Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 7 Kirkja 119. aldar stíl byggð í Skógum Holti undir Eyjafjölluni. ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja upp nýja kirkju í 19. aldar stíl við Byggðasafnið í Skógum, sem myndi verða í þágu safnsins og framhalds- skólans í Skógum, svo og greftr- unarkirkja í þjónustu við kirkju- garð staðarins. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur staðfest skipu- lagsskrá um byggingu og rekstur Skógakirkju, en formaður bygg- inganefndar kirkjunnar er Friðjón Guðröðarson sýslumaður á Hvols- velli. Hjörleifur Stefánsson arki- tekt hefur gert frumteikningar af kirkjunni, sem á að vera timbur- kirkja á steyptum grunni, en ofan jarðar með grunnhleðslu úr hraun- grýti. Teiknuð utan um safnmuni Þórður Tómasson safnvörður í Skógum hefur sagt fyrir um gerð kirkjunnar, sem á að byggjast utan um safnmuni sem Byggðasafnið á, ásamt byggingarefni úr eldri kirkjum, svo sem frá Kálfholts- kirkju frá 1879, Eyvindarhóla- kirkju frá 1895, Kálfafellskirkju í Fljótshverfí sem rifin var 1895, Stóra-Dalskirkju frá 1895, Háfs- kirkju í Holtum, Grafarkirkju í Skaftártungu og fleiri eldri kirkj- um. Gluggar kirkjunnar hurðir og ýmislegt fleira er úr þessum kirkj- um. Miðað er við að stærð kirkjunn- ar verði sem næst sú sama og var hjá Skógakirkju sem byggð var 1845 og stóð til 1890, en í Skógum stóð kirkja frá upphafi kristni til 1890. Þar er nú kirkjugarður, sem síðast var greftrað í 1967. Áætlað- ur byggingarkostnaður er um 8 milljónir, sem stefnt er að fjársöfn- un fyrir. Byggð „gömul“ kirkja SKÓGAKIRKJA hin nýja verður byggð upp eins og kirkjur frá nítjándu öld. Teikningin er af vesturgafli hennar. „Guð hefur látið ferð mína heppnast“ Þegar haft var samband við Þórð Tómasson í Skógum, aðal hvatamann byggingarinnar, sagði hann: „Fátt myndi auka meira veg Skóga sem safnstaðar og skólaset- urs en það að þessi kirkjubygging kæmist í framkvæmd. Fyrir safn- gesti, sem voru rúm 20 þúsund árið 1993, myndi mikils virði að komast í snertingu við trúarlíf þjóðarinnar á liðnum tímum í kirkju byggðri á aldagamalli hefði > byggingarstíl. Eg horfi björtum augum til þess að ég geti í starfslok í Skógum sagt: Guð hefur látið ferð mína heppnast." - Fréttaritari. Húsnæði okkar er m. a. hannað með tilliti til þarfa fatlaðra með sérstökum inngangi og snyrtingu, auk þess sem borð og stólar eru laus og því hægt að hreyfa til og hagræða eftir þörfum. Athugið að bílastæðin eru upphituð. Gerið ykkur dagamun og fáið ykkur góðan mat á góðu verði. IDAG20.MARS \ ER ALÞ JOÐADAGUR FATLAÐRA ( TIL HAMINGJU INN ✓ I tilefni dagsins bjóðum við fatlaða og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin Góða skemmtun! VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 LYST Leyfishafi McDonald's íslensktfyrirtœki íslenskar landbúnaðarafurðir Sumarfargjöld SAS til Noröurlanda 15. apríl - 30. september i 26.900 27.900 30.900 31.900 Kaupmannahöfn Stokkhólmur Stavanger Helsinki Osló Gautaborg Bergen Malmö HHHHjU Æ Norrköping HHHI ■ ■ : ' .. fm | Jönköpfng Kalmar Váxjö ■K—M Vásterás Örebro ^fli Sumaráætlun SAS 27. mars - 30. september. Frá íslandi þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 16:20. Frá Kaupmannahöfn þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 14:30. Fljúgðu með SAS og skelltu þér í sólina og sumarlö. Frá Kaupmannahöfn er þægilegt tengiflug til borga um öll Norðurlöndln. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eöa feröaskrifstofuna þína. Sölutímabll fargjaldanna nær tll 30. apríl. Bókunarfyrlrvari 21 dagur. Lágmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Börn og ungllngar frá 2ja tll 12 ára fá 33% afslátt. íslenskur flugvallarskattur 1.340 kr., danskur 720 kr., norskur 600 kr. og sænskur 130 kr. /////S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 YDDA F42.67 / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.