Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 l- „Búum unga fólkið betur undir lífið“ Tízkuskóli Johns Casablancas að hefja starf- semi sína á Islandi fyrstu Evrópulanda TIZKUSKOLI Johns Casablancas hefur starfsemi sína í Reykja- vík nú um miðjan janúarmánuð. Þetta er í fyrsta sinn, sem skóli tengdur honum er stofnsettur utan Bandaríkjanna. Það er Kol- brún Aðalsteinsdóttir, eigandi Módelmyndar, sem hefur fengið leyfi til skólahaldsins, en hún var við þjálfun í Bandaríkjunum yfir hátíðirnar. Hún segir að skóli af þessu tagi geri hvort tveggja í senn, að búa nemendur vel undir lífið og þjálfa fólk til sýningar- starfa. Jafnframt tryggi sambandið við John Casablancas öryggi og velferð þeirra stúlkna, sem fara héðan til að reyna fyrir sér í tízkuheiminum ytra. Morgunblaðið/Þorkell Kennararnir við skólann, þau Guðrún Olafsdóttir, Róbert Róberts- son, Eydís Eyjólfsdóttir, Hólmgeir Hólmgeirsson og Elín Guð- mundsdóttir. Skólastjórinn, Kolbrún Aðalsteinsdóttir, var erlendis er myndin var tekin. „íslendingar hafa sótzt eftir þessum heiðri, en ekki fengið fyrr en nú,“ segir Kolbrún Aðalsteins- dóttir. „Það er meðal annars vegna þess að kennarar þurfa mikla reynslu og þjálfun til að standast þær kröfur, sem gerðar eru. Ég fór til Bandaríkjanna í september síðastliðnum og fór þá í gegnum strangt „prógramm“, eins konar stöðupróf, og að því loknu fékk ég umboð fyrir skólann, en mestu máli skiptir líklega að við höfum náð mjög góðum árangri með fyrirtæki mitt, Módelmynd, á síð- ustu árum. Starfsemin hjá okkur hefst 16. janúar næstkomandi en innritun er þegar hafin.“ Engin glansímynd „Þessi skóli er engin glansímynd, þó John Casablancas eigj Elite, sem er ein af stærstu umboðsskrifstofum veraldar fyrir sýningarstúlkur og sé meðal annars með Lindu Evangelista og Cindy Crawford á sínum snærum. Ég hef rekið tízkuskólann Módelmynd hér á landi í átta ár og hefur þjálfun í honum og skóla Johns Casablancas verið með svipaðri forskrift. John Casa- blancas-skólinn var stofnaður árið 1980 og er orðinn einn stærsti og virtasti módelskóli veraldar. Þar eru menn lítið gefnir fyrir prímadonnustæla og þau módei sem eru stór upp á sig eru einfaldlega látin fara, svo sem Naomi Campbell. Við leggjum ekki heldur áherzlu á glansímyndina, heldur á að bæta sjálfstraust nemendanna og öryggi þeirra í framkomu, líkamlega tjáningu og ýmsa þætti er þessu tengjast. Mér fínnast íslendingar vera svolítið aftarlega í þessum málum. Það er töluverð óregla á ungling- um og hið almenna skólakerfi hef- ur ekki náð að sinna þessum þætti kennslu og uppeldis. Þar er al- gengt að börnum sé refsað eins og fullorðin séu og það getur tæp- ast talizt góð aðferð. Þess vegna, meðal annars, eru íslendingar að jafnaði óframfærnir. Foreldrar barnanna geta lítið verið heima vegna mikils álags við vinnu og lyklabörnunum fjölgar. John Casa- blancas-skólinn byggir fólk upp, en það ætti skólakerfið auðvitað að gera, en til þess virðist ekki gefast tími. Við munum meðal annars taka á feimni og ófram- færni og öðrum annmörkum á framkomu barna og unglinga. Ég hef verið töluvert með unglinga af Dalbraut og frá Félagsmála- stofnun, sem hafa átt erfitt upp- dráttar. Við höfum verið að þjálfa þá í því að þekkja sjálfa sig og byggja upp sjálfstraust þeirra og sjálfstæði. Það hefur gengið vel og ánægjulegt hefur verið að fá símtöl eftir á frá foreldrum og forráðamönnum, sem segja að vel hafi til tekizt. Einelti er því miður sorglega algengt