Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
Mahartshi Mthesh Yagi
MEÐ INNHVERFRIÍHUGUN
Kynrting á innhverfri fhugun I kvöld
fimmtudag, kl. 20.30 á Suðurlandsbraut 48,
2. hæð (Ijósblátt hús við Faxafen, Tékk-
kristall á jarðhæð). Aðgangurókeypis.
Loðdýrarækt, fiskeldis-
ævintýri, frystitogaraæði
ISLENSKA IHUGUNARFELAGIÐ SIM116662
SKALLA-GRÍMUR??
„Sælir. Grímur heiti ég. Sumir kxrn sig kolióttn itm hárlos. Þcir um pnð.
Mérfirinst pnð ömurlegt. Rcyndi nlls konnr vökvn og vítnmín. Hnfði ckkert
nð scgjn. Ég cr ckki hégómlegri en gengur og gerist. Þcttn bnrn slær mig út
nf Inginu. Spurning ttm sjálfsönjggi. Þnð cr nllt og sumt."
ÞU FÆRÐ:
© Hárið þitt aftur
© Ábyrgðarskírteini
(ævilöng ábyrgð)
© Ókeypis ráðgjöf
Upplýsingar í
síma 628748
HARGRÆÐSLA
REGENCY CROWN
„„ , ■ ,, Hair Loss Advisory Clinic
Síðnr: „Jxjn. Hvermg list l/kkui n. Ensk hárgræðslustofa í fremstu röð
JÚjÚ, pettn cr mitt eigið lltír. sem býður íslendingum
Vex ævilangt. Knnnski pú ættir nð prófn?" uppa Það allra besta
eftir Örn Pálsson
Gegnum aldirnar hefur eitt
helsta vopn Islendinga við óáran
verið bjartsýnin. Oftsinnis hefur
hún dugað okkur, en stundum
hefur hún snúist í höndum okkar
og leitt af sér skyndilausnir sem
öllu eiga að bjarga samanber loð-
dýra- og fiskeldisævintýri.
íslenska þjóðin hefur á undan-
förnum misserum glímt við sam-
drátt í efnahagslífi sínu. Sjávarút-
vegurinn sem allt snýst um hefur
ekki gengið sem skyldi og í kjölfar
þess fylgir minni kaupmáttur og
nú einnig atvinnuleysi.
Aldarfjórðungur er liðinn síðan
íslendingar fengu að kenna á
miklu atvinnuleysi. Fjöldinn allur
veit því ekki hvað atvinnuleysi er,
meðal annarra sá er þessar línur
ritar, ef undan er skilin umfjöllun
í fjölmiðlum. Sammerkt hjá þeim
er hafa misst atvinnu sína og feng-
ist hafa til að tjá sig opinberlega
um afleiðingar þess, er að atvinnu-
leysi er vágestur sem brýtur niður
bjartsýni þolandans. Alvarleiki
málsins er því afar mikill.
Kreppan?
Að undanförnu hefur nokkuð
verið deilt um hvort hér væri skoll-
in á kreppa eða hvort allt krepput-
S E R H Æ F T
s KRIFSTOFUTÆKNINÁM
HNITMIÐAÐRA
ÓDÝRARA
VANDAÐRA
STYTTRI NÁMSTÍMI
Verð á námskeið
m/afslætti
er 3.965,-krónur
á mánuði!*
KENNSLUGREINAR:
- Windows gluggakerfl
- Word ritvinnsla íyrir Windows
- Excel töflureiknir
- Áætlanagerð
- Tölvuíjarskipti
- Umbrotstækni
- Teikning og auglýsingar
- Bókfærsla - o.fl.
Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst
nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla
er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu.
Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu.
Engrar undirbúningsmenntunar er kraflst.
Innritun er hafin,
Hringdu og fáðu sendan bækling
eða kíktu til okkar í kaffi.
• /|
Tölvuskóli Reykiavíkur
BORGflRTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK, sími 616699, fax 616696
•Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganír), vextlr eru ekkl innlfaldfr.
al sé einungis „heimatilbúin, póli-
tísk framleiðsla ráðamanna þjóð-
arinnar“, eins og leiðarahöfundur
DV kemst að orði 2. desember sl.
Því til staðfestingar er bent á að
verðmæti sjávarafla upp úr sjó
hafi aukist um hálfan milljarð á
fyrstu tíu mánuðum þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra. Ég
veit að ritstjórinn er ekki einn um
þessa skoðun. Fjölmargir líta ein-
göngu til verðmæta upp úr sjó.
Með þeim er hins vegar aðeins
hálf sagan sögð.
Það er staðreynd að ekki er allt
fengið með því að taka sem mest
úr auðlindinni okkar. Það verður
að reikna dæmið til enda, m.a.
hvað það kostar að ná aflanum,
hvort aflinn skili sér til vinnslu í
landi, hvaða verð fæst fyrir afurð-
imar og hver verði þróun markaðs-
mála, þ.e. alla þá þætti sem varða
okkar þjóðarhag. Ég fullyrði að
miðað við fískgengd á hefðbund-
inni veiðislóð í dag, hefur kostnað-
ur við að ná í aflann aukist veru-
lega á milli ára. Þar við bætist að
verð afurða hefur ekki hækkað,
þrátt fyrir tvær gengisfellingar. Á
það einkum við um afurðir frá
frystitogurum. Verður að telja það
sérstakt áhyggjuefni, þar sem sí-
fellt meira af aflanum er dreginn
úr sjó af verksmiðjuskipum sem
streymt hafa á Islandsmið í tuga
tali undanfarin misseri.
