Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Aki Elísson tré- smiður - Minning Fæddur 15. febrúar 1958 Dáinn 12. mars 1994 Þeim sem eru í fullu fjöri og hafa nóg fyrir stafni er dauðinn víðs fjarri. Jafnvel þótt við séum minnt á hann daglega í fréttum og dánar- fregnum er hann fjarlægur engu að síður. Það er þá fyrst sem einhver sem manni er nálægur og kær stend- ur frammi fyrir dauðanum, að mað- ^ ur áttar sig á hversu nærri dauðinn er öllum þeim sem lifa. Þessar og fleiri hugsanir komu upp í hugann þegar ég frétti að minn kæri svili á Akureyri lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og tvísýnt væri um líf hans. Úr fjarlægð fylgdist ég með því hversu honum elnaði sóttin og á fjórum dögum var hann allur. Góður drengur er horfinn sjónum okkar, langt um aldur fram. Elskuleg mág- kona mín og börnin þeirra fjögur hafa nú misst þann sem þeim er kærastur. Leiðir mínar og Áka Elíssonar lágu saman um þær mundir sem við vorum báðir að ná í konuefnin okk- ar. Margar góðar stundir áttum við saman hjá tengdaforeldrum og tengdafjölskyldu okkar á Nípá í Köldukinn, jafnt að sumri sem vetri. Þessum glaðsinna og ljúfa dreng átti ég eftir að kynnast betur eftir því sem árin liðu. Þótt fjarlægðir skildu okkur að voru samverustund- imar býsna margar þegar litið er yfir farinn veg. Gaman var að spjalla saman um heima og geima og ekki var síður skemmtilegt að velta fyrir sér tæknilegum lausnum þegar Áki tók að sér að lagfæra húsið okkar hjóna á Seltjamamesi. Það verk vann hann með stakri prýði, fag- legri nákvæmni og útsjónarsemi. Þegar við hittumst gáfust stundum tækifæri til styttri ferðalaga. Ófáar stundir flugum við saman um loftin blá til þess að skoða landið okkar fagra. Árið 1980 hófu Áki og Bryndís búskap í fallegu einbýlishúsi á Ak- ureyri sem þau byggðu saman af miklum myndarskap og dugnaði. Á fyrsta árinu fæddist þeim fyrsti sól- argeislinn þeirra, hún Fjóla. Á næstu árum bættust tvær yndislegar telpur í hópinn, Sóley og Lilja. Það var mikil ánægja með það í fjölskyld- unni þegar litli Brynjar Elís kom í heiminn og strákur kominn í bama- hópinn. Vegna ferða minna og vinnu kom ég í ófáar heimsóknir til Áka, Bryndísar og bamanna á Akureyri og hjá þeim fannst mér sem ég ætti mitt annað heimili. Á þessum fimmtán árum sem ég þekkti Áka þótti mér meira til hans koma með hveiju árinu sem leið. Hlýja og glettni voru samofin öliu hans fasi. Áki kunni að hlusta betur en margur maðurinn og þegar hann lagði eitthvað til málanna var það gert af íhygli og yfirvegun. Ég hefí oft hugsað með tilhlökkun til þess tíma að við gætum átt fieiri stundir saman, því Áki var svo gefandi og það var svo gott að vera í návist hans. Ég sakna þess mjög að geta ekki lengur ræktað vináttu við þenn- an fölskvalausa og hjartahreina dreng sem Áki var, en er þess jafn- framt fullviss að leiðir okkar liggi saman síðar i tilverunni. Við Guðfinna vottum elskulegri systur hennar og mágkonu minni ásamt börnunum innilega samúð okkar, ekki síst henni Fjólu. Sömu- leiðis allri íjölskyldu okkar og Áka heitins. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra. Ég bið kærum mági mínum blessunar, þegar hann sér á bak sínum besta vini. Megi Guð opna augu okkar allra fyrir því hversu lífið er dýrmætt og hversu þakklát við megum vera fyrir þann tíma sem við fáum að vera samvist- um við ástvini okkar. Kæri Áki minn, ég þakka þér all- ar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég bið þér Guðs blessun- ar til æðri starfa á ljóssins vegum. Bjöm Rúriksson. Fyrir nokkru íþyngdu mér hugs- anir sem ég gerði mér ekki grein fyrir að hefðu neina sérstaka merk- ingu. Ef til vill hafa þær heldur ekki haft neina merkingu. Ég fann hjá mér þörf, sem ekki verður út- skýrð með orðum, til að leiða hug- ann norður til Akureyrar, til æsku- vinar míns og félaga, Áka Elíssonar. Það var mér því þungbært að heyra að hann Áki hefði veikst alvar- lega og látist laugardaginn 12. mars. Mér er hugleikinn sá tími sem við áttum sem börn og unglingar austur á Breiðdalsvík þar sem við ólumst upp, en síðan skildi leiðir. Fyrir norðan fann Áki ástina sína, hana Bryndísi Karlsdóttur. Á Akur- eyri kusu þau að reisa sér framtíðar- heimili sem þau gerðu svo myndar- lega að Borgarsíðu 18. En þau létu ekki þar við sitja heldur fylltu það af litlum „blómastelpum", þeim Fjólu, Sóleyju og Lilju, sem eru hver annarri yndislegri, og svo bættist prinsinn, Brynjar Elís, í hópinn. Þó langt væri á milli okkar höfum við samt alltaf haft samband reglu- lega og það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Áki var alltaf eins, glaður og kátur. Ég var svo heppinn að koma á Akureyri vegna starfs míns öðru hvoru undanfarin ár og hef þá notað tækifærið og heimsótt Áka og fjölskyldu hans í leiðinni. Þær fáu stundir sem við áttum saman við þessi tækifæri voru notaðar til að riija upp bernskubrek okkar, mér til mikillar ánægju. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS WENDEL verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 22. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Marianna Wendel, Linda Wendel, Agnar Ingólfsson. barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI HELGASON, Fornastekk 17, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. mars kl. 13.30. Anna Guðmundsdóttir, Marfa Helgadóttir, Friðrik G. Gunnarsson, Inga Lára Helgadóttir, Ólafur H. Jónsson, Björk Helgadóttir, Sigurður Hauksson, Helgi Helgason, Guðmundur R. Helgason og barnabörn. Þó stundirnar sem við áttum sam- an hafi verið allt of fáar, kæri vin- ur, eru þær ljúfar. Er mér efst í huga þessa stundina: verslunar- mannahelgin 1980 þegar við komum norður og þú sýndir okkur svo stolt- ur frumburðinn, hana Fjólu, sem ennþá var á fæðingardeildinni, af- mælisdagurinn hennar þegar þið voruð hjá okkur austur á Hornafirði og hún varð ekki mjög glöð að verá kennd við blómið, 17. júní 1989 þeg- ar við nutum gestrisni ykkar sem oft áður. Það var svo af ótrúlegri tilviljun að við skyldum vera heima síðastliðið sumar þegar þið komuð í stutta en ánægjulega heimsókn með öll börnin, þann dag vorum við búin að ákveða að vera utanbæjar, en af einhveijum óskiljanlegum ástæðum fórum við ekki. Þegar við kvödd- umst þennan sólríka góðviðrisdag í júlí gerði ég mér ekki grein fyrir að þetta yrði okkar síðasta kveðja. Hann Áki er farinn. Eftir því sem ég sit hér lengur og hugsa aftur þá finn ég að ég á óteljandi skemmtilegar minningar tengdar þessum góða dreng. Ég minnist hans með gleði, um leið er sárt að kveðja hann svona alltof fljótt. Við Oddný viljum senda ykkur elsku Bryndís, Fjóla, Sóley, Lilja og Brynjar Elís, okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Við vonum að minningin um elskulegan eiginmann og föður verði ykkur ljós í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur viljum við líka senda til Fjólu, Ella, Sigga, Áslaugar, Stebbu, Érlu Völu, Rögnu, Péturs og þeirra fjölskyldna. Megi almættið styðja ykkur öll í sorg ykkar. Hrafn S. Melsteð. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólrika vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minninp þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grimsstöðum) Mig langar að minnast í örfáum orðum Áka Elíssonar vinnufélaga míns og ekki síður góðs vinar. Það var árið 1986, að ég hóf störf við Menntaskólann á Akureyri og kom ég þá inní góðan hóp bolta- félaga, er komu saman einu sinni í viku í íþróttahúsi skólans. Um svipað leyti vantaði mann í hópinn og kom þá einn félagi okkar með Áka með sér í tíma. Það voru mín fyrstu kynni af Áka. Ekki grunaði mig þá hversu náin þau áttu eftir að verða, því að í ágúst árið 1991 réðst hann til starfa hjá skólanum, mér við hlið við smíðar og viðhald skólans. Það var ekki amalegt að fá mann isl.imlski >siur i :ríi(lr\ kkjur Verö Ira 750 kr, a mann (i 1 48 4Í) Blómastofa FriÓfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 —I sem hann, því fyrir utan að vera góður smiður, á timbur jafnt sem járn og ýmiss konar tæki sem í ólagi voru, lék allt í höndunum á honum. Og er fram liðu stundir fóru fjöl- skyldur okkar að kynnast og áttu saman góðar stundir, þó þær yrðu alltof fáar. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Að loknum vinnudegi 8. mars sl. settumst við niður eins og svo oft áður og ræddum málin. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi Áka. Það er erfitt að sætta sig við og trúa því að Áki sé ekki lengur á meðal okkar, en minningin um góð- an dreng lifir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Bryndís, Fjóla, Sóley, Lilja og Brynjar Elís, foreldrar, systkini og aðrir ástvinir, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorg- inni. Jón Aðalsteinsson og fjölskylda. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Ungur maður er hrifinn burt í blóma lífsins — en öldungurinn lifir. Og það er skammt milli lífs og dauða. Á þriðjudag var Áki Elísson tré- smiður meðal okkar, kraftmikill, glaðbeittur og vökull. Ekkert virtist ama að honum. Á fimmtudag var hann orðinn helsjúkur af heiftar- legri sýkingu í blóði og að kvöldi laugardags var hann allur, þrátt fyrir harða baráttu lækna og hjúkr- unarfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á þann hátt vorum við á það minnt að dauðinn bíður allra — eða eins og Hallgrímur segir í sálm- inum Um dauðans óvissan tíma: Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Áki Elísson fæddist á Eskifirði 15. febrúar 1958. Móðir hans er Fjóla Ákadóttir frá Djúpavogi og faðir Elís Pétur Sigurðsson frá Krossi á Berufjarðarströnd og eiga þau sex_ börn auk Áka, sem var elstur. Áki ólst upp á Djúpavogi undir handaijaðri afa síns og nafna, Áka Kristjánssonar bræðslumanns. Þeir nafnar voru elskir hvor að öðr- um, enda líkir um margt, og minnt- III Krossar fT áleiði I viðarlit og máloðir Mismunandi mynsiur, vöndUo vinna. Slmi 91-35929 ist Áki Elísson afa síns með virð- ingu og þakklæti. Síðar fluttist Áki til Breiðdalsvíkur með foreldrum sínum þar sem þau stofnuðu heim- ili sitt. Snemma kom í Ijós smíðagáfa Áka Elíssonar og lærc'i hann tré- smíði hjá Erni