Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
31
Minning
Anna Busk
Fædd 20. aprfl 1905
Dáin 5. mars 1994
Hún Anna mín er dáin.
Þrátt fyrir háan aldur átti ég
alls ekki von á því að hún færi svona
fljótt. Aðeins nokkrir dagar liðu frá
því að hún veiktist alvarlega þar
til hún var látin.
Ég kynntist Önnu fyrir þremur
árum er ég réðst til hennar sem
heimilishjálp og hélt áfram sam-
bandi við hana eftir að ég fór í
annað starf.
Anna var mér alltaf mjög góð
og afskaplega þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert, hversu smá-
vægilegt sem það var. Hún var afar
reglusöm og þrifín og vildi hafa
alla hluti á hreinu. Anna hafði aldr-
ei skuldað neinum neitt á sinni
löngu ævi og var ekki í rónni ef
hún hélt að hún skuldaði einhveij-
um. Hún átti erfitt með að skilja
nútíma hugsunarhátt, eins og t.d.
að taka lán og kaupa á afborgun-
um. Ekki var hún heldur ýkja hrif-
in af nútíma bamauppeldi og fjöl-
skyldulífí almennt.
Við áttum margar góðar stundir
við eldhúsborðið þar sem við röbb-
uðum saman um heima og geima.
Anna sagði mér margar sögur frá
gömlum dögum, bæði frá æsku-
stöðvum sínum og eftir að hún fór
að heiman á unglingsaldri. Þá var
hún í fyrstu hjá Ástu systur sinni
og mági sínum, Lúðvíki Norðdahl,
lækni á Selfossi. Þar hjálpaði hún
til á heimilinu og aðstoðaði við upp-
skurði og ýmiss konar læknisstörf
og hafði mikla ánægju af. Anna
hefði áreiðanlega orðið góður lækn-
ir, enda eru margir læknar í ættinni.
Anna vann mestallan sinn starfs-
aldur við verslunarstörf, bæði í
Reykjavík og í Vestmannaeyjum.
Reglusemi hennar og nákvæmni
Gyða Krisijáns-
dóttír — Minning
Fædd 29. september 1917
Dáin 14. febrúar 1994
Elsku amma mín er dáin. Það
er eitthvað svo óraunverulegt. Ein-
hvern veginn er maður aldrei viðbú-
inn því að missa ástvini sína. En
amma mín vr búin að vera svo veik
og ég veit að núna líður henni vel.
Það er samt sárt að hugsa til þess
að sjá hana ekki framar og að litla
dóttir mín skuli ekki fá að kynnast
því hversu góð hún amma mín var.
Ég minnist allra ferðanna okkar
systkinanna norður á Siglufjörð á
sumrin með mömmu og pabba til
að heimsækja ömmu. Hvað hún var
alltaf kát og glöð að sjá okkur og
tók alltaf vel á móti okkur. Þegar
amma var sjötug fór hún í sína
fyrstu og einu utanlandsferð til
Hollands og var þar með okkur í
sumarhúsi. Það var henni ógleym-
anlegt ævintýri. Líf hennar var
ekki alltaf auðvelt, en hún var dug-
leg og sterk og lét ekki mótlæti
buga sig. Hún vr alltaf hress og
kát á hveiju sem gekk.
Amma eignaðist níu böm og eru
sjö þeirra á lífi. Hún ól líka upp
eina dótturdóttur sína.
Elsku pabbi minn, Maja frænka,
Gréta, Örn, Valur, Björg, Gummi,
Stína og fjölskyldur. Ég bið góðan
Guð að gefa ykkur styrk í sorg-
inni. Mynd góðrar móður, ömmu
og langömmu mun alltaf geymast
í hjörtum okkar allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ragnhildur Svansdóttir.
Til leigu
Vandað einbýlishús á tveimur hæðum, samtals 184 fm,
auk bílskúrs, á góðum stað í Breiðholti. Miklir grenndar-
kostir. Langtímaleiga möguleg.
Upplýsingar gefur:
Fasteignaþjónustan
Skúlagötu 30, sími 26600.
Melaheiði 13, Kóp. - Opið hús
Til sölu þetta glæsil. 270 fm einbh. auk 34 fm bílskúrs.
