Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
.
Morgunbiaðið/Þorkell ' Hafsteinn Hafsteinsson afhendir Jim Sills undirofursta, yfirmanni
Frá vinstrn Michael D. Haskins flotaforingi, Robert J. Gmyrek ofursti, áhafnirnar, Hafsteinn Haf- flugbjörgiinarsveitarinnar, viðurkenningarnar.
steinsson forsljóri, Gunnar Felixson fulltrúi Björgunarfélagsins, og Helgi Hallvarðsson skipherra.
Áhafnir björgunarþyrlnanna heiðraðar
ÁHAFNIR tveggja Sikorsky HH-60G þyrlna vamarliðs-
ins, sem björguðu sex skipveijum af Goðanum sl. mánu-
dag, tóku á móti viðurkenningu frá Landhelgisgæslunni
i gærdag. Það var Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Land-
helgisgæslunnar sem heiðraði mennina tíu. Viðstaddir
vom auk áhafna, Michael D. Haskins flotaforingi, yfir-
maður varaarliðsins, Robert J. Gmyrek ofursti, Helgi
Hallvarðsson skipherra og Gunnar Felixson sem þakkaði
mönnunum fyrir hönd Björgunarfélagsins, eiganda Goð-
ans.
Michael D. Haskins hóf athöfnina á að lesa bréf frá utan-
ríkisráðherra, Jóni B. Hannibalssyni. í því voru m.a. þakkir
og hjartanlegar kveðjur til björgunarmannanna tíu. Einnig
var lesið skeyti frá slysavamadeildinni Þorbimi í Grindavík
með hamingjuóskum fyrir hið frækilega björgunarafrek.
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti
áhöfnum þyrlnanna tveggja viðurkenningarskjöl og bar þeim
kveðjur og þakklæti skipstjóra Goðans, Kristjáns Sveinsson-
hugrekki. Loks flutti Gunnar Felixson þakkir Björgunarfé-
lagsins, eiganda Goðans.
|
I
\
VEÐUR
Samkomulag um Sólheima staðfest
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl vsður
Akureyri 3 slydda
Reykjsvlk 4 alskýjað
Bergen 3 slydda
Helsinki +5 fskorn
Kaupmannahöfn 3 þokumóða
Narssarssuaq +6 skýjað
Nuuk +8 heiðskírt
Ósló +3 snjókoma
Stokkhólmur 2 súld
Þórshöfn 4 skúr
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 8 rigningogsúld
Barcelona 16 háffskýjað
Berlín 6 skýjað
Chicago +3 frostúði
Feneyjar 13 heiðskírt
Frankfurt 7 skýjað
Glasgow 6 skúr
Hamborg 7 skýjað
London 12 rigning
Los Angeles 8 heiðskirt
Lúxemborg 5 súld
Madríd vantar
Malaga 18 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal +17 léttskýjað
NewYork 1 alskýjað
Orlando 18 skýjað
Parls 11 alskýjað
Madeira 17 skýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín 9 léttskýjað
Washlngton 2 rignlng
Winnipeg +23 skýjað
Rekstur tryggður í ár
- segir framkvæmdastjóri Sólheima
SAMKOMULAG náðist um veigamikil efnisatriði í Sólheimadeijunni í
gær á fundi nefndar á vegum fulltrúaráðs Sólheima, biskups íslands
og fulltrúa félagsmálaráðherra. Samkomulagið byggist að stærstum
hluta á þeim tillögum sem félagsmálaráðherra hafði lagt fram til lausn-
ar deilunni og samþykkt fullrúaráðsins fyrir helgi þar sem samnings-
vilji var staðfestur. „Með þessu samkomulagi er rekstur Sólheima á
þessu ári tryggður miðað við óbreytta þjónustustarfsemi, og það var
markmið okkar. Þetta er málamiðlun tveggja aðila sem hafa átt í
ágreiningi, og af okkar hálfu er þetta vel ásættanlegt," segir Halldór
Kr. Júlíusson, framkvæmdastjóri Sólheima.
