Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994
BARÁTTAN
UM SR-MJÖL
eftir Guðmund Sv. Hermannsson
Sala á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli
hf. fyrir áramótin átti að vera til-
tölulega einföld og lítið umdeild.
En þess í stað hefur sprottið upp
mikið deilumál í kjölfarið, þar sem ásakanir
um hagsmunatengsl, óeðlileg vinnubrögð og
blekkingar hafa gengið á milli, málsaðilar
hafa sent frá sér langar og óvenju berorðar
greinargerðir til fjölmiðla og útlit er fyrir að
höfðað verði mál til að freista þess að fá söl-
unni rift. Hér á eftir verður aðdragandi sölunn-
ar rakinn eftir því sem næst verður komist
og reynt að varpa ljósi á hvers vegna niðurstað-
an varð sú sem raun varð á
Veruleg umskipti hafa orðið í rekstri Síldar-
verksmiðja ríkisins og síðar SR-mjöls undan-
farin misseri. Nú er gert ráð fyrir verulegum
hagnaði af rekstri fyrirtækisins á þessu ári
enda eitthvert besta loðnuveiðiár frá upphafi
að baki. Fyrir tæpum þremur árum var ástand-
ið hinsvegar svo slæmt að jafnvel var búist
við gjaldþroti fyrirtækisins þar til ríkið kom
til bjargar með 350 milljóna króna
láni úr Ríkisábyrgðasjóði.
Á lélegum loðnuvertíðum hafa Síld-
arverksmiðjurnar glímt við hráefnis-
skort, en talið var að lögin um verk-
smiðjurnar heimiluðu þeim ekki að
tengjast skipum til að tryggja sér
hráefni, eins og aðrar loðnuverksmiðj-
ur hafa gert. Loðnubresturinn árið
1991 var SR sérlega erfiður fjárhags-
lega en þá höfðu nýfarið fram gagn-
gerar og kostnaðarsamar endurbætur
á verksmiðjunni á Seyðisfirði.
Talsvert lengi hefur verið rætt um
að breyta lögunum um verksmiðjum-
ar. Nefnd sem Halldór Ágrímsson
þáverandi sjávarútvegsráðherra skip-
aði 1989 til að endurskoða lögin um
SR taldi að gera ætti Síldarverksmiðj-
urnar að hlutafélagi. Ráðherra reyndi
tvívegis að koma þessum breytingum
í gegnum Alþingi en í bæði skiptin
strönduðu þær í þingflokkunum. Þeg-
ar núverandi ríkisstjórn tók við árið
1991 var einkavæðing ofarlega á
stefnuskránni, þar á meðal einkavæð-
ing Síldarverksmiðjanna. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði í
árslok 1991 fram frumvarp um að stofna
hlutafélag í eigu ríkisins sem yfirtæki eignir
og rekstur SR með það fyrir augum að selja
hlut ríkisins.
Alþingismenn voru nokkuð sammála um að
breyta SR í hlutafélag, en meiningamunur var
um hvernig best væri að selja hlut ríkisins,
hvort það ætti að gerast í einu lagi eða fara
ætti hægar í sakirnar. Frumvarpið varð að
lögum í maí á síðasta ári, hlutafélagið SR-
mjöl hf. var stofnað 1. júlí á síðasta ári og
tók við rekstri Síldarverksmiðjanna 1. ágúst.
Hlutafé félagsins var 650 milljónir króna og
ríkissjóður yfirtók lánið sem veitt var úr Ríkis-
ábyrgðasjóði tveimur árum áður auk lífeyris-
skuldbindinga félagsins.
SR-mjöl er stöndugt fyrirtæki sem rekur 5
verksmiðjur í jafnmörgum sveitarfélögum með
um 60 starfsmönnum. Nývirði eigna er talið
rúmir 5 milljarðar en raunvirðið talið rúmir 3
milljarðar króna. Langtímaskuldir voru við
stofnun 932 milljónir króna að viðbættum af-
borgunum næsta árs, en sú upphæð hefur
lækkað í 856 milljónir. Þar af eru 543 milljón-
ir sem Landsbankinn tók erlendis fyrir hönd
SR og endurlánaði fyrirtækinu. Þá skuldar
SR A/S Exportfinans í Noregi 270 milljónir
með bankaábyrgð Landsbankans, Fiskveiða-
sjóði 35 milljónir og 7 milljónir vegna tækja-
kaupa og fleira.
