Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
Magni Hauks-
son - Minning
Fæddur 2. október 1967
Dáinn 4. janúar 1994
Þegar ég rétti honum felulitaða
derhúfu, varð hann eins og smá-
strákur. Gekk um allt fyrirtækið og
kvað þetta „sko orginal". Það þurfti
ekki mikið til að gleðja hjarta Magna
og allt sem tengdist skotveiði var
honum hugleikið. Ekki liðu nema
tvær vikur frá því ég orðaði það við
starfsfélaga okkar að Magni væri
samviskusamasti starfsmaður sem
ég hefði kynnst, að hann var allur.
Hann talaði ekki mikið, en þegar
eitthvað datt uppúr honum, þá voru
það yfírleitt einhverjir gullmolar, eða
skot á vinnufélaga sem vöktu kátínu.
Við hittumst að morgni gamlárs-
dags, þar sem hann var á leið til
unnustunnar, fullur spennu og eftir-
væntingar þess sem biði á komandi
ári. Hann var á leið í nám að nýju,
hafði unnið í prentverki og var hvort
tveggja í senn kvíðinn og spenntur
að takast á við lærdóminn að nýju.
Hann taldi að sér myndi líða eins
og gömlum karli innan um unga
fólkið. Það væri skrítið að setjast á
skólabekk að nýju. En Magna auðn-
aðist ekki að reyna þann skóla, sem
hann stefndi á. Forlögin sáu fyrir
því. Sannfærður er ég samt um að
þar sem Magni er nú, er hann að
læra. Um það snýst líf okkar í þess-
ari og annarri tilvist. Viss er ég líka
um að enn streymir frá honum hlýj-
an og gullvægar setningarnar öðrum
til gleði.
Fjölskyldu Magna og vinum votta
ég samúð mína. Ég trúi því að
Magna líði vel þar sem hann er í
dag, ekkert sem hendir okkur í þessu
jarðneska lífi er án ástæðu. Eg er
þakklátur fyrir þær stundir sem ég
átti með þessum góða dreng.
Gunníaugur Rögnvaldsson.
í dag verður vinur okkar, Magni
Hauksson, borinn til grafar.
Við ritum þessar línur með djúpri
hryggð og söknuði og í huga okkar
ríkir algert skilningsleysi gagnvart
þeim máttarvöldum sem í einu
vetfangi kippa ungum manni úr
hringiðu lífsins, frá fjölskyldu og
ástvinum.
Okkur verður óneitanlega litið til
okkar eigin lífs, hversu dýrmætt það
er og hversu litlu við fáum um örlög
okkar ráðið.
Magni var hluti af sérstökum
vinahópi sem myndaðist heima á
Akureyri. Nokkrir strákpollar á aldr-
inum 6-7 ára lögðu óafvitandi hom-
stein að félagsskap sem átti eftir
að tengja okkur tilfinningaböndum
og hafa djúp áhrif á mótun okkar
sem einstaklinga.
Saman slitum við barnsskónum,
gengum í gegnum unglingsárin og
enn þann dag í dag, þrátt fyrir bú-
ferlaflutninga og breytingar á fjöl-
skylduhögum, stöndum við saman,
hver að annars baki.
í hljóði minnumst við góðu stund-
anna sem við áttum saman. Horfinn
er sterkur og litríkur persónuleiki
sem staldraði við í lífi okkar en með
heillandi framkomu og heilindum
ávann sér sess í tilveru okkar. Við
minnumst hans einnig sem djúpt
þenkjandi einstaklings sem átti
drauma og þrár en vannst ekki tími
til að sjá allar sínar óskir verða að
veruleika.
Það er komið að leiðarlokum.
Við fimm sem eftir sitjum kveðj-
um vin okkar hinstu kveðjunni. Þótt
samfylgdin spannaði nær allt okkar
líf, þá var hún rétt að byija.
Við höldum lífsgöngunni áfram
og berum með okkur inn í framtíðina
minningu um góðan dreng sem deildi
lífí sínu með okkur, dreng sem stóð
með okkur í erfiðleikum og sótti
styrk til okkar þegar illa stóð á.
