Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1954 15 og hagsýslustofnun og þaðan fór hann yfir til Stjórnunarfélags íslands og gerðist fram- kvæmdastjóri. Árni lét svo af því starfi síðast- liðinn fimmtudag er hann tók við embætti borgarstjóra Reykjavíkur af Markúsi Erni Ant- onssyni. Árni hefur verið borgarfulltrúi undan- farin átta ár. Kosningabarátta gegn ríkjandi valdi „Ég fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Þeir sem þekktu mig í Vogaskóla segja raunar að ég hafi verið á kafi í pólitík þótt mér finn- ist að ég hafi fyrst og fremst fylgst með og lesið blöðin. En mér er kosingabarátta Gunn- ars Thoroddsens og Kristjáns Eldjárns fyrir forsetakosningarnar 1968 minnisstæð. í rútu- ferð út í hraun tókst mér að sannfæra nokkra félaga mína um ágæti Gunnars með rökum sem ég mundi nú ekki beita í dag án þess ég vilji fara nánar út í það.“ Árni gekk svo í Heimdall á menntaskólaárunum fyrir áeggjan Hreins Loftssonar. Á vegferð sinni upp met- orðastigann í ungliðahreyfingunni lenti Árni tvisvar í harðvítugri kosningabaráttu gegn „ríkjandi valdi“, eins og hann orðar það. Árni segir að það sé ekkert svo langt síðan andstæð- ingar í þessum kosningum innan ungliðahreyf- inganna fóru að geta brosað að minníngunni. — En var það sjálfgefið að ganga í Heimd- all? „Það var aldrei spurning um það hvort ég fylgdi sjálfstæðisstefnunni. Þessi einföldu slag- orð, stétt með stétt og einstaklingsfrelsi, hafa alltaf átt við mig.“ — Varstu ekki einn af stofnendum Félags fijálshyggjumanna? „Mér var boðið að ganga í félagið fljótlega eftir að það var stofnað." — Ertu enn sömu skoðunar? „Það vita allir sem þekkja mig að ég hef alltaf haft sömu stjórnmálaskoðanir. Ég hef haldið mínum skoðunum á einstaklingsfrelsi og því hversu mikilvæg samhjálp er. I Félagi frjálshyggjumanna var ég líka fenginn til að fjalla um siðfræðiþáttinn." Árni dregur fram úr hillu „Theory of the Moral Sentiments" eft- ir Adam Smith því til sannindamerkis. „Ég tel að umræða ftjálshyggjunnar hafi verið mjög nauðsynleg á þessum tíma þegar vinstristefnan var mjög ríkjandi og sósíalískar skoðanir um að lausnirnar væru fólgnar í afskiptum ríkis- valdsins. Það var nauðsynlegt að fá þetta mótvægi og ég tel að það hafi breytt hugsunar- hættinum. En þetta eru í raun tæki, ákveðnar stikur sem settar eru niður. Þegar þær höfðu verið settar niður og voru famar að hafa sín áhrif þá var þörfin fyrir þetta minni og ætli séu ekki tíu ár síðan félagið lognaðist út af.“ — En viltu láta kalla þig frjálshyggjumann? „Ef þú vilt skilgreina fyrir mér hvað fijáls- hyggja þýðir þá skal ég svara þér. Hugtök af þessu tagi fá öfgamerkingu. Ég er enginn öfga- maður. Ég er þannig alinn upp að ég tek miklu frekar undir alþýðuskoðanir. Uppeldi mitt og lífsskoðanir byggja mikið á samhjálp sem er þó reist á ábyrgð einstaklingsins. Ég sá í fijáls- hyggjunni mikilvægi þess að einstaklingurinn legði sjálfur eitthvað af mörkum. Það getur hann gert á tvo vegu, óbeint með sköttum og beint án afskipta ríkisvaldsins. Ég hef áhyggj- ur af því ef beinu áfskiptin minnka, við erum á rangri leið siðferðilega ef við kaupum