Deilumál
Þótt SR-mjöl sé aðeins sex mánaða gamalt
fyrirtæki hefur það valdið ýmsum deilum. Ein
er milli sjávarútvegsráðuneytis og fjármála-
ráðuneytis um mat á fastafjármunum félags-
ins (sjá aðra grein). Annað. deilumál snertir
langtímaskuldir Síldarverksmiðjanna við
Landsbankann. Þessi lán hafa verið flokkuð
sem ríkisábyrgðalán í Landsbankanum á þeirri
forsendu að úm væri að ræða ríkisfyrirtæki,
rekið á ábyrgð ríkisins. Ríkisstjórnin hefur
hins vegar ekki viðurkennt að ríkisábyrgð sé
á lánunum enda sé skýrt kveðið á um það í
lögum um SR frá 1938, að leita þurfi samþykk-
is Alþingis fyrir slíkri ríkisábyrgð.
Ekkert var kveðið á um það í lögunum um
hlutafélagið hvernig farið skyldi með skuldirn-
ar og hefur Landsbankinn haldið því fram að
ekki sé hægt að selja fyrirtækið án samþykk-
is skuldareigandans. Hefur bankinn hótað því
að gjaldfella skuldirnar í ljósi þess að fyrirtæk-
ið sem stofnaði til þeirra sé ekki lengur til,
ellegar ríkisstjórnin skrifi undir ríkisábyrgð á
lánunum sem nýir eigendur taki yfir (sjá sér-
staka grein).
Boðið í söluna
í stjórn SR-mjöls hf. voru skipuð Arndís
Steinþórsdóttir deildarstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneyti sem var formaður, Arnar Sigmunds-
son formaður Samtaka fiskvinnslustöðvanna,
Pétur Bjarnason formaður Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda, Þórhallur Árason
skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti og Her-
mann Sveinbjörnsson forstöðumaður Hollustu-
verndar ríkisins. Stjórninni var þegar falið að
undirbúa sölu á eignarhlut ríkisins í fyrirtæk-
inu og lagði hún til að stofnaður yrði þriggja
manna starfshópur sem annaðist söluna. í
þann hóp voru skipuð Arndís og Arnar úr
stjórn SR-mjöls auk Steingríms Bergs Stein-
arssonar starfsmanns fjármálaráðuneytis, sem
jafnframt á sæti í framkvæmdanefnd um
einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Starfshópnum
var einnig falið að sjá um sölu á hlut ríkisins
í Þormóði ramma á Siglufirði.
Ákveðið var að fá verðbréfafyrirtæki til að
sjá um sölu SR og Þormóðs ramma og voru
Landsbréf, Verðbréfamarkaður íslandsbanka,
Kaupþing og Handsal beðin að bjóða í verkið
í október sl. Landsbréf átti lægsta tilboðið í
söluna á SR en VÍB lægsta tilboðið í söluna
á Þormóði ramma. Landsbréf voru hins vegar
talin vanhæf til að annast söluna á SR-mjöli,
þar sem fyrirtækið er dótturfyrirtæki Lands-
bankans, viðskiptabanka SR. VÍB, sem átti
næstfægsta tilboðið, fékk síðan verkið. Það
þótti raunar góður kostur vegna þess trausts
sem borið er til Sigurðar B. Stefánssonar fram-
kvæmdastjóra VIB.
VÍB átti hins vegar lægsta tilboðið í söluna
á Þormóði ramma, en var talið vanhæft til
verksins þar sem íslandsbanki er viðskipta-
banki Þormóðs ramma og VÍB á auk þess
einhvem hlut í fyrirtækinu.
Undirbúningur Haraldar
Rúmu ári fyrr hafði Haraldur Haraldsson
framkvæmdastjóri Andra hf. hafið undirbún-
ing að kaupum á SR-mjöli. Haraldur hefur
tengst loðnuútgerð og umboðssölu á loðnu-
mjöli í aldarfjórðung. Haraldur hefur átt mik-
il viðskipti við SR, hafði meðal annars haft
milligöngu um mjög ábatasöm viðskipti SR
við Pólland á árunum 1985-90 sem lögðust
af þegar járntjaldið féll. Þá héfur Andri hf.
séð um ísmjöl hf., sameignarfyrirtæki Síldar-
verksmiðja ríkisins, Faxamjöls, Isfélagsins og
Vinnslustöðvarinnar, en það fyrirtæki hafði
milligöngu um einskonar smásölu á mjöli í
Evrópu gegnum þýska fyrirtækið Kurt A.
Beeher.
í júní á síðasta ári leitaði Haraldur til Lands-
bankans um lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhug-
aðra kaupa á Síldarverksmiðjunum en fékk
litlar undirtektir, meðal annars vegna deilunn-
ar um ríkisábyrgð á lánum SR í bankanum.
