Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ NIMMTUDAGliR 13, JANUAR 1994 11 íslenska leikhúsið Sýningin Býr Islending- ur hér til Þýskalands Minningar Leifs Mullers í BYRJUN vetrar frumsýndi íslenska leikhúsið leikritið Býr íslendingur hér, en verkið er leikgerð Þórarins Eyfjörð eftir samnefndri bók Garðars Sverrissonar. í verkinu segir frá Leifi Miiller sem fæddur var á Stýrimannastígnum í Reykjavík árið 1920. Árið 1938 fór Leifur til Noregs að nema verslunarfræði. Hann varð innlyksa í Noregi þegar Þjóð- veijar hernámu landið. Þegar hann ætlaði að flýja yfir til Sví- þjóðar og reyna að komast þaðan heim til Islands var hann svikinn í hendur Gestapó. Leifur var fyrst látinn dvelja í fangelsi í Osló áður en hann var sendur í fangabúðir í Noregi og að endingu í útrýming- arbúðir suður í Þýskalandi. Þar gekk Leifur í gegn um einhveija mestu þolraun sem íslendingur hefur lifað. Sýningar á Býr íslendingur hér hafa legið niðri vegna jólahátíðar- innar og vegna endurbóta sem gerðar voru í Tjarnarbíói yfir jól- in, bæði á leiksviði og Ijósabúnaði. Það er Pétur Einarsson sem leikur Leif Miiller og Halldór Björnsson sem leikur lækni hans. Gunnar Borgarsson gerði leik- mynd, Elfar Bjarnason hannaði lýsingu og Hilmar Örn Hilmarsson gerði hljóðmynd. Þórarinn Eyíjörð leikstýrði. í nýliðnum desembermánuði barst íslenska leikhúsinu boð um að fara með sýninguna til Þýska- lands. Að boðinu stendur safnið í Sachsenhausen, en þar voru út- rýmingarbúðirnar sem Leifi Muller var haldið í. Bandamenn frelsuðu búðirnar í apríl 1945 og er íslenska leikhúsinu boðið að taka þátt í afmælishátíðinni til að minnast frelsunarinnar. Einnig er verið að vinna að því að sýning- in fari til Berlínar og annarra fyrrverandi útrýmingarbúða. Tjarnarbíó er mjög ásetið nú í byijun árs og mikil starfsemi að hefiast þar á vegum leikfélaga framhaldsskólanna og annarra. Því verða aðeins örfáar sýningar á Býr íslendingur hér. Sýningar- kvöld verða 15., 22. og 29. janúar Pétur Einarsson í hlutverki Leifs Miillers. og eru það ef til vill allra síðustu sýningar. Miðapantanir eru í síma 610280 allan sólarhringinn og miðasalan er opin sýningardaga milli 16 og 20 og þar að auki á fimmtudögum milli 17 og 19. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Blekking trúarinnar eftir Sigmund Freud í þýðingu Siguijóns Björnssonar. Bókin hefur að geyma tvær ritgerð- ir eftir Sigmund Freud. Þær eru: Blekking trúarinnar og Á líðandi stund, um stríð og dauða. Fyrri ritgerðin kom fyrst út á prenti árið 1927. Hún er beinn undanfari rits- ins Undir oki siðmenningar sem Bókmenntafélagið gaf út 1990. Blekking trúarinnar er hvassasta árás Freuds á trúarbrögðin og þar mælir hann hvað ákveðnast fyrir stjórn röklegrar skynsemi á öilum sviðum mannlegra málefna. Eins og að líkum lætur ollu þessi skrif talsverðu fjaðrafoki á sínum tíma. Síðari ritgerðin, Á líðandi stund, um stríð og dauða, er rituð á fyrri heimsstyijaldarárunum og flytur hugleiðingar sem ávallt eru tíma- bærar. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Blekking trúarinn- ar er fimmta bindið í flokknum Sálfræðirit en áður hafa komið út Um sálina, sálkönnun og sál- lækningar, Undir oki siðmenn- ingar og Formgerðir vitsmuna- lífsins. Bókin er 110 bls. og kost- ar 2.485 krónur. Ingi R. Helgason. Nýr formaður Samtakaum tónlistarhús Á FUNDI fulltrúaráðs Samtaka um tónlistarhús 13. desember sl. var kosin ný stjórn og einnig nýr formaður. Valgeir Guðjónsson, sem gegnt hefur formannsstöðu um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér sem formaður og var Ingi R. Helgason, stjórnarfor- maður Vátryggingafélags Is- lands, kosinn formaður. Olafur B. Thors var kosinn varaformað- ur. Aðrir stjórnarmenn eru Björn Th. Árnason, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Erlendur Einarsson, Jón Þórarins- son, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Vern- harður Linnett. Erindreki samtakanna síðan í september 1993 er Þórhallur Vil- hjálmsson markaðsfræðingur. Skrifstofa samtakanna er til húsa í Aðalstræti 2 og er hún opin alla virka daga milli kl. 10 og 15. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af ailskonar buxum Opib á lauaardögum kl. 11-16 Nýjar bækur Fyrsta íslenska bania- bókin á grænlensku FYRIR jólin kom út í græn- lenskri þýðingu bókin Ömmu- stelpa eftir Ármann Kr. Einars- son. Þýðandi er grænlensk kona, Benedikta Þorsteinsson, hún er gift íslenskum manni, Guðmundi Þorsteinssyni, og bjuggu þau hér á landi um árabil. Fjölskyldan býr nú í Qaqartoq á Grænlandi og vinnur m.a. að kynningu á ferða- málaþjónustu milli grannþjóðanna íslendinga og Grænlendinga. Ömmustelpa kom út 1977, teikningar við söguna gerði Þóra Sigurðardóttir. Bókin hlaut verð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta, frumsamda barnabók árs- ins. Ömmustelpa hefur einnig komið út á norsku undir titlinum Jenta som ville bli högtalar. Á grænlensku heitir Ömmu- stelpta Ernutannquaq. Bókin er rnyndskreytt af grænlenskum listamanni, Ivalu Risager, og er prentuð í Danmörku og gefin út með styrk frá Norræna þýðingar- sjóðnum. Ömmustelpa mun vera fyrsta Kosningaskrifstofa Júlíus Hafstein borg- arfulltrúi hefur opnað kosningaskrifstofu vegna prófkjörs sjálf- stæðismanna 30. og 31. janúar nk. á Suð- urlandsbraut 50 (bláu húsi við Faxafen). Skrifstofan er opin mánudagatilföstu- daga kl. 14-22 en laugardaga og sunnu- daga kl. 13-18. Styðjum Júlíus í 2. sætið. Stuðningsmenn. Ármann Kr. Einarsson. íslenska barnabókin sem gefin er út á Grænlandi. Það er grænlenska forlagið Atuakkiorfik í Nuuk sem gefur bókina út. Bókin er 88 blað- síður. Eflum lista Siálfstæðismanna með ð»í að velja Guðrúnu Zoega í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 16-22 virka daga og 13-18umhelgar. Símar 684490 og 684491. Stuðningsmenn TILBOÐ RV REKSTRARVÖRUR fyrir skrifstofuna Sparaðu og nýttu þér tilboð RV Stgr. m. VSK.: Bréfabindi A4, 7cm----------------------------- 227,- L-Plastmðppur A4, 100stk______________________ 798,- Candid Ijósritunarpappír A4, hvítur, 5 x500 blöð__________________________________ 1.295,- 1) Ef keyptir eru 2 kassar þá tylgja ókeypis 12 pennar. Auk þess bjóðum við upp á disklinga, tölvupappír, faxpappír o.m.fl. á mjög hagstæðu verði. Hreinlega allt til hreinlætis og margt, margt fleira fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Opið frá kl. 8.00-17.00 Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Simi: 91 -685554 - Fax: 91 -687116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.