Við sendum íjölskyldu, unnustu
og ástvinum Magna okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi ykkur
auðnast styrkur til að yfirvinna ykk-
ar miklu sorg.
Við vitum hve missirinn er mikill.
Við gleymum aldrei elsku Magna
okkar.
Gylfi, Jón, Skarphéðinn og Ami.
Vinnudegi er lokið. Hver fer til
síns heima og allir eiga von á því
að allt verði óbreytt hinn næsta dag.
En þá kom áfallið. Einn vantar í
hópinn. Hann Magni dó í bílslysi í
gærkvöldi voru fyrstu fréttimar sem
mættu okkur á nýjum degi. Menn
setur hljóða. Efnispiltur í blóma lífs-
ins horfínn á braut. Enginn ræður
sínum næturstað.
Magni HaukSson var einn dugleg-
asti maður sem ég hef kynnst. Hann
gekk til allra verka sem honum voru
falin og leysti þau af hendi skjótt
og vel og hlakkaði til að takast á
við ný verk á nýju ári. Hamingjusam-
ur í alla staði.
Margs er að minnast. Veiðitúrar
í Gljúfurá, skákir í kaffítímum,
spjall, spurningar, ljúfmennska og
heiðarleiki. Ég bið góðan Guð að
gefa styrk kærustunni hans, henni
Siggu, sem honum þótti svo vænt
um, foreldrum hans, systkinum og
ástvinum öllum.
Minningin um góðan dreng lifir.
Jóhann Kristjánsson.
Þegar ungur maður í blóma lífs-
ins, geislandi af hamingju, er kall-
aður burt úr lífí þessa heims þá verð-
ur ekki hjá því komist að staldra við
og íhuga. tilgang lífsins. Ég lifí og
þér munuð lifa, sagði Jesús. Þessu
viljum við trúa og sú trú að Magna
sé búinn bústaður í öðrum heimi er
okkur huggun harmi gegn.
Magni var fæddur 2. október 1967
og var hann yngsta bam foreldra
sinna, þeirra Hauks Berg Bergvins-
sonar og Unnar Gísladóttur, sem nú
í annað sinn upplifa þann nístandi
sársauka sem án efa fylgir því að
missa barnið sitt og hafa þau nú
þurft að horfa á eftir tveimur yngstu
bömunum sínum. Eftirlifandi systk-
ini Magna eru Halldór, Bergrós og
Gísli, sem syrgja bróður sinn sárt.
Magni var mikill náttúruunnandi
og naut hann hvers kyns útiveru og
þá sérstaklega allra veiðiferðanna.
Lét hann fátt aftra sér þegar veiði-
mennskan átti í hlut. Dagurinn var
þá jafnan tekinn snemma hvort sem
fara átti í vötn eða ár landsins og
setja í þann stóra eða veiða gæs.
Glampinn sem í augun kom, ákafínn
í öllum líkamanum og öll lýsingar-
orðin munu verða eitt af ljósbrotum
úr minningunni um Magna sem við
munum ylja okkur við.
Frændsystkini muna eftir Magna
sem tók þau í faðminn og lyfti þeim
hátt í loft upp og sem af þolinmæði
leyfði þeim að veiða með sér.
Öll þökkum við fyrir þau ár sem
við áttum með Magna og reynum
að sætta okkur við að hafa ekki
fengið þau fleiri.
Magni var búinn að finna það
starf sem hann vildi gera að ævi-
starfí sínu, en hann var byijaður að
nema prentsmíði í Litrófí og undi
hann þar hag sínum vel.
Sú minning sem mér er ferskust
af Magna er þegar við hittumst á
aðfangadag jóla. Það er sú minning
sem ég mun geyma, því aldrei hef
ég séð Magna svo geislandi af ham-
ingju og hreysti sem þá. En það sem
gerði Magna fyrst og fremst ham-
ingjusaman voru samvistir hans og
hennar Siggu, sem nú horfir á eftir
unnusta sínum og vini til margra
ára á braut.
Elsku Haukur, Unnur, Sigga,
Halldór, Bergrós, Gísli og aðrir ást-
vinir. Megi Guð styrkja ykkur og
styðja í sorg okkar allra og hjálpa
okkur að sætta okkur við það sem
við fáum ekki breytt.
