Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Sverrir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo, með viðurkenningarskjalið. Með henni á myndinni eru Gunnar Guðjónsson formaður Laugavegssam- takanna og Gunnhildur Þórarinsdóttir, sem sér um gluggaútstillingar fyrir Cosmo. Laugavegssamtökin verðlauna gluggaútstillingar FIMM verslanir við Laugaveg og Bankastræti fengu viðurkennmgar Laugavegssamtakanna fyrir fallegar útstillingar í verslunargluggum sínum fyrir jólin og er þetta annað árið í röð sem slikar viðurkenn- ingar eru veittar. Verslunin Cosmo fékk flestar til- nefningar dómnefndar, alls fjórar. Sigurboginn fékk þrjár tilnefningar og Blómalist, Englabörnin og Jón og Óskar tvær tilnefningar hver. Eigendum þessara fímm verslana voru afhent sérstök viðurkenning- arskjöl í fyrradag. Dómnefnd skipuðu Guðni Páls- son arkitekt, Sigríður Sigurðardótt- ir markaðsstjóri, Ernst Backmann auglýsingateiknari og Pétur Svein- bjarnarson framkvæmdastjóri. Aðr- ar verslanir, sem tilnefningu hlutu, eru: Studio, MFG, Mondo, snyrti- vöruverslunin Jamí, Herramenn, Gleraugnasalan, Gæjar og Gull og silfur. ■ Gufugleypirinn bruðlar með hitaorku Gufugleypir, sem stilltur er á hæstu stillingu, notar 150% meira rafmagn en ef hann er stilltur á lægri stillingu. Hæstu stillinguna er óþarfi að nota nema þegar steiktur er eða soðinn matur, sem lyktar mjög mikið. Ef notaður er gufu- gleypir, sem sogar loftið út, ber að hafa í huga að nýtt loft þarf að sogast inn í eldhúsið um opna glugga eða frá öðrum vistarverum. Besta loftræstingin næst því að loka eldhúsglugga- num, en opna hurð að öðrum vistarverum, þar sem gluggar eru opnir.— Árangurinn verður sá að loft streymir frá þess- um vistarverum í eldhúsið. Þar sem upphitun er dýr, þarf að hafa í huga að gufugleypirinn bruðlar með hitaorku. Því ska! ekki nota hann meira en þörf er á, segir í bæklingi frá Rafveitu Akraness. Gufugleypar, sem ekki blása loft- inu út, eru með síum, sem hreinsa loftið. Þeim þarf að halda hreinum eða skipta reglulega út fyrir nýja. Aðrir eru með sigti sem þarf að endurnýja ársfjórðungslega. Svona er gott að geyma banana Kona að nafni Þorbjörg hringdi í okkur og sagðist alltaf pakka bönunum inn í gamalt Morgun- blað áður en hún setti þá í ísskáp- inn. Með þessu móti þroskuðust þeir ekki of fljótt né yrðu svart- ir og linir. ■ Útsalan hefst á moreun í Kringlunni Er áfram í fullum gangi á Laugavegi 89 30-70% afsláttur Það getur beinlínis verið fitandi að sleppa morgunmatnum ÞEIR sem sleppa morgunverði oft í viku, fá minna en ráðlagðan dagskammt af flestum nauðsynlegum næringarefnum úr fæð- unni. Það er ekki bara óhollt að sleppa morgunmat heldur getur það beinlínis verið fitandi. Könnun Manneldisráðs á mataræði unglinga sem gerð var sl. vetur sýndi að þeir sem sleppa morgun- matnum eru yfirleitt heldur feitari en hinir sem byrja daginn með hollum mat. Þeir fyrrnefndu borða mun meira af sælgæti og ruslfæði og fá minna af nauðsynlegum næringarefnum. _ Þetta má lesa í nýlegum ----------------------------------- £5 bæklingi Manneldisráðs, „Maturinn skiptir máli“, sem Jjjj dreift hefur verið til 8. 9 og J 10. bekkinga. Efni hans J byggist að nokkru leyti á niðurstöðum fyrrnefndar könnunar auk þess sem fjall- að er um gildi morgunverð- ^ ar, megrunaráráttu margra unglinga, mikilvægi næring- arríkrar fæðu og sykurneyslu unglinga. Samkvæmt niðurstöðunum fær um fjórða hver unglingsstúlka minna en ráðlagðan skammt af kalki daglega, sem er sérstaklega slæmt, því bein kvenna missa meira kalk með aldrinum en bein karla. Ef kalkið skortir við 12-16 ára aldur ná beinin aldrei að vinna það upp og það getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar síðar á ævinni. Tvö til þrjú mjólkurglös á dag ásamt mjólk út á morgunkorn og osti á brauðið tryggja nægilegt kalk. Meðalsykurneysla 14 ára ungl- inga samsvarar um það bil 2 dl á dag og kemur stór hluti sykursins úr gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum. Unglingum er því ráðlagt að minnka gosdrykkju og auka vatnsneyslu sem er drykkur náttúrunnar og ókeypis í þokka- bót. Skyndiréttir á borð við ham- borgara, pítur og pítsur þurfa ekki að vera nein óhollusta. Hins- vegar er það oftast kokkteilsósan sem gerir gæfumuninn hvað holl- ustuna varðar. Hún er það fiturík að hitaeiningarnar í einum