Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR1994
H 33
JMtogunÞIafetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Beðið eftir nafn-
vaxtalækkun
Bankar og sparisjóðir lækk-
uðu ekki vexti af óverð-
tryggðum lánum í fyrradag, eins
og búizt hafði verið við, nema
að óverulegu leyti. Vextir af
óverðtryggðum lánum eru nú
um fjórum prósentustigum
hærri en vextir af verðtryggðum
lánum. í samtali við Morgun-
blaðið fyrir rúmri viku, sagði
Sighvatur Björgvinsson, við-
skiptaráðherra, að vaxtastefna
ríkisstjórnarinnar hefði ekki náð
fram að ganga fyrr en nafnvext-
ir hefðu lækkað. Og viðskipta-
ráðherra bætti við: „Það eru
engin rök, sem standa lengur
til þess að nafnvextirnir lækki
ekki.“
Um 40% af heiidarútlánum
bankakerfisins eru óverðtryggð
en 34% útlánanna eru verð-
tryggð. Það er því augljóst, að
ekki er nema hálfur sigur unn-
inn, þótt vextir af verðtryggðum
útlánum hafi lækkað um tvö
prósentustig vegna þeirra að-
gerða, sem ríkisstjórn og Seðla-
banki hafa gripið til. Nafnvextir
verða að lækka líka til þess að
hægt sé að segja, að markmið
ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum
hafi náð fram að ganga.
Vegna yfirlýsinga talsmanna
bankanna í nóvember og desem-
ber var gengið út frá því sem
vísu, að nafnvextir mundu
lækka verulega um áramót. Það
gerðist ekki. Þær skýringar voru
m.a. gefnar á því, að það væri
tæknilega erfitt að framkvæma
slíka vaxtabreytingu um ára-
mót. Þess vegna var gengið út
frá því sem vísu, að vaxtalækk-
unin mundi koma til fram-
kvæmda nú í þessari viku. Það
gerðist heldur ekki. Hvað veld-
ur?
Bankarnir höfðu viss rök fyr-
ir því, að lækka ekki nafnvextina
til jafns við lækkun vaxta af
verðtryggðum lánup fyrr en í
byijun þessa árs. Ástæðan var
það misgengi á milli verð-
tryggðra innlána og óverð-
tryggðra útlána, sem hefur vald-
ið miklum erfiðleikum í rekstri
bankanna á undanförnum miss-
erum. Þau rök eru ekki lengur
fyrir hendi.
í forystugrein Morgunblaðs-
ins hinn 4. desember sl. var fjall-
að um þennan þátt málsins og
þar sagði m.a.: „Nú um næstu
áramót verður hins vegar breyt-
ing á þessu fyrirkomulagi, sem
losar banka og sparisjóði úr
þeirri spennitreyju, sem þeir
hafa verið í af þessum sökum.
Þar að auki hafa þeir nú samn-
inga við Seðlabanka, sem draga
verulega úr áhættu þeirra af
framangreindu misgengi. Við-
skiptamenn þessara lánastofn-
ana geta kyngt því, að raunvext-
ir óverðtryggðra útlána verði
jafn háir og þeir eru nú fram
til áramóta en ekki lengur. Um
áramót hlýtur sú krafa að verða
gerð til banka og sparisjóða að
þeir lækki nafnvextina veru-
lega.“
Sú ákvörðun bankanna að
halda nafnvöxtum að mestu
óbreyttum fyrstu 20 daga hins
nýbyijaða árs þýðir að skuldarar
óverðtryggðra lána greiða gífur-
lega fjármuni til bankanna um-
fram það, sem skuldarar verð-
tryggðra lána gera. Þótt rök
geti verið fyrir því, að einstaka
óverðtryggð útlán beri háa
vexti, svo sem greiðslukortalán
og önnur slík neyzlulán, eru
engin rök fyrir því, að 40% allra
útlána bankakerfisins beri raun-
vexti, sem eru fjórum prósentu-
stigum hærri en á verðtryggðum
útlánum.
