Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 27 Jóhanna Elías- dóttir — Minning Fædd 7. desember 1910 Dáin 11. mars 1994 Að eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót ðllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Fregnin um andlát virðist alltaf jafn óvænt þó að vitneskjan um alvarleg veikindi sé fyrir hendi. Mörg síðustu árin gekk Jóhanna ekki heil til skógar. Hún tók veik- indum sínum af miklu æðruleysi, og af ótrúlegum styrk, allt til þess síðasta. Jóhanna hafði til að bera fallegan þokka og reisn, sem varð til þess að allir sem umgengust hana báru sjálfkrafa virðingu fyrir henni. Hún tranaði sér aldrei fram og hún tal- aði ekki hátt. Samt hlustuðu allir á hana. Hún var hreinskiptin og ákveðin kona og hún var miðpunkt- urinn í sinni samheldnu fjölskyldu. Jóhanna Elíasdóttir var fædd í Bolungarvík 7. desember 1910. Foreldrar hennar voru Margrét Guðrún Kristjánsdóttir, fædd 22. ágúst 1889 í Hælavík, hún lét 14. febrúar 1976, og Elías Sigurður Angantýsson, fæddur 29. október 1886 í Grunnavík. Hann drukknaði í fiskiróðri 7. nóvember 1923 er vélbáturinn Egill frá Bolungarvík fórst. Jóhanna fluttist með móður sinni til Akureyrar og síðar til Siglu- fjarðar, þar sem hún vann við síld- arsöitun. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Kristjáni Þor- varðssyni, fæddum 19. ágúst 1904, læknanema frá Vík í Mýrdal, en hann starfaði um tíma við að meta síld. Síðar starfaði Jóhann í Kon- fektbúð á Hótel íslandi í Reykjavík. 29. júní 1935 giftist Jóhanna Kristjáni og fylgdi honum til Dan- merkur 1937, en þar stundaði Krist- ján framhaldsnám í læknisfræði, tauga- og geðlæknisfræði. í Dan- mörku voru þau hjónin til loka seinni heimsstyrjaldarinnar, eða þar til í nóvember 1945. Böm þeirra hjóna eru: Andrea Elísabet, fædd í Reykjavík 1. júní 1936, meinatæknir á Landakoti. Margrét, fædd 9. júní 1941 í Hró- arskeldu, gift Jóni Friðgeir Einars- syni, framkvæmdastjóra í Bolung- arvík. Sonur þeirra er Kristján, fæddur 9. ágúst 1977. Böm Jóns frá fyrra hjónabandi em Margrét, Einar Þór og Ásgeir Þór. Bragi, lögfræðingur í Reykjavík, fæddur 8. janúar 1945 í Soro, kvæntur Bjarnfríði Ámadóttur, bankastarfs- manni. Böm þeirra eru Jóhanna Margrét, fædd 20. nóvember 1976 og Berglind Björk, fædd. 13. apríl 1982. Sjöfn, læknir, fædd í Reykja- vík 4. júlí 1951. Eftirlifandi systkini Jóhönnu em Kristjana, búsett í Bandaríkjunum, Gísli, Guðrún og Elísa öll búsett í Reykjavík. Jóhanna og Kristján bjuggu fyrstu árin eftir heimkomuna frá Danmörku á Skúlagötu í Reykjavík, en síðar eignuðust þau sitt góða og fallega heimili að Grenimel 30, þar sem Jóhanna rak og stjórnaði stóm heimili styrkri hendi og með miklum glæsibrag. Þar fann maður sig ætíð velkominn, var tekið með glaðværð og mikilli gestrisni. Kristján var mikið að heiman vegna starfs síns, ófáar vora vitjan- imar sem hann fór á öllum tímum sólarhringsins. Alla tíð stóð Jó- hanna sem klettur við hlið manns síns. