Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 19 Seðlabankastjóri Svíþjóðar segir fastgengi og sameiginlegan gjaldmidil naudsynleg markmið draga af kreppu undanfarinna ára? „Lærdómurinn er sá að við verðum að einblína á stöðugt verðlag. Undanfarin tuttugu ár höfum við reynt að sleppa ódýrt frá hlutunum sem hafa getið af sér verðbólgu og loks efnahagssamdrátt. Þannig var málum háttað á áttunda ára- tugnum og þannig var málum hátt- að á níunda áratugnum. Sú efna- hagskreppa, sem nú er að baki, er sú mesta frá því á millistríðsárun- um. Við sjáum því að það er nauð- synlegt er að verðlag haldist stöð- ugt og að ríkisfjármálin séu í lagi.“ En er pólitískt raunhæft að ætla að ná fram þeim mikla niður- skurði, sem nauðsynlegur er til að koma á jafnvægi í ríkisfjármáium og draga úr opinberum skuldum. Þær neyðaraðgerðir, sem ákveðnar voru haustið 1992, voru fyrst og fremst langtímaaðgerðir, sem enn á eftir að koma í ljós hve miklu muni skila. Reynslan alls staðar að sýnir að mjög erfitt er að skera niður ríkisútgjöld í „æskilega" stærð út af pólitískum aðstæðum. Er hægt að ná jafnvægi milli þess sem er nauðsynlegt og þess sem er framkvæmanlegt? „I lok síðasta og byrjun þessa áratugar hefur endurmat átt sér stað jafnt meðal jafnaðarmanna sem borgaralegu flokkanna. Það hefur margt verið gert til að draga úr hinum kerfis- læga vanda sem og hinum fjár- málalega. Það er enn langt í land en margt hefur verið gert og það tel ég mjög jákvætt. Greinilega hafa fjármálamarkaðimir túlkað stöðuna á sama hátt því að lang- tímavextir hafa lækkað verulega. Enn er gengi krónunnar veikt en við vonumst til að það muni styrkj- ast á næstu árum. Ég vil þó ítreka eftirfarandi: Við eigum eftir að leysa mjög erfið vandamál og lausn þeirra mun gera miklar kröfur til hins pólitíska kerfis. Ég held að stjómmálamenn geri sér líka grein fyrir því.“ Þrátt fýrir vandamál undanfar- inna ára er sænskt efnahagslíf eitt hið öflugasta í Evrópu, sem sést kannski best á því að Svíar verða sú þjóð, sem mest mun greiða til sameiginlegra sjóða Evrópusam- bandsins miðað við höfðatölu í framtíðinni. Fyrst að Svíar treysta sér ekki til að taka upp fastgengis- stefnu og ná markmiðum EMU á næstu ámm er þá ekki mjög ólík- legt að mörg önnur Evrópuríki standist þær kröfur sem hinn efna- hagslegi og peningalegi samrani Evrópusambandsríkjanna, sem ákveðinn var með Maastricht-sátt- málanum, gerir til þeirra? Mætti ekki jafnvel segja að hugmyndin um efnahagslegan samruna sé óraunhæf? „Nei. Svíar hafa lýst því yfir að þeir gangist við ákvæðum Maastricht og að því er stefnt. Við eigum við sérstök vandamál að stríða í okkar efnahagskerfi þegar kemur að íjárlagahallanum. Það er hreinlega hlutur sem við verðum að taka á. Það hefur líka margt breyst með því að verulega aukin viðmiðunarmörk vora tekin upp innan ERM. Það hefur tímaáætlun verið ákveðin fyrir þessa þróun og af okkar hálfu liggur fyrir að við föllumst á hana og viljum fylgja henni. Rétt eins og önnur ríki áskiljum við okkur þó þann rétt að okkar þjóðþing taki sjálfstæða ákvörðun er kemur að því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Það er erfitt að segja eitthvað ákveðið um tímasetningar. Fyrst verðum við að gera hreint fyrir okkar dyr- um í efnahagsmálunum." Báckström segir að það yrði mikill kostur fyrir Svía að taka upp fast gengi. Éfnahagskerfi þeirra sé lítið og opið og rétt eins og önn- ur smáríki séu þeir mjög háðir utan- ríkisviðskiptum. „Svíar höfðu mjög mikinn hag af föstu gengi um margra áratuga skeið og það er nauðsynlegt að við hverfum aftur til þess ástands. Síðast var gengi sænsku krónunnar fljótandi á íjórða áratugnum og allur hugsun- arháttur Svía tekur því mið af fast- gengi.“ Kostir sameiginlegs gjaldmiðils Fastgengi er eitt en sameiginleg- ur gjaldmiðill annað. Gjaldmiðlar einstakra ríkja, s.s. þýska markið og breska pundið, era ákveðin þjóð- artákn. Er nauðsynlegt að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil þó að maður fylgi fastgengisstefnu og getur það ekki jafnvel verið vara- samt? „Það fylgja því miklir kostir fyrir okkur að hafa fast gengi og hið endanlega fastgengi er auðvitað sameiginlegur gjaldmiðill. Þegar við tengjum gengisskráninguna öðram gjaldmiðlum er alltaf hætta á spákaupmennsku, Til lengri tíma litið er niðumeglt gengi því Svíum hagstætt. Svo koma auðvitað til sögunnar þjóþemisleg sjónarmið og viðkvæmni við að skipta um gjald- miðil. Sænska ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að það æskileg þróun, sem stefnt sé að.