Bankamir hafa notið skiln-
ings almennings á undanförnum
misserum í umræðum um hið
háa vaxtastig, Nú þegar raun-
vextir verðtryggðra útlána hafa
lækkað svo mjög og ekki eru
lengur fyrir hendi þau efnislegu
rök, sem skýrðu háa nafnvexti
fram til áramóta, er fyrirsjáan-
legt að alvarlegur trúnaðar-
brestur verður á milli bankanna
og viðskiptamanna þeirra og
bankanna og stjórnvalda, sem
hafa gert vaxtalækkun að
grundvallaratriði í efnahags- og
fjármálastefnu sinni.
Það fer ekkert á milli mála,
að vaxtalækkunin í nóvember
gjörbreytti öllum viðhorfum í
efnahags- og atvinnumálum
landsmanna. Það fer heldur ekk-
ert á milli mála, að hún gjör-
breytti hinu pólitíska andrúmi í
landi og styrkti stórlega stöðu
ríkisstjórnarinnar. Stjórnar-
flokkarnir eiga nú mikið undir
því, að ekki komi bakslag í
vaxtastefnu þeirra. Raunar hef-
ur það svo mikla pólitíska þýð-
ingu fyrir þá báða, að þegar
engin efnisleg rök eru lengur
fyrir hendi hjá bönkunum til
þess að halda hinu háa nafn-
vaxtastigi, hlýtur óbreytt stefna
bankakerfisins að leiða til
harðra átaka á milli þeirra og
stjórnvalda. Raunar gaf við-
skiptaráðherra það fyllilega í
skyn í samtali við Morgunblaðið
hinn 4. janúar sl., þegar hann
sagði um nafnvextina, að
kannski þyrftu bankarnir
„handleiðslu ríkisstjórnarinnar í
því kerfi eins og verðtryggða
kerfínu".
Þegar á allt þetta er litið er
afstaða bankakerfisins til nafn-
vaxtalækkunar á fyrstu vaxta-
breytingardögum þessa árs
óskiljanleg. Það er beðið eftir
nafnvaxtalækkun.
Utanríkisstefna á lýðveldisafmæli II
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þegar Alþingi samþykkti aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu gerðu kommúnistar árás á Alþingishúsið.
Haldiðí
úrelt sjónarmið
Byggðir á simnanverðum
Yestfjörðum einangrað-
ar frá því á sunnudag
Víða mjólkurlaust og rafmagn stopult
MJÓLKURLAUST var orðið víða í þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum
þar sem veður hefur hamlað samgöngum á sjó og landi undanfarna
daga. Flóabáturinn Baldur hefur ekki getað lagst að á Brjánslæk í
þijá daga en von var á Arnarfelli til Tálknafjarðar í gærkvöldi eftir
að skipið hfaði veirð teppt á ísafirði í tvo sólarhringa. Flugleiðir
hafa ekki flogið til Vestfjarða síðan á sunnudag og bíða 200 manns
eftir fari til Isafjarðar en 40 til Patreksfjarðar og Þingeyrar. Tugir
rafmagnsstaura og línustæða hafa fallið í fjórðungnum vegna ísing-
ar og hvassviðris. Varaaflstöðvar hafa víða séð fyrir rafmagni og
var rafmagn skammtað í byggðum við Djúp og rafmagnslaust hefur
verið í meira en 2 daga í Mýrar- og Nauteyrarhreppum. 12 ára
spennistöð í 15 fermetra einingarhúsi á steyptum sökkli fauk um
koll við Patreksfjörð í gær á þriðja degi einhvers mesta hvassviðris
sem fólk þar um slóðir rekur minni til og náði hámarki í gærmorg-
un þegar björgunarsveitarmenn sinntu 23 útköllum vegna foktjóns.
