Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
47
Gamgaukar
Opera er eitthvað þar sem
manneskja er stungin með rýtingi
í bakið og það kemur ekki blóð
heldur söngur. Þessari ágætu
skilgreiningu skaut Garðar Cort-
es af sviðinu í íslensku óperunni,
þegar hann sl. sunnudag bauð
gesti velkomna á nokkuð óvenju-
legum tónleikum. Þama sem
hann stóð með allan Óperukórinn
að baki bætti hann við: Okkur
blæðir ekki, við syngjum — fyrir
okkur og fyrir ykkur! Sýtum ekki,
því búið er gott, heldur viljum
sýna ykkur styrktarfélögum Óp-
erunnar smá þakklætisvott fyrir
dyggan stuðning. Með rýtinginn
í bakinu, Óperuna að síga á hnén
— enga peninga til að halda
áfram út árið og búið að segja
starfsfólkinu upp, var slegið upp
veislu. Þakkað og sungið af hjart-
ans lyst.
Fólkið í Ópemkómum, 60-70
manns, töldu ekkert eftir sér að
bæta í sjálfboðavinnu á sig tón-
leikum, ekki fremur en að vera
ávallt boðið og búið þegar Óper-
unni lá við. Þarna er undirstaðan
sem allar ópemsýningamar hvíla
á. Og þetta er makalaust góður
kór, meðal þess albesta sem heyr-
ist í ópemhúsum. Og hann er
harla óvenjulegur. Þama má sjá
þjóðréttarfræðing úr utanríkis-
þjónustunni, einn helsta raf-
magnsverkfræðing landsins,
skólastjóra Söngskólans, ein-
söngvara og yfirleitt fólk úr öllum
stéttum, sem ekki telur eftir sér
strangar æfingar eftir vinnutíma
og sýningar á kvöldin fyrir sára-
litla umbun. Án þessa fólks og
áhuga þess og getu væri Ópera
ekki til á íslandi.
Sama má segja um einsöngvar-
ana. Á tiltölulega stuttum tíma
em komnir upp íslenskir topp-
söngvarar, sem sumir syngja hér
heima í ópemsýningunum og
halda þeim uppi, aðrir syngja við
erlend ópemhús. En það gerir
ekkert til, eins og hann Garðar
sagði, þegar þeir em fúsir til að
koma heim og leggja óperanni
ljð, eins og t.d. hún Ingveldur
Ýr, sem kom frá Vínarópemnni
til að syngja í Évgení Ónegín og
nú á þessum tónleikum fyrir okk-
ur landa sína í hverri aríunni af
annarri. Diddú fór líka á kostum
í hveiju verkinu af öðm. Hún
bætir alltaf við sig. Maður verður
alltaf jafn hissa að einhver skuli
ekki fyrir löngu verið búinn að
hrifsa hana í burtu. En lifandis
ósköp er gaman að hún skuli ein-
mitt kjósa að syngja fyrir okkur
hér, þrátt fyrir lítil laun og svig-
rúm.
Kannski er dæmigert fyrir að-
stæðurnar í þessu fámenna og
erfiða landi okkar, sem eftir guðs
og manna lögum ætti í rauninni
ekki að geta haldið uppi óperu
og öllu hinu, að rétt þegar tónleik-
amir áttu að hefjast sat aðalsöng-
konan Diddú enn í skafli í tvo
tíma uppi í Mosfellssveit. Búið
að umbylta prógramminu ef hún
skyldi ekki losna í tæka tíð. Og
Bergþór Pálsson fastur norður á
Akureyri. En stjómandi kórsins,
Garðar Cortes, brá sér þá bara í
einsöngvarahlutverkið líka eftir
þörfum, án þess að það virtist
tmfla kórinn baun að horfa á
bakið á honum. Þetta fólk lætur
ekki að sér hæða. Leysir bara
hlutina. Nú er samt óvíst að það
dugi til hjá spameytnustu ópem
heims. En grátlegt væri það ef
þessari ópem, sem búið er að
byggja upp í svo listrænt form
með slíkri ósérhlífni, blæddi út á
vormánuðum og þyrfti að byrja
upp á nýtt eftir brúkunarleysi.
