Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Dr. Snorri Baldursson. Doktor í trjáerfða- fræði SNORRI Baldursson varði dokt- orsritgerð í tijáerfðafræði við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn þann 16. júní sl. And- mælendur við vörnina voru próf. Sara von Arnold, Uppsalahá- skóla og dr. Hubert Wellendorf, lektor við Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Doktors- ritgerðin nefnist „Haploid trees: Their production in vitro and use in forest tree improvement" (Ræktun einlita trjáa og notkun þeirra í trjákynbótum). Ritgerðin er í fjórum sjálfstæð- um hlutum, sem allir §'alla um til- raunir með ræktun einlitna plantna (einlitnunga) af ftjókornum og/eða kvenkynliðum alaskaaspar, evrópu- lerkis og sitkagrenis. í inngangi er ítarleg umfjöllun um stöðu rann- sókna á þessu sviði og um mögu- leika á notkun efnlitnunga í tijá- kynbótum, en hlutverk þeirra er vaxandi í kynbótum á korni og öðrum matjurtum. Megin niður- staða rannsóknanna er, að slík ræktun geti í vissum tilvikum flýtt verulega fyrir kynbótum á lauf- tijám. Meðal barrtijáa er þessi tækni skemur á veg komin en svo að henni verði beitt að gagni í kyn- bótum enn sem komið er. Einlitn- ungar eru þó mjög áhugaverðir frá erfðafræðilegum sjónarhóli í bjarrtijám jafnt og lauftijám. Snorri hefur víða haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar og birt um þær greinar í alþjóðlegurrf tímarit- um. Rannsóknirnar voru styrktar af Rannsóknaráði ríkisins, „Statens jordbrugs- og veterinærvidenska- belige forskningsrád", „Nordisk Forskerutdanningsakademi", „Carlsbergfondet“ og „NATO Sci- ence Foundation". Snorri er fæddur 17. maí 1954 á Ytri-Tjömum í Eyjafírði, sonur hjónanna Þuríðar H. Kristjánsdótt- ur og Baldurs H. Kristjánssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1974. BSc prófí í líffræði frá Háskóla íslands 1979, prófí í kennslu- og uppeldisfræðum frá Háskóla ís- lands 1979 og MA prófí í æxlunar- vistfræði plantna frá University of Colorado, Boulder, Colorado árið 1983. Snorri starfaði áður m.a. við landvörslu í þjóðgörðunum í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum 1979-1985, var kennari við Fjöl- brautarskólann við Ármúla 1983- 1986, sérfræðingur á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins 1986— 1987, og sérfræðingur við Grasa- garð Kaupmannahafnarháskóla 1990-1992. Frájanúar 1993 hefur Snorri unnið að verkefnum á sviði vefjaræktar lauf- og barrtijáa við Rannsóknastöð Skógræktar ríkis- ins á Mógilsá. Snorri er kvæntur Guðrúnu Narfadóttur lífeðlisfræðingi og eiga þau þijá syni. Son á Snorri af fyrra hjónabandi. Mark Page aðalráðgjafi Drewrys ráðgj afarfy rirtækisins Efast ekki um að upplýsing- arnar séu réttar „ÞAÐ virðist vera einhver ruglingur þarna á ferðinni og kannski á ég einhverja sök á því að hafa ekki gert nægilega skýra grein fyrir þessi í ræðu minni á ráðstefnunni, þar sem ég reyndi að draga saman aðalatriðin úr mikilli skýrslu í stuttri ræðu,“ segir Mark Page, aðalráðgjafi Drewry Shipping Consultants, í samtali við Morgunblaðið um þá gagnrýni, sem komið hefur frá talsmönnum skipafélaganna á samanburð ráðgjafarfyrir- tækisins á flutningsverði til og frá landinu. Sérfræðingurinn Morgunblaðið/Þorkell MARK Page flytur erindi sitt á fundi Félags íslenskra stórkaup- manna í vikunni. Mark Page sagði að grund- vallarupplýsingunum um flutn- ingskostnað til og frá íslandi, sem útreikningar í skýrslu Drewrys byggðust á, hefði Félag íslenskra stórkaupmanna safnað saman á íslandi og sent til fyrir- tækisins í London. „Þær upplýs- ingar sýndu flutningskostnað í íslenskum krónum miðað við þyngd vörunnar í tonnum. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þessar upplýsingar séu ekki að öllu leyti réttar. Það var ljóst að þær komu ekki beint frá skipafé- lögunum. Þær eiga að mínu mati að vera hundrað prósent réttar. Það var hins vegar nauð- synlegt, til að færa þessar tölur úr íslenskum krónum miðað við tonn yfír í áætlaðar tekjur af hveijum gámi, að umreikna bæði milli gjaldmiðla og til að finna út meðalþyngd hverrar gámaein- ingar. Það var gert hér í Lond- on. Þannig fengust áætlaðar tekjur miðað við hvern gám, eins og greint var frá á ráðstefnunni og fram kom í skýrslunni," sagði hann. Meðalverð Mark Page sagði hugsanlegt að um lítilháttar ónákvæmni væri að ræða við umreikninginn yfír meðalþyngd gáma. Upplýs- inganna hefði verið aflað frá ýmsum aðilum og þær byggðust á gögnum frá Reykjavíkurhöfn. „Þær eiga að vera mjög nálægt raunverulegri nýtingu þótt ekki sé hægt að útiloka einhveija smávægilega skekkju. Ég er þess vegna mjög sáttur við þær upp- lýsingar líka og sé þeim bætt við upprunalegu upplýsingarnar frá íslandi þá eru tölurnar að mínu mati mjög nákvæmar," sagði hann. Mark Page sagðist telja að misskilningurinn hafi snúist um það, að fulltrúar Eimskips og Samskipa hafí lýst yfír efasemd- um um að gámaflutningsverðið sem er sýnt í skýrslunni í banda- ríkjadollurum væri rétt, þar sem fram kemur að meðaltalskostn- aður sé 2.500 dollarar fyrir 20 feta gámaeiningu í flutningum frá Norður-Ameríku til íslands. „Ég vil taka fram að þetta er meðalverð, sumir greiða hærra verð og aðrir lægra verð. Þeir sem greiða lægra verð, eru að öllum líkindum þeir flutnings- kaupendur sem fiytja vörur sínar í fullhlöðnum gámum og fá af- slátt af flutningsgjöldum vegna þess. Mér skilst hins vegar að stór hluti af vöruinnflutningi til Islands sé fluttur í smáum förm- um til innflytjenda sem nýta sér ekki gáma. Þeir þurfa að greiða eftir rúmmáli vörunnar eða þyngd hennar og í þeim tölum, sem við höfum áætlað er tekið tillit til þeirrar staðreyndar að þeir greiði mun hærri flutnings- gjöld en innflytjendur sem fá vörur sínar fluttar í fullhlöðnum gámum., Þær tölur sem ég setti fram í skýrslunni og benti á á ráðstefnunni eru meðaltöl þess- ara mismunandi flutningsmáta. Það sem tölurnar sýna raunveru- lega, reiknað í gámaeiningum, eru áætlaðar meðaltekjur sem skipafélögin fá fyrir hvem gám sem þau flytja yfir hafíð. Þetta eru sömu aðferðir og notaðar eru við samanburð á fragtflutning- um á öðrum mörkuðum. Það er einfaldlega verið að sýna hversu miklar tekjur skipafélög fá fyrir þá farma sem þau flytja. Þarna er því ekki endilega um sömu upphæðir að ræða og einstakir innflytjendur greiða fyrir full- hlaðinn gám en í heildina tekið sýna þær meðaltekjur skipafé- laganna af gámaflutningum," sagði hann. Hærri en kostnaður gefur tilefni til Mark Page var inntur álits á því sem haldið hefði verið fram að aðstæður á íslandi væru ekki samanburðarhæfar að þessu leyti þar sem ekki væri tekið til- lit til ýmissa kostnaðarliða inn- anlands. Hann svaraði því til að það hefði engin áhrif á þessa útreikninga. Hins vegar hefðu talsmenn skipafélaganna nokkuð til síns máls varðandi tvö atriði. Annars vegar varðandi útflutn- ing, því á íslandi væri um að ræða mjög hátt hlutfall útflutn- ingsvara sem fluttar væru í frystigámum frá landinu. Slíkir gámar væru dýrari en venjulegir sem endurspeglaðist í hærra flutningsverði heldur en af vör- um sem fluttar væru í venjuleg- um gámum. í samanburði við flutninga á öðrum mörkuðum væri hlutfall flutninga í frysti- gámum frá íslandi mjög hátt. I öðru lagi væru ýmsar séraðstæð- ur á hveijum markaði „Mér dett- ur ekki í hug að að halda því fram að flutningsgjöld ættu að vera alveg þau sömu á öllum svæðum. Þar geta komið til kostnaðarliðir vegna sérað- stæðna á hveiju svæði sem rétt- læta að einhveiju leyti hærri gjöld,“ sagði Mark Page en benti á að meginniðurstaða skýrslunn- ar væri sú að sá mikli flutnings- kostnaður, sem kæmi sérstak- lega fram í innflutningi til ís- lands virtist vera mikið hærri en svo að hægt væri að réttlæta hann með því að vísa