Vertu sæll kæri vinur. Megi Guð
geyma þig.
Þín mágkona,
Lína.
Seint að kvöldi þriðjudags 4. jan-
úar sl. fékk ég þær hræðilegu frétt-
ir að Magni vinur minn hefði dáið
fyrr um kvöldið. Lengi vel eftir áfall-
ið leitaðist hugurinn við að afneita
því; þetta væri bara slæmur misskil-
iningur, hann hringir bráðum eða
kemur og leiðréttir þetta. Þetta
hálmstrá slitnaði fljótt, vinur minn
var farinn fyrir fullt og allt og skildi
eftir sig skarð sem aldrei verður
fyllt.
Við Magni kynntumst barnungir
á Akureyri og urðum strax nánir
vinir. Flestum stundum æsku okkar
vörðum við saman við hvers konar
leiki og prakkarastrik sem smástrák-
um dettur í hug. Á veturna gengum
við saman í bekk í Bamaskóla Akur-
eyrar og höfðum ávallt nóg að gera
í skóla sem utan. En seinni part
hvers vetrar, þegar dag tók að lengja
og vorið nálgaðist fór sami fiðringur
eftirvæntingar um okkur báða; brátt
kæmumst við að veiða.
Þær eru óteljandi ferðirnar sem
við fórum, vinirnir, niður á bryggju
að veiða þorsk eða ufsa eða inn á
poll að veiða silung, syngjandi há-
stöfum danskt vísukorn sem við
lærðum í skólanum. Sú vísa var
ekkert venjuleg því hún hafði þann
eiginleika að færa okkur gífurlegt
happ við veiðamar. Hún virkaði samt
alltaf betur hjá Magna, en hvort það
fólst í flutningnum eða öðru vissi
ég aldrei.
Á unglingsárum hætti vísan
danska að heyrast, þó áfram fæmm
við að veiða hvert sumar. Mig gmn-
ar þó að Magni hafí raulað hana
með sjálfum sér, því alltaf veiddi
hann meira en við hinir.
Svona liðu árin eitt af öðm þar
til að því kom að leiðir skildu. Magni
fór suður að vinna en ég sat á skóla-
bekk á Akureyri. Alltaf héldum við
þó sambandi hvor við annan og að
fáum ámm liðnum var hann orðinn
eins konar farfugl, vann fyrir norðan
á sumrin en sótti vertíðir fyrir sunn-
an á vetuma.
Eftir að foreldrar Magna fluttu
suður yfir heiðar fór þessi sérkenni-
legi farfugl að verða sjaldséðari. Það
kom þó ekki að sök því skömmu síð-
ar flutti ég ásamt unnustu minni til
Reykjavíkur. Magni var tíður gestur
á heimili okkar og hann þurfti ekki
að boða komu sína né knýja dyra;
þær stóðu honum ávallt opnar.
Kvöldin flugu frá okkur við spila-
mennsku eða spjall og gjaman barst
talið að veiðum, framar öðm. Svona
leið tíminn allt of fljótt, þar til kom
að því að leiðir skildu á ný, í þetta
sinn um aldur og ævi.
Þegar ég talaði við Magna eftir
nýliðin jól sagðist hann vera ham-
ingjusamur. Þannig vil ég minnst
hans. Ég sendi þessum kæra vini
mínum hinstu kveðju.
Fyrir mína hönd og unnustu
minnar, Guðrúnar Helgu, sendi ég
foreldmm Magna, unnustu, systk-
inum og ástvinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja
þau á þessari þrautastund.
Ófeigur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Hann Magni er dáinn.
Staðreyndin svíður og ég fæ sting
í hjartað. Tómleikinn og reiðin brýst
út í líkamanum, allar þessar tilfínn-
ingar sem við manneskjurnar búum
yfir. Ætli maður fari ekki hratt yfir
margþætt svið tilfínninganna í örv-
ilnan þegar sorgin ber svo óvænt
að dymm? Maður grætur og kreppir
hnefann í furðu og máttleysi gagn-
vart ósanngirni örlaganna, en brosir
svo í gegnum tárin yfír ótæmandi
brunni minninganna.