Óveðup á Vestfjörðum
200 manns bíða eftir / ....
flugfari til ísafjarðar "—/
Boiungarvík
\ Bildudálur
rfyálkfiatiölður é! "
Svá k
fjbröur y
Byggðalína slitnaði á Gufu-
dálshálsi og aðalflutnings-
lína Mjólkárvirkjunar
slitnaði í Breiðdal.^ v
\ 7
_____________ H'öim|ý(k
Brotnir rafmagnsstaurar í
Dýfafirði. Þakplötur fuku.
23 hjálparbeiðnir bárust vegna foktjóna,
rúðubrota og þakplötufoks. Spennistöð
á steyptum sökkli fauk um koll. >'
Aj\
U
i
i
J .
Tf
eftir Björn
Bjarnason
Á Þorláksmessu var friðarganga
að venju frá Hlemmi niður í Austur-
stræti. Sjónvarpsmenn fóru á stúf-
ana og ræddu við nokkra gamla
herstöðvaandstæðinga, þótt þeir
hafi áreiðanlega ekki gefið rétta
mynd af viðhorfum alls þorra
göngumanna. Einn þeirra sagði, að
nú væru þeir búnir að ganga Var-
sjárbandalagið af sér, það væri úr
sögunni og þess yrði ekki langt að
bíða að Atlantshafsbandalagið
(NATO) hlyti sömu örlög.
Um árabil börðust Samtök her-
stöðvaandstæðinga fyrir málstað
Varsjárbandalagsins í umræðum
um öryggis- og varnarmál á Is-
landi. Ekki eru nema rúm 10 ár
liðin síðan áróðursmeistarar Sovét-
stjórnarinnar í Moskvu vitnuðu með
velþóknun í málflutning herstöðva-
andstæðinga um að hér á landi
væru kjarnorkuvopn og notuðu þær
iygar til að hóta Islendingum með
sovéskum kjarnorkuvopnum. Síðan
kyijuðu herstöðvaandstæðingar
þann söng, að loka þyrfti herstöð-
inni á Miðnesheiði, af því að hún
gerði ísland að skotmarki í yfirvof-
andi hernaðarátökum. Þessi áróður
var svo magnaður, að viðtöl birtust
í stúdentablöðum við námsmenn,
sem töldu ekki taka því að hefja
framhaldsnám vegna yfirvofandi
gjöreyðingar.
Þeir lifa enn í horfnum tíma og
halda í úrelt sjónarmið, sem segja
að NATO sé að hverfa úr sögunni.
Hvarvetna í nýfijálsum ríkjum Evr-
ópu eru óskir um að tengjast banda-
laginu. Vandi þess felst fremur í
því að rökstyðja neikvæð svörgagn-
vart umsóknarríkjum en að beijast
fyrir eigin lífí. Þéir eru fáir stjórn-
málaflokkarnir í Evrópu um þessar
mundir, sem eru í sömu stöðu og
Alþýðubandalagið. Þar var ályktað
á flokksþingi fyrir nokkrum vikum
að ísland ætti að fara úr NATO.
Samþykktin var að vísu gerð í
óþökk flokksformannsins, Ólafs
Ragnars Grímssonar, sem situr við
völd í flokknum eins og gísl forn-
eskjuafianna.
Brengluð viðhorf
Það hefur staðið þátttöku íslend-
inga fyrir þrifum í alþjóðlegu sam-
„Umræður um öryggis-
og varnarmál eru miklu
opnari en áður bæði á
trúnaðarstigi innan ut-
anríkismálanefndar Al-
þingis og á opinberum
vettvangi. Þetta er
gleðileg þróun og hún
ætti að stuðla að víð-
tækari sátt um þennan
mikilvæga málaflokk.“
starfi, hve pólitísk viðhorf margra
til alþjóðamála eru brengluð. Þar
hefur- Alþýðubandalagið farið
fremst í flokki síðustu áratugi,
stundum með stuðningi vinstri
arms Framsóknarflokksins og nú
síðast Kvennalistans. Skaðvæn
áhrif þessa birtast í ýmsum
myndum. Tjónið sem Hjörleifur
Guttormsson olli til dæmis með
ofsóknum í garð Alusuisse og
álversins í Straumsvík, þegar hann
var iðnaðarráðherra, verður seint
eða aldrei bætt.
