Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 ERLENT INNLENT Borgar- stjóraskipti í Reykjavík Árni Sigfússon borgarfulltrúi tók við embætti borgarstjóra Reykjavíkur á borgarstjómar- fundi _ á fimmtudag. Jafnframt mun Árni Sigfússon leiða D-lista sjálfstæðismanna við borgar- stjómarkosningamar í vor. Markús Öm Antonsson, fyrrum borgarstjóri, tilkynnti á mánudag þá ákvörðun sína að víkja úr borgarstjórastólnum og oddvita- sæti D-listans. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var samþykktur á fundi fulltrúar- áðs á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún í framboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður tilkynnti á mánu- dag að hún gæfi kost á sér í 8. sæti á sameiginlegum framboðs- lista minnihlutaflokkanna og verða borgarstjóraefni R-listans. Stærsti þorskárgangur í 8 ár Togararall Hafrannsókna- stofnunar gefur vísbendingu um að þorskárgangurinn frá því í fyrra sé sá stærsti sem komið hefur undanfarin átta ár. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun ekkert hafa komið fram í togararallinu sem gefur tilefni til breytinga á veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar varðandi þorskinn. Fleiri krabbameinstilfelli í skýrslu Norrænu fram- kvæmdanefndarinnar gegn krabbameini er því spáð að krabbameinstilfellum fyölgi hér á ERLENT Brundtland Norðmenn sömdu um ESB-aðild NORÐMENN hafa náð samning- um um aðild að Evrópusamband- inú og eru norsk stjómvöld mjög ánægð með þá. Segja þau, að með þeim hafi tekist að tryggja hagsmuni Norðmanna í landbún- aðar- og byggðamálum og í sjáv- arútvegsmálum, sem verið hafa mesta deiluefnið. Segja þau, að afli ESB-skipa við Noreg muni ekki aukast hlutfallslega og Norðmenn munu hafa full yfírráð yfír miðunum fyrir norðan 62. breiddarbaug fram til 1998. Fá Norðmenn fullan markaðsað- gang strax fyrir sjávarafurðir en fyrstu íjögur árin getur ESB tak- markað innflutning á ákveðnum físktegundum, laxi, síid, rækju, makríl o.fl. Samkvæmt skoðana- könnun er meirihluti norskra kjósenda ánægður með samning- inn en helstu samtök sjómanna eru afar óánægð og einnig and- stæðingar aðildar á þingi. landi um 76% til ársins 2010. Þessi mikla aukning er að hluta skýrð með mikilli fólksfjölgun hér á landi. Bjargað úr brennandi bíl Hjón og tvö börn þeirra voru í fólksbíl sem lenti í hörðum árekstri við vörubíl á Fagradal á þriðjudag. Slæmt skyggni var vegna snjófoks og er áreksturinn rakinn til þess. Eldur kviknaði í olíu sem rann úr vörubílnum og tókst bílstjóra hans og vegfar- anda með snarræði að bjarga hjónunum, sem sátu föst í flak- inu. Bömin sakaði ekki en hjónin vom send á sjúkrahús í Reykja- vík. Deilt um sjóflutninga Félag íslenskra stórkaupmanna hélt ráðstefnu á miðvikudag um sjóflutninga. Þar var lögð fram skýrsla frá Drewry Shipping Consultants, bresku ráðgjafa- fyrirtæki, þar sem fram kemur að flutningsgjöid séu hér mun hærri en í samkeppnislöndum. Talsmenn skipafélaganna mót- mæltu niðurstöðum skýrslunnar. Skapa þarf 22.000 störf ASÍ hélt ráðstefnu á fímmtudag um stefnumótun í atvinnu- og kjaramálum. Þar kom fram að ef takast á að útrýma atvinnu- leysi fyrir aldamót verður að skapa hér 3.000 til 3.300 ný störf á hveiju ári til aldamóta. Tap hjá Flugleiðum