Þetta voru stórkostlega skemmti-
legir tónleikar — bein útsending
í björtun.
Á þessu lifum við íslendingar
og getum ekki annað. Því dug-
mikla fólki sem vill leggja til að
halda hlutunum í gangi hér í erf-
iðu landi og fámenni. Það var
ekki að ástæðulausu að danski
kaupsýslumaðurinn Bröste efndi
fullur aðdáunar til bjartsýnisverð-
launa fyrir' svona óforbetranlega
einstaklinga. Okkur hafa lagst til
margir góðir vinir. Einn er hann
Vladimir Ashkenazy, sem var
betri en enginn þegar við í einu
bjartsýniskastinu vomm að koma
upp alvöru listahátíð. Þá ekki
aðeins gaf hálaunaður píanósnill-
ingurinn á heimskvarða tónleika
sína, heldur fékk á mörgum
fyrstu listahátíðunum vini sína
úr framvarðarsveit söngvara og
tónlistarfólks til að koma fyrir
lítinn pening. Ekki veitti af að
út spyrðist meðal þessara alþjóð-
legu listamanna að við væmm
nú brúkleg menningarþjóð. As-
hkenazy mun enn koma í sumar
á listahátíð á lýðveldisári og verða
þakkað sem heiðursgesti. Þeir em
fleiri sem skilja íslenskar aðstæð-
ur og leggja sitt til af óeigingimi.
I rauninni er mesta furða hvað
við getum sjálf. Listrænt hefur
ekkert verið gefið eftir í Óper-
unni, á Listahátíð og víðar. Við
hljótum að vera mesta furðu-
skepna í heimi lista, lítið land sem
ætlar sér í sumar að sviðsetja hið
erfiða stórverk Niflungahringinn
eftir Richard Wagner með
Sinfóníuhljómsveit íslands og að
mestu íslenskum söngvumm. Svo
erfitt verk að fáir leggja í það
utan heimaborgarinnar Bayre-
uth. En þá kemur einn enn vel-
unnarinn fram, sonarsonur
Wagners og sá sem best þekkir
uppfærslurnar. Og Niflunga-
hringurinn er bara með hans leyfi
og hjálp sniðinn að aðstæðum,
styttur í valin samtengd atriði.
Aðferð sem aldrei hefur verið svo
mikið sem reynd fyrr og vekur
athygli í listaheiminum. Þama
verður til listviðburður á heims-
kvarða. En hefði það getað geng-
ið, jafnvel í bjartsýni, ef þessi
þjálfaði góði Ópemkór hefði ekki
verið til ásamt íslenskri sinfóníu-
hljómsveit, og komnir til og í
þjálfun íslenskir einsöngvarar
sem ráða við slík stórvirki? Ég
held ekki!
----L-::-t—‘J-'
ISLAND OG EES:
MEGUM VIÐ FJÁRFESTA
ERJ.ENDIS?
KAUPA UTLENDINGAR
ISLENSKAR BUJARDJR? ,
KOMA ERLEND FLUGFELOGI
, , ISLANDSFLUGJÐ?
MAISLENSKUR TRESMIDUR
, VINNA ERLENDIS?
MA GRISKUR VERKAMADUR
VIQIfyA AISLANDI?
FAISLENDINGAR .
ELLILIFEYRINN FLUTTAN UJ?
HVAÐ.MEÐ SAMKEPPNISSTODU
ISLENSKS IDNAÐAR?
MEGAISLENDINGAR GEYMA FE
ISVISS?
MEGUM VIÐ TRYGGJA HJÁ
ERLENDUM
TRYGGINGARFELOGUM?
HVAÐ MED NAM ERLENDIS?
VILTU VITA MEIRA
UM EES?
SJAIP MTTIMM
JSIAND OG EES
n.k. mónudog ug mlílLdVg kí.Vjj* P
SAMSTARFSNEFND UM KYNNINGU
A EES SAMNINGNUM