Sagan sýnir, að Alþýðubandalag-
ið hefur ætíð snúist gegn hveiju
skrefi, sem stigið hefur verið til að
efla samstarf Islands við önnur ríki.
Við atkvæðagreiðsluna á Alþingi
um aðildina að EES á síðasta ári
var flokkurinn hinn eini, sem var
óskiptur gegn henni. Afstaða Al-
þýðubandalagsins til NATO enn í
dag staðfestir einungis, að sömu
öflin hafa undirtökin í flokknum
og á þeim tíma, þegar málflutningi
hans var sérstaklega fagnað í mál-
gögnum Sovétstjórnarinnar. Þeir
Hjörleifur, Steingrímur J. Sigfús-
son og Svavar Gestsson geta ef til
vill sótt einhveija huggun í þá stað-
reynd, að þá var Mr. 0. Grímsson
í miklum metum hjá Belski ofursta,
áróðursmeistara Rauða hersins.
Málefnalegar umræður
Á undanförnum mánuðum hefur
töluvert verið rætt um samskipti
utanríkisráðherra við
utanríkismálanefnd vegna
viðræðna við Bandaríkjastjórn um
varnarmál. Vegna óska
Bandaríkjamanna var farið með
einstök atriði viðræðnanna sem
trúnaðarmál, enda báru þær þess
töluvert merki, að innan bandaríska
stjórnkerfisins væru menn ekki á
einu máli um viðfangsefnið.
Með hliðsjón af meðferð ís-
lenskra varnar- og öryggismála allt
frá því að lýðveldi var stofnað hér
fyrir tæpri hálfri öld er með öllu
ástæðulaust að saka utanríkisráð-
herra um lögbrot vegna framgöngu
hans gagnvart utanríkismálanefnd
í þessu máli. Þveixa móti skal full-
yrt, að umræður á vettvangi utan-
ríkismálanefndar um þessar við-
ræður við Bandaríkjamenn og efn-
isþætti þeirra hafi verið meiri en
um nokkurn annan þátt í varnar-
samstarfi íslendinga og Banda-
ríkjamanna á lýðveldistímanum.
Náið samstarf Sjálfstæðisflokks,
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
í varnarmálum er hefðbundið, þótt
nokkur misbrestur hafi orðið á tím-
um vinstri stjórna. Þar hefur Al-
þýðubandalagið átt sæti og þá hef-
ur ekki aðeins verið forðast að
ræða um varnarmál í utanríkis-
málanefnd Alþingis heldur einnig í
ríkisstjórninni sjálfri. Hafa utanrík-
isráðherrar slíkra stjórna stundum
hreykt sér af því, að ráðgast ekki
um varnir þjóðarinnar við Alþýðu-
bandalagið, þótt ráðherrar þess
sætu í ríkisstjórn.
Umræður um öryggis- og
varnarmál eru miklu opnari en áður
bæði á trúnaðarstigi innan utanrík-
ismálanefndar Alþingis og á opjn-
berum vettvangi. Þetta er gleðileg
þróun og hún ætti að stuðla að víð-
tækari sátt um þennan mikilvæga
málaflokk. Þeirri staðreynd verður
ekki haggað, að Islendingar þurfa
að gæta varanlegra varnarhags-
muna sinna. Það er mikilvægur lið-
ur við gæslu þessara hagsmuna,
að sem flestir átti sig á eðli þeirra.
I raun stendur það skynsamleg-
um umræðum um alþjóðamál á
Alþingi helst fyrir þrifum, að þar
skuli nokkrir menn enn vera fastir
í hinu gamla fari og ríghalda í úr-.
elt viðhorf. Skoðanir þeirra ber að
sjálfsögðu að virða eins og ann-
arra, þær eiga hins vegar ekkert
erindi til þeirra, sem vilja glíma við
vanda líðandi stundar með framtíð-
arhagsmuni lands og þjóðar í huga.