Aðalfundur Flugleiða var hald- inn á fímmtudag. Tap varð á rekstri félagsins 1993 og því ekki talinn grundvöllur til greiðslu arðs af hlutafé að þessu sinni. í ræðu stjómarformanns kom fram að meginverkefni fé- lagsins á þessu ári yrði að snúa taprekstri í hagnað. Atvinnuleysið rætt á iðnríkjafundi ATVINNU- og fjármálaráðherrar helstu iðnríkjanna, Sjö-ríkja-hóps- ins svokallaða, héldu fund um atvinnuleysisvandann í Detroit í Bandaríkjunum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Var það helsta niðurstaða hans, að engar töfralausnir væru til, heldur væri nauðsynlegt að grípa til veralegr- ar uppstokkunar og kerfísbreyt- inga, einkum í Evrópu. Ljóst þyk- ir nú, að jafnvel góður hagvöxtur muni ekki eyða því mikla atvinnu- leysi, sem grafíð hefur um sig í Evrópu, en hugmyndum um stór- aukin, opinber útgjöld var vísað á bug. Þess í stað var rætt um „þriðju leiðina", aukna áherslu á starfsmenntun og iðnnámsfyrir- komulagið í Evrópu og á sveigjan- leikann í Bandaríkjunum. Færeyskir togarar aftur á sjó VERKFALLI togaramanna í Færeyjum er lokið og héldu sum skipanna aftur til veiða á fímmtu- dag. Fengu þeir framgengt nokkram breytingum á kvóta í aukaafla og fyrirheit um, að kvótalögin verði endurskoðuð í ágúst nk. Þá var toguranum heimilað að selja allt að 30% afl- ans erlendis án þess að Qár- magnsstyrkir til þeirra lækkuðu. Rússar í friðarsamstarf RÚSSAR hafa í hyggju að undir- rita samning við Atlantshafs- bandalagið, NATO, um Samstarf í þágu friðar fyrir næstu mánaða- mót. Skýrði Pavel Gratsjov, varn- armálaráðherra Rússlands, frá þessu á fimmtudag en Vladimír Lúkin, formaður utanríkismála- nefndar dúmunnar, líkti áformun- um við nauðgun og Sergei Jús- henko, formaður vamarmála- nefndar, sagði, að hún hefði sam- þykkt að ganga ekki til samstarfs- ins nema sérstaða Rússlands sem kjamorkuveldis yrði viðurkennd. Mikil sljórninálaólga og flokkadrættir í Slóvakíu Valdafflm og ráörfld urðu Meciar að falli Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins i Zurich. MICHAL Kovac, forseti Slóvakíu, skipaði nýja rikisstjórn nú í vik- unni. Hann stuðlaði beint að falli rikisstjórnar Vladimirs Meciars, forsætisráðherra, með harðorðri ræðu í fyrri viku þar sem hann sakaði Meciar um pólitiska pretti og gagnrýndi hann fyrir ólýðræðis- leg vinnubrögð. Knappur meirihluti þingsins samþykkti vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina í framhaldi af því og Meciar fór frá með hótun- um og skömmum. Ráðríki og valdafíkn urðu honum að falli. Flokkur hans, Hreyfíng fyrir lýðræðislegri Slóvakíu (HZDS), vann mikinn sigur í kosn- ingunum í júní 1992. Hann vantaði aðeins tvö sæti upp á hreinan meiri- hluta á þingi þar sem 150 menn sitja og myndaði stjóm með stuðn- ingi Slóvaska þjóðarflokksins (SNP). Vaclav Klaus, forsætisráð- herra Tékka, sýndi ósveigjanleika hans í samningaviðræðunum um framtíðarsamband Tékka og Slóv- aka enga þolinmæði og Tékkósló- vakía var leyst upp í tvö ríki. Ósam- staða í HZDS og reynsluleysi ríkis- stjómar Meciars kom fljótt í ljós eftir það. Atök um forsetann Meciar var talinn geta farið öllu sínu fram þangað til hann varð undir í kjöri um forseta landsins á síðasta ári. Kosningin var haldin í lok janúar en Meciar hafði