okkur frá ábyrgðinni." Ööru vísi manngerð — Þú ert svolítið önnur manngerð en hefur verið mest áberandi. Karlmenn í stjórnmálum hafa ekki látið sig varða mjúku málin með sama hætti og konurnar. „Ég set mína lífsskoðun niður á þennan veg eins og fram kemur í bók minni Uppeldi til árangurs: Ef þú stendur frammi fyrir þeim upplýsingum að þú eigir aðeins sex mánuði eftir af lífi þínu skaltu spyija þig með hveijum þú viljir helst eyða því sem eftir er af lífinu. Svarið tengjst alltaf ástvini, maka eða fjöl- skyldu. Þá er eðlilegt að spyija áfram: Veist þú nokkuð um það hvað morgundagurinn ber í skauti sér? Hvers vegna notarðu þá ekki tím- ann og gerir það sem þér finnst mikilvægast? Atvinnumálin eru huti af íjölskyldulífinu. Þess vegna segi ég að fjölskyldumál séu hörð mál. Ef menn halda því fram að ég sé fulltrúi mjúku málanna þá er það alrangt. Pjölskyldumálin eru hörðustu málin því að þau eiga að sýna þau raunverulegu gildi sem sjálfstæðisstefnan býr yfir. Og þessi málaflokkur þarf að fá auk- ið vægi og ég bið bara vinsamlegast um að menn kalli þetta „hörðu málin“. Til hvers vær- um við hér ef það væri ekki til að lifa lífinu? Eru ársreikningar fyrirtækja lesnir yfir mold- um rnanna?" Frístundum sínum segist Árni fyrst og fremst veija með fjölskyldunni. Þau Bryndís eiga fjögur börn, Aldísi Kristínu, Védísi Her- vör, Guðmund Egil og Sigfús Jóhann. „Aldur barnanna hefur mikil áhrif á hvað ergert hveiju sinni, hvað er hægt að gera og hvað er skemmtilegt að gera.“ Hann segist ekki vera einn af þeim sem _fer í lax og golf. „Fjölskyld- an gengur fyrir. í raun er lítill tími afgangs fyrir sjálfan mig. En þegar hann gefst sest ég niður og les og í bílnum hlusta ég á fræðslu- efni á spólum. Ég hef þó veitt nokkra laxa í embættiserindum.“ Árni „notar“ ekki áfengj og tóbak eins og hann orðar það. Hann svarar því ekki beint hvort borgarstjórinn muni draga úr vínveitingum en segist hafa þá trú að hann geti haft áhrif með góðu fordæmi. Bryndís bætir því við að það hafi breyst til batnaðar að óáfengir drykkir séu í boði í samkvæmum hjá borgaryfirvöldum. Hún segir að þegar fjöl- skyldan vilji gera sér glaðan dag „pöntum við pizzu, leigjum vídeóspólu eða kaupum nammi“. Heiðarleg, nútímaleg vinnubrögð — En eru frami í pólitík og fjölskyldulíf ekki ósættanlegar andstæður? „Alls ekki,“ segir Ámi. „Mér finnst ég vera allt öðru vísi stjórnmálamaður. Ég vona að ég sé fulltrúi nýrrar kynslóðar í stjórnmálum. Manna sem eru tilbúnir að fórna sér í þágu góðra mála en gera sér grein fyrir að það sem gildir á þessum vettvangi eru góð, nútímaleg vinnubrögð. Við eigum að vinna heiðarlega, eiga okkar fjölskyldur og eiga rétt á að lifa fjölskyldulífi fyrir utan hið opinbera líf.“ Árni Árni Sigfússon borgar- stjóri segir þad mikil- vægt að karlmaður lýsi því yfir að málefni fjöl- skyldunnar séu það sem máli skiptir segir að til séu eldri menn í stjórnmálum sem viðurkenni þetta gildismat. „En það sem mér finnst sorglegast af öllu er að sjá unga menn fara í stjórnmál, sérstaklega inn á Alþingi, og á einu til tveimur árum hafa þeir aðlagast ímyndinni af rausara í ræðustól sem hefur í raun ekkert fram að færa og hefur ekkert að beijast fyrir annað en að æfa sig í ræðustóli. Þetta á ekki við einn flokk fremur en annan en þó síst sjálfstæðismenn!