Að sögn Jónasar Sigurðssonar,
aðalvarðstjóra lögreglu á Patreks-
firði, rauk veður upp að nýju um
klukkan sjö í gærmorgun þriðja
daginn í röð. Meðálhraði á Kvígind-
isdal yar ellefu vindstig í gærmorg-
un en í hviðum fór vindhraði upp í
það mesta sem fólk man eftir að
sögn Ingveldar Hjartardóttur
fréttaritara Morgunblaðsins. Björg-
unarsveitinni Blakki bárust alls 23
hjálparbeiðnir vegna foktjóna, rúðu-
brota og þakplötufoks.
70 m2 af járni fuku af þaki
frystihúss
Meðal annars flettust um 70 fer-
metrar af þakjárni af fiskverkuninni
Straumnesi og mikið af plötum fauk
einnig af frystihúsinu Odda, að sögn
Jónasar Sigurðssonar. Þá fauk
skreiðarhjallur og skúr skammt ut-
KJARADEILA sjómanna og út-
vegsmanna er í enn meiri hnút
nú eftir viðræðuslit í fyrrinótt
en áður hefur verið og ekkert
augljóst framhald í augsýn að
inati deiluaðila. Útvegsmenn
munu eiga fund með forsætis- og
sjávarútvegsráðherra fyrir há-
degi í dag og gera þeim grein
fyrir stöðu deilunnar en verkfall
sjómanna á fiskiskipum liefur
staðið frá því í upphafi ársins.
Sjómenn hafa boðað til félags-
fundar í dag. Kristján Ragnars-
son, formaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna, segir illt
í efni og ekkert framhald á mál-
inu á meðan sjómenn gerir kröf-
ur um fiskverð sem sé ekki á
færi útvegsmanna að verða við,
þar sem þær beinist gegn fisk-
kaupendum. Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Farmanna- og
fiskimannasambands íslands,
segir að á meðan útvegsmenn
fallist ekki á að sameiginleg
nefnd aðila liafi raunverulegt
úrskurðarvald varðandi þátttöku
í kvótakaupum þá sé tómt mál
að halda áfram viðræðum. Að
auki séu allar sérkjaraviðræður
aðila strand, ekkert hafi miðað í
þeim efnum, heldur hafi útvegs-
menn þvert á móti dregið til baka
hluti sem þeir hafi verið búnir
að leggja fram fyrir áramót.
an við bæinn, en hvort tveggja hafði
staðið af sér öll veður frá 1942.
Spennistöð, sem að sögn Kristjáns
Haraldssonar orkubússtjóra á
ísafirði, var reist 1981-1982, í
rammgerðu 15 fermetra einingar-
húsi á steyptum sökkli, og þjónaði
einu hverfi í Patreksfjarðarbæ, fauk
um koll og er húsið ónýtt. Spennir
í stöðinni skemmdist og varð raf-
magnslaust í um 20 húsum í bænum
af þeim sökum. Ingveldur Hjartar-
dóttir sagði að svo mikið hefði geng-
ið á í hviðunum að hún myndi vart
annað eins og langt væri síðan ill-
viðri hefðu staðið svo lengi á Pat-
reksfirði að mjólkurlaust yrði í bæn-
um en þannig var ástandið orðið í
gær og fleiri vörur var farið að
skorta í verslanir, meðal annars
tóbak. Baldur hefur ekki getað lagst
að í Brjánslæk frá því á sunnudag
Kristján Ragnarsson sagði að
staðan í deilunni væri mjög slæm
og ylli útvegsmönnum miklum von-
brigðum með hliðsjón af þeim sam-
ræðum sem hefðu farið fram hjá
sjávarútvegsráðherra um helgina.
