Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIVIIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
35
ATVINNUA UGL YSINGA R
Hjúkrunarfræðingar
- kvöldvaktir
Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði óskar
eftir að ráða hjúkrunarfræðing
á 60% kvöldvaktir.
Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Ingi
mundardóttir, hjúkrunarforstjóri,
í síma 50281.
Þjónustudeild
Vegna mikillar sölu á Novell-netstýrikerfun-
um óskum við eftir að ráða starfsmann í
tæknideild okkar.
Um er að ræða vinnu við uppsetningar og
þjónustu á tölvubúnaði, hugbúnaðarkerfum
og Novell-netstýrikerfum.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða
menntun á tölvusviði og starfsreynslu við
Novell-netuppsetningar.
Nánari upplýsingar veitir ívar Harðarson,
deildarstjóri tæknideildar.
Umsóknum skal skilað fyrir 30. mars nk.
merktum: „Þjónustudeild".
Tæknival
SKEIFAN 17 Póstbólf 8294
128 REYKJAVÍK
SÍMI: 91 - 68I66S FAX: 91-680664
Fjármálastjóri
Við óskum eftir að ráða fjármálastjóra fyrir
einn af viðskiptavinum okkar sem staðsettur
er úti á landi.
Við leitum að viðskiptafræðingi eða manni með
sambærilega menntun eða mikla reynslu.
Um er að ræða fyrirtæki í sjávarútvegi, sem
rekur bæði veiðar og vinnslu.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkar fyrir
25. mars nk.
Endurskoðun Sig. Stefánssonar hf.,
Ármúla 40,
Pósthólf8736,
108 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri
Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa
hjá Sláturfélaginu Barða á Þingeyri.
Starfssvið framkvæmdastjóra:
1. Stefnumótun, skipulagning og dagleg
framkvæmdastjórn.
2. Yfirumsjón slátrunar, framleiðslu og
markaðssetningar.
3. Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana, dag-
leg fjármálastýring og færsla bókhalds.
4. Efla tengsl við framleiðendur og núver-
andi viðskiptavini, afla nýrra og greina
þarfir þeirra um vöruframboð og þjón-
ustu.
Reynsla af stjórnun úr samskonar/svipuðum
rekstri ásamt þekkingu á landbúnaði æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
. Ráðningaþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Framkvæmdastjóri 068" fyrir 1. apríl nk.
Hagvai ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Hugbúnaðar-
tæknimaður
Stór þjónustustofnun í borginni óskar að
ráða tæknimann til starfa í tæknideild, til að
annast þróun, uppsetningu og rekstur upp-
lýsingakerfa og ráðgjöf við notendur.
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á
Unix-umhverfi, netstýrikerfum og aigeng-
ustu forritunarmálum.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknareyðublöð og nánari uppiýsingar
fást á skrifstofu okkar til 30. mars nk.
QiðntTónsson
RÁÐGJÖF feRÁÐNINCARÞjÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á neðangreinda leikskóla:
í fullt starf:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 813560.
Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770.
í hálft starf:
Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810.
í hálft starf 10-15:
Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik-
skólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Háskólinn á Akureyri
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða prófessors í hagfræði
Til greina kemur að ráða í stöðu dósents eða
lektors í stað prófessors. Starfsvettvangur
er aðallega við sjávarútvegsdeild.
Staða prófessors í hjúkrunarfræði
Staða dósents íhjúkrunarfræði
Starfsvettvangur er aðallega við
heilbrigðisdeild.
Staða lektors íhjúkrunarfræði
Aðalkennslugrein er hand- og lyflækninga-
hjúkrun. Starfsvettvangur er aðallega við
heilbrigðisdeild.
Tvær hálfar stöður lektors
íhjúkrunarfræði
Aðalkennslugreinar eru barnahjúkrun og
fæðingar- og kvenhjúkrun. Starfsvettvangur
er aðallega við heilbrigðisdeild.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf,
svo og vísindastörf sín, ritsmíðar
og rannsóknir.
Laun samkvæmt kjarasamningum Félags
háskólakennara á Akureyri.
Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist
Háskólanum á Akureyri fyrir 15. apríl nk.
Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn
viðkomandi deilda eða rektor
í síma 96-30900.
Háskólinn á Akureyri.
Leikskólinn Fagrabrekka,
Lambastaðabraut 5,
Seltjarnarnesi.
Fóstrur
Óskum eftir tveimur fóstrum til starfa.
Á Fögrubrekku er sveigjanleg vistun barna
á aldrinum 2ja-6 ára.
Fagrabrekka er einnar deildar leikskóli með
alls 43 börnum og byggist starfsemin á
öflugu hópastarfi.
Vinsamlegast komið eða hringið til Dagrúnar
Ársælsdóttur, leikskólastjóra, vs. 611375
og hs. 612197.
amttBB *■■*« EIIilIRlKÍU leitKKieim I iii| 1 fclUIiIHSBI 1|E iqmiíiii1 BfliH pBtlgeeieiiii
Frá Háskóla íslands
Starf kynningarfulltrúa við Háskóla íslands
er laust til umsóknar. Starfið felur m.a. í sér
að sjá um kynningu á sjónarmiðum og mál-
efnum Háskólans, ráðgjöf um kynningarmál
innan Háskólans og vinnu við ýmis útgáfu-
mál. Kynningarfulltrúi starfar jafnframt með
kynningarnefnd Háskólans. Æskilegt er að
umsækjendur hafi háskólamenntun og
reynslu af fjölmiðla- og almenningstengslum,
búi yfir sjálfstæði og frumkvæði í starfi ásamt
samstarfs- og skipulagshæfileikum.
Umsóknum skal skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík, fyrir 19. apríl 1994.
Samvinnuháskólinn
Umsjón fasteigna
Laust er til umsóknar starf umsjónarfulltrúa
við Samvinnuháskólann á Bifröst. í starfinu
felst m.a. umsjón með rekstri fasteigna skól-
ans og Nemendagarða Samvinnuháskólans,
útleigu húsnæðis og samskipti við íeigjend-
ur, yfirumsjón með viðhaldi og umsjón með
húsbúnaði o.fl.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í
rekstri fasteigna. Væntanlegir umsækjendur
verða að vera tilbúnir til að búa á Bifröst eða
mágrenni.
Frekari upplýsingar gefur rektor Samvinnu-
háskólans í síma 93-50000.
Umsóknum þar sem koma fram upplýsingar
um menntun og starfsreynslu ásamt með-
mælum sendist rektor Samvinnuháskólans,
Bifröst, 311 Borgarnes, fyrir 30. mars.
Sölustarf
Traust innflutningsfyrirtæki óskar eftir að
ráða sem fyrst hressan og duglegan starfs-
kraft (helst stúlku/konu) til tímabundinna
sölustarfa, hlutastarf kemur til greina.
Starfið felst í að heimsækja fasta viðskipta-
menn fyrirtækisins, sem aðallega eru snyrti-
vöruverslanir og apótek. Launin geta verið
góð, sem ákvarðast sem söluþóknun eftir
árangri.
Gerðar eru kröfur um að umsækjendur séu:
• Skipulagðir.
• Heiðarlegir.
• Hafi bifreið til umráða.
• Hafi ánægju af sölustörfum
og mannlegum samskiptum.
Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf
og annað það sem máli getur skipt (mynd
æskileg), skal senda til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 24. mars, merktar:
„Sölustarf - 10258".