Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 ATVINNUA! JCZI Y^IKIC^AR Fjölskylda í Hlíðunum leitar að miðaldra konu. Við erum 5 í heimili og þurfum aðstoð við börnin og heimilisstörfin. Vinnutími eftir sam- komulagi. Verður að hafa bíl til umráða. Upplýsingar í síma 688624. Lögfræðingar Viðskiptaráðuneytið óskar að ráða lögfræð- ing til starfa tímabundið. Þekking á Evrópu- rétti, banka- og fjármagnsmarkaðarlöggjöf æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu í síðasta lagi 31. janúar nk. Viðskiptaráðuneytinu, 1 l.janúar 1994. Stöður tryggingayfirlæknis og tryggingalæknis Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausar til umsóknar stöðu trygginga- yfirlæknis og stöðu tryggingalæknis. Trygg- ingalæknisstöðunni fylgir að vera staðgeng- ill tryggingayfirlæknis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar í báðar stöðurnar. Vegna stöðu tryggingayfir- læknis skal leita tillagna forstjóra TR, trygg- ingaráðs og tryggingayfirlæknis vegna stöðu tryggingalæknis. Umsóknum um stöður þessar skal skila til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Laugavegi 116, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 10. febrúar nk. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins veitir nánari upplýsingar um stöðurnarog starfskjör. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. W.janúar 1994. Þjóðgarðsvörður Náttúruverndarráð auglýsir stöðu þjóðgarðs- varðar í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum lausa til umsóknar. Starfið felst einkum í umsjón með rekstri þjóð- garðsins, móttöku ferðamanna, landvörslu og fræðslu um náttúruvernd. Jafnframt skal þjóð- garðsvörður hafa eftirlit með mannvirkjum og framkvæmdum í þjóðgarðinum. Auglýst er eftir einstaklingi sem hefur þekk- ingu á náttúrufræðum og náttúruvernd. Við- komandi verður að eiga auðvelt með að um- gangast fólk og vera vanur verkstjóri. Gert er ráð fyrir að þjóðgarðsvörður búi að Ási í Keldu- hverfi. Staðan er veitt til ákveðins tíma eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Þjóð- garðsvörður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni Náttúruverndarráðs, Hlemmi 3, 105 Reykjavík, fyrir 5. febrúar nk. Náttúruverndarráð. RADAUGl YSINGAR Vörur og þjónusta fyrir knattspyrnufélög KSÍ hyggst gefa út bækling næsta vor, með upplýsingum fyrir knattspyrnufélög, um fyrir- tæki sem selja vörur og þjónustu fyrir íþrótta- félög. Óskað er eftir að þeir aðilar sem selja slíkar vörur eða þjónustu, sendi Mannvirkja- nefnd KSÍ upplýsingar þar að lútandi fyrir 20. janúar nk. í þessu sambandi ér t.d. átt við búninga, knetti, skó, mörk, skiltagerð, gras, áburð, sáðvörur, byggingarefni, ferða- möguleika, gististaði, ráðgjöf o.fl. Knattspyrnuhús Mörg knattspyrnufélög og sveitarstjórnir kanna um þessar mundir möguleika á bygg- ingu knattspyrnuhúsa. Mannvirkjanefnd KSÍ óskar eftir upplýsingum frá framleiðendum og innflytjendum slíkra húsa um hvað þeir hafa á boðstólum ásamt lauslegum verðhug- myndum. Mannvirkjanefnd KSÍ, Laugardal, 104 Reykjavík. |@f ísafjarðarkaupstaður Álagning sérstaks fast- eignaskatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1994 Á sfðasta ári voru samþykkt lög á Alþingi um breytingu á lögum nr. 90/1990, um tekju- stofna sveitarfélaga, með síðari breytingum. í lögum þessum er ákvæði um sérstakan fasteignaskatt, sem nema skal allt að 1,25% að hámarki af álagningarstofni, sem heimilt er að leggja á fasteignir sem nýttar eru til verslunarreksturs eða skrifstofuhalds, ásamt tilheyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða. Skattskyldan nær til sömu aðila, og samkvæmt fyrri lögum um sama efni. Skattur samkvæmt lögum þessum rennur óskiptur til sveitarfélaga og annast þau álagningu og innheimtu skattsins, en geta þó falið sérstökum innheimtuaðila innheimt- una. Eigendur fasteigna, sem falla undir þetta ákvæði, skulu senda sveitarfélagi skrá yfir eignir sínar í því sveitarfélagi, ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteigna- matsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðar- verð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúm- mál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs eða skrifstofuhalds. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eign- ir sem þetta ákvæði tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmun- ar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Frestur eigenda verslunar- og skrifstofuhús- næðis á ísafirði til að skila framangreindum upplýsingum til byggingarfulltrúa er til og með 24. janúar 1994. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi á bæjarskrifstofu. ísafirði, H.janúar 1994, byggingarfulltrúinn á ísafirði. Nýr silungur Fiskkaupendur, mötuneyti, hótel og veitinga- staðir. Slátrum silungi tvisvar í viku og keyr- um til kaupenda. Milliliðalaus viðskipti tryggja bæði gott verð og ferskleika vörunnar. Upplýsingar hjá J.P. eldisstöð, Húsatóftum, sími 92-12996 eða 92-68791. Áramótaspilakvöld Landsmálafélagsins Varðar verður haldið í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn 16. janúar 1994 og hefst kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, flytur ávarp. Nefndin. Sjálfstæðismenn í Garðabæ í samræmi við ákvörðun fundar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garaðbæ frá 14. okt. 1993 hefur uppstillinganefnd ákveðið að leiö- beinandi skoðanakönnun, fyrir uppstillingu á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum, fari fram sunnu- daginn 16. jan. nk. meðal fiokksbundinna sjálfstæðismanna í Garðabæ. Skoðanakönnunin fer fram á skrifstofu félaganna Lyng- ási 12 kl. 17-21 þann dag.Tilnefna skal fæst fjóra fulltrúa og mest sjö fulltrúa á framboðslistann. Seðlar með færri en fjórum fulltrúum teljast ógildir. Mjög áríðandi er að sjálfstæðismenn f Garðabæ nýti þetta tæki- færi til þess að hafa áhrif á uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Uppstillingarnefnd fulltrúaráðs Sjálfstaeðis- félaganna i Garðabæ. Kjördæmisþing reyk- vískra sjálfstæðismanna Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gengst fyrir kjördæmis- þingi reykvískra sjáifstæðismanna laugardaginn 22. janúar nk. Allir reykvískir sjálfstæðismenn velkomnir. Dagskrá: Hótel Saga, Átthagasalur Kl. 10.00 Þingið sett: Baldur Guðlaugsson, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Kl. 10.15 Kjördæmaskipanin. Á Reykjavík að vera fleiri en eitt kjördæmi? Málshefjandi: Böm Bjarnason, alþingismaður. Umræður. Kl. 11.30 Brýnustu viðfangsefnin á sviði borgarmála og landsmála. Fulltrúar nokkurra sjálfstæðisfélaga í Reykjavík lýsa skoð- unum sínum. 1. Þorsteinn Davíðsson, formaður Heimdallar. 2. Anna Kristjánsdóttir, formaður Hvatar. 3. Andrés Andrésson, Félagi sjálfstæðismanna í Grafar- vogshverfi. 4. Brynhildur Andersen, formaður Félags sjálfstæðis- manna í Vestur- og Miðbæjarhverfi. 5. Kristján Guðmundsson, formaður Óðins. 6. Ólafur Klemensson, formaður Varðar. Kl. 12.15 Hádegishlé. Kl. 13.00 Léttur hádegisverður. Kl. 13-15 Borgarmál. a) Frambjóðendur í prófkjöri til borgarstjórnar flytja stutt ávörp. b) Fyrirspurnir til frambjóðenda og almennar borgarmála- umræður. Kl. 15.00 Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þingforseti: Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. Valhöll Kl. 19.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna á öllum stigum hefjast 17. janúar. Innritað verður á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 103, fimmtudaginn 13. janúar kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705 kl. 11.30-13.00 eða kl. 17.00-19.00. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun lýkur í þessari viku. Vornámskeiðið hefst mánudaginn 17. janúar nk. kl. 18.00. Námskeiðið er um 130 kennslustundir. Þátttökugjald er kr. 22.000. Við innritun greiðast kr. 12.000. Námskeiðinu lýkur í byrjun mars. Öllum er heimil þátttaka. Upplýsingar í síma 13194. Skólameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.