til sér- stakra aðstæðna hér á landi. Dýralæknar deila við yfirdýralæknisembætti um greiðslu ferðakostnaðar ekkia HÉRAÐSDÝRALÆKNAR mættu ekki á fræðslufund sem yfir- dýralæknir, Brynjólfur Sandholt, boðaði til í febrúar um heil- brigðismál í sláturhúsum á Evrópsku efnahagssvæði og hald- inn var í fyrradag, 18. mars. Héraðsdýralæknar fengu ekki greiddan ferðakostnað og dagpeninga sem þeir telja sig eiga rétt á skv. kjarasamningi. í fundarboði yfirdýralæknis sagði að æskilegt væri að sem flestir dýralæknar sem starfa við kjötskoðun sæu sér fært að mæta á fundinn. Kjaramálahópur héraðsdýra- lækna tók málið til umfjöllunar og fór fram á við stjóm Dýra- læknafélags íslands, með bréfí sem barst stjóminni 8. mars sl., að hún gerði fyrirspum til yfír- dýralæknis vegna fundarins hvort um fundarboð væri að ræða þar sem ætlast væri til að héraðsdýra- læknar mættu. Stjómin sendi yfirdýralækni símbréf 10. mars og bað um svör við spumingum kjaramálaráðs og hvort embætti hans myndi greiða dagpeninga og kostnað vegna fundarins. í svari yfírdýralæknis, sem barst stjórn D.í. 12. mars, segir að um almennan fræðslufund fyrir alla dýralækna landsins væri að ræða og þeir sem áhuga hefðu á efni hans væru velkomnir. Yfír- dýralæknir myndi ekki greiða umræddan kostnað. í kjölfarið gerði kjaramálahóp- urinn stjóm D.í. grein fyrir því með símbréfí 15. mars að héraðs- dýralæknar teldu sér ekki fært að mæta á fundinn nema greiðsla fengist fyrir útlögðum kostnaði skv. kjarasamningi. Óskaði hópur- inn jafnframt eftir því að stjóm D.í. leitaði allra leiða til að leysa þann hnút sem málið væri komið í. Með bréfínu fylgdu nöfn 24 hér- aðsdýralækna en þeir em 25 alls á landinu. Rögnvaldur Ingólfsson formað- ur Dýralæknafélags íslands sendi Brynjólfí símbréf og afrit af bréfí kjaramálahópsins og bað hann að endurskoða afstöðu sína varðandi greiðslu ferðakostnaðar og dag- peninga. Svar Brynjólfs barst 16. mars og var það efnislega samhljóða fyrra bréfí hans. Mjög brýnt að fá fræðslu Fundurinn var haldinn í fyrra- dag að héraðsdýralæknunum 24 fjarstöddum. Rögnvaldur átti að flytja erindi á fundinum en að beiðni félaga sinna gerði hann það ekki. Hann mætti á fundarstað áður en fundurinn hófst og gerði grein fyrir afstöðu héraðsdýra- lækna í málinu. Rögnvaldur segir að samkvæmt kjarasamningi beri ótvírætt að greiða kostnað og dagpeninga vegna fundarsóknar ef ætlast sé til að mætt sé. Hann sagði um mjög mikilvægt mál að ræða, m.a. vegna þess að nú væru auknar Iíkur á því að útflutningur á ís- lenskum landbúnaðarvöram væri að færast í betra horf og að betra verð fengist en áður. Eiga ekki allir heimangengt Rögnvaldur er ósáttur við fund- artímann vegna þess að í fyrradag var slátrað í 5 sláturhúsum á land- inu en fundurinn var einkum ætl- aður kjötskoðunarlæknum. Þeir læknar sem statfa í þessum húsum áttu því ekki heimangengt. Hann segir að ekki sé hægt að ná til allra héraðsdýralækna nema halda tvo fundi og hann sagðist treysta því að boðað yrði til annarra funda þar sem tryggt væri að allir hér- aðsdýralæknar gætu mætt og að farið yrði eftir ákvæðum kjara- samnings um greiðslu ferðakostn- aðar og dagpeninga. Hann sagði að héraðsdýralæknar væru starfs- menn ráðuneytisins og þegar tekn- ar væru upp nýjar verklagsreglur yrðu þeir að fá fræðslu um þær. Ekki boðað til annars fundar Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra segir varla brot á kjara- samningum að bjóða upp á fund til kynningar á EES-reglum, með því væri þvert á móti verið að koma til móts við dýralækna. „En ef þeir telja sig ekki hafa þörf á því að mæta þá hljóta þeir að meta það þannig að þeir þekki þessi mál,“ sagði Halldór. Hann sagði að engin kvöð hefði verið á héraðsdýralæknum að mæta á fundinn og sagðist ekki gera ráð fyrir því að boðað yrði til annars fundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.