Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 41 Djákninn á Myrká endanlega kveðinn i kútinn DJÁKNI ÞÝÐIR ÞJÓNUSTA Morgunblaóié ræéir vié d jákn- anna Ingu Bengtzon og Unni Halldórsdóttur unt nýja djáknanámié vié HÍ effir Guðmund Guðjónsson. Ljósmyndir Kristinn Ingvorsson SÍÐASTLIÐIÐ haust hófst kennsla við nýja deild við Háskóla ís- lands. Frá þeirri deild verða útskrifaðir fyrstu djáknamir, en tveir slíkir, menntaðir í Svíþjóð, starfa hér á landi. Djáknar eru starfs- menn sóknanna og starf þeirra er bæði fjölþætt og krefjandi. Þetta er nokkur nýlunda fyrir Islendinga, því þeir setja trúlega flestir samasemmerki á milli orðsins „djákni“ og staðarnafnsins „Myrká“. Unnur Halldórsdóttir djákni sem situr í djáknanefnd segir þá stað- reynd einn af múmnum sem ryðja þurfi úr vegi. Fyrir skömmu var stödd hér á landi Inga Bengtson frá Svíþjóð. Hún var til skamms tíma skólastjóri stærsta djáknaskóla Norðurlanda, í Uppsölum í Sví- þjóð, og er nú yfir alþjóðlegu djáknaráði. Á þess vegum ferðast hún víða um heim og fylgist með starfinu og flytur fyrirlestra. Hún flutti einmitt fyrirlestra á vegum guðfræðideildarinnar, en henni tengist djáknabrautin í HÍ, auk þess sem hún dvaldi helgi með djákna- og guðfræðinemum i Skálholti. Inga sagði í samtali við Morgun- blaðið að djáknar væru jafnan vígðir einstaklingar og þeir bæru ábyrgð á þjónustustarfi sóknanna. „Með orðinu þjón- ustustarf á ég við að djákninn sér um að vera nokkurs konar augu og eyru sóknarprestsins. Hann fylg- ist með daglegu lífi sóknarbarna sinna og er til staðar þegar eitthvað bjátar á. Það drífur margt á dag- anna, sóknarböm geta átt við margs konar vanda að etja. Við getum nefnt atvinnuleysi, áfengiss- sýki, önnur veikindi, eða að kvíði grípur fólk. Djákninn á að geta veitt fólki stuðning og látið sóknar- prestinn jafnframt fylgjast með því sem er að gerast í sókninni. Hann á að greina stöðuna hveiju sinni og gera tillögur að úrbótum verka og vandamála sem blasa við. Hlut- verk prestsins er að boða fagnaðar- erindið, messa, gifta, ferma og jarða, þannig að segja má að störf presta og djákna styðji hvort ann- að,“ segir Inga. Nú er það svo, að flest af því sem Inga Bengtson. Inga segir vera á verkefnaskrá djákna hafa prestar til þessa haft á sínum breiðu herðum. Inga var því spurð hvort að hægt væri að kaila djákna nokkurs konar „hálf- presta" eins og einhver orðaði það. „Nei, það er af og frá, til þess er starf djáknans allt of sérhæft og aðgreint frá starfi prestsins. Störf djákna eru að vísu breytileg frá Unnur Halldórsdóttir og Einar Sigurbjörnsson sem skipa djáknanefndina ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur. einu landi til annars, en það breytir ekki grundvallarreglum. Það að prestar hafi axlað þessi störf hér á landi sýnir hins vegar hver þörfin fyrir djákna er,“ svarar Inga og hún er því næst spurð hvort einhver marktækur munur sé á þörfum fýr- ir djákna hér eða í Svíþjóð þar sem hún þekkir best til og hvort að störf djákna hér muni sjáanlega vera eitt hvað frábrugðin þeim sem sænskir djáknar ynna af hendi. „Það er mikil þörf, það sem ég hef heyrt hér og séð segir mér að mikið starf bíði fyrstu djáknanna. Og ég sé ekki annað en að starf djákna hér og í Svíþjóð sé mjög á líkum nótum. Stór munur er sá hins vegar að djáknar hafa starfað í Svíþjóð síðan 1850, en á íslandi er engin hefð fyrir hendi og frægasti djákninn ykkar var aðalpersónan í ykkar frægu draugasögu. Það þarf því mikið kynningarstarf að koma til þannig að fólk átti sig á hlutverki djákna.“ En hver er uppruni djákna og hvaðan kemur orðið? „Djáknar hafa alltaf verið til staðar og þeirra er getið í Nýja testamentinu. Þar er orðið „diagonia" sem þýðir þjón- usta. Það segir kannski meira held- ur en mörg orð um starfið," svarar Inga stutt og laggott. Aðdragandi Hvað kemur tii að bryddað er upp á þessari nýjung hér á landi? Því svarar Unnur Halldórsdóttir djákni, en hún nam sín fræði í djáknaskólanum í Uppsölum þar sem Inga réð ríkjum. „Það voru ýmsir farnir að sýna þessu áhuga hér á landi, aðallega konur, og eft- .