Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Fjölskyldnmálln ern hörón málin Draumur rætist ÁRNI Sigfússon í ræðustóli eftir að hafa tekið við embætti borgarstjóra síðastliðinn fimmtu- dag. Það kom honum á óvart hve skjótt kallið kom en innst inni bjóst hann við því að einhvern Viðtal: Páll Þórhallsson. Ljósmyndir: Ragnar Axelsson. SEINT um kvöld gefst nýja borgar- stjóranum loks tími til að ræða við blaðamann. Þetta hefur verið eril- söm vika með afbrigðum og þennan sama dag tók hann við nýja starf- inu. Þrjú barnanna eru komin í rúm- ið og það fjórða er að leika í Borgar- leikhúsinu þegar Arni og Bryndís bjóða til stofu. Bubbi Morthens er á fóninum og blómvendir með heilla- óskum fylla íbúðina í raðhúsinu við Álftamýri. Þau eru samhent hjónin og Bryndís, verkstjórinn á heimil- inu, fylgist með því að kvöldsvæfur bóndinn segi nú enga vitleysu. Ami er fyrst spurður hverra manna hans sé. Hann er fæddur í Vestmannaeyj- um 30. júlí 1956, sonur Sigfúsar J. Johnsens, kennara í Vestmannaeyjum og nú- verandi félagsmálastjóra í Garðabæ, og Kristín- ar S. Þorsteinsdóttur, húsmóður og banka- starfsmanns. Sigfús er Vestmannaeyingur aft- ur í ættir, sonur Áma Hálfdáns Johnsens, kaupmanns og útgerðarmanns og Margrétar Jónsdóttur. Þess má geta að Ámi Sigfússon og Ámi Johnsen alþingismaður eru systkina- synir. Móðurforeldrar Árna Sigfússonar eru ættaðir austan úr Mjóafirði, Þorsteinn Víg- lundsson skólastjóri í Vestmannaeyjum og Ingi- gerður Jóhannsdóttir. tima kæmi að því. Árni er alinn upp í sex systkina hópi. Elstur er Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við há- skólann, þá Árni, síðan Gylfi, sem er fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar Tollvörugeymsl- unnar, Margrét innanhússarkitekt, sem starfar sem fjármálastjóri hjá Garðyrkjufélaginu, Þór, ráðgjafi fjármálaráðherra, og yngst er Sif, sem nýlokið hefur enskunámi við háskólann. Kynntust í Hamrahlíðarkórnum Fjölskylda Áma flutti til Reykjavíkur þegar hann var tólf ára, árið 1969. Bjuggu þau í Háaleitishverfí en Árni gekk í Vogaskóla. „I Menntaskólanum við Hamrahlíð kynntist ég Bryndísi, í Hamrahlíðarkórnum þar sem við sungum bæði,“ segir Árni. Bryndís Guðmunds- dóttir er Reykvíkingur, faðir hennar er fæddur á Laugaveginum en móðir hennar er frá Hesti í Önundarfirði. Móðir Bryndísar er heyrnarlaus og kom hingað suður barnung til að læra í Heymleysingjaskólanum. „Áfangakerfið í MH hentaði mér ekki mjög vel og ég var fremur rótlaus. Því var Hamra- hlíðarkórinn kjölfestan á menntaskólaárunum og við störfuðum lengi með honum eftir stúd- entspróf," segir Árni. „Við kynntumst geysi- lega góðu fólki í kórnum og nánasti vinahópur- inn er í raun þaðan." Árni segist hafa skorið sig nokkuð úr í skólanum. „Ég gekk yfirleitt um í jakkafötum með bindi sem var nú heldur á skjön við það sem viðgekkst. Ég hef gaman af því að þegar ég hitti núna þá sem voru hvað mestir hippar í þá daga eru þeir yfirleitt fínni en ég í tauinu, í einhveijum Boss-klæðn- aði. Þá hugsa ég gjarnan hvað þeir hafi breyst mikið.“ Að loknu stúdentsprófi fóru Árni og Bryndís í Kennaraháskólann og luku þaðan prófi. Árni segist reyndar hafa spáð í lögfræði og sagn- fræði en kennaranámið orðið fyrir valinu enda sé kennslan honum í blóð borin. Að loknu kenn- aranámi sáu þau um heimavist Heyrnleysingja- skólans. Síðan lá leiðin í Knoxville-háskólann í Tennessee þar sem hann fór í framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu en hún í talmeinafræði. „Með náminu hef ég ávallt stundað vinnu,“ segir Ámi. „Uppeldið í Eyjum var þannig að menn unnu gjaman með skóla og öll sumur. Þannig að sem unglingur vann ég í Prímapyls- um sem þá voru í portinu við Nýja bíó. Síðan var ég við verslunarstörf, byggingarvinnu og fatapressun. Ég kenndi í Vogaskóla og starf- aði við blaðamennsku á Vísi. Á lokaári mínu í Kennaraháskólanum var ég ráðinn fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík." Eftir að námi lauk í Bandaríkjunum starfaði Árni um tíma sem deildarstjóri hjá Fjárlaga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.