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þau töluðu saman af mikilli virðingu og hlýju og allt til þess síðasta, en Kristján lést í nóvember á síðasta ári. Jóhanna og Kristján vora afar samhent hjón. Hjónaband þeirra byggðist upp á gagnkvæmri ást, virðingu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Missir Jóhönnu var því mikili eftir að Kristján hvarf á braut. Þau vora þeirrar gæfu að- njótandi að geta búið á heimili sínu til þess síðasta, og er það bömum þeirra að þakka, sérlega Elísabetu sem alla tíð hefur hugsað um for- eldra sína af stakri natni. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Jóhönnu og Kristjáns og þökk- um fyrir samverustundimar sem aldrei gleymast. Bömum og fjöl- skyldum þeirra vottum við innilega samúð okkar og biðjum þess að minningin um yndislega foreldra styrki þau á þessum erfíðu tímum í lífí þeirra. Margrét, Einar Þór og Ásgeir Þór. Minning Eyjólfur Stefáns- son frá Kálfafelli Fæddur 14. júlí 1905 Dáinn 31. janúar 1994 Eyjólfur var sonur hjónanna Stef- áns Jónssonar hreppstjóra og vega- verkstjóra frá Sævarhólum og Krist- ínar Eyjólfsdóttur frá Reynivöllum. Ejólfur fæddist að Reynivöllum árið 1905 en flutti með foreldram sínum að Kálfafeili 1919. Eyjólfur, eða Addi eins og hann var jafnan kallað- ur, vann með föður sínum við vega- gerð á sumrin og varð síðar flokks- stjóri hjá Vegagerðinni. Addi tók við búi á Kálfafelli um 1930. Um það leyti kvænist hann konu sinni, Ág- ústu Sigurbjömsdóttur frá Gamla- garði í Suðursveit. Foreldrar Adda bjuggu hjá þeim til dauðadags. Addi og Gústa bjuggu á Kálfa- felli í 22 ár og búnaðist vel eftir því sem þá gerðist. Hann var glöggur og lánsamur með allt búfé og vora kynbótahrútar frá honum eftirsóttir. Hann hugsaði líka mjög vel um allar skepnur og var glöggur og víðsýnn þegar kynbætur voru annars vegar, hafði vakandi auga með öllu í kring um sig. Á þeim áram var fé jafnan einlembt nema að meira var um það hjá Adda en öðram að æmar væra tvílembdar og hefur hann sóst eftir því. Þegar hann síðar brá búi og flutti á Höfn gaf hann Karli Bjama- syni á Smyrlabjörgum anga af þessu fé og út af því er sprottið hið marg- lembda fé, sem frægt er orðið. Árið 1952 flutti Addi austur á Höfn. Hann var þá þjakaður af hey- mæði og treysti sér ekki lengur til að gegna skepnum á vetrum. Hann seldi þá flestar æmar og öll hrossin, þar á meðal uppáhalds hryssu sína, Perlu frá Kálfafelli, en undan henni kom síðar hinn landsfrægi gæðingur og hlaupagarpur, Þytur frá Hlíða- bergi, oftast kenndur við Svein K. Sveinsson í Völundi. Addi var góður hestamaður. Seinna eignaðist hann aftur hross og átti jafnan hross í fremstu röð. Hann var skapharður og kröfuharður reiðmaður og hestar hans vora alltaf vel hirtir og fóðraðir. Fyrstu minningar mínar um Adda era frá samkomum í Suðursveit. Þar var hann ævinlega fremstur í flokki; var söngstjóri, kórstjóri, organisti og lék fyrir dansi. Sérstaklega man ég eftir því þegar ungmennafélagið keypti harmoniku. Hún var tekin spáný upp úr kassanum á Fjallasam- komu í Staðaríjalli. Það var hátíðleg stund þegar Áddi vígði hinn nýja grip og ómar af spili hans hljómuðu í fjöllunum. Og þannig lifír minning hans í Suðursveit. Söngur, gleði og hressilegt viðmót var það sem fyrst og fremst einkenndi hann. Þrátt fyrir að tuttugu og fímm ára aldurs munur væri á okkur Adda urðum við góðir kunningjar þegar hann bjó á Kálfafelli og ég á næsta bæ, Kálfafellsstað, og hélst sá kunn- ingsskapur eftir að hann var fluttur á Höfn. Ég var aðeins þrettán ára gamall þegar ég flutti að Kálfafells- stað. