Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
eftir Elínu Pálmadóttur
JÖKLARANNSÓKNIR hafa verið mjögöflugar á ís-
landi á undanförnum áratugum undir forustu dr.
Helga Björnssonar jöklafræðings. Það hefur ekki far-
ið fram hjá Norðmönnum, sem leitað hafa til hans
um að taka að sér prófessorsstöðu í jöklafræðum við
Háskólann í Osló. Helgi hefur umsjón með þeim stúd-
entum sem eru að búa sig undir meistarapróf og
doktorsgráðu í jöklafræðum við Háskólann í Osló, en
jafnframt heldur hann áfram sínu fulla starfi við
Raunvísindastofnun. Þannig nær Oslóarháskóli tengsl-
um við þessar öflugu jöklarannsóknir hér á landi og
Helgi fær tengsl við doktorsnemendur og samstarf
við þá um rannsóknir. Er hugmyndin að Helgi þrói
námskeið í jöklafræði fyrir doktorsefni við aðra
norska háskólapg jafnvel háskóla annars staðar á
Norðurlöndum. I rúman áratug hafa Helgi og sam-
starfsmenn hans skipulega verið að kanna landið
undir jöklum landsins, bæði botninn og yfirborðið,
og sér nú fyrir endann á því verki. Því er nú hægt
að skoða á korti undirlagið undir jöklunum og segja
til um hvert ís og bræðsluvatn rennur ef einhver
umbrot eru þar og ráða í framhaldið, sem er ómetan-
legt vegna mannvirkja og almannavarna. Við ræddum
við Helga um stöðu þessara merkilegu jöklarann-
sókna.
Mælingar og könnun á
undirlagi jöklanna
er gerð með svo-
nefndri íssjá, sem
hefur verið þróuð og
smíðuð á Raunvís-
indastofnun Háskólans undir
stjórn Helga Bjömssonar. Hafa
mælingamar gengið mjög vel og
er þeim að ljúka á öllum stóru
jöklunum.
„Við erum búnir með Mýrdal-
sjökul og Hofsjökul. Á Vatnajökli
er allt mælt nema syðsti hluti
Skeiðaráijökuls, sem við klárum í
vor. Skriðjöklarnir bröttu, sem
falla niðup í Austur-Skaftafells-
sýslu, hafa verið látnir bíða, og
væri hægt að ljúka þeim líka á
næsta ári. Þá er aðeins eftir einn
stórleiðangur á Langjökul, sem
áform eru um að fara næsta sum-
ar. Þá hafa allir stóijöklarnir verið
mældir,“ segir Helgi þegar hann
er spurður hvar þetta verk sé statt.
Hann bætir við að þegar búið
sé að fá yfirlit yfir botninn undir
jökli, vitað sé hvar eldstöðvar eru
og hvernig jökullinn skiptist á fall-
vötnin, sem mörg hafa verið virkj-
uð, þá hafi í framhaldi verið farið
í að skoða afkomu jökulsins, hve
mikið bætist ofan á, hvernig það
hreyfíst sem ís og rennur svo sem
vatn frá honum. „Þetta er mikil-
vægt fyrir virkjanir og vegagerð
og einnig fyrir almannavarnir. Ef
til dæmis verða jarðskjálftar sem
benda til eldsumbrota, þá getum
við núna litið á kortin og séð hvert
jakar og vatnsflóð muni falla. Þar
geta verið mannvirki, vegir og
brýr.“
Helgi Björnsson
jöklafræóingur
hefur verió ráóinn
prófessor i jökla-
fræóum vió Há-
skólann i Osló.
Hann mun þó jafn-
framt halda vis-
indamannsstöóu
sinni vió Raunvis-
indastofnun og *
stunda hér rann-
sóknir. Á næsta
ári er aó Ijúka
könnun og issjár-
mælingum hans á
öllum stóru jökl-
unum hér á landi,
á undirlagi þeirra
og yfirborói. Hef ur
þar komió i Ijós aó
margt býr undir
jökulísnum.
Nýjasta dæmið er Katla, sem
reynist vera 110 ferkílómetra
askja, hulin jökli. „Ef jarðfræðing-
arnir geta spáð um hvar eldgosið
kemur upp, þá get ég nú litið á
kortið og séð hvert flóðið fer, hvort
það kemur fram á Mýrdalssand, á
Sólheimasand eða vatnið fer í
Markarfljót. Á 70 ferkílómetra
svæði innan öskjunnar féllu jökul-
hlaupin niður Mýrdalssand, en 20
ferkílómetra til hvors hinna.“
20 km fjörður undir jökli
Annað dæmi um gagnsemi þess
að geta séð undir jökulhettuna er
Jökulsárlónið, þar sem kom í ljós
20 km langur fjörður sem liggur
úr því og inn undir Breiðamerkur-
jökul, 200-300 metrum undir
sjávarmáli. Sú vitneskja er mjög
mikilvæg, því þarmeð er borin von
að jökullinn hörfi upp úr lóninu
og hægt verði að leggja veg þar
fyrir framan. Þetta verk var unnið
fyrir Vegagerðina, sem á þarna
mikilla hagsmuna að gæta vegna
hringvegarins. Og Landsvirkjun
tók einnig þátt í verkinu. Sjórinn
hefur undanfarin ár árlega tekið
um 8 metra af ströndinni, og nálg-
ast veginn eins og hann liggur
núna milli lónsins og sjávar. Skýr-
ingin er sú, að eftir að lónið mynd-
aðist, um 1930, hætti aurburður
frá jöklinum fram í sjó og fer í
staðinn í lónið. Þá er ekkert sem
vegur á móti því sem sjórinn brýt-
ur af landi. Sjórinn hefur betur.
Með sama áframhaldi sækir hann
stöðugt nær veginum og brúnni.
Getur grafið sér leið upp í lónið
og rofið alveg veginn, sem er
hringvegurinn sunnan Vatnajök-
uls. Menn höfðu verið að gera því
skóna að þegar jökulinn styttist
og hörfaði upp úr lóninu yrði hægt
að færa veginn milli jökuls og lóns.
En svo fundu Helgi og hans menn
þennan langa fjörð út úr lóninu
inn undir jökulinn og mældu hann.
Þarmeð fór sú von. Varð nú að
leita annarra ráða. Sem kunnugt
er hafa Vegagerðamenn verið að
velta ýmsum úrræðum fyrir sér.
M.a. að flytja veginn með brúnni
ofar og fá frest. Þar sem sjórinn
gengur inn og út úr lóninu hafa
komið fram hugmyndir um að
setja þar einhvers konar þröskuld,
til að draga úr rofi í árfarveginum,
sem gæti grafið undan brúnni.
Og loks hafa heyrst hugmyndir
um að flytja Jökulsá til, fara með
hana austar. Þetta er gott dæmi
um gagnsemi þess að vita hvað
undir býr þar sem jöklar eru.
Helgi segir að næsta skref sé
mælingaferð á Skeiðaráijökul,
I-
I
l
1
I
s
l
i
i
:
I
i
í
i
i
\
b
i
I
I
i