Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 11 milljarða króna, en hann hefur hvergi dugað og þyrfti að aukast mikið, um tíma að minnsta kosti, til að rétta íjárhag eyjanna af. íbú- ar í Færeyjum eru nú um 40.000. Sumir hagfræðingar telja að ey- jarnar beri einfaldlega ekki svo mikinn fólksfjölda eigi þær að vera sjálfum sér nægar. Líklega þoli þær ekki meira en 20.000 íbúa. Eitt barn i skólanum Gjógv er afskekkt, fámennt þorp, sem taka mætti sem dæmi um jaðarbyggð í Færeyjum, en þær eru magrar og smáar. Þar er rekin seiðaeldisstöð, sem veitir nokkrum mönnum vinnu. Aðra vinnu er þar varla að fá, en íbúarnir, sem lang- flestir eru komnir á eftirlaun, fást við sauðfé. Þar búa meðal annarra bræðurnir Páll Sigurd og Hans Christiansen, sem báðir voru nokk- ur sumur í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, er þeir voru ungir. Hans er kennarinn í Gjógv og í fyrra var einn nemandi í skólanum, 16 ára stúlka, sem flutt er af staðnum. Vonir standa til að næsta vetur verði Dánial Jákup, sonarsonur Páls Sigurðar, í skólan- um og þá aftur eina barnið. Þeim bræðrum lízt ekkert á blikuna og segja stjórnmálamennina hafa staðið sig með eindæmum illa og hagað sér eins og kjánar í íjármál- um. Nú sé staðan orðin svo slæm að hún geti varla versnað, og þó! En hvernig gengur fólki að lifa við þessar aðstæður? Færeysku blöðin segja til dæmis, að búða- hnupl fari nú ört vaxandi. Þá eru það einkum vörur, sem ekki teljast til nauðsynja, sem stolið er, vörur sem fólk getur ekki lengur veitt sér. Margir flýja land, ýmist til að fá vinnu eða komast á betri at- vinnuleysisbætur í Danmörku. Við ræddum þessa hlið mála við Krist- ian Magnussen, félagsráðgjafa í Þórshöfn. Fólk á hvorki til hnifs né skeióar Kristian Magnussen hefur verið félagsráðgjafi í Þórhöfn í mörg ár. Hann hefur því sinnt starfi sínu bæði á góðum tímum og erfiðum eins og nú og á því er mikill mun- ur. „Þegar staðan var góð var ekk- ert atvinnuleysi og viðfangsefni mitt þá aðallega fólk, sem var að ná sér eftir veikindi eða meiðsli. Nú er staðan slæm. Samfélagið er í uppnámi og enginn þorir að skipu- leggja nokkurn hlut fram í tímann. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Opinberar tölur segja að fjórðungur vinnufærs fólks sé án atvinnu, en atvinnu- leysi er mun meira og margt af þessu fólki á hvorki til hnífs né skeiðar. Það er mjög slæmt að svo stór hluti þjóðarinnar skuli hafa verið settur eins og utan garðs. Þetta fólk hefur nánast ekkert frelsi. Það hefur ekki fjárhagslegt frelsi og fyrir vikið ekki jafnrétti til mennt- unar og stendur félagslega fyrir utan allt. Að mínu mati er þar verið að bijóta lýðræði á fólkinu. Þetta er fólk, sem hefur unnið alla sína tíð og skilað sínu til samfé- lagsins og nú bregst samfélagið því og gerir það gjaldþrota án þess að fólkið sjálft eigi á því nokkra sök hvernig komið er. Fólkið tók lán á sínum tíma, sem það gat greitt af miðað við þáverandi að- stæður að mati bæði þess og bank- anna. Síðan hafa allar aðstæður breytzt, laun hafa lækkað og skatt- ar hækkað og fólkið stendur ráð- þrota eftir. Þetta ástand hefur varað í nokkurn tíma og farið er að bera á því að fólkið sé að missa móðinn. Það hefur ekki fé fyrir nauðsynjum. Vantar opinbera félagsmálastefnu Danska ríkið greiðir tvo þriðju hluta af atvinnuleysisbótum á móti einum þriðja frá atvinnulífinu. Hér kreijast Danirþess, að allt atvinnu- bótafé komi frá atvinnulífinu til að létta ijárútlátum af ríkinu. At- vinnuleysi í Danmörku er um 11% en að minnsta kosti 25% hérna og hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til að hálflamað atvinnulíf geti haldið íjórðungi þjóðarinnar uppi, meðan atvinnulífi í Dan- mörku er aðeins ætlað að greiða þriðjung til framfærslu eins tíunda þjóðarinnar. Okkur eru settir því- líkir afarkostir að það hlýtur að vera einsdæmi. Við félagsráðgjafarnir getum lítið gert fyrir fólk annað en benda því á réttindi þess og leiðbeint á ýmsan hátt. Við höfum enga sjóði til að veita fólki ijárhagsaðstoð. Hér í Færeyjum vantar alveg opin- bera félagsmálastefnu. Hér er at- vinnulausum ekki boðið upp á nein námskeið eða menntun til að byggja það upp til að takast á við vandann nú og ný verkefni, þegar að þeim kemur. Heldur er fólkið brotið niður með bágum kjörum og fyrir vikið fáum við lakara fólk út. á vinnumarkaðinn, þegar hann opnast á ný. Það fer illa með alheil- brigt fólk að vera án atvinnu og skammtað fé svo naumlega úr hnefa hins opinbera að það geti hvorki lifað né dáið sómasamlega. Hér vantar svo alla umræðu um hvaða afleiðingar þetta kann að hafa fyrir þjóðfélagið til lengri tíma lítið. Fólk flytur því úr landi í stór- um stíl, bæði til að leita vinnu eða til að fara á betri atvinnuleysisbæt- ur í Danmörku. Þá er kertið orðið svo vitlaust, að það getur oft verið betra fyrir fólk að fara héðan til Danmerkur í skóla. Það hefur þá úr meiru að spila en almennur fisk- verkamaður hér.