Uppi er stofa með arni, eldhús, 3 herb. og bað. Niðri
eru 3 rúmg. herb., sjónvherb., gufubað, þvottah. og
góðar geymslur. Fallegur garður. Góð staðsetning við
opið svæði. Stutt í skóla og barnaheimili. Stórkostlegt
útsýni. Skipti á minni eign möguleg. Húsið er til sýnis
í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Fasteignamarkaðurínn hf.,
Óðinsgötu 4, simar 11540 og 21700.
nutu sín áreiðanlega vel í því starfí.
Mestan hluta ævinnar hafði Anna
haft margt fólk í kringum sig, sem
dvaldi hjá henni í lengri eða
skemmri tíma. Því voru það mikil
umskipti þegar hún var orðin ein
og kunni hún því afar illa að hafa
engan til að hugsa um. Eiginmaður
hennar, Henning Busk, sem var
danskrar aettar, lést fyrir tíu árum.
Þá fannst Önnu lífíð vera búið. Hún
náði sér aldrei að fullu eftir það
áfall. Hún átti besta mann í heimi,
eins og hún sagði oft.
Þau eignuðust einn son, Eyjólf
Þór Busk, tannlækni, sem kvæntur
er þýskri konu, Ursulu, og hafa þau
búið í Þýskalandi undanfarin sextán
ár, ásamt sonum sínum, Henning,
Jens og Alexander. Anna var mjög
stolt af fyölskyldu sinni og ekki að
ástæðulausu. Nýlega bættist svo í
hópinn lítill „langömmustrákur",
Benjamín, sonur Hennings og
Söndru, konu hans. Hún kom í
heimsókn fyrir nokkrum vikum með
litla soninn og hafði Anna mjög
gaman af að sjá hann, sem vonlegt
var.
Anna þráði að komast til Þýska-
lands í heimsókn til fjölskyldu sinn-
ar, en þijú ár voru síðan hún var
þar síðast. Heilsan hafði ekki leyft
löng ferðalög en hún var ákveðin í
að fara þangað í vor, ef nokkur
möguleiki væri. í þess stað fór hún
í ferðina löngu, sem á fyrir okkur
öllum að liggja.
Anna mín. Ég þakka þér innilega
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Ég á eftir að sakna
þín mikið. Nú ertu komin til hans
Hennings þíns, sem þú saknaðir svo
mjög. Hann hefur áreiðanlega tekið
vel á móti þér.
Því miður gat ég ekki fylgt Önnu
síðasta spölinn, þar sem ég lá á
sjúkrahúsi, en hugur minn var hjá
henni.
Ég votta syni Önnu, tengdadótt-
ur og sonum þeirra, innilega hlut-
tekningu í sorg þeirra.
Hvíli hún í friði. Kær kveðja,
Jóhanna Eyþórsdóttir.
Við Lækjartorg
Til sölu eða leigu rúmlega 80 fm húsnæði á 2. hæð
sem notað hefur verið fyrir veitingarekstur. Laust.
Fasteignaþjónustan
Skulagötu 30, sími 26600.
V
Til sölu-til leigu
Til sölu/leigu er fasteignin Þingholtsstræti 5. Húsið er
mjög traustbyggt steinhús, samtals 1504 fm. Kjallari:
3 hæðir og ris. Fáir steyptir innveggir því húsið er byggt
á súlum. Góð lofthæð. Vörulyfta. Húsið sem hefur ver-
ið nýtt sem verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði, selst eða
leigist í einu lagi eða minni einingum.
Upplagt tækifæri fyrir byggingameistara að breyta í
íbúðir eða gott skrifstofuhúsn.
Ýmis eignaskipti koma til greina.
Fasteignamarkaðurínn hf.,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.
w^——mmmm^mmmm——mm^
Gullkornið býður Lindu Wessman, konditor, velkomna
f til starfa. Linda mun leiða fagfólkið okkar af sinni
\ alkunnu snilld.
Gullkomið sérhæfir sig í brúðartertum, kransa-
kökum, skírnartertum, 4 | s
afmælistertum, útskriftartertum,
R, sérlöguðu konfekti,
^ tertuhlaðborðum o.fl. J
Hafið samband, við leggj- MKmWKKM
mmmmmmm* um metnað okkar
í að gera veisluna glæsilega.
Látið fagfólkið okkar sjá um
,0 fermingarveisluna!
■ilmandi gott! ■——
Bakarí og konditorí, Iðnbúð 2. Garðabæ
Pöntunarsími og upplýsingar: 658033