Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994 CZ3 OC~) M s: UAIÍ 6i-/4£S (CoúltUAP-T 11-16 O 1992 Farcus Canoons/Dislnbuted by Universal Press Syrxícale ‘i'Attu utj cú þu hatir ucrið irm 'iicka.6ut cL þecsum stigogangi i þrjú úr? " I Myndirðu færa þig örlítið til vinstri BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Orð í tíma töluð Krafa dagsins er vinna Frá Einari Vilhjálmssyni: í MORGUNBLAÐINU 30. dés- ember 1993 er tímabær grein um atvinnuleysisvofuna. Þar bendir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi, á sex leiðir til þess að bægja henni frá. Það er furðulegt að á tímum mikils atvinnuleysis skuli þurfa að sækja vinnuafl til útlanda og hug- mynd hefur komið fram um það, að mennta fólk í atvinnuleysis- fræðum. Það eru lærðra manna ráð. Við sem ólumst upp á milli- stríðsárunum nutum engra at- vinnuleysisbóta en sóttum atvinn- una til sjós og lands, landshorna á milli. Grein Vilhjálms er þörf hugvekja um vandamál sem skap- ast hefur vegna óstjórnar í lands- málum. Með tilkomu aflakvótans, sem er framsóknarmennska í sjávarút- vegi, hefur fáum útvöldum verið afhentur eignarréttur á tilteknu magni þeirrar sameignar lands- manna sem fiskurinn á íslandsm- iðum er. Þessi kvótaeign sægrein- anna gengur síðan kaupum og sölum eins og dæmin sanna. Loks- ins hafa sjómenn risið upp gegn ofbeldinu. Hafrannsóknarstofnun minnir frekar á skömmtunarskrif- stofu Framsóknar á árunum eftir styijöldina, en vísindastofnun. Sjómenn hafa þurft að kanna ný mið af eigin rammleik, en Ha- frannsóknarstofnun hvergi komið þar nærri. Þeir eru í þeim skiln- ingi hálfgerðir fjörulallar. Hvernig væri að loka stofnuninni í eitt ár til reynslu? Þau sjálfsögðu réttindi, að hveijum þegni þessa lands væri fijálst að sækja fisk í sjó, eru með valdníðslu af honum tekin. Norskbyggð úthafsveiðiskip skeina smábátamiðin umhverfis landið, og með aðstoð ólaga og furðulegra tilskipana svokallaðra valdsmanna, er þrengt að sjávar- byggðunum. Kvóti sægreifanna er síðan til tryggingar skilvísum greiðslum til Norsara, vegna' smíða þeirra á verksmiðjutogurunum. Aflakóngurinn ísfirski færði Norsurum þrettán hundruð millj- óna skipasmíðaverkefni, sem fisk- urinn af Halanum á að borga þeim. Hundrað og . fimmtíu ársverk í skipasmíðum voru þannig flutt úr landi og jafn mörg ársverk í at- vinnugreininni töpuðust hér heima. Á þennan hátt hirða Nors- arar arðinn af starfi íslenskra fiskimanna. Það ætti að vera skil- yrði fyrir veiðileyfi á íslandsmið- um, að skipið væri smíðað af ís- lenskum höndum. Helmingur skipsverðs sem smíðað er hér heima er hreinn innlendur kostnaður. Þegar Gunnar Thoroddsen mætti snemma morguns til þess að fagna sjósetningu fyrsta skut- togarans í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ, sagði hann að hvert gjaldeyrisskapandi starf leiddi af sér 5 til 6 önnur störf í þjóðfélaginu. Það var haldin hátíð í norska bænum sem fékk það verkefni að smíða 2.100 tonna Frá Nils Viggó Clausen: ÉG HEF ferðast í strætó í fimm ár og þjónustan hefur alltaf verið góð, sérstaklega á leið 15 og leið 4 og nú hafa þeir boðað verkfall á mánudaginn. Það á eftir að koma sér illa fyrir mig vegna þess að ég þarf að taka tvo vagna í skólann. Hvað verður með græna kortið? Verður það endurgreitt eða verður gildistími þess framlengdur? Eða þurfa farþegar að bera skaðann? Ég vil biðja stjórn SVR að svara þessu. Ég styð vagnstjóra SVR í bar- áttu þeirra fyrir réttindum sínum! Böm og unglingar bíða kannski eftir strætó tímunum saman og enginn kemur! Þetta getur orðið verksmiðjutogara fyrir vestfirska aflakónginn. Er ekki tímabært að vísa stóru úthafs-verksmiðjutog- urunum út fyrir landhelgi? Það var fagnaðarefni þegar ís- lensku togararnir héldu í