“ — Eiga helstu einkenni stjórnmálamanna, kænska og ófyrirleitni, sem sagt ekki við um Þ>g?, „Ég tel mig vera kominn í stól borgarstjóra án þess að vera ófyrirleitinn. En við skulum ekki alhæfa um stjórnmálamenn. Ef almenn- ingur hefur þá hugmynd um stjómmálamenn að þeir séu útsmognir, ófyrirleitnir eiginhags- munaseggir þá er hún röng. En hún er ekki til af ástæðulausu heldur eru of margir sem falla inn í þessa mynd. Þessu verður að breyta. Ég held að hver þjóð sem nær að skapa þá ímynd stjórnmálamanna að þeir séu hreinir og beinir fagmenn, sem kunni til verka, eigi sér hugsjónir, kunni að móta stefnu, kunni að ná fram stefnu og kunni að framkvæma, þá sé slík þjóð á fljúgandi ferð fram á við.“ Þægur á réttum augnablikum — Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, sem aðhyll- ist ný vinnubrögð og málefni sem hafa átt undir högg að sækja. Hvernig hefurðu farið að því að ná samt.svona langt? „Vera þægur á réttur augnablikum," segir Árni án umhugsunar og glottir. Síðan bætir hann við: „Þjóðfélagið er að breytaat. Ég hef lengi skynjað það og því beðið rólegur. Þessi gildi eru að verða meira áberandi í umhverfi okkar. Fyrir tíu árum þegar haldin voru barna- íþróttamót þótti eiginlega.hjákátlegt að foreldr- ar væru með bömunum. í dag þykir hjákátlegt ef foreldrar eru ekki með börnunum. Þetta sýnir breytt viðhorf. Menn eru tilbúnir og eru að bíða eftir tækifæri til að snúa sér meira að fjölskyldunni. Og ég held að menn grípi fegins hendi í þann sem tekur slík mál upp og fylgir þeim eftir. Ég held það skipti máli að það sé karlmaður sem geri það. Sem lýsi því yfir að þetta séu hörðu málin." — Hvað áttu við með því að þú viljir inn- leiða ný vinnubrögð? „Ég tel að margt af því sem við erum að ræða geti menn verið mjög sammála um ef þeir upplifa veruleikann á sama hátt. Þetta er viðurkennt í allri stefnumótunarvinnu, að menn komi saman og meðtaki upplýsingar á sama hátt. Það sem mestu máli skiptir er að það náist samstaða milli ólíkra hópa um forgangs- röðun. Við þekkjum það allt of vel að þegar ólíkir flokkar koma saman eins og á Alþingi þá nánast verður það til þess að hveijum stjórn- málaflokki ber að hafa sérskoðun á hveiju málefni. Ef ég legg fram ákveðna hugmynd er búist við því af fjölmiðlum að andstæðingur flokksins gangi fram og lýsi einhvers konar frati á þessa hugmynd. Það er alltaf verið að kalla eftir þessari andstöðu í þjóðfélaginu. í stað slíkra vinnubragða er kominn tími til að leita eftir samstöðu. Það er þetta sem ég tel grundvöllinn að uppbyggingu framtíðarþjóðfé- lags. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórnvöiinn í Reykjavík nánast óslitið í sextíu ár vegna þess að fólk hefur skynjað að innan hans er hægt að ná saman um ákveðin mál og koma þeim í framkvæmd." — Og hvernig ætlarðu að standa við loforð um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi? „Það þarf að sjá til þess að það sé til nóg af starfsmönnum og aðstaða sé næg. Það má spyija livort það þurfi endilega að vera Reykja- víkurborg sem útvegar húsnæðið. Kann að vera að fyrirtæki séu tilbúin að leggja eitthvað af mörkum? í dag eru 14% 2-5 ára barna á biðlistum. Ég tel að það sé ekki stórmál að útrýma biðlistunum. Jafnframt tel ég fulla ástæðu til að ræða við ríkisvaldið um leiðir til lengingar fæðingarorlofs sem ég tel vera mjög mikilvægt mál fyrir ungar fjölskyldur." — En er það í verkahring sveitarfélaga? „Ef vel tekst til þá er ástæða til að vinna að frekari þróun hugmynda um greiðslur til foreldra sem eru heima með bömin og reyna að samhæfa þær betur fæðingarorlofinu. Hugs- anlega getur Reykjavíkurborg boðið feðrum einn mánuð til viðbótar við það sem nú er. Það kann líka að vera að sveigjanlegur vinnutími sé iausn til að útrýma biðlistum í stað þess endilega að ljölga plássum. Þá þurfa fyrirtæk- in að skilja að foreldrarnir vilja vera með börn- um sínum. Það þýðir að vistun innan við átta tíma, sex tíma vistun, gæti reynst mjög vel. Leikskólinn er nær eingöngu fyrir börn 2-5 ára. En fæðingarorlofið er ekki nema sex mánuðir. Það þarf að brúa þetta bil og það er hægt með lengingu fæðingarorlofs og með því að dagmæður sinni helst þeim sem eru yngri en tveggja ára. Við verðum að leita að heildarlausnum fyrir útivinnandi foreldra." Vel launuð störf — Það vakti athygli að þú lýstir því yfir í Hamingjuóskir BORGARSTJÓRINN fær koss frá borgarstjórafrúnni í ráðhúsinu eftir að borgarstjóraskiptin höfðu farið fram. vikunni að þú vildir fjölga vel launuðum störf- um í borginni. Hvað áttu við? „Þegar við hugum að því að fjölga störfum hljótum við að leita starfa sem eru góð og vel launuð störf. Ætlum við að vera í framleiðslu sem skapar bara einhver störf eða ætlum við að vera vandfýsnari á störf og leiðir? í gegnum stefnumótun þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað gefur mest af sér.“ — Er ekki úrelt að dæla peningum í verk- efni sem skapa vinnu í nokkra mánuði? „Það er ekki úrelt fyrir þá einstaklinga sem eru atvinnulausir og þurfa á vinnu að halda til að viðhalda starfsþreki sínu og sjálfsvirð- ingu. Hér á landi þar sem menn eru svo óvan- ir atvinnuleysisvofunni óttast ég að slæmu áhrifin komi fyrr og risti dýpra en annars stað- ar. Ég óttast að menn missi fyrr sjálfsvirðing- una og fari fyrr inn í lífsform andstætt okkar hagsmunum eða þörfum, tapi reynslu og þjálf- . un og keðjuverkun í átt til tortímingar hefjist. Til að útrýma atvinnuleysi og mæta ijölgun á vinnumarkaði þarf hins vegar að fjölga störfum í borginni um sex þúsund fram að aldamótum. Þetta er risavaxið verkefni en það er mjög mikilvægt að fást við slíkt risavaxið verkefni í litlum skrefum. Mér finnst við allt of oft hugsa S álverum og stálverksmiðjum. Eitt starf hér er á við þúsund störf í Bandaríkjunum. Ef þúsund starfa verksmiðja er opnuð í Banda- ríkjunum klappa menn saman höndum og fót- um. Hér segja menn ekki neitt þótt nýtt starf bætist við.