Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 10
io MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Brothætt og blíð Bókmenntir Skapti Þ. Halldórsson Anna S. Björnsdóttir: Skilurðu steinhjartað. Höfundur gefur út. Ljóð 1993. Kápumynd: Kristján Davíðsson. Það er ekki algengt að skáld vandi jafn vei til útgáfu á ljóðum sínum og Anna S. Björnsdóttir gerir í bók sinni Skilurðu stein- hjartað. Prentun og uppsetning ljóðanna er sérlega falleg og ekki síður glæsileg kápumynd Kristjáns Davíðssonar. Við bókina bindur hann m.a. litla steinvölu sem vísar til titilsins á afar smekklegan hátt. Hér er ljóðunum og listinni sýndur mikill sómi, enda eru ljóð mikilvæg höfundi. Anna líkir kveðskap sín- um við sinn innri mann í einu kvæðanna. Steinhjarta Önnu er ekki kalt og fráhrindandi þótt það sé ódauð- legt og hart heldur jákvæð and- stæða, hluti náttúrunnar sem ljóð- mælandi speglar sig í. Ljóðin snú- ast flest um tengsl við umheiminn, ekki síst ástina, ástarþrá og sárs- auka, nándina við aðrar verur og náttúru, dauða og lifandi. Þannig er jafnvel steinninn gæddur mun- úð og þörf fyrir nánd: Ég veit að þú vilt finna nekt mína við þitt hijúfa hörund finna hve ég er brothætt og blíð Þú færð allt sem þú biður. Ef til vill ber okkur þó að túlka þessa steinmynd sem einhvers konar karlkyns andstæðu kven- legs ljóðmælanda, enda er víða dregin upp mynd slíkra andstæðna eða samstæðna ef því er að skipta. Raunar eru mörg kvæði Önnu líkt og ljóðmælandinn í þessu kvæði um steininn blíðleg og viðkvæm eins og brotgjörn samskipti fólks. Ekki er Iangur vegur frá ástinni til sársaukans og draumurinn brestur allt eins „líkt og fölnað lauf/undan skóhæli“. Ljóðaheimur sem þessi er per- sónulegur og nærgöngull við höf- und og lesanda og ekki alveg laust Nýjar bækur ■ ÚT er komin Stóra Topp- forms matreiðslubókin eftir Marilyn Diamond í þýðingu Mar- grétar Ákadóttur. Þetta er verk með upplýsingum um heilsufæði og hollustumataræði. Bókin er ekki myndskreytt, þar sem útgef- endur telja litmyndir af réttum í matreiðslubókum aðallega mark- aðssetningu, án þess að gegna neinu raunhæfu hlutverki. Hins vegar eru í bókinni mörg hundruð uppskriftir að hvers kyns hollustu- réttum, en „Marilyn Diamond hef- ur með uppskriftum sínum átt verulegan þátt í heilsubylgju þeirri, sem gengið hefur um hinn vestræna heim að undanförnu“, eins og segir í kynningu útgef- anda. Ennfremur segir: „Höfund- urinn bendir á, að áður hafi verið litið á „jurtaætur“ sem sérvitringa, en nú hefur orðið gerbreyting á því, eftir að það er orðin vísinda- lega viðurkennd staðreynd að neysla margra dýraafurða er skað- vænleg og á mikla sök á lélegu heilsufari og meiri manndauða en nokkuð annað. Síðan hefur sú þró- un hafist að stórmarkaðir og fjöldi annarra verslana ieggja sig fram um að efla ávaxta- og grænmetis- markaði með stóraukinni tegunda- fjölbreytni og sérstakar heilsubúð- ir spretta upp. Þeirrar þróunar hefur mjög og gætt hér á landi samfara breyttri matreiðslu og lífsstíl, ekki síst meðal yngra fólks.“ Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Stóra Toppforms matreiðslu- bókin er 400 bls. í fimmtán köfl- um með töflum, heimiidaskrám og atriðisorðaskrám. Kápu- mynd gerði Jean Posocco, en bókin er unnin í GBen Prent- stofu. Bókin kostar 3.280 krón- ur. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmumorgunn kl. 10.30. HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöngur með Taizé-tón- list kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Hádegissam- vera í dag kl. 12.10 í safnað- arheimili. Umræður um safn- aðarstarfið, málsverður og íhugun Orðsins. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir aldraða kl. 14-17. Um- sjón Anna Sigurkarlsdóttir. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðar- heimilinu Borgum í dag kl. 14-16.30. SKIPIN_______________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag fór hafrannsókna- skipið Bjarni Sæmundsson. í gær komu Bakkafoss og Auðunn ÍS, sem fór samdæg- urs. Þá fóru út Múlafoss, Kyndill og Lette Lill. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARKORT Barna- spítala Hringsins fást á eft- irtöldum stöðum: hjá hjúkrun- arforstjóra Landspítalans í síma 601300 (með gíróþjón- ustu), Apótek Austurbæjar, Apótek Garðabæjar, Árbæj- arapótek, Breiðholtsapótek, Gacðsapótek, Háaleitisapó- tek, Holtsapótek, Kópa- vogsapótek, Lyfjabúðin Ið- unn, Mosfellsapótek, Nesapó- tek, Reykjavíkurapótek, Vesturbæjarapótek, Blóma- búð Kristínar (Blóm og ávext- ir). Verðlaun fyrir ljóð o g smásögur ÆSKAN, Flugleiðir og Ríkisútvarpið efndu í haust til verðlaunasam- keppni - eins og mörg undanfarin ár. Samkeppnin var tvíþætt, ann- ars vegar ljóða- og smásagnakeppni, hins vegar getraun. Tvenn aðalverðlaun eru ferð til Hamborgar með Flugleiðum og nokkurra daga dvöl þar. Anna S. Björnsdóttir við að skáldinu hætti stundum til tilfinningasemi. Tilfinnningar eru vitaskuld mikilvægur þáttur alls skáldskapar en engu að síður vandi að orða þær. Ef ekki er vandað nægilega til verka er hætt við að tilfinningalegur skáldskap- ur fari yfir strik væmninnar, eink- um ef höfundur fellur í þá gryfju að nota útþynntar og klisjukennd- ar myndir og úþvæld orð til að túlka tilfinningarnar. I ljóðum Önnu er t.d. mikið grátið. Þannig eru tár grundvöllur myndbygging- ar fimm ljóðanna, m.a.s. táralind, og hjörtu og augu eru einnig víða notuð í myndliði líkinga. Slík mynd- og orðanotkun rýrir að mínu mati gildi sumra ljóðanna. Miklu betur tekst Önnu ætl- unarverk sitt þegar hún nær að smíða úr hugsun sinni og tilfinn- ingum einfaldan og laglegan myndheim eins og í Vetrarljóði: Það heyrist ekki þegar snjórinn fellur til jarðar. Það heyrist heldur ekki þegar kona fellir hug til manns. Einn daginn er allt orðið hvítt og sporin liggja mjúk og greinileg á gangstígnum. Nokkur ljóð birtir Anna á dönsku og ensku eftir sig og sýn- ist mér þau mjög í anda þeirra ljóða sem hún yrkir á íslensku. Verðlaunin komu í hlut Stellu Christensen, Hamarsstíg 33, Akur- eyri, fyrir bestu smásöguna - og Hönnu Gísladóttur, Jóruseli 23 í Reykjavík, fyrir rétta lausn í get- rauninni. Þijátíu aukaverðlaun - bók, geisladisk og möppu fyrir körfu- knattleiksmyndir (eða bol) - fengu tíu þátttakendur fyrir góð ljóð, tíu fyrir góðar sögUr og tíu fyrir rétt svör: Fyrir smásögur: Berglind Halldórsdóttir 13 ára, Hjallabrekku 27, Kópavogi. Erna Kristín Blöndal 9 ára, Ásbúð 87, Garðabæ. Helen Marete Simm 13 ára, Grænumýri 5, Akureyri. María Bjarkadóttir 14 ára, Nymánsvágen 7, 24538 Staffanstorp, Svíþjóð. Osk Heiða Sveinsdóttir 13 ára, Höfða- vegi 6, Höfn í Hornafirði. Ragnheið- ur Gísladóttir og Tinna Hermanns- dóttir, 11 og 7 ára, Sundstræti 22 og 26, ísafirði. Sara Dögg Jakobs- dóttir 10 ára, Skarðshlíð 29 E, Akuréyri. Tómas Bragi Friðjónsson 11 ára Flúðum, Norður-Múlasýslu. Unnur Stella Guðmundsdóttir 13 ára, Ægisgrund 6, Garðabæ. Fyrir ljóð: Áslaug Ósk Hinriksdóttir 16 ára, Njörvasundi 11, Reykavík. Erna Þórey Björnsdóttir 14 ára, Vana- byggð 2 G, Akureyri. Guðný María Bragadóttir 13 ára, Skagfirðingabraut 39, Sauðárkróki. Guðrún Ómarsdóttir 12 ára, Kríu- hólum 2, Reykjavík. Halldóra Inga Ingileifsdóttir 13 ára, Fagrabæ 4, Reykjavík. Hrafnhildur Bragadóttir 10 ára, Reynimel 88, Reykjavík. Lilja Yr Halldórsdóttir 12 ára, Hvammabraut 14, Hafnarfirði. Sunna Ólafsdóttir 11 ára, Miðgarði 15 b, Egilsstöðum. Tinna Þorvalds- dóttir 12 ára, Skógarhjalla 15, Kópavogi. Þórey Rósa Einarsdóttir 10 ára, Hjaltabakka 24, Reykjavík. í getraun: Aðalheiður Árnadóttir 13 ára, Mar- bakka 5, Neskaupstað. Auður Hall- dórsdóttir 11 ára, Túngötu 51, Reykjavík. Guðrún Stefánsdóttir 13 ára, Ægisgötu 33, Vogum. Heiðdís Hauksdóttir 12 ára, Bogaslóð 20, Höfn í Hornafirði. Lára Guðmunds- dóttir 8 ára, Ártröð 13, Egilsstöð- um. Margrét Hanna Bragadóttir 13 ára, Álfheimum 14, Reykjavík. Oddur Þorkell Jóakimsson 8 ára, Jörfabakka 14, Reykjavík. Sandra Jóndóttir 13 ára, Marbakka 9, Nes- kaupstað. Sigríður Soffía Sigur- jónsdóttir 12 ára, Stóragerði 26, Reykjavík. Tinna Rán Ægisdóttir 13 ára, Lyngheiði 24, Hveragerði. -------» ♦ ♦-------- Nýjar bækur ■ Karlafræðarinn, karlmenn undir beltisstað eftir breská lækn- inn Kenneth Purvis er komin út. I kynningu útgefanda segir: „Karl- menn hafa löngum verið tregir til að spyija spurninga sem varða karl- mennskutákn þeirra: kynfærin. Hvað er eðlilegt? Hvað hefur farið úrskeiðis þegar kynlífsvandamál láta á sér kræla? Hvers vegna eru sumir menn ófijóir og hvað geta læknar gert við því? Hvernig skal túlka varnaðarmerkin?. Karlafræð- arinn svarar þessum spurningum og ótalmörgum fleiri sem alltof sjaldan koma upp á yfirborðið. I bókinni er fjallað um kynfæri mannsins, m.a. þýðingu þeirra í sögunni, um goðsagnirnar, kyn- hvötina, sjúkdómana og fijósemina - og höfundurinn slær aldrei af kröfum um fræðilega nákvæmni, enda þótt hann leyfi sér að færa í stílinn," Kenneth Purvis fjallar um sérsvið sitt á gamansaman hátt og kryddar umfjöllunina með eigin skopmynd- um. Útgefandi er Mál og menning. Stefán Steinsson læknir þýddi bókina sem er 188 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Næst. Karlafræðarinn er bók mánaðarins í janúar. Hún verður seld á 1.995 krónur til 1. febrúar, en hækkar eftir