Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 10
I
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ. Póll Sigurd í Gjógv man tímana tvenna og þó daga er úfinn sjórinn færói þá björg í bú er dugði færeysku þjóðinni. Nú horfir öðri vísi vió
og framtíó litla afadrengsins, Dánial Jákups, viróist dekkri en að öllum líkindum verður hann eina skólabarnió í þorpinu næsta vetur.
MÓl
barmi
pdprats
eftir Hjört Gíslason
FRÆNDUR okkar Færeyingar eiga nú við ram-
man reip að draga. Fjárhagur eyjanna er afar
bágur svo ekki sé meira sagt. Allt að þriðjung-
ur þjóðarinnar er atvinnulaus og tíundi hluti
hennar hefur flutt úr landi á síðustu árum.
Ríkissjóður er rekinn með halla og hefur orðið
að leita til Danmerkur eftir lánum til að greiða
af erlendum skuldum og til að koma í veg fyr-
ir gjaldþrot stærstu færeysku bankanna. I vax-
andi atvinnuleysi minnka tekjur ríkissjóðs enn
og atvinnulífið hefur ekki bolmagn til að fjár-
magna atvinnuleysisbætur. Fiskistofnar undir
Færeyjum hafa verið ofveiddir árum saman af
allt of stórum flota og nú er fyrirséð að skipum
verður að fækka mikið og ekki fæst nægur fisk-
ur til að halda öllum fiskvinnsluhúsunum gang-
andi. Skýringin á bágri fjárhagsstöðu Færey-
inga er fyrst og fremst eyðsla um efni fram
og tregða til að bregðast við aðsteðjandi vanda
í tæka tíð. Eins og er bendir fátt til annars en
þjóðargjaldþrots í Færeyjum.
[orgunblaðið var á ferðinni í
Færeyjum, þegar togara-
flota landsins hafði verið lagt vegna
deilna um kvótakerfí við fiskveiði-
stjórnun og öll frystihús eyjanna
voru lokuð vegna hráefnisskorts.
Okkur lék hugur á að kynnast því
hvemig stæði á því að svona væri
komið fyrir þjóðinni og hvernig
fólki liði við þessar aðstæður. Ekki
verður betur séð en skýra megi
stöðuna með ábyrgðarleysi í ríkis-
fjármálum undanfarin ár. Meðal
annars veittu stjórnvöld ríkis-
ábyrgðir vegna kaupa á mörgum
skipum, sem engin þörf var fyrir
miðað við ástand fiskistofna heima
fyrir og möguleika_ Færeyinga á
fjarlægum miðum. Útgerðir flestra
þessara skipa urðu gjaldþrota og
milljarðar króna féllu á ríkissjóð.
Ekkert hlustaó ó
f iskifreeóinga
Samgöngur eru með miklum
ágætum í Færeyjum. Allir vegir
eru malbikaðir og flestir tvíbreiðir.
Tíðar feijusamgöngur eru milli eyj-
anna og hafnir góðar. Jarðgöng eru
fjölmörg og er ein eyjan, Kalsoy,
gjarnan kölluð blokkflautan vegna
þess þve mörg göt hafa verið boruð
þar. í flestum tilfellum er um nauð-
synlegar samgöngubætur að ræða,
en öðrum tæpast. Ný göng sem
stytta leiðina til Þórshafnar um tvo
kílómetra og taka af lágan fjallveg,
sem afar sjaldan teppist á veturna,
virðist hæpin fjárfesting hjá þjóð á
barmi gjaldþrots.
Fiskifræðingar höfðu lengi lagt
til að stórlega yrði dregið úr fisk-
veiðum og Alþjóða hafrannsókna-
ráðið lagði til algjört bann við
þorskveiðum. Þrátt fyrir það má
segja, að nánast fijálsar veiðar
hafl verið leyfðar og þó miklum
fjárhæðum hafi verið varið til úreld-
ingar fiskiskipa hefur afkastageta
flotans heima fyrir ekki minnkað
þó skipum hafi fækkað mikið. Aldr-
ei var farið að tillögum fiskifræð-
inga og segir Hjalti í Jákupsstovu,
forstjóri Fiskirannsóknastofunnar í
Þórshöfn, að þeir hafí hreinlega
hætt að gefa út tillögur um há-
marksafla. Það hafí engum tilgangi
þjónað.
Fyrir nokkrum árum fylltust all-
ar lánastofnanir í Færeyjum af
lánsfé, sem varð að endurlána til
að hafa af því einhverjar tekjur.
Nánast allir gátu fengið lán og við
það, meðal annars, hækkaði verð
á íbúðarhúsnæði mikið. Nú, þegar
atvinnuleysi er gífurlegt, laun hafa
lækkað og skattar hækkað, getur
fólk ekki lengur staðið í skilum.
Vandséð er hvaða leið ríkissjóður
getur farið til að rétta sig af. Alls
eru erlendar skuldir um 78 milljarð-
ar króna, en á næstu misserum
þarf ríkissjóður að greiða miklar
ijárhæðir, sem hann á ekki til.
Þegar hafa langleiðina í 10 millj-
arðar fengizt að láni frá Dönum
til að bjarga málum en þörf mun
á öðru eins til geta staðið í skilum.
Með vaxandi atvinnuleysi minnka
tekjur ríkissjóðs, en útgjöld hans
hækka. Reynt hefur verið að sporna
við með aukinni skattheimtu.
Virðisauki var lagður á á síðasta
ári og beinir skattar hækkaðir.
Fyrir vikið hefur kaupgeta fólks
hrunið og það getur ekki staðið í
skilum. 011 umsvif í þjóðfélaginu
minnka og skattatekjur hins opin-
bera um leið. Innflutningur hefur
dregizt mikið saman, verzlanir og
fyrirtæki verða gjaldþrota. Einstök
byggðarlög standa varla undir lög-
bundinni þjónustu við íbúa sína og
svo má lengi telja.
Ljóst er að tekjur hins opinbera
af sjávarútvegi aukast ekki svo
nokkru nemi næstu árin, en sjávar-
útvegur skilar eyjunum nær öllum
tekjum þeirra. Sala frímerkja hefur
skilað nokkru og ferðamennska
sömuleiðis. Hugsanlega má fá meiri
tekjur af ferðamönnum, en varla
til að endurreisa fjárhaginn. Vonir
eru bundnar við að olía finnist á
færeyska landgrunninu, en mörg
ár eru þangað til slíkur fundur
getur farið að skila raunverulegum
tekjum. Færeyingar hafa um ára-
bil fengið árlegan styrk frá Dönum,