kjölfar Færeyinganna til veiða í Smug- unni. En viðbrögð íslenskra stjórn- valda voru ömurleg, líkust því þeg- ar Mökkurkálfi mætti Þór. Þá meig Mökkurkálfi af hræðslu. Ef til viðræðna kemur við Norsara vegna Smuguveiðanna, sem þeim kemur raunar ekkert við, verður Davíð Oddsson að sjá til þess, að ekkert verði gefið eftir. Yfirgangur Norsara á Islands- miðum, frá 1868 til 1970, er þeir sátu yfir hlut landsmanna sjálfra, kemur vel fram í æviminningum Þórarins Olgeirssonar. Þeir eyddu hvalnum við strend- ur landsins og veiddu síld og þorsk ótakmarkað í fjörðum og flóum. Einn aðal skipamangari Nors- ara hérlendis segist í Morgunblað- inu 28. nóvember sl. hafa flutt inn 160 skip, flest frá Austur-Þýska- landi, Póllandi og Noregi. Hvernig væri staða íslensks skipaiðnaðar í dag þó ekki nema helmingur þess- ara skipa hefði verið byggður hér heima? EINAR VILHJÁLMSSON, frá Seyðisfirði. hættulegt, einhveijir kunna að veikjast nú í harðindunum! NILS VIGGÓ CLAUSEN, 280778-4949, farþegi. Söfnun VEGNA brunans í Biskupstung- um á nýársnótt hafa nokkrir vin- ir og sveitungar hafið söfnun til styrktar heimilisfólkinu. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt beint inn á bókarlausan reikning í Landsbankanum Reykholti, Biskupstungum, bankanúmer 151, reikningsnúm- er 500. Fjárgæslumaður söfnunar- fjárins verður Gísli Einarsson, oddviti Biskupstungnahrepps. Vegna verkfalls SVR HÖGNI HREKKVÍSI /, FIKIT / é<5 TSK. SiVT PÚSÍN I “ Víkverji skrifar að er orðið árvisst að mikil óveður gangi gangi yfir landið á þessum tíma árs. Siglfirðingar, Vestfirðingar og Ausfirðingar hafa fengið að kenna á veðurhaminum undanfarna daga og minna má á það, að á sama tíma í fyrra, 11. janúar, gekk ein dýpsta lægð sem sögur fara af yfir landið og olli víða tjóni. Að þessu sinni urðu mestar skemmdir á Siglufirði og er með ólíkindum að sjá hve mikið sum húsin þar hafa skemmst. Sú spurn- ing hlýtur óhjákvæmilega að vakna hvort byggingar séu almennt nægi- lega traustar hér á landi. xxx Svartasta skammdegið leggst almennt illa í landsmenn. Því tekur Víkveiji heils hugar undir með Ragnari Halldórssyni, sem rit- aði bréf í Morgunblaðið 4. janúar sl. Hann leggurtil aðjólaljósin verði ekki tekin niður á þrettándanum heldur látin loga eitthvað lengur. Þetta er þjóðráð. Jólaljósin eiga að hanga uppi a.m.k., fram í miðjan febrúar. Það myndi létta mönnum skammdegið. Skreytingarnar fyrir þessi jól voru óvenju fallegar að mati Vík- verja. Sérstaklega voru nýju ljósin í Lækjargötunni mikil prýði og sömuleiðis skreytingarnar við ráð- húsið í Vonarstræti. xxx Tilhlökkunin eftir jólunum hefur létt mörgum skammdegið, sérstaklega börnum. Tilhlökkunin eftir þorranum hefijr létt mörgum matmanninum skammdegið. Nú er þorrinn rétt handan við hornið, því bóndadagurinn er föstudaginn 21. janúar. Óruggt má telja að þeir sem unna þjóðlegum mat láti sitt ekki eftir liggja þann mánuð sem þorrinn stendur. Það var Halldór Gröndal, núverandi prestur og þáverandi veitingamaður í Nausti, sem endur- vakti áhugann fyrir þorramatnum svokallaða á sjötta áratugnum. Menn hafa fengið fálkaorðuna fyrir minna! xxx Þeir sem skrifa fjölmiðlagagn- rýni eru oft að hæla þáttum sem „bijóta málin til mergjar" eins og sagt er. Víkveiji verður að játa, að hann endist sjaldnast til að hlusta á slíka þætti. Þá sjaldan að Víkveiji hlustar á útvarp vill hann hlusta á þætti þar sem tónlist er spiluð og sem minnst talað. Hjörtur Howser á Aðalstöðinni er dæmi um þátt sem Víkveiji telur vel heppnað- an. XXX Að gefnu tilefni kvað Vindhan- inn: Staðarfall Vart er þess von, að mér líki að veðurguðir flíki svo þjóðlegu falli, fyrst það er minn galli að þjást af nefnifallssýki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.