það upp í 2.850 krónur. Sinfóníuhlj óms veitin Ungur sellóleikari frá Finnlandi gestur NÆSTU tónleikar Sinfóníuhljómveitar íslands verða í dag, fimmtu- daginn 13. janúar, kl. 20 í Háskólabíói og eru þeir í rauðri áskriftar- röð. Hljómsveitarsljóri verður Osmo Vanska og einleikari Finninn Jan Erik Gustafsson. Leikin verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Max Bruch, Igor Stravinsky, Pjotr Tchaikovsky og Jean Sibelius. Gustafsson er aðeins 23 ára en hefur þegar unnið til ýmissa alþjóð- legra verðlauna fyrir sellóleik sinn. Jan Erik Gustafsson sem er finnskur á ættir sínar að rekja til tónlistarmanna. Jan Erik byijaði snemma að leika á píanó en átta ára gamall sneri hann sé að selló- inu. Síðan hann, 16 ára gamall 1986 vann til þriðju verðlauna í samkeppninni „Young Musician of the Year“, hafa streymt til hans tilboð frá helstu hljómsveitum heims og hann hefur leikið undir stjórn hljómsveitarstjóra eins og Neemi Jarvi og Okko Kamu. Árið 1988 vann hann samkeppni um þátttöku í tónleikum „Unge nor- diske solister" í Reykjavík og vakti leikur hans hér í sellókonsert eftir Elgar mikla hrifningu áheyrenda. Síðasta afrek hans á listabrautinni var að vinna önnur verðlaun í „Leonard Rose“-keppninni í Wash- ington síðastliðið sumar og opnaði það fyrir honum flestar dyr í banda- rísku tónlistarlífi. Aðahljómsveitarstjóri SÍ Osmo Vánská mun leiða landa sinn og hljómsveitina gegnum ijöl- breytta efnisskrá. Vánska hefur ekki aðeins gert hér garðinn frægan sem hljómsveitarstjóri heldur kom hann fram sem með- leikari Tríós Reykjavíkur á tón- leikum í Víðistaðakirkju nú fyrir skömmu. Fyrst á efnisskrá tón- leikanna er Ys og þys efti Þorkel Sigurbjörnsson. Þorkell segir í ummælum um verk sitt: „Á fyrstu Listahátíð í Reykjavík 1970 var efnt til samkeppni um stutt verk til að flytja við opnun hátíðarinnar. Bohdan Wodiczko sem þá var aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar borðaði oft hjá okkur í sunnudögum og hvatti mig eindregið til að taka þátt í þessari samkeppni. Þannig varð Ys og þys til.“ Tvö einleiksverk fyrir selló Jan Erik Gustafs- Osmo Viinskii. son. eru á efnisskrá, það fyrra Kol Nidrei eftir Max Bruch. Kol Ni- drei er upphafsbæn við athöfn á Yom Kippur, helgidegi gyðinga. Hitt einleiksverkið er Rokokótil- brigði Tchaikovskys. Jeu de cart- es eftir Stravinsky er balletttónl- ist í þrem þáttum. Pókerspil höfðaði sterkt til Stravinskys og stundaði hann það ákaft meðan á samningu verksins stóð. Dans- ararnir í ballettinum eru í gervi spila er dansa á dimmgrænu klæði. Jean Sibelius hóf að semja 7. sinfóníu sína, sem er í einum þætti, árið 1918. Þá segir hann í bréfi: „Sjöunda sinfónían verð- ur í þrem þáttum og hún verður þrungin gleði, lífskrafti og ástríðum ... Eins og áður er ég ofurseldur stefjum mínum, þræll þeirra og verð að lúta kröfum þeirra." Sinfóníunni lauk Sibel- ius 1924 og hafði hún tekið svo miklum breytingum í sköpuninni að fátt var sammerkt rneð því tónverki sem hann hafði upphaf- lega ætlað að skrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.