notað tímann frá stofnun Slóvakíu um áramótin til að fara inn á valdasvið forsetans og skipa til dæmis dóm- ara í trássi við þingið. Stjómarand- staðan sá ekki fram á annað en að hann myndi raða sínum mönnum í allar æðstu stöður og gera þannig valddreifíngu að engu. Fjórir flokkar buðu fram til for- seta, en þingið kýs forseta landsins leynilegri kosningu. Roman Kovac, starfsmaður alþýðusambandsins á kommúnistaárunum, var frambjóð- andi HZDS. Hann hafði ekki stuðn- ing allra flokksbræðra sinna og náði ekki kjöri. Milan Knazko, þv. utanríkisráðherra og flokksbróðir Kovac, var meðal þeirra sem studdu hann ekki. Hann furðaði sig á því daginn fyrir atkvæðagreiðsluna að flokkurinn gæti ekki tilnefnt neina nema fyrrverandi kommúnista í háttsettar stöður. Meciar var kommúnisti. Knazko studdi skoðun stjómarandstöðunnar og sagði að forsetinn þyrfti að vera yfír flokka- pólitík hafínn. Meciar fyrirgaf hon- um þetta ekki. Nýr forseti var ekki fyrr kjörinn en Meciar hótaði að segja af sér ef hann viki Knazko ekki úr starfí. Michal Kovac var kjörinn forseti um miðjan febrúar með þvi skilyrði að hann segði sig úr HZDS. Hann er efnahagssérfræðingur og starf- aði lengi í seðlabanka Tékkóslóvak- íu. Hann gekk í Kommúnistaflokk- inn 1953 en var rekinn úr honum 1970. Hann var fjármálaráðherra Slóvakíu í tvö ár eftir byltinguna 1989 og forseti sambandsþings Tékkóslóvakíu eftir kosningamar 1992 til sambandsslita Tékka og Slóvaka. Hann er nú sá stjómmála- maður sem nýtur mests trausts í Slóvakíu samkvæmt skoðanakönn- unum. Ríkisstjóm á brauðfótum Meciar þolir ekki gagnrýni. Þeir sem eru á öðru máli en hann eru svikarar. Samstarf með honum er því erfitt. Knazko stofnaði eigin þingflokk, Samband lýðræðissinna (AD), eftir að honum var vikið úr ráðherraembætti og flokksbrotum hefur fjölgað síðan, bæði úr HZDS og SNP. Mannaskipti í ríkisstjórn- inni vora tíð og oft deilur um til- nefnda menn. Nýr einkavæðingar- ráðherra var til dæmis ekki skipaðr ur eftir að Lubomir Dolgos sagði af sér í júní af því að Kovac treystiekki þeim sem Meciar stakk upp á í embættið. Ríkisstjómin gat treyst á stuðning úr SNP og Vinstri lýðræðisflokknum (SDL), gamla kommúnistaflokknum, þangað til staðan breyttist í síðustu viku þegar Peter Weiss, formaður SDL, sagði í vantraustsumræðunum að þátt- taka sín í ríkisstjóm kæmi aðeins til greina ef forsætisráðherrann héti eitthvað annað en Vladimir Meciar. Kovac sagði í ávarpi um síðustu áramót að það þyrfti að mynda stóra samsteypustjóm til að takast á við erfíðleika þjóðarinnar. Það er atvinnuleysi, verðbólga og enginn hagvöxtur. Slóvakar sneru baki við einkavæðingarkerfí Tékka þar sem allir fengu afhenta ávísun á tiltek- inn eignarhluta og kusu heldur að leita eftir erlendri fjárfestingu. En hún hefur verið lítil sem engin, m.a. vegna óorðs sem fór af ríkis- stjóm Meciars. Hann hafði sjálfur yfírumsjón með einkavæðingu í landinu og lagði til í þinginu nú í febrúar að ríkisstjómin ætti að skipa í eftirlitsstöður með einka- væðingu. En stjómarandstaðan vildi draga úr valdi hans og auka áhrif þingsins. Meciar tafði málið og að minnsta kosti þijátíu umsókn- ir skjólstæðinga hans vora af- greiddar sólarhringinn áður en þingið greiddi atkvæði um ný