Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 11

Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ NIMMTUDAGliR 13, JANUAR 1994 11 íslenska leikhúsið Sýningin Býr Islending- ur hér til Þýskalands Minningar Leifs Mullers í BYRJUN vetrar frumsýndi íslenska leikhúsið leikritið Býr íslendingur hér, en verkið er leikgerð Þórarins Eyfjörð eftir samnefndri bók Garðars Sverrissonar. í verkinu segir frá Leifi Miiller sem fæddur var á Stýrimannastígnum í Reykjavík árið 1920. Árið 1938 fór Leifur til Noregs að nema verslunarfræði. Hann varð innlyksa í Noregi þegar Þjóð- veijar hernámu landið. Þegar hann ætlaði að flýja yfir til Sví- þjóðar og reyna að komast þaðan heim til Islands var hann svikinn í hendur Gestapó. Leifur var fyrst látinn dvelja í fangelsi í Osló áður en hann var sendur í fangabúðir í Noregi og að endingu í útrýming- arbúðir suður í Þýskalandi. Þar gekk Leifur í gegn um einhveija mestu þolraun sem íslendingur hefur lifað. Sýningar á Býr íslendingur hér hafa legið niðri vegna jólahátíðar- innar og vegna endurbóta sem gerðar voru í Tjarnarbíói yfir jól- in, bæði á leiksviði og Ijósabúnaði. Það er Pétur Einarsson sem leikur Leif Miiller og Halldór Björnsson sem leikur lækni hans. Gunnar Borgarsson gerði leik- mynd, Elfar Bjarnason hannaði lýsingu og Hilmar Örn Hilmarsson gerði hljóðmynd. Þórarinn Eyíjörð leikstýrði. í nýliðnum desembermánuði barst íslenska leikhúsinu boð um að fara með sýninguna til Þýska- lands. Að boðinu stendur safnið í Sachsenhausen, en þar voru út- rýmingarbúðirnar sem Leifi Muller var haldið í. Bandamenn frelsuðu búðirnar í apríl 1945 og er íslenska leikhúsinu boðið að taka þátt í afmælishátíðinni til að minnast frelsunarinnar. Einnig er verið að vinna að því að sýning- in fari til Berlínar og annarra fyrrverandi útrýmingarbúða. Tjarnarbíó er mjög ásetið nú í byijun árs og mikil starfsemi að hefiast þar á vegum leikfélaga framhaldsskólanna og annarra. Því verða aðeins örfáar sýningar á Býr íslendingur hér. Sýningar- kvöld verða 15., 22. og 29. janúar Pétur Einarsson í hlutverki Leifs Miillers. og eru það ef til vill allra síðustu sýningar. Miðapantanir eru í síma 610280 allan sólarhringinn og miðasalan er opin sýningardaga milli 16 og 20 og þar að auki á fimmtudögum milli 17 og 19. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Blekking trúarinnar eftir Sigmund Freud í þýðingu Siguijóns Björnssonar. Bókin hefur að geyma tvær ritgerð- ir eftir Sigmund Freud. Þær eru: Blekking trúarinnar og Á líðandi stund, um stríð og dauða. Fyrri ritgerðin kom fyrst út á prenti árið 1927. Hún er beinn undanfari rits- ins Undir oki siðmenningar sem Bókmenntafélagið gaf út 1990. Blekking trúarinnar er hvassasta árás Freuds á trúarbrögðin og þar mælir hann hvað ákveðnast fyrir stjórn röklegrar skynsemi á öilum sviðum mannlegra málefna. Eins og að líkum lætur ollu þessi skrif talsverðu fjaðrafoki á sínum tíma. Síðari ritgerðin, Á líðandi stund, um stríð og dauða, er rituð á fyrri heimsstyijaldarárunum og flytur hugleiðingar sem ávallt eru tíma- bærar. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Blekking trúarinn- ar er fimmta bindið í flokknum Sálfræðirit en áður hafa komið út Um sálina, sálkönnun og sál- lækningar, Undir oki siðmenn- ingar og Formgerðir vitsmuna- lífsins. Bókin er 110 bls. og kost- ar 2.485 krónur. Ingi R. Helgason. Nýr formaður Samtakaum tónlistarhús Á FUNDI fulltrúaráðs Samtaka um tónlistarhús 13. desember sl. var kosin ný stjórn og einnig nýr formaður. Valgeir Guðjónsson, sem gegnt hefur formannsstöðu um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér sem formaður og var Ingi R. Helgason, stjórnarfor- maður Vátryggingafélags Is- lands, kosinn formaður. Olafur B. Thors var kosinn varaformað- ur. Aðrir stjórnarmenn eru Björn Th. Árnason, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Erlendur Einarsson, Jón Þórarins- son, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Vern- harður Linnett. Erindreki samtakanna síðan í september 1993 er Þórhallur Vil- hjálmsson markaðsfræðingur. Skrifstofa samtakanna er til húsa í Aðalstræti 2 og er hún opin alla virka daga milli kl. 10 og 15. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af ailskonar buxum Opib á lauaardögum kl. 11-16 Nýjar bækur Fyrsta íslenska bania- bókin á grænlensku FYRIR jólin kom út í græn- lenskri þýðingu bókin Ömmu- stelpa eftir Ármann Kr. Einars- son. Þýðandi er grænlensk kona, Benedikta Þorsteinsson, hún er gift íslenskum manni, Guðmundi Þorsteinssyni, og bjuggu þau hér á landi um árabil. Fjölskyldan býr nú í Qaqartoq á Grænlandi og vinnur m.a. að kynningu á ferða- málaþjónustu milli grannþjóðanna íslendinga og Grænlendinga. Ömmustelpa kom út 1977, teikningar við söguna gerði Þóra Sigurðardóttir. Bókin hlaut verð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta, frumsamda barnabók árs- ins. Ömmustelpa hefur einnig komið út á norsku undir titlinum Jenta som ville bli högtalar. Á grænlensku heitir Ömmu- stelpta Ernutannquaq. Bókin er rnyndskreytt af grænlenskum listamanni, Ivalu Risager, og er prentuð í Danmörku og gefin út með styrk frá Norræna þýðingar- sjóðnum. Ömmustelpa mun vera fyrsta Kosningaskrifstofa Júlíus Hafstein borg- arfulltrúi hefur opnað kosningaskrifstofu vegna prófkjörs sjálf- stæðismanna 30. og 31. janúar nk. á Suð- urlandsbraut 50 (bláu húsi við Faxafen). Skrifstofan er opin mánudagatilföstu- daga kl. 14-22 en laugardaga og sunnu- daga kl. 13-18. Styðjum Júlíus í 2. sætið. Stuðningsmenn. Ármann Kr. Einarsson. íslenska barnabókin sem gefin er út á Grænlandi. Það er grænlenska forlagið Atuakkiorfik í Nuuk sem gefur bókina út. Bókin er 88 blað- síður. Eflum lista Siálfstæðismanna með ð»í að velja Guðrúnu Zoega í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 16-22 virka daga og 13-18umhelgar. Símar 684490 og 684491. Stuðningsmenn TILBOÐ RV REKSTRARVÖRUR fyrir skrifstofuna Sparaðu og nýttu þér tilboð RV Stgr. m. VSK.: Bréfabindi A4, 7cm----------------------------- 227,- L-Plastmðppur A4, 100stk______________________ 798,- Candid Ijósritunarpappír A4, hvítur, 5 x500 blöð__________________________________ 1.295,- 1) Ef keyptir eru 2 kassar þá tylgja ókeypis 12 pennar. Auk þess bjóðum við upp á disklinga, tölvupappír, faxpappír o.m.fl. á mjög hagstæðu verði. Hreinlega allt til hreinlætis og margt, margt fleira fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Opið frá kl. 8.00-17.00 Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Simi: 91 -685554 - Fax: 91 -687116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.