Haraldur taldi þá ljóst, að lausn á því máli
væri grundvöllur að kaupum á SR. Haraldur
setti sig í samband við þýska bankann Verein
und Westbank. Sá banki hefur átt talsvert
viðskipti við Island og er meðal annars við-
skiptabanki Kurt A. Becher. Haraldur óskaði
síðan eftir því við Búnaðarbankann að hann
endurfjármagnaði langtímalán SR-mjöls, og
að einhverju leyti væntanleg hlutafjárkaup, í
samstarfi við Verein und Westbank. Þá lá jafn-
framt fyrir að þýski bankinn myndi veita af-
urðalánafyrirgreiðslu ef af yrði.
Búnaðarbankinn vildi fá að sjá gögn um
rekstrarafkomu SR-mjöls og staðfestingu á
eiginfjárframlagi vegna kaupa á hlutafénu
áður en málið yrði afgreitt. Ekki voru þó sett-
ar kröfur um hvað eiginfjárhlutfallið yrði að
vera hátt og hvað mikill hluti hlutafjársins
mætti vera fjármagnaður með lánum en fyrir
lá að þýski bankinn myndi setja strangar regl-
ur um eiginfjárhlutfall.
Haraldur ræddi við Einar Benediktsson for-
stjóra Olís í júnílok og lýsti fyrir honum áform-
um sínum um kaupin á SR. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins taldi Haraldur þá að
hægt yrði að kaupa hlutafé ríkisins í SR fyrir
4-500 milljónir eða svipað og eigin fé Síldar-
verksmiðja ríkisins. Miðað var við að lánveit-
ingin frá bönkunum tveimur næmi 16 milljón-
um dollara, eða um 1.140 milljónum króna
og lánin yrðu jafnframt lengd. Af þessari
upphæð færu 932 milljónir í að endurfjár-
magna langtímalán fyrirtækisins en um 200
milljónir færu í fjármögnun hlutafjárkaup-
anna.
Síðar varð ljóst, að kaupverðið yrði talsvert
hærra. Þegar félagið var stofnað í júlí var
hlutaféð 650 milljónir, sem gaf vísbendingu
um lágmarksverð. Og fyrstu þijá mánuðina
sem SR-mjöl starfaði var um 300 milljóna
hagnaður á starfseminni enda byggist afkoma
fyrirtækisins að mestu leyti á því loðnumagni
sern verksmiðjurnar fá til vinnslu. Þá taldi
VÍB, að út frá tekjuvirði félagsins væri eðli-
legt kaupverð á bilinu 6-800 milljónir króna.
Einar Benediktsson mun hafa tekið vel í
erindi Haraldar miðað við upphaflegar for-
sendur enda viðskiptahagsmunir OIís augljósir
vegna olíuviðskipta við SR. Hins vegar kom
formlegt erindi um þátttöku í málinu aldrei
fyrir stjórn Olís, vegna þess að Hamldur kaus
að leggja ekki fram formlegt erindi til Olís
fyrr en fyrir lægi hvort hann næði samningum
um kaupin á SR.
Haraldur ræddi einnig við Einar Sveinsson
forstjóra Sjóvár-Almennra, um adstoð við kaup
á SR-mjöli. Einar sýndi málinu áhuga, en
SR-mjöl var í viðskiptum við Sjóvá. Haraldur
lýsti fyrirætlunum sínum munnlega og málið
mun aldrei hafa komist á það stig að stjórn
Sjóvár fjallaði um það.
Haraldur nefndi meðal annars hvort Sjóvá-
Almennar gæti veitt ábyrgðir vegna lána en
samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi
mega tryggingafélög ekki ganga í slíkar
ábyrgðir. Einar mun því hafa tekið skýrt fram
að ef af þátttöku félagsins yrði yrði það með
þeim hætti að það keypti einhvern hlut.
A fund í Búnaðarbanka
I október óskaði Haraldur eftir því að full-
trúar Búnaðarbankans hittu fulltrúa þýska
bankans að máli. Búnaðarbankinn vildi þá fá
að sjá betur á spilin hjá Haraldi og bað um
upplýsingar um hveijir stæðu með honum að
kaupunum á SR-mjöli. Haraldur kom á fund
í Búnaðarbankanum ásamt Einari Sveinssyni
og Einari Benediktssyni þar sem kom fram
að þeir hefðu báðið kynnt sér málið og þætti
það áhugavert í ljósi viðskiptahagsmuna félag-
anna. Einar Benediktsson sagðist vera tilbúinn
að mæla með því við stjórn Olís þegar erindi
Haraldar lægi fyrir.
Bankinn skildi þá nafna svo að fyrirtæki
þeirra gætu komið inn með hlutafé sem sam-
svaraði að minnsta kosti milljón dollurum
hvort, eða um 73 milljónum króna. Það myndi
svara til % af þeim 200 milljónum sem eftir
stóðu af áætluðu 400 milljóna kaupverði SR-
mjöls. Eftir þetta fóru fulltrúar Búnaðarbank-
ans til Þýskalands til fundar við Verein und
Westbank og sýndu þýsku bankamönnunum
meðal annars ársreikninga Sjóvár-Almennra
og Olís.