á íslandi, en börn sem verða fyrir því missa oft sjálfstraustið. I skólanum okkar byggjum við börn og unglinga upp og fullorðið fólk sömuleiðis til að það geti betur tekizt á við tilver- una og verkefni sín en áður. Þetta er svo lærdómur, sem gott er að byggja á, og taka með sér út í heim, ef leiðin liggur þangað. Með skólanum opnum við einmitt leið fyrir ungar stúlkur og drengi til útlanda, einkum Bandaríkjanna, . og með samstarfinu við John Casa- blancas er komin sú brú milli land- anna sem alltaf hefur vantað fyrir ungt sýningarfólk. Hér á landi er mikið af fallegu fólki, en sýningar- fólk þarf að byija snemma að þjálfa sig og byggja upp mynd- amöppur. Venjan er sú að ungar stúlkur byija í Mílanó og þar hafa stúlkur frá okkur náð langt. Þær hafa fengið góðan undirbúning og vita að þeim er treyst, en það er mikilvægt að svo sé og komið fram við þær eins og vini. Menntun er nauðsynleg. Fyrirsæta, herramód- el eða stelpumódel, getur ekki verið óörugg. Undirstaðan verður að vera góð og ekki gengur að tala íslenzku í útlöndum. Afengi og eiturlyf, óhollt mataræði og óreglulegur svefn hefur allt slæm áhrif og markar fólk. Bryddað upp á nýjungum Módelmynd hefur verið braut- ryðjandi í þjálfun fólks til sýningarstarfa og meðal annars sést, þegar farið er yfir auglýsingar í Morgunblaðinu, að aðrir tízkuskólar hafa tekið upp hugmyndir okkar um þjálfun og námsefni. Ég hef verið dugleg við að ferðast og kynna mér hvað er helzt að gerast í heiminum og fyrir vikið rutt brautina. Meðal nýjunga, sem við höfum bryddað upp á, má nefna sjálfsvörn fyrir ungar stúlkur, en eins og þjóðfélagið er orðið í dag, en öllum ljós þörfín á því að geta varið sig. Fyrir liggur að nauðgarar velja fórnarlömb sín í nær öllum tilfellum ef þau eru greinilega óörugg í fasi eða framkomu. Þess Cindy Crawford, ein þekktasta fyrirsæta heims, er hjá Elite, sem er í eigu Johns Casablancas. vegna fórum við með stúlkumar okkar í þjálfun í Gallerí Sport. Þar var þeim kennt að veija sig, en miklu máli skiptir einnig að fyrirbyggja mögulega árás með þjálfun í _ sjálfsöryggi og framkomu. Á sama hátt skiptir sjálfsöryggi miklu máli, þegar sótt er um vinnu eða komið fram til dæmi fyrir hönd fyrirtækis eða vinnuveitanda. Skólinn er fyrir börn frá fjög- urra ára aldri og upp úr, fullorðna fólkið líka. Kennarar eru af báðum kynjum, sem er mikilvægt fyrir herrana, og börnunum eru kennd undirstöðuatriðin í framkomu og góðum siðum. Þeim er kennt að leggja á borð og sitja til borðs, þeim er kennt að hugsa vel um fötin sín og vera vel til fara, kennt að vanda mataræði, þaú eru vöruð við notkun áfengis og eiturlyfja, sjálfstraustið er byggt upp og svo framvegis. Þá er nemendum gerð grein fyrir rétti sínum í sýningar- heiminum, en til dæmis eru nekt- armyndatökur bannaðar fyrr en stúlkur hafa náð 16 ára aldri. Þá má nefna kennslu í að rata eftir korti og sölumennsku, en hvort tveggja kemur sér vel fyrir fólk, bæði í ferðalögum og atvinnulíf- inu. Að náminu loknu eru nemend- urnir síðan betur undir lífið búnir en áður, hvort sem þeir leggja sýningarstörf fyrir sig eða ekki. Börn og unglingar geta náð langt. En til að ná árangri þarf fólk að sýna hvert öðru samstöðu og styrkja hvert annað. Við erum öll manneskjur með mismunandi hæfileika, sem oft þarf að laða fram og efla. Við þurfum að hugsa vel um líkama okkar. Hver vill ekki líta vel út, ganga rétt og bera sig vel? Nemendur fá aðstoð við hárgreiðslu og förðun og geta látið sér líða vel í staðinn fyrir Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel. Námskeið sem gefur þér meira fyrir minna. Höfum kennt á Excel frá árinu 1986. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar tiy Grensásvegi 16 * stofnuð 1. mars 1986 (£) Forsvarsmenn skipasmíðafyrirtækja segja aðgerðir of seint á ferð Þegar komið á hnén - segir Sævar Birgisson, forstjóri skipasmíðastövar Marsellíusar FORSVARSMENN Skipasmíðastöðvar Marsellíusar á ísafirði, Skipa- lyftunnar í Vestmannaeyjum, Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri og Þorgeirs og Ellerts á Akranesi eru sammála um að tillögur Sig- hvats Björgvinssonar, iðnaðarráðherra, til að jafna samkeppnisstöðu greinarinnar séu spor í rétta átt þó þær séu of seint á ferðinni. Haraldur L. Haraldsson, forstjóri Þorgeirs og Ellerts á Akranesi segir að vandi skipasmíðastöðvanna leysist ekki með þessum tillög- um, því eftir standi gríðarlegur fjárhagsvandi fyrirtækjanna. Sig- hvatur mun á föstudag leggja til við ríkisstjórnina að teknar verði upp 13% niðurgreiðslur á skipaviðgerðir innanlands og jöfnunartoll- ar á skip smíðuð erlendis. Skoðanei eru hins vegar skiptar um hvor beri að taka upp niðurgreiðslur eða tolla. Eitt skip er nú í smíðum hér á landi hjá Þorgeir og Eggert. Það er Þróunarsamvinnustofnun íslands sem er að láta smíða það og lýkur verkinu lok þessa mánaðar. Skipið, sem er 22,5 metrar á lengd, verður síðan sent til Grænhöfðaeyja. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 80 manns og segir Haraldur að þokka- legar horfur séu með verkefni fram- undan. Hann segist vona að tillögur iðnaðarráðherra muni auka hlut- deild skipasmíðastöðva hér á landi í verkefnum sem skapast. Lagt er til að niðurgreiðslurnar nái til viðgerða sem kosta meira en 10 milljónir króna, en slíkar við- gerðir og breytingar fara nú að mestu leyti fram erlendis. Haraldur segir að sjaldgæft sé að svo stór verkefni fáist hér. Hann segir að ársvelta greinarinnar í heild séu tveir milljarðar, og til samaburðar mætti geta þess að frystitogarinn Guðbjörg, sem er í smíðum í Nor- egi kosti um 1,3 milljarð. Mörg fyrirtæki þegar farin á hausinn Gunnlaugur Axeisson, fram- kvæmdastjóri Skipalyftunnar segir að tillögurnar miðist fyrst og fremst að því að keppa við erlend fyrir- tæki. Hann segir að helsti galli aðgerðanna sé að þau fyrirtæki sem þegar eru farin á hausinn, en hafa ekki verið lýst gjaldþrota opinber- lega, komi nú aftur inn á markaðinn á fullum krafti og þetta geti leitt til undirboða. Hann er svartsýnn á framhaldið ef ekki komi til neinar sértækar aðgerðir á fljótlega og seg- ir að í vor verði þá aðeins 3-4 fyrir- tæki eftir í skipaiðnaði. Hjá Skipalyftunni vinna 58 manns og segir Gunnlaugur að verkefnastaðan hafi verið þokkaleg, en ekki sé mikið frartiundan. Fyrir- tækið vann á síðasta tvö verk fyrir 70-80 milljónir hvort sem þeir fengu eftir útboð. „Vandamálið er að verkefnin eru verðlögð of iágt og því er afkoma svo margra fyrir- tækja í greininni léleg,“ segir hann. Tollar íþyngja útgerðinni Guðmundur Tulinius, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda, segir að til þessara aðgerða hefði þurft að grípa mun fyrr, jafn- vel upp úr 1980. „Því miður er greinin þegar hrunin, með einstaka undantekningum,“ segir hann. „Þessar tillögur eru góðar tii að jafna samkeppnisstöðuna," segir hann. „En til þess að geta nýtt sér þessa samkeppnisjöfnun verða fyri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.