Frystitogaraæðið
Lítið hefur verið velt upp nei-
kvæðu hliðunum á verksmiðju-
skipavæðingunni. Flestir baða sig
í dýrðarljómanum, því víst eru
skipin glæsileg frá Norðmönnum.
Sá dýrðarljómi leikur hins vegar
ekki um fiskverkafólkið, sem
ávallt hefur verið reiðubúið hve-
nær sólarhringsins sem er að
bjarga verðmætum. Það missir
atvinnu sína, þar sem hið nýja
skip kemur ekki með neinn afla
til vinnslu í landi. Stóra skipið er
ekki lengur hinn öruggi hráefnis-
gjafi. Vinnustaðurinn, nýlega
frystihúsið, sem komið var upp
með ómældu erfiði og bæjarfélag-
ið er í ábyrgð fyrir, þar er engin
starfsemi lengur.
Mörg þessara verksmiðjuskipa
hafa verið fjármögnuð með fyrir-
greiðslu frá Norðmönnum, sem
þannig hafa keypt sér aðgang að
fískimiðum okkar. Það jafnvel
haft inni í kaupsamningum að
veiði skipin „á Svalbarðasvæðinu
eða öðrum svæðum sem almennt
heyra undir meinta norska efna-
hagslögsögu, á svæðum sem ekki
hefur verið úthlutað öðrum ríkj-
um“ (Mbl. 8. 9. ’93), hækki lánin
sem nemi niðurgreiðslum sem
norska ríkið greiddi við smíði
skipsins. Þar eru nefndar tölur
allt að 135 milljónum á hvert skip.
Að mati hæfustu manna hefur
sú þróun orðið með tilkomu hinna
nýju verksmiðjuskipa að 4 til 6
af hveijum tíu fiskum (annar hver
„Stóra skipið er ekki
leng-ur hinn öruggi hrá-
efnisgjafi. Vinnustað-
urinn, nýlega frystihús-
ið, sem komið var upp
með ómældu erfiði og
bæjarfélagið er í
ábyrgð fyrir, þar er
engin starfsemi leng-
ur.“
fiskur) sem komið er með að landi
fara beinustu leið til erlendra
lánardrottna, sem urðu til við
smíði skipsins, í stað þess að skila
sér inn í íslenska þjóðarbúið.
Norska ríkið fækkar þeim sem eru
atvinnulausir í skipasmíðaiðnaði,
en íslenska ríkið tekur upp budd-
una og greiðir til atvinnulausra
hér. Norðmenn ná betri fótfestu
varðandi skipasmíðaiðnaðinn, en
hann leggst af hér og í kjölfarið
hirða þeir endanlega af okkur allt
viðhald á skipunum. Rándýr tæki
til skipasmíðaiðnaðar, tækni og
þekking manna nýtist ekki lengur
á íslandi. Þá verður Landsvirkjun
af ómældum tekjum þar sem aflinn
er nú hráunninn úti á sjó og hrá-
efni til orkuframleiðslu keypt er-
lendis frá.
Atvinnuleysi er böl
Það er alveg dæmalaust þegar
reynt er að fela offjárfestingu í
sjávarútvegi með því að snúa
umræðunni að smábátunum og þá
sérstaklega krókabátum, þannig
að fólk fer jafnvel að trúa því að
rót vandans verði rakin til þeirra.
Frystitogarar, þar er engin offjár-
festing, þeir eru „langsamlega
arðbærastir allra þátta sjávarút-
vegs“ (DV 2. 12. ’93). Lítið er
gert úr sjónarmiðum smábátaeig-
enda um að á bakvið hvert starf
í smábát eru 40 tonn, en á bakvið
hvert starf á togara eru 192 tonn,
m.ö.o. það þarf fímm sinnum meiri
afla hjá togurum til að skapa sjó-
manninum starf en hjá smábátum
(Útvegur 1992). Sjónarmið smá-
bátaeigenda er oftsinnis afgreitt á
eftirfarandi hátt: „Ekki er heldur
rétt, að skynsamlegt sé að miða
ráðstafanir í efnahagsmálum við
sem mestan fjölda starfa af völd-
um hverrar ráðstöfunar. Eina
skynsamlega viðmiðunin er sem
mest arðsemi vinnu og fjármagns,
því að hún ein getur staðið undir
vexti efnahagslífs. Meðal annars
er haldið fram, að efla beri smá-
báta á kostnað stærri skipa, því
að hinir fyrri veiti fleiri störf á
hver þúsund tonn. Það sem raun-
verulega er verið að segja með
þessu, er að arðsemi vinnu um
borð í smábátum sé minni en arð-
semi vinnu í stórum skipum" (leið-
ari DV).
Ábyrgð þeirra aðila er þannig
rita 2. desember 1993 er mikil.
ll T S \ L A Dl H E F S T Á Itl 0 II f, II N