einka- væðingarlög. Meciar varð undir í atkvæðagreiðslunni og sór að hann myndi ekki samþykkja hana. Undirskrift Michaels Jacksons Flokkurinn hóf undirskriftasöfn- un í febrúar þar sem krafist er þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin er spurð hvort hún telji þingmenn sem segja sig úr flokki sem þeir vom kosnir á þing fyrir eigi að sitja áfram á þingi; hvort þingkosningar eigi að verða haldnar tafarlaust; hvort aðeins þeir sem geta sýnt fram á hvaðan þeir hafa peninga megi taka þátt í einkavæðingu í Slóvakíu. 420.000 undirskriftir söfnuðust á skömmum tíma en að- eins 233.000 reyndust gildar. 350.000 þarf til að þjóðaratkvæða- greiðsla verði haldin. Þúsundir und- irskriftanna reyndust ólæsilegar, ófullnægjandi eða tilbúnar, eins og til dæmis undirskrift bandarísku Reuter Josef Moravcik, nýskipaður for- sætisráðherra fímm flokka stjórnar í Slóvakíu. Þingkosning- ar verða væntanlega í septem- ber. friðarviðræður Madeline Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði að Sýrlendingar, Jórd- anir og Líbanir hefðu fallist á að hefja samningaviðræður við Israela í apríl. Ennfremur var tilkynnt í gær að ísraelsstjóm myndi senda nefnd háttsettra embættismanna á fund PLO í Túnis í dag, sunnudag, til að ræða framhald samningavið- ræðnanna um sjálfstjóm Palestínu- manna á Gaza-svæðinu og Jeríkó á Vesturbakkanum. PLO-maður í Túnis sagði við fréttaritara Reuters að ráðge væri að Yasser Arafat, leiðto PLO, og Shimon Peres, utanríki ráðherra ísraels, kæmu einnig sar an í Kaíró í dag eða á morgun. PIÁ) og samninganefndir arab þjóðanna hættu viðræðunum ef að gyðingurinn Baruch Goldste drap og særði tugi Palestínumam sem voru á bænafundi í mosku bænum Hebron á Vesturbakkanu 25. febrúar. Arabaþjóðimar vili ekki heija viðræðumar að nýju ner öryggisráðið fordæmdi fjöldamorð í poppstjömunnar Michael Jacksons. Það reyndist ekki nauðsynlegt að kanna hvort nöfn látinna væru á listunum eins og andstæðingar Meciars fullyrtu. Meciar sagði af sér fyrir hönd ríkisstjómarinnar eftir vantraustið í þinginu. Ráðherramir sögðu æðstu mönnum í ráðuneytunum upp störfum og hættu umsvifalaust. Kuvoz hafði lítinn umhugsunarfrest og skipaði Josef Moravcik, fv. utan- ríkisráðherra, forsætisráðherra. Moravcik sagði sig úr stjóm Mec- iars í febrúar eftir að hugmynd hans og Roman Kovac, þv. varafor- sætisráðherra, um samsteypustjóm án leiðtoga flokkanna fór út um þúfur. Fimm flokkar eiga aðild að nýju ríkisstjóminni. Reynt var að fínna fagmenn í öll ráðherraemb- ætti. Formenn flokkanna eiga ekki sæti í henni. Kosningar verða væntanlega haldnar í lok september. Meciar mun varla hafa hljótt um sig þang- að til. Hann hótaði að leysa frá skjóðunni um Kovac forseta ef hann bolaði sér frá. Stóryrði reyndust honum vel í síðustu kosningum og það gæti endurtekið sig í haust. Öryggisráð SÞ fordæmir drápin í Hebron Arabar fallast á Samcinuðu þjóðunum, Túnis. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna fordæmdi á föstudagskvöld morð g gyðings á um 30 Palestínumönnum 0g Bandaríkjastjóm tílkynnti skömmu síðar að þrjár arabaþjóðir og hugsanlega Frelsissamtök | Palestínumanna (PLO) myndu hefja friðarviðræður að nýju við ísraela. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.