp, hann er m.a. sagður rugla almenn- ing í ríminu. „Það sem forsætis- ráðherrann sagði í gær um gömlu, góðu gildin var að þau snerust um mannasiði og góða menntun. Við héldum öll að það væri meira kjöt á beininu", sagði fyrrverandi að- stoðarráðherra, Edward Leigh, í gær. I flestum hneykslismálunum er framhjáhald uppistaðan. Eigin- kona Caithness lávarðar af Kata- nesi, sem gegndi embætti aðstoð- arsamgönguráðherra, fyrirfór sér nýlega en samúð með lávarðinum Glæpaverk snoðhausanna MYNDIN er af 17 ára gamalli stúlku í Halle í Þýskalandi en á mánudag réðust á hana þrír snoðhausar þegar hún var að koma út af salemi fyrir fatlaða í hjólastólnum sínum. Ristu þeir hakakrossinn á kinn henni vegna þess, að hún neitaði að hafa eftir þeim einhver nasistaslagorð. Hefur þessi atburður vakið mjög hörð viðbrögð í Þýskalandi og er snoðhausanna leitað um allt landið. hefur minnkað eftir að tengdafor- eldrar hans fyrrverandi sögðu að hann hefði haldið fram hjá. Stærsta þekkta prímtalan Eagan, Minnesota. Reuter. VÍSINDAMENN sögðust á mánudag hafa uppgötvað nýja prím- tölu, þá stærstu sem fundist hefur því hún er 286.716 stafa og þyrfti átta síður í dagblaði til að prenta hana í heild. Prímtölur em þær tölur sem einungis eru deilanlegar með sjálfri sér og tölunni einum. Ein- föld dæmi em tölurnar 2, 3, 5, 7 og 11. Prímtölur eru óendanlega margar en þar sem ekki er hægt að segja fyrir um þær með form- úlu verður að leita að þeim með hjálp ofurtölvu. Nýju prímtöluna fundu vísinda- menn við Cray-rannsóknastofnun- ina í Eagan í Minnesota með hjálp ofurtölvu. Talan fannst með því að margfalda töluna tvo með sjálfri sér 859.433 sinnum og draga töluna einn frá útkomunni. Fram til þessa hefur stærsta þekkta prímtala verið eignuð reiknimeistumm í rannsókna- stofnun AEA Technology í Harw- ell í Englandi. Hún var 227.832 stafa. Verða gerðar loftárásir á Serba? BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), fól í gær sér- stökum fulltrúa sínum í málefn- um fyrrum Júgóslavíu, Yashusi Akashi, að kanna kosti og galla hugsanlegra loftárása Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á Bosníu til þess að opna flugvöll- inn í Tuzla og bjarga gæslu- sveitum SÞ sem hafa verið inn- lyksá þar. Bað hann um niður- stöðu fyrir mánudag. Vopnahlé í Mexíkó CARLOS Salinas Gortari Mexí- kóforseti lýsti í gær yfir ein- hliða vopnahléi til þess að stöðva átök stjórnarhersins og skæraliðasveita sem smábænd- ur í Chiapas stofnuðu til að fylgja eftir réttindabaráttu sinni. Mannskæð of- beldisverk PÓLITÍSK ofbeldisverk kost- uðu 4.364 manns lífið í Suður- Afríku í fyrra og er þar um að ræða 25% aukningu frá árinu 1992, að sögn óháðrar mann- réttindanefndar. Meirihlutinn eru blökkumenn en a.m.k. 205 liðsmenn öryggissveita stjórn- arinnar og 55 hvítir borgarar biðu einnig bana. Kortaflóði linnir ekki ENN berast kort til bresks drengs, sem komst í heims- metabækur fyrir rúmum tveim- ur árum, er honum höfðu borist 16.000 kort þar sem honum var óskað góðs bata en hann var þá með krabbamein. Drengn- um, Craig Shergold, sem er 14 ára, er nú batnað en kortaflóð- inu linnir ekki. Á hvetjum degi ber pósturinn í heimaborg Cra- igs nokkra poka fulla af pósti að heimili hans og bíður for- eldra hans jafnan mikil vinna að fara í gegnum ósköpin. Hef- ur Craig verið úthlutað sér- stöku póstnúmeri, en þau eru aðeins ætluð borgum og bæj- um. „Prince of Whales“ í stað Wales PRÓFARKALESURUM kanadísku póstþjónustunnar sást yfir meinlega villu í frí- merkjabók sem hafin er sala á. Þar er talað um „the Prince of Whales" (prins hvala) í stað „the Prince of Wales“ þ.e. er ríkisarfa Breta. í bókinni er fyallað um heimsókn „the Prince of Whales" til Kanada árið 1860. „Því miður fór þetta um hendur margra manna og þeim sást yfír þetta,“ sagði talsmaður póstþjónustunnar. „Þetta vom mannleg mistök og enginn ætlaði að lítilsvirða bresku konungsfjölskylduna eða Bretaprins." Talsmaðurinn sagði að villan yrði ekki leið- rétt þar sem það væri of seint. Mannrétt- indabrot í Kína ÁSTANDIÐ í mannréttinda- málum í Kína batnaði lítið sem ekkert í fyrra, samkvæmt óbirtri skýrslu bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, að sögn blaðsins New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.