Útgerðarmennirnir 17
Á meðan þessu fór fram hafði hópur út-
gerðarmanna, sem ekki tengjast beint loðnu-
verksmiðjum og hafa því verið í miklum við-
skiptum við verksmiðjur SR, byijað
að kanna möguleika á að kaupa SR-
mjöl. Sjónarmiðin að baki áhuga
loðnuútgerðanna voru einkum þau að
tryggja sér löndunarpláss. Þegar
loðnuvertíðir eru í hámarki láta þær
loðnuverksmiðjur sem eiga báta sína
báta ganga fyrir með löndun. Því töldu
útgerðirnar að með kaupum á SR-
mjöli myndu þeir viðhalda eðlilegri
samkeppni í greininni.
Það mun einkum hafa verið Orn
Erlingsson framkvæmda«tjóri Sól-
bakka í Keflavík sem hafði forgöngu
um málið ásamt Gunnari Þór Olafs-
syni í Miðnesi. Þeir fengu Jónas A.
Aðalsteinsson lögmann til að undirbúa
kauptilboðið og fá ijárfesta í hópinn.
Nokkru síðar ákvað þessi hópur
einnig að óska eftir aðstoð Benedikts
Sveinssonar hrl. við að ná málinu sam-
an, en innkoma Benedikts er af ýmsum
talin forsenda þess að það tókst. Bene-
dikt er stjórnarformaður Sjóvár-
Almennra og bróðir Einars Sveinsson-
ar. Þegar fyrir lá að Benedikt myndi
taka að sér þetta verk sagði Einar
Haraldi frá því að afskiptum hans af
málinu væri lokið, enda lá þá fyrir vilji stjórn-
ar Sjóvár-Almennra að stilla sér upp í út-
gerðarmannáhópnum.
Fulltrúar hópsins leituðu til olíufélaganna
þriggja um stuðning. Olís mun hafa talið sig
eiga sömu viðskiptahagsmuna að gæta gagn-
vart þeim hópi og gagnvart Haraldi og var
því sama hvor hópurinn keypti félagið. Því
taldi félagið sig geta lýst yfir stuðningi við
útgerðarhópinn á sama hátt og við Harald,
þótt málið hefði ekki verið afgreitt í stjórn
félagsins.
Hópurinn boðaði einnig til fundar í des-
emberbyijun með fulltrúum sveitarfélaganna
þar sem verksmiðjur SR-mjöls eru og kynnti
þeim fyrirætlanir sínar og óskaði eftir stuðn-
ingi.
Bréfin auglýst
VÍB auglýsti hlutabréf ríkisins í SR-mjöIi
til sölu 18. nóvember og um mánaðamótin
nóvember-desember höfðu 14 aðilar Iýst yfir
áhuga á að kaupa bréfin. Einkum var þó talað
um tvo hópa í því sambandi: útgerðarmennina
17, eins og sagt var, og óþekktan aðila sem
í raun var Haraldur Haraldsson. Fulltrúar
hans, Símon Kærnested endurskoðandi og Sig-
urður G. Guðjónsson lögmaður, höfðu hins
vegar sett sig í samband við VÍB og söluhóp
sjávarútvegsráðuneytisins og óskað eftir upp-
Iýsingum, án þess að fram kæmi að Haraldur
stæði á bakvið þá.
VÍB sendi öllum 14 aðilunum bréf 7. desem-
ber þar sem óskað var eftir því að fyrir 13.
desember gæfu þeir upplýsingar um ýmis at-
riði. Þeir sem teldust fullnægja settum skilyrð-
um fengju afhent útboðsgögn 17. desember
og hefðu síðan 10 daga frest til að senda inn
tilboð.
Þessi skilyrði voru meðal annars að gerð
yrði grein fyrir starfsemi og fjárhag þeirra
' sem hygðust standa að tilboðum, hvernig þeii'
hygðust fjármagna hlutabréfakaupin og fram
Loðnubræðslur SR-mjöls hf
og loðnumóttaka á síðasta ári
Milliuppgjör
SR-mjöls 31.10.1993
Eignir
Sjóður og skammtímakröfur 700
Birgðir 832
Fastafjármunir 1.837
Samtals Skuldir 3.369
Skammtímaskuldir 1.319
Langtimaskuldir 721
Eigið fé '1.329
Samtals 3.369
* Hagnaður eftir sumarvertíð er 255 m.kr.
Aðalstöðvarnar
eru í Reykjavík