Morgunblaðið - 13.01.1994, Page 49

Morgunblaðið - 13.01.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 49 Hinrik kvaddi þessa jarðvist síð- astur hinna merku samvinnubáta- skipstjóra sem gerðu garðinn fræg- an á árunum 1928-1945. Hann hóf sjóróðra sumarið 1911, þá fjórtán ára gamall, á seglbátnum Gunnari sem var 14 tonn samkvæmt þágild- andi mælingu. Skipstjóri var Guðjón Ásgeirsson úr Arnardal er nokkrum sumrum síðar fórst með skipi sínu undir seglum í sviptivindi út af Straumnesi. - Allt frá því að Hinrik fór á hand- færaveiðar, þetta fyrsta sumar til sjós, og næstu 45 árin á eftir, má segja að hann hafi stundað sjó á öllum tegundum fiskiskipa sem þá tíðkuðust á þessum merkilegu tím- um sem í hönd fóru í íslenskri sjó- og útgerðarsögu. Hinrik hlaut ágæta menntun á þeirra tíma yísu við Barna- og unglingaskóla ísa- fjarðar. Skólastjóri var þá Siguijón Jónsson síðar bankastjóri. Þar voru kennd tungumál, bæði enska og danska, sem kom honum síðar að góðum notum í lífinu. Sextán ára gamall útskrifaðist Hinrik og hlaut hæstu einkunn ásamt Kristínu dóttur Jóns Auðuns. Eiríkur bróðir Hinriks átti lítinn árabát sem þeir bræður reru á með línu út á ísaljarðardjúp nokkur sumur á unglingsárum sínum og öfluðu þeir vel. Eftir að skólagöngu lauk fór Hinrik á stærri báta sem þá var farið að setja hjálparvélar í með seglunum. Stundaðar voru jöfnum höndum handfæra- og línuveiðar. Má þar nefna Frigg, en honum stýrði Benedikt Jónsson. Árið 1917 hófst regluleg kennsla á ísafirði á hinu svokallaða meira- pungaprófi, sem veitti 30 tonna skipstjórnarréttindi. Kennari og skólastjóri var Eiríkur Einarsson. Væntanlega hafa prófin verið höfð nokkuð þung, því allir féllu á próf- inu nema tveir, Hinrik og Magnús nokkur úr Aðalvík. Þá var brugðið á það ráð að kenna í hálfan mánuð í viðbót og fóru þá allir í gegn. Hinrik gerðist nú stýrimaður hjá Eiríki bróður sínum á Barðanum næstu tvö árin eða þar til Eiríkur seldi skipið. Árið 1920 ræður Hin- rik sig sem háseta á kútter íhó, 60 tonna seglskip með hjálparvél. í fyrsta túrnum lentu þeir í aftaka útsynningsveðri í Húllinu, Reykja- nesröstinni. Var þá lagst til drifts, því ekki réðist við neitt í veðurofs- anum. Kominn var allmikill sjór í skipið og kallaði þá skipstjórinn niður í lúkarinn, hvort einhveijir treystu sér til þess að binda sig við dekkpumpuna og ausa. Stefán nokkur Brynjólfsson og Hinrik gáfu sig fram. Þegar þeir höfðu pumpað langa hríð, kemur brotsjór yfir skip- ið og færir allt í kaf, tók hann með sér allt lauslegt ofandekks og braut og bramlaði. Fyrir einhveija óskilj- anlega mildi, að sögn Hinriks, lifðu þ'eir Stefán þetta af, en þeim þótti tíminn ólýsanlega langur sem þeir voru í kafinu. Árið 1924 er Hinrik stýrimaður á Leif frá ísafirði, en sagði plássinu ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- Maðborð lallegir saliroginjög g(">ð þjónusta. IJppIýsingar ísíma 22322 FLUGLEIDIR IlOTÍl LOmEIfJJt lausu þá um haustið með það fyrir augum að ráða sig á togara sunnan- lands. Næsta túr eftir að Hinrik hætti fórst Leifur með allri áhöfn, þar á meðal Eiríkur elsti bróðir hans, sem fór þennan eina túr á bátnum sem vélstjóri í veikindafor- föllum. í sama veðri fórst Njörður frá ísafirði. Eftir mikla leit að togaraplássi sem vandfengin voru á þessum tím- um, fær Hinrik loksins skipsrúm hjá