“ Bestu skólar I V-Evrópu Árni er formaður Skólamálaráðs Reykjavík- ur og hann vill setja markið hátt í þeim mála- flokki. „Ég vil mynda stóran hóp sem nær samstöðu um hvernig við sköpum bestu grunn- skóla í Vestur-Evrópu. Til þess að auka gæði menntunar þarf einsetinn heilsdagsskóla. Börn- in byiji að morgni og ljúki sínum starfsdegi klukkan tvö og þá taki við lausnir heilsdags- skóla fyrir þá sem þurfa.“ — Þessar breyttu áherslur munu væntan- lega kosta sitt. „Ég vil ekki tala um breyttar áherslur held- ur aukna áherslu á verkefni af þessum toga. Reykjavíkurborg hefur efni á að gera vel við ijölskyldur. Það kann vel að vera að hún hafi ekki efni á ýmsu öðru. Hún hefur efni á að gera vel á þeim sviðum sem mestu máli skipta. Fjármögnun snýst um forgangsröðun. Þetta eru forgangsverkefnin. Annað verður þá að bíða.“ — Þar á meðal listamiðstöðin Korpúlfsstöð- um? „Á meðan verkefni sem þessi eru á borðinu og eru okkar áhersluverkefni þá bíða önnur verkefni sem eru fjárfrek. Ég sé ekki fram á að á Korpúlfsstöðum verði uppbygging á næsta kjörtímabili." Bjóst viö að sinn tlmi kæmi — Nú ertu orðinn borgarstjóri skömmu fyr- ir kosningar. Voru það ekki mistök að þú skyld- ir ekki taka við strax þegar Davíð hætti fyrir tæpum þremur árum? „Það er eiginlega ekki hægt að spyija mig hvað mér finnist um það. Ég var reiðubúinn þá og ég get svo sem sagt við sjálfan mig að það hljóti að hafa verið einhver mistök að ég tók ekki við strax þá. Eftir á að hyggja tel ég að tíminn síðan hafi verið mjög þroskandi og það sé mér mjög mikilvægt að hafa þennan góða reynslutíma í borgarmálum til þess að geta tekist á við verkefnið." Ámi segist rekja það að hann tók ekki við þegar Davíð hætti til þess að hann hafi valdið ákveðnum mönnum sárum í kosningabaráttu innan ungliðahreyf- inganna áður fyrr. „Ég þurfti að beija frá mér til að komast áfram og þá féll einn og einn við.“ — En þú hefur beðið átekta síðan, tilbúinn að taka við þegar kallið kæmi? „Þegar Markús tók við var um það rætt að hann myndi leiða þessar kosningar og þar með væri hann borgarstjóri og héldi áfram. Hversu lengi hann ætlaði að verða var óljósara. Ég held að sjálfstæðismenn hafi í prófkjörinu spáð í það að með því að styðja mig í annað sætið væru þeir í raun að tilkynna að þeir vildu að þegar að því kæmi væri það ég sem tæki við af Markúsi. Sjálfstæðismenn hugsa fram í tím- ann. Ég bjóst hins vegar alls ekki við að Mark- ús kallaði til mín þetta fljótt. Það væri óhrein- skilni að segja að ég hafi ekki búist við því að hann myndi einhvern tíma gera það.“ — En hefði Davíð Oddsson ekki átt að taka af skarið á sínum tíma? „Ég hef aldrei séð þetta mál þannig. Davíð var í miklum önnum, hann var að taka við formannsembætti, fór í gegnum erfiða tíma sjálfur þá, hann var að sinna þeim málum. Ilann fór mjög hratt inn í það verkefni. Eftir sat ágætur hópur fólks í borgarstjórnarflokkn- um. Þarna kom upp annar einstaklingur, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög öflugur borgar- fulltrúi og hafði sterkan stuðning í þessum hópi. Ég vil ekki vera að leita að sökudólgum. Það eru mörg ár síðan ég vék frá mér þeim hugsunarhætti. Maður stjórnar sjálfur sínum huga og því hvernig maður upplifir atburði. Ég vel að upplifa þá á jákvæðan hátt.“ i, S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.