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við Addi fóram saman ríðandi að gá að lambfé. Þá var eins og við værum jafnaldrar. Hann, eins og strákur, eggjaði mig stöðugt í að hleypa á móti sér og margan sprett- inn fór Perla hans í þessum leik enda víða gott færi á Steinasandi. Löngu síðar, eða 1970, fóram við saman ríðandi á landsmót hesta- manna á Þingvöllum. Hann var þá hálf sjötugur en engan bilbug var samt á honum að fínna, hélt óragur út í öll vötn. Þá vora vötn á Skeiðar- ársandi ennþá óbrúuð. Það var hressandi sjón þegar Addi gerði liðk- unaræfíngar á morgnana, fékk sér einn morgunsnafs hjá Pétri Jónssyni á Egilsstöðum, sem var með okkur í ferðinni, og var þá orðinn eldspræk- ur og lék við hvem sinn fíngur allan daginn. Á mótinu tók hann þátt í kappreiðunum og varð annar í 800 metra brokki á Garpi sínum. Móðir Adda átti við andlega van- heilsu að stríða á efri áram og kom það í hlut Adda og Gústu að hjúkra henni og annast. Þá var ekki um annað athvarf að ræða fyrir slíka sjúklinga og engin lækning þekktist. Þegar ég Iít til baka get ég ekki annað en dáðst að þeim mikla and- lega þrótti sem Addi hefur búið yfír. Þrátt fyrir fordóma og þekkingar- leysi lét hann þetta ekki beygja sig. Hann tók fulla ábyrgð á þeirri konu sem bar hann í heiminn og hjúkraði henni í veikindum hennar en var um leið aðal driffjöðrin í öllu félagslífí í sveitinni. Slíkt gera engir meðal- menn. Það er með þakklæti í huga sem við hjónin minnumst þeirra Adda og Gústu. Ingimar Bjarnason, Jaðri. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL LÚÐVÍKSSON, Digranesvegi 56, Kópavogi, andaðist 11. þ.m. Útförin fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 21. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálp- arsveit skáta í Kópavogi. Kristín Kristjánsóttir, Hilmar Karlsson, Kristfn Pétursdóttir og barnabörn. Minning Bjame Fidjestöl Fæddur 30. september 1937 Dáinn 9. febrúar 1994 Dr. philos., Bjame Fidjestöl, pró- fessor í norrænum fræðum við háskól- ann í Björgvin í Noregi, lést skyndi- lega hinn 9. febrúar aðeins 56 ára gamall. Bjami fæddist 30. september 1937 og í æsku átti hann lengst af heima í Luster í Sogni. Bjami var prestsson- ur og að sögn hans sjálfs ólst hann ekki síður upp í kirkjunni á staðnum, sem er virðuleg og falleg kirkja frá um miðri 13. öld, en heima á prests- setrinu. Trúarbragðasaga þjóðarinnar virð- ist hafa talað beint til hans frá altari- stöflum og helgimyndum, sálmum og postillum, því Bjami var einkar næm- ur á þörf manna í aldanna rás til að tjá tilfinningar sínar og trúhneigð hvort sem það var í myndlist, tónlist eða skáldskap. Trúfesti Bjama og tryggð var við- tæk, hann sýndi öllum sem komu í hans veg mannúð og virðingu og var alltaf tilbúinn að hlusta eða gefa gott ráð ef þess var þörf. Hann var frem- ur hógvær maður í garð annarra og sýndi ætíð virðingu fyrir lífsviðhorfi og skoðunum annarra manna, jafnvel þó þær styngju í stúf við eigin sann- færingu. Maðurinn var alltaf í brennidepli hjá Bjama, og ég held að hann hafi litið á mismunandi lífsviðhorf og trú- arbrögð