Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 32
JttorgnnMaí) tí»
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVINNUA UGL YSINGAR
„Au pair“
- Þýskaland
„Au pair“ óskast til fjölskyldu í Hamborg frá
og með næsta sumri. í fjölskyldunni eru 8 ára
strákur og 4 ára stelpa. Viðkomandi má ekki
reykja, vera á aldrinum 18-22 ára og barngóð.
Nánari upplýsingar í síma 98-21188 eftir kl. 17.
Sölumaður
óskast til starfa hjá gamalgróinni fasteigna-
sölu í borginni. Framtfðaratvinna fyrir reynd-
an og duglegan sölumann sem getur unnið
sjálfstætt.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum um
menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 24. mars merkt:
„Betri kjör - 8299".
Laust starf
Staða löglærðs fulltrúa sýslumannsins á
Sauðárkróki er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir
28. mars nk.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
17. mars 1994,
Halldór Þ. Jónsson.
Framkvæmdastjóri
Traustir fjárfestar óska að ráða fram-
kvæmdastjóra fyrirtækis, sem mun bjóða
nýjar lausnir með nýrri tækni, á íslenskum
þjónustumarkaði ásamt möguleikum erlendis.
Starfið:
• Umsjón markaðs- og sölumála.
• Samningagerð og daglegur rekstur u.þ.b.
5 manna fyrirtækis.
• Erlend samskipti.
Hæfniskröfur:
• Framsækni og skipulagning.
• Reynsla í markaðs- og sölumálum, helst
á þjónustumarkaðinum.
• Menntun í markaðs- og sölumálum.
• Góð enskukunnátta.
• Kunnátta til að skapa nýju fyrirtæki sess.
í boði er
áhugavert tækifæri með mikla möguleika
fyrir réttan aðila.
Markaðs- og arðsemisathuganir liggja fyrir
og fjármögnun er lokið.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Ný tækni - nýjar lausn-
ir“, fyrir 30. mars nk.
RÁEGARÐURhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
okron
Okkur vantar duglega og laghenta menn til
starfa á plastsmíðaverkstæði okkarfljótlega.
Iðnmenntun og/eða starfsreynsla við smíðar
æskileg.
Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs-
ingum um viðkomandi sendist til Akron hf.,
Síðumúla 31, 108 Reykjavík. Upplýsingar í
síma 33706.
Mosfellsbær
Leikskólinn
Hlaðhamrar
Fóstrur óskast í eftirtaldar stöður:
Deildarfóstra frá 1. maí nk. eða fyrr.
1 staða í 100% starfi eða 2 stöður í 50%
starfi.
Fóstra frá 1. maí eða 1. júní nk.
Um er að ræða störf í tvísettum leikskóla á
deild 4-6 ára barna.
Nánari upplýsingar um starfsemi skólans gefur
undirrituð í síma 666351 og í leikskólanum.
Leikskólastjóri.
Rafmagns-
verkfræðingar
Verkfræðistofan Rafteikning hf. leitar að
tveimur rafmagnsverkfræðingum sem gætu
hafið störf á næstu mánuðum.
Leitað er að verkfræðingum sem hafa fram-
haldspróf frá viðurkenndum háskóla og að
minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu.
Ensku- og þýskukunnátta nauðsynleg.
Annar þarf að hafa sérþekkingu/reynslu á
sviði orkuframleiðslu- flutnings og dreifingu
bæði AC og DC og hinn sérþekk-
ingu/reynslu á sviði stýri- og mælitækni.
Báðir þurfa að hafa áhuga á fræðilegum
þáttum viðkomandi sviðs. Sérstök áhersla
er lögð á sjálfstæð og fagleg vinnubrögð og
frumkvæði í starfi. Reynslutími verður notað-
ur til að meta þessa þætti. Verkefni erlendis
geta verið hluti að starfinu.
Skriflegar umsóknir, sem tilgreina menntun
og reynslu, þurfa að berast til Rafteikningar
hf., Borgartúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 20.
apríl 1994. Öllum umsóknum verður svarað
og fyilsta trúnaðar gætt.
Verkfræðistofan Rafteikning hf. var stofnuð
1965 og er aðili að Félagi ráðgjafarverkfræð-
inga, FRV.
RAFTEIKNING HF w
RÁÐGJAFARVERKFRÆÐINGAR - Sími 628144
Ferðamálafulltrúi
Ferðamálafulltrúi óskast fyrir Fljótsdalshérað
og Borgarfjörð eystri. Umsóknarfrestur er til
30. mars. Nánari upplýsingar í síma
97-11500, Harpa Einarsdóttir, og 97-11774,
Þór Þorfinnsson.
Umsóknir sendist Hótel Valaskjálf, 700 Egils-
staðir, merkt: „Ferðamálafulltrúi".
Bakari óskast
Bakarí á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir
bakara strax. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „Bakari - 10586“.
Góðartekjur
Dugmikið sölufólk óskast í kvöldsölu. Mjög
góðir tekjumöguleikar fyrir samviskusama.
Upplýsingar gefur Unnur, í síma 685380,
milli kl. 9 og 16.
Starfskraftur óskast
til afgreiðslustarfa allan daginn.
Aldurstakmark 20 ára.
Tungumálakunnátta nauðsynleg.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun-
inni Islandia, Kringlunni 8-10, Rvík.
MIÐSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880
Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15
og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15.
Á DAGSKRÁ
Veisla fyrir dyrum?
Miðstöðin hefur i samvinnu við Matreiðslu-
skólann okkar ákveðið að halda námskeið í
að útbúa góða veislu á ódýran máta nk.
fimmtudag kl. 18-22, ef næg þátttaka fæst.
Innritun í síma 870880 er hafin. Þátttöku-
gjald er kr. 1000. Kennari er Bjarki Hilmars-
son, matreiðslumeistari.
Holl hreyfing
Íþróttatímarnir í Víkinni standa öllu fólki í at-
vinnuleittil boða án endurgjalds. Ekki þarf
að skrá sig - einfaldlega mæta eftir áhuga-
sviði hvers og eins. Nýtum gott boð ÍTR til
heilsuræktar í góðum félagsskap. Stundata-
flan er þannig: Þriðjudaga og fimmtudaga kl.
9.30-11.30 er innanhússfótbolti, mánudaga
kl. 14-15 og miðvikudaga kl. 15-16 er badmin-
ton/blak og þriðjudaga kl. 13.40-14.40 frjálst
skokk, bolti o.fl.
Á slóðum Grettis sterka
Lesturfornbókmennta heldur áfram. Teknir
eru fyrir valdir kaflar úr Grettissögu. Jón
Torfason magisterleiðbeinir. Hópurinn kemur
saman næsta fimmtudag kl. 17. Nýtt áhuga-
fólkvelkomið.