Bragi Guðbrandsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, segir að
komið hafi verið til móts við sjón-
armið fulltrúa Sólheima, að því leyti
að ráðuneytið sé tilbúið að endur-
skoða rekstrarframlög 1994 þegar
ársreikningar liggja fyrir, en sam-
komulagið sé annars að miklu leyti
í anda sáttatillagna ráðherra. Bragi
kveðst telja engar líkur á að núver-
andi rekstrarframlag til Sólheima
hækki þegar ársreikningar og nið-
urstöður Ríkisendurskoðunar liggja
fyrir í apríl, þar sem hann sé sann-
færður um að tillögur ráðuneytisins
séu vei undirbyggðar og rökstuddar.
Ríkisendurskoðun skoðar
kostnað
rekstrarþátta Sólheima og hvemig
þeir skuli metnir í rekstrarframlagi
ársins 1994, og eigi niðurstaða að
liggja fyrir eigi síðar en 15. apríl nk.
Þeir þættir sem skoða á eru afgjald,
samanber niðurstöðu afgjaldanefnd-
ar, en afgjaldið er n.k. leiga fyrir
afnot af húsnæði Sólheima, og annar
kostnaður því tengdur; laun til fatl-
aðra íbúa vegna atvinnu þeirra;
breytingar á launum starfsfólks
vegna samræmingar við ríkisreknar
stofnanir; matarkostnaður og útgjöld
vegna aksturs. Samkomulagið gerir
ráð fyrir að haldið verði óbreyttri
þjónustustarfsemi á Sólheimum
þannig að öryggi og velferð íbúa sé
tryggt.
Samkomulagið um Sólheima gerir
ráð fyrir að framkvæmt verði al-
mennt mat á þjónustuþörf fatlaðra
sem fjárveitingar til Sólheima grund-
vallist á í framtíðinni, og þegar slíkt
mat liggi fyrir verði gengið frá þjón- '
ustusamningi við Sólheima er taki
gildi frá og með 1. janúar 1995.
Þegar niðurstöður ársreikninga
liggja fyrir hyggjast aðilar meta sam-
eiginlega hvort endurskoða þurfi
framlag til reksturs Sólheima fyrir
árið 1994. Gert er ráð fyrir að Ríkis-
endurskoðun verði beðin um að skoða
sérstaklega kostnað ákveðinna
Greiðslur til foreldra
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu verður framvegis varð-
veitt í upplýsingasafni þess.
Morgunblaðið áskilur sér rétt til
að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á
annan hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingar teljast
samþykkja þetta, ef ekki fylgir
fyrirvari hér að lútandi.
Á annað hundrað ósk-
ir eftir eyðublöðum
BERGUR Felixsson framkvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að fyrir-
spumir hafi dunið yfir frá foreldmm barna á aldrinum tveggja og
hálfs árs til fjögurra ára, sem koma til með að eiga rétt á greiðslum
frá borginni. Gildir það um börn þeirra foreldra sem ekki nýta leik-
skóla á vegum borgarinnar eða aðra þjónustu sem styrkt er af borginni.
„Þetta verkefni barst okkur rétt
fyrir hátíðarnar og er verið að prenta
umsóknareyðublöðin," sagði hann.
„Það hafa á annað hundrað manns
óskað eftir að fá eyðublöðin send til
sín og við eigum von á fleirum. Við
reiknuðum með að þetta geta orðið
fimra hundruð manns sem eiga rétt
á þessum greiðlsum."
Eyðublöðin verða að hafa borist
Dagvist barna í fyrstu viku aprílmán-
aðar næstkomandi.
Enn er óljóst hvernig fer með
skatta af þessum greiðslum og sagði
Bergur að verið væri að ræða við
skattayfirvöld um með hvaða hætti
það yrði framkvæmt.
I
1
s