“ En er það framkvæmanlegt að ætla að taka upp sameiginlega stefnu í peningamálum þegar til dæmis er haft í huga hversu gjör- ólíkri peningastefnu er fylgt í til dæmis Þýskalandi og Grikklandi? Allar hefðir í þessum efnum era mjög ólíkar í þeim ríkjum, sem ætla að taka þátt í þessu sam- starfi. Fátt er sameiginlegt með sögu, hugsunarhætti og skipulagi Bundesbank, Banque de France og Bank of England. Hvemig á það að vera framkvæmanlegt að bræða þetta allt saman á örfáum -árum? „Það er mjög erfitt að ræða um tímasetningar. Ef við lítum hins vegar á evrópska gengissamstarfið á níunda áratugnum þá leiddi það til þess að samræma verðbólgu- hraða og raunar fjármálaþróunina á flestum sviðum. Það var mikill kostur. Ef við lítum aftur til ársins 1970 eða jafnvel 1980 þá var mik- ill munur á verðbólgu í Evrópuríkj- unum. Úr þeim mun dró mjög vera- lega á síðasta áratug. Þá skall sam- eining Þýskalands á, sem hafði mikil flármálaleg áhrif og traflaði þessa þróun. Bundesbankinn varð að hækka vexti sína sem gerði mörgum öðram ríkjum, þar á með- al Svíþjóð, erfiðara fyrir og leiddi til alls konar traflana. Til lengri tíma litið er hins vegar ljóst að fastgengi eflir hið fijálsa flæði vöra, þjónustu og vinnuafls." En má ekki segja að þessi „trafl- un“ sé einmitt sönnun þess að sam- eiginleg peningastefna og sameig- inlegur gjaldmiðill getur ekki orðið að raunveraleika? Þegar Þýskaland sameinaðist varpaði þýski seðla- bankinn öllum „samevrópskum" hagsmunum og sjónarmiðum fyrir róða og fylgdi peningastefnu sem tók algjörlega mið af hinum sér- þýsku aðstæðum. „Við verðum að muna að flest Evrópuríki urðu að greiða enn hærri vexti en í Þýska- landi. Það kom álag á þýsku vext- ina og auk þess stöðugar árásir spákaupmanna á fjármálamörkuð- um gegn gjaldmiðlunum. Þar sem gengisskráning allra ríkja tók mið af gengisskráningu annarra ríkja varð vandinn enn meiri. Ef búið hefði verið að koma á peningaleg- um samrana þá hefði þetta aukaá- lag ekki komið til. Reynslan af þessu er sú að það er erfítt að halda uppi gengisskráningu sem tekur mið af gengi annarra gjald- miðla vegna hættunnar á spákaup- mennsku. Fljótandi gengi eða al- gjört fastgengi era valkostimir og það hlýtur að lokum að leiða til sameiginlegs gjaldmiðils. Það er hins vegar rétt hjá þér að þetta krefst þess að ríkisfjármál ein- stakra ríkja séu í jafnvægi. Menn geta ekki leyft sér að reka ríkissjóð með of miklum halla heldur verða að vera með sin mál í lagi. Það krefst kerfisbreytinga og ákveðins sveigjanleika. Avinningurinn yrði hins vegar mjög mikill." Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma kynna sumaráætlun á i:'pí™saí a HÓTEL SOGU, sunnudaginn 20. mars 1994 SÉRSTÆÐASTI BÆKLINGURINN MEÐ SPENNANDI, ÓDÝRUM HEIMSREISUM. HÓTEL-SAGA -ÁRSALUR-sunnud. 20. mars kl. 14.00: UNDUR HEIMSINS 1 994-KYNNING: ÓKEYPIS Töfrar Ítalíu, siglingar og dvöl í Karíbahafi, stjörnuborgir Austurlanda, hnattreisa umhverfis jörðina, valin hótel, hagstæðustu flugfargjöld á fjarlæga staði, tækifærisferðir s.s afmæli, brúðkaup o.fl. Myndasýningar. Kaffiveitingar á vegum hússins. Ingólfur Guðbrandsson kynnir áætlun ársins og starfsfólk veitir upplýsingar. HÓTEL SAGA-SÚLNASALUR-sunnu.d. 20. mars kl. 19.00: r r r (Árshátíð Heimsklúbbsins 1994) með skemmtun, ferðakynningum, Ijúffengum kvöldverði, myndasýningum og dansi til kl. 01 með vinsælustu danshljómsveitinni. Kynntar verða: Hnattreisan 1994, Safaríferð um frægustu villidýralendur heims í Kenya og Tanzania + lúxusgististaður við Indlandshaf á Grand Hotel o.fl. GLÆSILEGUR MANNFAGNAÐUR OG KJÖRIÐ TÆKIFÆRI TIL AÐ GANGA í HEIMSKLÚBBINN. Gestir hátíðarinnar frá árgjald 1994 ókeypis. Aðgangseyrir með kvöldverði AÐEINS KR. 1.900. Pantið strax, áður enuppselt verður og tryggið ykkur borð ■ Súlnasal Hótels Sögu. FERÐASKRIFSTOFAN _ mm HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AumiRSTiuui reyuavíkST^oÖkhÍÍuusm HENTUQ - SMEKKLEG - ÓDÝR Þola hreinsun með klórblöndu! LITRÍKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. EKKERT BERGMÁL O^ápl Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja ' gott hljóðísog. ENGAR TROQNAR SLÓOIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaðurmagn og endurrelsn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. AUÐPRIFIÐ Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAÞOLIÐ BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna Iftinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). GLEÐUR AUGAÐ Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Utir falla saman í eina heild á stórum sölum. 5ANNUR HARÐJAXL Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. BLÁSIO Á BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. Á erfiðari bletti má nota klórefni. ENGIN RAFSTUÐ BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn i gamið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna stöðuspennu. n ORKUSPARANDI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaði. Stigahúsatilboð tiMO. apríl 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar ÓKEYPIS LÖGN á stigahúsið. Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. PPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.