Þá hefðu verið lagðar línur varð-
andi úrlausn sem lýst hefði verið
yfír að gæti gengið og menn myndu
beita sér fyrir. Síðan hafí málið
smám saman verið að skýrast og
hafi endað í beiðni um hreina fis-
kverðsákvörðun, sem eigi að vera
meðalverð alls fiskverðs sem greitt
sé í landinu, auk þess sem sjálf-
virkni sé innibyggð í kerfið. „Gagn-
vart okkur er þetta fráleitt með öllu
því við erum engir umboðsaðilar
vegna veðurs auk þess sem flug
hefur legið niðri frá þeim degi.
Tugir staura lágu í Dýrafirði
Ekki var vitað til þess að teljandi
tjón hefði orðið á Tálknafirði og
Bíldudal en þar var þó mikið hvass-
viðri og sífelldar truflanir á raf-
magni sem barst frá varaaflstöð á
Patreksfirði. Helga Jónasdóttir á
fyrir fiskvinnsluna til samninga um
fiskverð. Við erum alls ekki í því
hlutverki og meðal annars þess
vegna urðu menn sammála á sunnu-
dag að það væri tilgangslaust fram-
hald þessara samninga og niður-
stöðu í þeim ef fiskverð yrði haft
uppi,“ sagði Kristján.
Hann sagði að þetta væri kjarni
málsins og ylli því að mati ríkis-
sáttasemjara og deiluaðila væri til-
gangslaust að halda áfram, enda
væru gerðar kröfur á hendur út-
vegsmönnum sem þeir gætu alls
ekki orðið við og hefðu ekkert um-
boð til þess að fjalla um. Málið hefði
ekki áður verið jafn slæmri stöðu.
Tálknafirði sagði að rafmagnstrufl-
anir væru algengt vandamál í norð-
austanveðrum á staðnum vegna
seltu sem fylgdi særoki. Einnig á
Tálknafirði var mjólk farið að
skorta.
Hvassviðri var mikið við Dýra-
fíörð en mjög erfitt símasamband
var þangað í gær og gekk treglega
að afla upplýsinga þaðan. Morgun-
Skýr ákvæði
Guðjón A. Kristjánsson sagði að
sér fyndist það mjög slæmt að
samningsaðilar þeirra hefðu ekki
treyst sér til að fá endanlega niður-
stöðu varðandi þann farveg sem
málið hefði farið í eftir viðræður
aðila við sjávarútvegsráðherra á
sunnudag. Sjómenn hefðu fallist á
að ræða um kærunefnd fyrir til-
mæli ráðherra. Tillögur sjómanna
gerðu ráð fyrir upplýsingasöfnun
um fiskverð og hvað væru eðlileg
viðmið í þeim efnum. Nefndin hefði
fjórar vikur til að komast að niður-
stöðu um hvort um óeðlilegt upp-
gjör væri að ræða. Ef hún næði
ekki saman um það hvaða fiskverð
eðlilegt sé að miða við eigi að mipa
við landsmeðaltal. Fiskifélags ís-
lands. Sjómenn geti ekki sætt sig
við annað en skýr ákvæði þannig
að nefndarskipunin verði ekki orðin
tóm. Þá hafi útvegsmenn heldur
ekki fallist á að oddamaður væri í
nefndinni né að málið færi í gerðar-
dóm ef samkomulag yrði ekki. „Við
viljum fá enda í þessi mál. Við vilj-
um ekki vera að dunda í dómskerf-
inu í þijú, fjögur eða fimm ár. Þarna
segja þeir að við séum að ákveða
fiskverð, en það er bara alls ekki
rétt,“ sagði Guðjón.
Hann sagði að ef útvegsmenn
hugsuðu svona um þessa nefnd
blaðið náði þó tali af Sigurði Gunn-
arssyni, umsjónarmanni Orkubús
Vestfjarða i Dýrafirði, þar sem hann
var að reisa við fallna rafmagns-
staura til að koma á sambandi við
á sveitalínunni og vonaðist hann til
að rafmagn kæmist á til sveitabæja
við fjörðinn að mestu eða öllu leyti
í gærkvöldi. Ekki hafði Sigurður
haft fregnir af foktjóni við fjörðinn
en þó höfðu borist fregnir af þak-
plötufoki við Núpsskóla og Klukku-
land.