Gísla Oddssyni á Leifi heppna og var með honum í tæpt ár, eða þar til að hann ræðst til að sækja togarann Hávarð ísfirðing (síðar Skutull), þá nýkeyptan í Englandi. Meðan á því stóð fórst Leifur heppni í Halaveðrinu mikla árið 1925. Hinrik var síðar á togurunum Glað og Gulltoppi í fjögur ár. Þegar hér var komið við sögu fer Finnur Jónsson, sem þá var framkvæmda- stjóri Samvinnufélags Ísfirðinga, þess á leit við Hinrik að hann ger- ist skipstjóri og meðeigandi á öðrum tveggja báta sem verið var að ljúka smíði á í Svíþjóð. Þetta voru síðustu bátarnir af sjö sem Samvinnufélag ísfirðinga keypti á árunum 1928- 1930 og voru kallaðir „Birnirnir". Verður það úr að Hinrik tekur þessu boði. „Birnirnir“ voru rétt rúmlega 40 tonn að stærð. Útgerðarsaga Samvinnubátanna varð að mörgu leyti merkileg og þýðingarmikill þáttur í sögu Isaijarðar. A þessum bátum var úrvals mannskapur. Á vetrum stunduðu þeir útilegu með línu og voru oftast undir Jökli. Má nærri geta að oft hafi það verið kuldalegt sjómannslífið á þessum árum í misjöfnum veðrum í aðgerð og beitingu á skjóllausu dekkinu. Á sumrum voru síldveiðar stundaðar norðanlands, en sá veiðiskapur stóð með miklum blóma um þessar mundir. En það skiptist á skin og skúrir eins og alltaf vill verða, ekki síst hjá sjómanninum. Kreppan mikla gekk í garð og 1932 fóru þessir bátar í skuldaskil, sem kallað var, þar sem svo til ekkert verð fékkst fyrir fiskinn. En aftur réttu þeir úr kútnum og áttu eftir að gera það gott. Hinrik stýrði Auðbirni til ársins 1942, en varð þá skipstjóri á ýmsum bátum s.s. Svaninum, Bangsa og Pólstjörnunni. Hinrik var alla tíð mjög farsæll og aðgætinn skipstjóri, sem aldrei hlekktist á með skip eða mannskap. Þótti hann og fara sérlega vel með veiðarfæri. Sjálfur taldi hann að Guð hefði verið honum nálægur í lífinu, þegar stundin var viðsjárverð. Skömmu fyrir 1950 fór hann í land og setti á fót netaverkstæði og gerðist jafnframt verkstjóri hjá togarafélaginu ísfirðingi og sá um veiðarfæri og landanir úr togurun- um ísborgu og Sólborgu í mörg ár. Fóru þessi verk úr hans hendi með stakri prýði. Síðustu árin annaðist Hinrik ferksfiskmat og starfaði við það fram undir áttrætt. Árið 1930 giftist Hinrik Elísa- betu Hálfdánardóttur frá Hesti í Hestfirði og- eignuðust þau fjóra syni; Þóri, Hinrik, Hálfdán Daða og Siguijón, en hann Iést fyrir nokkrum árum. Einnig ólu þau upp sonardóttur sína, Kristínu Þóris- dóttur. Oll árin sem Hinrik var við síldveiðar, saltaði kona hans, Elísa- bet, sfld á Siglufirði, svo að segja má að þau hjónin hafi tekið virkan þátt í síldarævintýrinu. Hinrik taldi þetta tímabil skemmtilegustu ár ævi sinnar. Elísabet lést árið 1989. í félagsmálum tók Hinrik ávallt virkan þátt. Var hann einn af stofn- endum Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Bylgjunnar árið 1921 og er sá sem lengst hefur setið sam- fellt í stjórn Bylgjunnar. Einnig var hann í fjölda ára félagi í Sjómanna- félagi ísfirðinga. í báðum þessum félögum var hann heiðursfélagi. Hinrik Guðmundsson var kvikur í hreyfingum fram yfir níræðisaldur og létt vr ávallt hans lund, enda þótt sjón og heyrn væru mjög farin að daprast hin síðari ár. Sjómenn og aðrir samferðamenn minnast hans með virðingu og hlý- hug. Ég flyt hér sonum hans, tengdadætrum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Hermannsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, LEIFUR