ham- borgara tvöfaldast og ijúka úr 300 í 600 ef minnsta skammti af kokkteilsósu er neytt með. Al- gengur skammtur af venjulegri pítusósu á skyndibitastað, 1 dl, hefur hvorki meira né minna en 650 hitaeiningar. Af einhveijum ástæðum borða íslenskir ungling- ar óvenju lítið grænmeti eða sem svarar hálfum tómat á dag. Heit pítubrauð með góðri grænmetis- fyllingu og „léttri" pítusósu geta á hinn bóginn verið góð tilbreyting frá venjulegum samlokum þegar komið er heim úr skólanum. Gott er að setja saxað kínakál, agúrk- ur, tómata og papriku með vín- beijum eða kíví í pítubrauðin. Annars er um að gera að nota það sem til er í ísskápnum hveiju sinni og muna að sósan ein og sér getur haft úrsiitaáhrif á holl- ustuna. Við látum fljóta með tvær uppskriftir af „léttsósum“, sem fengnar eru úr fyrrnefndum bækl- ingi Manneldisráðs. Pítusósa meö sinnepi og sýrö- um gúrkum 2 dl súrmjólk 2 msk. léttmajones ______2 msk. saett relish__ 2 tsk. sinnep karrí Pítusósa meö sítrónu 2 dl súrmjólk 1 tsk. sykur lh tsk. basilikum 1 tsk. sítrónusafi 4000 fyrirspurnir á ári berast til Leiðbeiningastöðvar heimilanna HVERNIG á að elda svínaskanka, hvaða þvottavél- ar reynast best, hvernig næ ég kaffi úr austur- lenska teppinu og get ég fryst papriku? Þegar spurningar á við þessar rísa upp þá er hægt að taka upp símtólið og þær Steinunn Ingi- mundardóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir hafa svör á reiðum höndum. Þær vinna hjá Leiðbein- ingastöð heimilanna. Fyrir þrjátíu árum var samþykkt á landsfundi Kvenfélagasambands íslands að stofna rannsóknarstöð á málefnum heimilanna og bent var á að stofnunin gæti starfað í samvinnu við aðrar rannsóknarstofnanir ríkis- ins. Skrifstofa Kvenfélagasambands Islands átti að vera miðstöð fræðslu- þjónustunnar. Þar með var lagður grundvöllur að Leiðbeiningastöð heimilanna. Að sögn Steinunnar Ingimundar- dóttur forstöðukonu Leiðbeininga- stöðvarinnar koma að meðaltali um tuttugu fyrirspurnir á dag og þeim fer fjölgandi. Steinunn segir að spurst sé fyrir um ýmislegt, í meira en þúsund tilvikum leitaði fólk ráða vegna kaupa á heimilistækjum en blettahreinsun, glóðarsteikingu og næringu móður og barns, svo eitt- hvað sé nefnt. Leiðbeiningastöð heimilanna sem er til húsa á Hallveigarstöðum er opin alla virka daga frá klukkan 9-17 og starfsmennirnir eru tveir, Stein- unn Ingimundardóttir hússtjórnar- kennari og Steinunn V. Óskarsdóttir sagnfræðingur. ■ Steinunn Ingimundar- dóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir einnig er verið að forvitnast um þrif, matreiðslu og manneldi. Fræðslan fer að mestu fram í gegnum síma og kostar ekki annað en símtalið sjálft. Hinsvegar eru fræðslurit og tímaritið Húsfreyjan einnig í umsjá Kvenfélagasambands- ins og þau rit eru seld. Fræðsluritin eru orðin 18 og fjalla um ýmis efni s.s. gerbakstur, frystingu matvæla, Nokkrar hnetur á dag virðast hafa jákvæð áhrif á blóðfitu NOKKRAR hnetur á dag geta haft góð áhrif á Iíkamsstarfsemina, sér- staklega með tilliti til blóðfitu, segir Giuliana Vitali sem skrifar um heilsumál i ítölsku útgáfu tímaritsins Cosmopolitan. Hún segir að hóflegt magn af hnetum minnki LDL-blóðfitu sem er skaðlég, en auki HDL-blóðfitu sem er góð fyrir líkamann. Það sé þó háð því að fita og hitueiningar séu fengnar úr hnetum á kostnað fitu og hitaeininga úr öðrum mat- vælum. Ekki þýði sem sagt að bæta hnetum á fitu-og hitaeiningaríkan matseðil dagsins. Að sögn GiulÍQnu Vitali minnkar „vonda“ blóðfitan um 16% séu nokkrar hnetur borðaðar á hveijum degi, en á sama tíma aukist „góða“ blóðfitan um 5%. Hún segir að nið- urstöður bandarískrar rannsóknar við Kaliforníuháskóla hafi leitt þetta í ljós. Rannsóknin var takmörkuð við karlmenn á aldrinum 21 til 43 ára og segist Giuliana Vitali ekki vita til að í bígerð sé að gera sam- bærilega rannsókn meðal kvenna. í breskri bók, The Foods of Love segir að til forna hafi Rómveijar og Grikkir fleygt valhnetum yfir brúð- hjón og því haft áþekkan sið og við þekkjum núna, að fleygja hrísgijón- um yfir nýgift hjón. Skurn af hesli- hnetum var brennd og átti brennan að færa brúðhjónum hamingju og frjósemi. Höfundur bókarinnar, Max de Roche fullyrðir að hnetur auki kynorku, en hvergi kemur fram að rannsóknir hafi verið gerðar á sann- leiksgildi þeirrar trúar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.