Til hvers? Já, til hvers? spyr ég
aftur og aftur. Hvaða tilgangi þjón-
ar að taka lífið frá ungum og heil-
brigðum manni með framtíðina að
er virtist baðaða birtu, ást og ham-
ingju? Af hveiju þegar margir sjúkir
og aldraðir þrá ekkert heitar en að
fá að deyja Drottni sínum saddir líf-
daga, að ungur, lífsglaður maður er
rifinn á einu augnabliki frá fjöl-
skyldu, ástinni sinni einu og vinum?
Af hveiju er lögð á fólk slík sorg
og erfíðir og langir tímar saknaðar
og trega?
Það er fátt um svör. Við sem
áfram lifum verðum að trúa að ein-
hver sé tilgangurinn og að hann
elsku, besti Magni okkar hafi verið
kallaður svo fljótt til æðri og mikil-
vægari starfa. Við verðum að trúa
því að Magna líði vel og ég veit að
margir verða til þess að taka á
móti honum, en fremst í flokki verð-
ur systir hans heitin.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Magna fyrir tæpum
tveimur árum, er harin byrjaði að
vinna í Litrófí. Magni var afburða
starfskraftur og öðlaðist fljótt traust
yfírmanna sinna sem og okkar
hinna. En það er ekki númer eitt í
minningunni um góðan dreng. Það
hversu vel gefinn og vandaður ein-
staklingur hann var af Guði gerður
stendur upp úr.
Magni var mín hjálparhella. Það
var alveg sama hvað eða hversu leið-
inlegt verkið eða bónin var, svarið
var alltaf það sama: Já, alveg sjálf-
sagt. Það er skrítið að geta ekki
kallað í hann lengur til að biðja
hann bónar eða bara til að spjalla
við hann. Persóna Magna krafðist
þess að maður bæði hann fallega
og það gerði ég ávallt, kannski sold-
ið ýkt eins og „Magni minn“ og
„Elsku Magni“, en við hlógum að
því og hann sagði mér að hann kynni
að meta þetta orðalag.
Ég spurði Magna skömmu eftir
að ég kynntist honum hvort hann
tryði á ást við fyrstu sýn og hvort
hann hefði einhvern tímann verið
ástfanginn. Hann svaraði því að
hann hefði verið ástfanginn og væri
enn og þá ást hefði hann upplifað
sem ást við fyrstu sýn. Þá var hann
að vísu ekki í föstu sambandi og
bætti því við að engu skipti þótt
hann yrði hrifínn af öðrum konum.
Það myndi fljótlega gufa upp, því
það væri aðeins ein sönn ást í lífinu
og hana væri hann búinn að finna.
Það var því yndislegt að sjá hvemig
hamingja gagntók hann þegar þau
Sigga hans tóku saman aftur. Stolt-
ur spurði hann mig í jólaveislu okk-
ar í Litrófi í desember síðastliðnum
„Hvernig líst þér á konuna mína
yndislegu, Þórdís?" Ég sagði þá og
segi enn að aldrei hef ég ástfángn-
ara par augum litið og sagði við
Magna: „Þú ert ekkert venjulega
ástfanginn af henni og engin smá
hamingja í gangi.“ Þá sneri hann
sér að mér og sagði: „Veistu það,
Þórdís, svona langar mig svo til að
þér líði.“
Þessi viðbrögð lýsa Magna vel.
Magni var svo umhyggjusamur og
sýndi alltaf áhuga og varfærni ef
eitthvert okkar var lasið eða leið illa.
Já, hann var næmur á slíkt.
Magni var ástríðufullur veiðimað-
ur, hvort sem þar var stangveiði eða
skotveiði á ferðinni. Hann þreyttist
aldrei á frægðarsögum úr veiðiferð-
um og var fljótur að fínna út hveij-
ir voru með sömu bakteríu. Þannig
sá ég Magna oftar en ekki á spjalli
við hina og þessa viðskiptamenn
Litrófs, sem í kappi við hann sögðu
sínar sögur af eldmóði.
Hægt væri að skrifa heila bók
fulla af ógleymanlegum dögum í
samfylgd með Magna Haukssyni,
en ég kýs að láta staðar numið.