Ingólfssyni, tré- smíðameistara á Breiðdalsvik. Bók- legt nám stundaði hann í Iðnskólan- um á Norðfirði en settist í trésmíða- deild Laugaskóla haustið 1979. Þar lágu saman leiðir þeirra Bryndísar Karlsdóttur frá Nípá í Kaldakinn — og skildu leiðir ekki upp frá því. Hrifust þau hvort af öðru, hann af ungu, fallegu heimasætunni frá Nípá í Kinn, hún af þessum kraft- mikla og sviphreina Austfirðingi. Þau Bryndís og Áki gengu í hjónaband í Þóroddsstaðakirkju í Kinn 6. september 1980 og stofn- uðu heimili á Akureyri, þar sem þau hafa búið síðan. Reistu þau sér hús að Borgarsíðu 18, yst í Glerár- þorpi, og nutu þar samvista við börn sín ijögur: Fjólu, sem fermist í Glerárkirkju á skírdag, Sóleyju, sem er átta ára, Lilju, fædda 1988, og Brynjar Elís sem verður tveggja ára eftir hálfan mánuð. Áki vann rúman áratug hjá virt- um byggingarfyrirtækjum á Akur- eyri, um hríð stundaði hann eigin atvinnurekstur en sumarið 1991 réðst hann að Menntaskólanum á Akureyri til viðgerða og viðhalds á húsum skólans og munum og til ýmissa annarra þeirra margvíslegu starfa sem til falla á því stóra heim- ili. Komu þegar í ljós góðir eiginleik- ar hans, frumleiki, einurð, vand- virkni og glaðværð enda þótt Áki væri bæði skapríkur og hugsandi maður — og var gott að hafa hann nálægt sér. Áki Elísson var því bæði dugandi starfsmaður og góður félagi. Verður skarð hans við skól- ann vandfyllt þótt sá missir sé lítill í samanburði við þann svipti sem fjölskylda hans hefur nú orðið fyr- ir. En vegir guðs eru órannsakan- legir. Kennarar og annað starfsfólk Menntaskólans á Akureyri sendir Bryndísi Karlsdóttur, bömum þeirra ljómm, móður, föður og öll- um ættmennum dýpstu samúðar- kveðjur og ég þakka Áka Elíssyni vel unnin störf og stutt en ógleym- anleg kynni. Blessuð sé minning Áka Elíssonar. Tryggvi Gíslason. Veturinn 1992-93 voram við í stjórn skólafélags Menntaskólans á Akureyri. í starfi líku því sem skóla- félagið stendur fyrir þarf að vinna mörg handtök og eigi það að ganga ■þrautalaust þarf samheldni, dugnað og áhuga. Áðurnefndan vetur var starfsemi skólafélagsins með skemmtilegra móti og kom þar fyrst og fremst til áhugi og gott sam- starf milli nemenda og starfsmanna skólans. Þennan vetur var samstarf skólafélagsins, skólayfirvalda og annarra starfsmanna að mörgu leyti sérstakt. Með okkur tókust ánægjuleg kynni sem við reynum enn að rækja þrátt fyrir að við í stjórninni höfum farið hvert í sína áttina. Við höfðum mest samband við skólameistara, Skúla húsvörð og Jón og Áka smiði skólans. í leik og starfi í skólanum liðu dagarnir áhyggjulitlir og framtíðin var björt og feigðin ijarri. Nú er einn úr hópnum, Áki smiður, dáinn og ekk- ert sem við getum gert getur breytt því. Áki var einstaklega þægilegur í samstarfi. Hann var alltaf til í að Ieggja okkur lið og sýndi viðfangs- efnum okkar jafnan áhuga. Þrátt fyrir rólegt og yfirvegað fas var stutt í glaðværðina og ósjaldan var gert góðlátlegt grín að háfleygum hugmyndum okkar. Með samstilltu átaki okkar og starfsmannanna urðu þó ótrúlegustu hlutir að veru- leika. Við eram þakklát fyrir kynni okkar af Áka og kveðjum sóma- mann með vinsemd og virðingu. Við vottum fjölskyldu hans og að- standendum samúð okkar í þungum harmi þeirra. Ómar, Aðalsteinn, Tryggvi, Jóhann, Rósa, Emilía og Sigfús í stjórn Hugins ’92-93.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.