Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 SNJOBRETTI Snjóbretti—vaxtar- broddur skíðaíþróttarínnar KR-ingar hafa stofnað fyrstu snjóbrettadeildina á íslandi Snjóbrettln eru orðin vinsæl hér á landi. Þessi „loftfímleikamaður“ kann svo sannarlega að stjóma snjóbrettinu sínu. Jóhann Ó. Heimisson og Hjalti Egilsson eru heillaðir af snjóbrettunum og nota hvert tækifæri sem gefst til að fara til fjalla með brettin sín. SNJÓBRETTIN eru komin til Islands til að vera, segja þeir sem til þekkja. Þessi nýja grein skfðaíþróttanna er orðin mjög vinsæl á meðal unglinga hér sem annarstaðar. Sumir segja að snjóbrettin séu eini vaxtar- broddurinn í skíðaíþróttinni f heiminum um þessar mundir. Alþjóða skíðasambandið, FIS, hefur nýlega tekið þessa íþróttagrein inn sem keppnis- grein. Skíðadeild KR stofnaði sérstaka brettadeild innan sinna vébanda síðastliðið haust og eru meðlimir nú 50 talsins. I vetur verða tvö opin snjóbrettamót, á Akureyri og í Reykjavík þar sem keppt verð- ur í stórsvigi. Skíðafólk hefur yfirleitt litið á þá sem renna sér á shjóbrett- um í skíðabrekkunum hornauga því þeir hafa þótt frekar glannalegir og í ValB. rnjög frjálslegum Jónatansson klæðnaði, sem er ekki alveg í anda hins venjulega skíðamanns. Þeir klæðast helst pokabuxum (rapp- buxum), víðum skyrtum eða peys- um og eru með derhúfu þar sem derið er látið snúa aftur eða út á hlið. Þeir leita uppi gil og hengjur til að stökkva á og reyna sig í hin- um ýmsu æfíngum í loftinu, svo sem „þyrlu“ og heljarstökki. Egill Kolbeinsson, einn þeirra sem kom brettadeild KR á koppinn, segir að þessi íþrótt eigi mikla framtið fyrir sér hér á landi sem erlendis. „Þessi íþrótt brúar ákveð- ið kynslóðabil. Það hefur verið þannig að 90 prósent þeirra krakka sem æft hafa skíðaíþróttina hætta þegar þau ná 16 ára aldri. Skíða- brettaíþróttin er kjörin fyrir aldurs- hópinn frá 16 til 25 ára, sem ann- ars myndi hætta.“ „Það kom okkur satt að segja verulega á óvart hve margir höfðu áhuga og gengu í brettadeildina í haust. Við ákváðum því að að reyna að gera eitthvað fyrir þennan 50 manna hóp. Einn liðurinn í því var að koma á fót tveimur stórsvigs- mótum í vetur,“ sagði Egill. Mótin gefa stig og sá sem bestum árangri nær úr þeim báðum telst sigurveg- ari. Fyrra mótið verður í Hlíðar- fjalli við Akureyri 2. apríl og það síðara í Reykjavík í lok apríl. Egill sagði að nú væru flutt inn 40 til 50 snjóbretti á ári til lands- ins og sýndi það best hve áhuginn væri mikill. „Það eru margir sem stunda þessa íþróttagrein víðsvegar um lar.dið og við viljum reyna að ná til þeirra flestra með þessu mótahaldi," sagði Egill. „Flipp“ eða hvað? „Fyrst var litið á þessa íþrótta- grein sem eitthvað „flipp". Þegar við komum í skíðaþrekkurnar horfði fólk á okkur og við fundum að við vorum ekki velkomnir. En þetta hefur breyst mikið sem betur fer og nú eru þeir sem stjórna skíðasvæðunum hér mjög velviljað- ir okkur og vilja allt fyrir okkur gera,“ sagði Jóhann Ó. Heimisson úr brettadeild KR. Hjalti Egilsson hefur stundað skíðabretti í fjögur ár og sótti m.a. námskeið til Noregs sl. haust til að kynna sér þessa grein betur. Hann sagðist hafa æft skíðí í sjö ár, en eftir að hann prófaði snjó- brettið hafí hann ekki snert skíðin. „Það er ekkert sem jafnast á við þessa íþrótt. Ég er viss um að skíðabrettin eiga eftir að vera ráð- andi í skíðabrekkunum hér á landi eftir nokkur ár,“ sagði hann. Snjóbretti eiga nú miklum vin- sældum að fagna í Bandaríkjunum. Þar er atvinnumennska í greininni og miklir peningar í húfi. Keppt er í svigi, stórsvigi og risasvigi og eins í skíðafími þar sem hinar ýmsu æfingar eru gerðar í svokall- aðri „halfpipe“-braut. Brettaköpp- um þykir skemmtilegast að renna sér frjálst í ótroðnum snjó, „púðri“. VASA-SKIÐAGANGAN Morgunblaðið/Björn Blöndal Vasa-göngukapparnir íslensku við komuna til landsins. Þeir eru frá vinstri: Konráð Eggertsson, Kristján R. Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Óli M. Lúðvíksson, Halldór Margeirsson, Arni Freyr Elíasson, Gunnar Pétursson, Hjálmar Jóelsson, Ami Aðalbjamarson, Rúnar H. Sigmundsson, Stefán Jónasson, Elías Sveinsson og Sigurður Gunnarsson. Eins og „pflagrímsférð" - segir Gunnar Pétursson sem var með í þriðja sinn Sextán íslendingar tóku þátt í Vasa- göngunni frægu í Svíþjóð fyrir skömmu þar sem 14.000 keppendur tóku þátt. Vasa- gangan er haldin til minningar um Gustav Vasa og er 90 km og lagt upp frá bænum Sálen við landamæri Noregs og gengið til Mora. Aldrei hafa fleiri íslenskir göngumenn verið á meðal keppenda og var ísfirðingurinn Gunnar Pétursson að taka þátt í þriðja sinn. Gunnar, sem er 64 ára, sagði að þessi ganga væri eins konar „pílagrímsferð" skíða- göngumanna. „Þetta er ekki hörð keppni, en það þarf að hafa fyrir því að komast þessa vegalengd. Það er enginn sem fer í þessa göngu án þess að vera vel undirbúinn. Hver og einn þarf að læra að stilla sig inn á sinn hraða og rúlla þetta eins og vel smurð vél,“ sagði Gunnar, sem keppti einnig 1952 og 1983. Hann sagði að færið hafi verið erfítt í þessari göngu og því tímarnir ekki verið eins og góðir og oft áður. „Ég var rúmlega átta klukkustundir að ganga þessa leið núna, en var rúma sex tíma 1983,“ sagði Gunnar. Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) frá ísafirði var elstur íslensku keppendanna og með þeim eldri í keppninni, 74 ára. Daníel Jakbosson stóð sig best íslending- anna, hafnaði í 89. sæti af 12.446 keppend- um á 4.39,38 klst. og var 33 mínútum á eftir sigurvegaranum, Jan Ottoson frá Sví- þjóð, sem sigraði í fjórða sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.