Á Flateyri hafði hvassviðrið ekki
valdið teljandi vandræðum, að sögn
Magneu Guðmundsdóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins þar, að öðru
leyti en því að mjólk var á þrotum
vegna ófærðar á sjó og landi. Djúp-
bátur var þó væntanlegur á morg-
un. Varaaflstöðvar gátu annað raf-
orkuþörf á Flateyri án þess að grípa
þyrfti til skömmtunar.
Fært milli byggða við Djúp
Fært var á milli ísafjarðar, Bol-
ungarvíkur og Súðavíkur að sögn
lögreglu á ísafirði þrátt fyrir há-
vaðarok og snjókomu. Heiðar voru
kolófærar eins og undanfazna daga.
Vinnupallar höfðu fokið til við hús
á ísafirði. Rafmagn var skammtað
frá varaaflsstöðvum á fyrrgreindum
stöðum og til Súgandaíjarðar þar
til síðdegis í gær að viðgerð lauk
en enn var þó rafmagnslaust í Naut-
eyrarhreppi. Kristján Haraldsson
orkubússtjóri á ísafirði sagði við
Morgunblaðið að rafmagnstruflanir
mætti meðal annars rekja til þess
að byggðalína Landsvirkjunar hefði
slitnað á Gufudalshálsi og önnur
aðalflutningslina Mjólkárvirkjunar
hefði slitnað í Breiðdal. Með dísilvél-
um hafði verið hægt að sjá fyrir
um 75%-af orkuþörf og voru fyrir-
tæki og hús með rafhitun látin njóta
forgangs. Ekki sá í gær fyrir enda
á rafmagnsleysi víða í sveitum á
Vestfjörðum, en tugir staura voru
brotnir í Dýrafirði og í Nauteyrar-
hreppi vegna ísingar og sagði Krist-
ján að fyrir rætur þess vanda yrði
ekki komist fyrr en rafstrengir yrðu
allir lagðir í jörð. Einnig hafði frést
af rafmagnsleysi á bæjum í Ketildöl-
um og við Tálknaíjörð.
væri hún bara orðin tóm. Að auki
hefði ekki þokað í einu einasta máli
í sérkjaraviðræðunum og útvegs-
menn hefðu meira að segja dregið
til baka mál sem hefðu verið frá-
gengin að stórum hluta fyrir ára-
mót eins og hvað varðaði söltun um
borð. Til viðbótar væru útvegsmenn
með kröfur um að skiptaprósenta
gæti hækkað og lækkað, sem þýddi.
kauplækkun og einnig að hætt yrði
að greiða veikindi af staðgengils-
launum. Málið væri í pattstöðu, það
væri engin sjáanleg lausn. „Þó við
höfum farið að tilmælum sjávarút-
vegsráðherra að reyna að finna
þessu farveg eins og útvegsmenr
voru að biðja um þá þýðir það ekk
það að við ætlum að standa upp
með einhveija nefndarónefnu sem
klárar ekki nokkurn einasta skapað-
an hlut,“ sagði Guðjón.
Sjómenn
funda í Bíó-
borginni
SAMTÖK sjómanna hafa boð-
að til fundar um stöðuna í
kjaradeilu sjómanna og út-
vegsmanna í Bíóborginn við
Snorrabraut klukkan 14.00 í
dag, fimmtudag.
Á fundinum fara forystu-
menn samtakanna, Guðjón A.
Kristjánsson, Helgi Laxdal og
Óskar Vigfússon yfir gang mála
og stöðuna í deilunni og síðan
verða opnar umræður. Sam-
kvæmt upplýsingum frá SSÍ er
búizt við fjölda sjómanna á
fundinn, meðal annars frá Ak-
ureyri, Akranesi, Suðurnesjum
og víðar, viðri til ferðalaga.
Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum hefur staðið frá því í ársbyrjun
Deilan í illleysanlegnm
hnút eftir viðræðuslit