sem læki úr sömu upp- sprettu; þörf mannsins fyrir heild og merkingu. Sjálf kynntist ég Bjama vorið 1993 þegar ég fór að læra norsku við há- skólann í Björgvin. Hann kenndi þá norræn fræði auk þess sem hann hélt eftirminnilegt námskeið um sögu sálmakveðskapar og kirkjusöngva Norðurlanda. Álls konar fróðleik hristi hann fram úr erminni og Bjami virt- ist alls staðar vera vel heima hvort sem talið barst að rétttrúnaði og heit- trúarstefnu, dönskum skáldum eða íslenskum. Bjami kunni lagið á að skýra og auðvelda erfítt efni; mörgum þótti norræn fræði torskilin og oft á tíðum erfíð að tileinka sér, en Bjami gerði sér grein fyrir að öldin væri önnur eins og það heitir, og leysti vel þann vanda að tengja fortíð og nútíð. Honum tókst að gera fomsögumar að samtímaskáldskap, og sýndi fram á að þær áttu erindi við okkur í dag. Ég held það sé ekki of djúpt í árinni tekið ef ég held því fram að fyrirlestr- ar Bjama hafí alla jafna verið há- punktur dagsins. Það var því mikið áfall þegar hann féll skyndilega niður í tíma. Hann var þá að tala um hlut- verk valkyija í Haraldskvæði. Hver veit nema valkyijumar hafí heimtað hann heim til Valhallar ... . Rauði þráðurinn í norrænukennslu Bjama var ekki einungis að fræða okkur um fom fræði, heldur einnig að sýna fram á að hugsunarháttur liðinna tíma er okkur mikilvægur til þess að skilja stöðu okkar í samtím- anum. Rætur nútímamannsins era margslungnar, en þær era til staðar og Bjami lagði ræld við að sýna okk- ur þær. Þannig má segja að Bjami hafí ekki síst kennt okkur um mannleg verðmæti. Ef við eram okkur meðvit- uð um stöðu okkar í síbreytilegum heimi, þá er einnig hægt að ganga til móts við fortíðina. Þessi heimspeki ef svo má kalla, er alls ekki svo þjóðemissinnuð sem halda mætti. Bjami lýsir henni með þessum orðum í seinasta formála sín- um í tímaritinu Syn og Segn (10:1973) þar sem hann var meðrit- stjóri í mörg án Bjami hvetur landa sína til að halda áfram að rækta land sitt og tungu: „Það er alþjóðlegt starf, og hið sama gera þeir í Kína og Tanzaníu, og á Færeyjum [...] sá sem hefur öðlast sögulega vitund veit að í öllum löndum er eitthvað sem varir, bak við allt sem breytist." Ég vil að lokum gera þessi orð Bjama að mínum: Þó að Bjami sé horfínn, þá mun kunnátta hans og lífsspeki lifa áfram í okkur nemendum hans, nú er komið að okkur að skila arfínum áfram. Ég votta ijölskyldu hans og aðstandendum öllum innilega samúð. Ingeborg Huus, Bergen. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA ELÍASDÓTTIR, Grenimel 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju, mánudaginn 21. mars kl. 10.30. Andrea Elísabet Kristjánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Jón Friðgeir Einarsson, Bragi Kristjánsson, Bjarnfrfður Árnadóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför éstkærrar eiginkonu minnar, INGIBJARGARINGADÓTTUR, Hraunbæ 102b, Reykjavik. Guðlaugur Þór Böðvarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, AÐALHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Hjallavegi 31. Sérstakar þakkir til Guðmundar M. Jóhannessonar læknis og starfsfólks deildar 11-E á Landspitalanum. Andrjes Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.