SIGURÐSSON, Kvígsstöðum, Borgarfirði, lést 6. janúar. Útförin fer fram frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Særún Æsa Karlsdóttir, Svala Leifsdóttir, Jóhann M. Elíasson, Sigurður Ingi Leifsson, Sigurþór Leifsson, Bryndís Ragnarsdóttir, Karl Dúi Leifsson, Kristrún Júlíusdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Jón Þ. Einarsson og barnabörn. Börnin okkar, PÉTURSTEINN freysson NJARÐVÍK og ÍSABELLA DILJÁ HAFSTEINSDÓTTIR, verða jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 15. janúar nk. kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 12.00. Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir, Freyr Njarðvík, Hafsteinn Guðmundsson, Úlfur Freysson Njarðvík, Alda Valentína Rós Hafsteinsdóttir, Teresa Dröfn Freysdóttir, Erla Gjermundsen, Bera Þórisdóttir, Ulf Gústafsson, Njörður P. Njarðvík, Hallgrímur H. Einarsson, Heiða Guðjónsdóttir, Guðmundur Clausen, frændfólk og vinir. Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 13. janúar, vegna jarðarfarar MAGNA HAUKSSONAR. Litróf hf. Halla Hermóðs- dóttir - Minning Mig langar til að minnast vin- konu minnar Höllu Hermóðsdóttur, sem lést 13. desember síðastliðinn. Það er svo margt sem kemur upp í hugann. Við Halla kynntumst þegar við vorum ungar stúlkur, ég bjó í Efstasundi og hún í Skipa- sundi. Það var fyrir um það bil 30 árum og vinátta okkar hélst nær óslitið síðan. Við vorum heima- gangar hjá hvor annarri í gegnum árin og lifðum oft súrt og sætt saman. Þegar ég.kveð hana núna er það með miklum söknuði. Ég er búin að missa bestu vinkonu mína, en ég veit að núna líður henni vel. Hún átti við mikil veikindi að stríða en alltaf var hún jafnhress og lífsglöð. Oft og mörgum sinnum sagði hún við mig: „Það þýðir ekk- ert annað en að vera hress, lífið er svo stutt.“ Og það eru orð að sönnu. Vertu sæl, kæra vinkona mín, og Guð blessi þig. Elsku Ingibjörg, Kristján Her- mann og fjölskyldur. Megi minn- ingin um góða móður, tengdamóð- + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓNSSON innrömmunarmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 13. janúar, kl. 15.00. Jón Gunnarsson, Jenný Samúelsdóttir, Elfn S. Gunnarsdóttir, Gísli Þorvaldsson, Margrét Linda og Sigrún Ásta. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGEBORG VAABEN SVEINSSON, Egilsgötu 32, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Steinar B. Jakobsson, Sveinn P. Jakobsson, Sigurlina Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÓLAFUR EYJÓLFSSON frá Hólmavík, sem andaðist miðvikudaginn 5. janúar í Sjúkrahúsi Hólmavíkur, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Ragnar Kristjánsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, AGNESAR BERGER SIGURÐSSON, Dalbraut 25, Reykjavík, áður að Merkisteini, Vestmannaeyjum. Ingi Sigurðsson, Inger Smith, Dagný Burke, og fjöiskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, ÍDU SIGURÐARDÓTTUR, Brautarholti 12, Ólafsvík. Guðmundur Ólafsson, Börkur Guðmundsson, Halldóra Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson, Oddný Sigurðardóttir, Elfn Guðmundsdóttir, Arnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ur og ömmu styrkja ykkur með Guðs hjálp. Þín vinkona, Hólmfríður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.