Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 . Morgunbiaðið/Þorkell ' Hafsteinn Hafsteinsson afhendir Jim Sills undirofursta, yfirmanni Frá vinstrn Michael D. Haskins flotaforingi, Robert J. Gmyrek ofursti, áhafnirnar, Hafsteinn Haf- flugbjörgiinarsveitarinnar, viðurkenningarnar. steinsson forsljóri, Gunnar Felixson fulltrúi Björgunarfélagsins, og Helgi Hallvarðsson skipherra. Áhafnir björgunarþyrlnanna heiðraðar ÁHAFNIR tveggja Sikorsky HH-60G þyrlna vamarliðs- ins, sem björguðu sex skipveijum af Goðanum sl. mánu- dag, tóku á móti viðurkenningu frá Landhelgisgæslunni i gærdag. Það var Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Land- helgisgæslunnar sem heiðraði mennina tíu. Viðstaddir vom auk áhafna, Michael D. Haskins flotaforingi, yfir- maður varaarliðsins, Robert J. Gmyrek ofursti, Helgi Hallvarðsson skipherra og Gunnar Felixson sem þakkaði mönnunum fyrir hönd Björgunarfélagsins, eiganda Goð- ans. Michael D. Haskins hóf athöfnina á að lesa bréf frá utan- ríkisráðherra, Jóni B. Hannibalssyni. í því voru m.a. þakkir og hjartanlegar kveðjur til björgunarmannanna tíu. Einnig var lesið skeyti frá slysavamadeildinni Þorbimi í Grindavík með hamingjuóskum fyrir hið frækilega björgunarafrek. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti áhöfnum þyrlnanna tveggja viðurkenningarskjöl og bar þeim kveðjur og þakklæti skipstjóra Goðans, Kristjáns Sveinsson- hugrekki. Loks flutti Gunnar Felixson þakkir Björgunarfé- lagsins, eiganda Goðans. | I \ VEÐUR Samkomulag um Sólheima staðfest VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl vsður Akureyri 3 slydda Reykjsvlk 4 alskýjað Bergen 3 slydda Helsinki +5 fskorn Kaupmannahöfn 3 þokumóða Narssarssuaq +6 skýjað Nuuk +8 heiðskírt Ósló +3 snjókoma Stokkhólmur 2 súld Þórshöfn 4 skúr Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 rigningogsúld Barcelona 16 háffskýjað Berlín 6 skýjað Chicago +3 frostúði Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 7 skýjað Glasgow 6 skúr Hamborg 7 skýjað London 12 rigning Los Angeles 8 heiðskirt Lúxemborg 5 súld Madríd vantar Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal +17 léttskýjað NewYork 1 alskýjað Orlando 18 skýjað Parls 11 alskýjað Madeira 17 skýjað Róm 16 léttskýjað Vín 9 léttskýjað Washlngton 2 rignlng Winnipeg +23 skýjað Rekstur tryggður í ár - segir framkvæmdastjóri Sólheima SAMKOMULAG náðist um veigamikil efnisatriði í Sólheimadeijunni í gær á fundi nefndar á vegum fulltrúaráðs Sólheima, biskups íslands og fulltrúa félagsmálaráðherra. Samkomulagið byggist að stærstum hluta á þeim tillögum sem félagsmálaráðherra hafði lagt fram til lausn- ar deilunni og samþykkt fullrúaráðsins fyrir helgi þar sem samnings- vilji var staðfestur. „Með þessu samkomulagi er rekstur Sólheima á þessu ári tryggður miðað við óbreytta þjónustustarfsemi, og það var markmið okkar. Þetta er málamiðlun tveggja aðila sem hafa átt í ágreiningi, og af okkar hálfu er þetta vel ásættanlegt," segir Halldór Kr. Júlíusson, framkvæmdastjóri Sólheima. Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segir að komið hafi verið til móts við sjón- armið fulltrúa Sólheima, að því leyti að ráðuneytið sé tilbúið að endur- skoða rekstrarframlög 1994 þegar ársreikningar liggja fyrir, en sam- komulagið sé annars að miklu leyti í anda sáttatillagna ráðherra. Bragi kveðst telja engar líkur á að núver- andi rekstrarframlag til Sólheima hækki þegar ársreikningar og nið- urstöður Ríkisendurskoðunar liggja fyrir í apríl, þar sem hann sé sann- færður um að tillögur ráðuneytisins séu vei undirbyggðar og rökstuddar. Ríkisendurskoðun skoðar kostnað rekstrarþátta Sólheima og hvemig þeir skuli metnir í rekstrarframlagi ársins 1994, og eigi niðurstaða að liggja fyrir eigi síðar en 15. apríl nk. Þeir þættir sem skoða á eru afgjald, samanber niðurstöðu afgjaldanefnd- ar, en afgjaldið er n.k. leiga fyrir afnot af húsnæði Sólheima, og annar kostnaður því tengdur; laun til fatl- aðra íbúa vegna atvinnu þeirra; breytingar á launum starfsfólks vegna samræmingar við ríkisreknar stofnanir; matarkostnaður og útgjöld vegna aksturs. Samkomulagið gerir ráð fyrir að haldið verði óbreyttri þjónustustarfsemi á Sólheimum þannig að öryggi og velferð íbúa sé tryggt. Samkomulagið um Sólheima gerir ráð fyrir að framkvæmt verði al- mennt mat á þjónustuþörf fatlaðra sem fjárveitingar til Sólheima grund- vallist á í framtíðinni, og þegar slíkt mat liggi fyrir verði gengið frá þjón- ' ustusamningi við Sólheima er taki gildi frá og með 1. janúar 1995. Þegar niðurstöður ársreikninga liggja fyrir hyggjast aðilar meta sam- eiginlega hvort endurskoða þurfi framlag til reksturs Sólheima fyrir árið 1994. Gert er ráð fyrir að Ríkis- endurskoðun verði beðin um að skoða sérstaklega kostnað ákveðinna Greiðslur til foreldra Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á annað hundrað ósk- ir eftir eyðublöðum BERGUR Felixsson framkvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að fyrir- spumir hafi dunið yfir frá foreldmm barna á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjögurra ára, sem koma til með að eiga rétt á greiðslum frá borginni. Gildir það um börn þeirra foreldra sem ekki nýta leik- skóla á vegum borgarinnar eða aðra þjónustu sem styrkt er af borginni. „Þetta verkefni barst okkur rétt fyrir hátíðarnar og er verið að prenta umsóknareyðublöðin," sagði hann. „Það hafa á annað hundrað manns óskað eftir að fá eyðublöðin send til sín og við eigum von á fleirum. Við reiknuðum með að þetta geta orðið fimra hundruð manns sem eiga rétt á þessum greiðlsum." Eyðublöðin verða að hafa borist Dagvist barna í fyrstu viku aprílmán- aðar næstkomandi. Enn er óljóst hvernig fer með skatta af þessum greiðslum og sagði Bergur að verið væri að ræða við skattayfirvöld um með hvaða hætti það yrði framkvæmt. I 1 s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.