Minningin lifir að eilífu.
Elsku Magni minn, hafðu þökk
fyrir samfylgdina. Allt er tómlegt
án þín. Hjarta mitt er fullt af sárum
söknuði. Fyrirgefðu mér þótt skapið
hafi stundum hlaupið út undan sér,
það var aldrei illa meint.
Aðstandendum öllum, unnustu og
öðru samferðafólki Magna votta ég
mína innilegustu samúð og bið Guð
almáttugan um að vera með þeim
þar til sárin ná að gróa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. *
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín vinkona,
Þórdís Lilja.
Kveðja frá vinnu-
félögunum í Litrófi.
Þótt gangi ég um dimman dal, ég hræðist
ei neitt, því þér eruð hjá mér.
(Sálmamir.)
Það var á vordögum árið 1992
að einstaklega kurteis og viðkunn-
anlegur ungur maður kom til starfa
hjá okkur í Litrófi. Það var hann
Magni Hauksson.
Snemma kom í ljós að þama var
á ferðinni úrvals maður, hvort sem
litið var á hann sem starfskraft eða
sem einstakling. Magni varð fljótt
eftirlæti allra enda með afbrigðum
duglegur, vel gefínn, hress og fjör-
ugur. Hann var þægilegur og ljúfur
í viðmóti við alla og gerði sér engan
mannamun og skal engan undra
hvers vegna leitað var til hans þegar
leita þurfti ráða eða aðstoðar. Alltaf
var hann reiðubúinn til hjálpar og
þótti honum öll sú hjálp sjálfsögð.
Magni Hauksson var náttúrubarn.
Hans líf og yndi var að hverfa á vit
villtrar náttúrunnar og stunda uppá-
haldsáhugamál sitt, veiðimennsk-
una. Já, eitt það fyrsta sem kemur
upp í hugann þegar Magna okkar
er minnst er hvers konar veiði og
þar sem hann hitti fyrir jafnoka sína
í þeim efnum héma í Litrófí var
oftar en ekki lagt upp í veiðiferð.
Úr slíkum ferðum eigum við margar
ógleymanlegar minningar.
Það lá fyrir Magna að ná strax
tökum á því sem hann tók sér fyrir
hendur, enda hæfileikaríkur maður
og metnaðarfullur. Hann ákvað eftir
að hafa kynnst frumskógi prentlist-
arinnar að þetta væri starf sem
ætti vel við hann og var ákveðið að
skrifa upp á nemasamning. Magni
átti aðeins stuttan tíma eftir af
námstímanum og átti að byija í Iðn-
skólanum í Reykjavík núna í janúar.
Við glöddumst með honum en mátt-
um samt eigi til þess hugsa að missa
hann.
Magni var ástfanginn maður og
hafði nýlega tekið saman við hina
stóru ást, ást sem var honum allt i
öllu. Guð gefi Siggu, unnustu
Magna, styrk á þungbærri stundu
söknuðar.
Nú þegar að Ieiðarlokum er kom-
ið hrannast upp minningar sem við
eigum bæði saman og hvert um sig.
Söknuðurinn er sár og einna verstur
fyrir jafnaldra Magna, þá sérstak-
lega Kristin, en þeir Magni voru
miklir vinir bæði sem samhentir
vinnufélagar og utan vinnutíma sem
forfallnir veiðiáhugamenn.
Við drúpum höfði í sorg og sárum
söknuði yfir ótímabæru fráfalli
Magna Haukssonar. Stórt skarð er
höggvið í hóp okkar vinnufélaganna,
skarð sem aldrei verður fyllt en
minning um góðan og ljúfan dreng
lifir um allan aldur í huga okkar.
Nú hefur Magni verið kallaður til
æðri starfa og er það okkar trú að
það starf sé á veiðilendunum miklu.
Unnustu, fjölskyldu og vinum
Magna Haukssonar sendum við okk-
ar dýpstu og innilegustu samúð-
arkveðjur og þökkum um leið kynni
okkar af yndislegum manni. Guð
gefi ykkur styrk til að sætta ykkur
við það sem þið fáið ekki breytt.
Elsku Magni, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir Iáttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)