« ir að beiðni kom frá kirkjuþingi fórum við Ragnheiður Sverrisdóttir djákni á fund biskups og upp frá því var skipuð djáknanefnd en hana skipar auk okkar Ragnheiðar Einar Sigurbjömsson prófessor við guð- fræðideild HÍ. Þetta var árið 1990 þannig að segja má að hlutirnir hafi gengið nokkuð hratt fyrir sig. Framhaldið var að leitað var eftir liðsinni guðfræðideildar HÍ við þetta mál og gekk það eftir, enda eðlilegt að þessar tvær deildir séu í nánu sambandi. Við kynntum okkur kennslu og kröfur djáknaskóla á Norðurlöndum og hér á landi er allt með sama sniði, utan að einu fagi er bætt við, það sem við köllum • djáknafræði,“ segir Unnur. Og hvenær útskrifast fyrstu ís- lensk menntuðu djáknarnir? „Næstu áramót. Þannig er nefni- lega mál með vexti að djáknanámið er tvískipt. Það greinist í 30 eininga nám og 90 eininga nám. Þeir sem taka 30 einingar era hjúkranar- fræðingar, kennarar, fóstrar og fólk úr skyldum hópum. Það fólk fer að mestu í sín fyrri störf á ný og skoðar djáknanámið sem góða viðbót við sína menntun. Þeir sem .-s taka 90 einingar og afla sér BA- gráðu eru aftur á móti 3 ár að ljúka námi. Það er fólkið sem mun fara til starfa í söfnuðunum." Hverjar era atvinnuhorfur þessa fólks? Þvi er vandsvarað. Djáknarnir verða ekki á launum hjá kirkjunni nema í einhveijum undantekninga- tilvikum vegna sérverkefna. Djákn- amir verða á vegum söfnuðanna ■sjálfra sem munu ráða þá og greiða þeim laun. Sumir þessara söfnuða hafa þegar fólk á launum í ýmsum þeim störfum sem munu heyra und- ir djákna. Söfnuðirnir eru hins veg- ar misvel á sig komnir fjárhagslega og hver og einn söfnuður þarf að skoða það þegar þar að kemur hvort að hann sé í stakk búinn að hafa djákna á sínu framfæri eða ekki. Hinu er ekki að leyna, að mikið hefur verið spurt um djáknanámið og hlutverk þess fóiks sem senn mun útskrifast úr því.“ Strandasýsla Glíman kynnt Laugarhóli. RÖGNVALDUR Ólafsson, formaður Glimusambands Islands, hefur undanfarna viku, 7.-12. mars, ferðast um og kennt glímu í grunn- skólum sýslunnar og haldið mót. Auk grunsnkólakynningarinnar sá hann um glímumót á 70 ára afmæli ungmennafélagsisn Neista á Drangsnesi, en það var mjög fjölmennt mót og nær allir íbúar þorps- ins mættir til leiks og kaffidrykkju. Glímusamband íslands hefir sent formann sinn, Rögnvald Ólafsson, sem sendiherra og kennara í alla grannskóla Strandasýslu, sem kom- ist varð í vegna færðar, undanfarna viku. Þessi erindrekstur og kennsla er undanfari þess að haldið verður Grannskólamót í glímu fyrir alla grunnskóla landsins, á Blönduósi 19. mars. Sigurvegarar á því móti verða „Grunnskólameistarar" hver í sínum bekk, frá fjórða til tíunda bekk, og á þetta við bæði um drengi og stúlkur, en þær koma æ sterkar inn í myndina í þessari íþrótt í anda jafnræðis. Rögnvaldur var í Klúkuskóla í Bjarnarfirði 10. mars og kenndi þar bæði .glímu og hélt mót. „Glímu- kóngur" skólans varð Steinar Þór Baldursson, en hann lagði alla keppinauta sína. Daginn áður hafði Rögnvaldur verið á Drangsnesi, en þar hafði hann bæði kennt glímu og æft í grunnskólanum, auk þess sem hann hélt mót í skólanum og einnig af tilefni 70 ára afmælis Ungmennafé- lagsins Neista á Drangsnesi. í skól- anum urðu glímukóngar hinna ýmsu bekkjardeilda sem hér segir: 4.-5. bekkur, Magnús Guðmunds- son, 6. bekkur, Aðalbjörg Óskars- dóttir, 7. bekkur, Eva Björg Einars- dóttir, 8. bekkur, Magnús Ómar Erlingsson, og 10. bekk sigraði svo Oddný Ágústa Hávarðardóttir. Á Neistamótinu varð glímukóng- Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Viðurkenningar veittar FORMAÐUR Glímusambands íslands afhendir viðurkenningar í Klúkuskóla. Talið frá vinstri: Eysteinn Pálmason 3. bekk, Steinar Þór Baldursson, glímukóngur, Rögnvaldur Ólafsson, formaður Glímusam- bandsins, Finnur Ölafsson 4. bekk og Sölvi Þór Baldursson 6. bekk. ur í hópi fullorðinna, Vignir Barði Einarsson, en í yngri hópi 7.-9. ára varð Anna Guðrún Haraldsdóttir sigurvegari. Þá hefir Ungmennaféiagið Neisti æft körfuknattleik af miklum dugn- aði á afmælisárinu. Hafa bæði karlar og konur æft að minnsta kosti tvisvar í viku í íþróttasal Klúkuskóla á Laugarhóli í Bjarnar- firði. - S.H.Þ. 5: * MMMR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.