“ 11 milljónir króna i vexti Húsnæðismálin eru kapítuli út af fyrir sig. Nú þegar eru 120 auð hús á sölulista hjá bönkunum og fleiri eru á sömu leið. Auk þess býr margt fólk enn í húsum sínum, þó það hafi ekki greitt af þeim í nokk- ur misseri, því það tekur nokkurn tíma að gera slík mál upp. Bank- arnir tapa rúmlega 100 milljónum króna árlega í töpuðum vöxtum af þeim húsum, sem ekki seljast. Þeim þarf líka að halda við og eigi þau að seljast,þarf að lækka verðið. Því er fyrirsjáanlegt að tapið verður enn meira. En hvernig snýr þetta að húseigendum? Súsanna Dam er formaður í Húseigendafélagi Færeyja. Hún sýnir okkur dæmi um þá fjárhags- • stöðu, sem margt fólk er í. Þar er um að ræða hjón með fjögur börn, sem hafa fengið skuldbreytingu lána sinna við Sparikassan, sem bindur þau fram á eftirlaunaaldur- inn. Samkvæmt samningnum er fjölskyldunni ætlað að greiða alls 1.118.550 krónur árlega í fastar afborganir og vexti af lánum og önnur gjöld, en tekjur fjölskyldunn- ar eru 1.250.000 á ári. Því hefur hún eftir til ráðstöfunar 131.450 krónur til kaupa á mat, fötum, olíu og rafmagni á ári, rúmar 10.000 krónur á mánuði. Lánin á íbúðinni, alls 8,6 milljónir króna, eru þá lengd til 30 ára og þegar upp verð- ur staðið hefur fjölskyldan greitt um 11 milljónir króna í vexti og alls um 20 milljónir fyrir íbúðina. „Við reynum að hafa áhrif á stjórnmálamennina til þess að okk- ur verði gert kleift að halda húsun- um okkar,“ segir Súsanna Dam. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er orðin. Launin hafa lækk- að, skattarnir hækkað og margir eru atvinnulausir. Lenging lána leysir ekki vandann og eina raun- hæfa ráðið er að opinberu fé verði veitt til þess að greiða lánin niður. Akveðið hafði verið að veita 3 millj- arða króna til þessarar niður- greiðslu, en ekki ein króna af því hefur skilað sér. Fara meó húslykilinn ibankann Það leysir heldur ekki vandann að taka húsin af fólki, því að þeim er enginn kaupandi. Fólk er því farið að gefast upp og dæmi er um það að, það hafi farið með húslykilinn í bankann og farið á atvinnuleysisbætur í Danmörku. Þar fást atvinnuléysisbætir um 110.000 krónur á mánuði í 7 ár. Hér fær fólk 65% af verkamanna- launum í upphafi og upphæðin lækkar í hveijum mánuði. Eftir eitt ár er aðeins helmingur upphaf- legra bóta eftir og þá er fólk kom- ið svo lágt að ekkert tekur við því nema félagsmálastofnun. Bankarnir bjóða einungis óað- gengilega kosti og við höfum of lengi búið við of slæma banka- stjórnendur og slæma stjórnmála- menn. Það er í raun og veru skrít- ið að staðan skuli geta verið svo slæm. Bæði Færeyjar og ísland framleiða matvæli, en lifa ekki af því, þótt fólk um allan heim sé að deyja úr hungri. Við höfum lifað alltof hátt hér í Færeyjum, gert óraunhæfar kröfur um lúxus af öllu tagi og ausið út opiriberu fé án þess að sjást fyrir. Við erum enn aðeins um 800 í húseigendafélaginu, en það eru miklu fleiri, sem eiga í vandræðum. Stjórnmálamennirnir hugsa bara um að skattleggja þjóðina til að greiða erlendar óráðssíuskuldir, en á meðan liggur við að þjóðin svelti. Ég hef verið atvinnulaus síðan Fossbankanum var lokað, en þar vann ég lengi. Því miður er ekkert útlit fyrir að úr rætist enda er lítil eftirspurn eftir bankamönnum í Færeyjum, en ákveðið hefur verið að sameina stærri bankana tvo, Föroyjabanka og Sjóvinnubankan, og þá missa 100 Lankamenn til viðbótar vinnu sína. Það er því engan ljósan punkt að sjá fram- undan. Þar er allt svart. Það vant- ar fisk og svo framvegis. Nú von- ast fólk eftir því að olía finnist við eyjarnar, en þó svo fari er þess langt að bíða. Þar til úr rætist verðum við bara að reyna að hjálpa hvoru öðru,“segir Súsanna Dam. Láta hverjum degi nægja sinar þjáningar Það er töluvert af íslendingum enn í Færeyjum, þó þeim hafi fækkað mjög eftir að þar tók að halla undan fæti. Einn þessara Islendinga er Auður Brynjarsdótt- ir, sem vinnur í kaffiteríunni í SMS-verzlunarmiðstöðinni. Hún hefur verið í Færeyjum í eitt og hálft ár, en áður vann hún í fimm sumur á færeysku feijunni Nor- rönu. Hún er Seyðfirðingur, en hvernig lá leiðin til Færeyja og hvernig líkar henni þar? „Leiðin hingað lá í gegn um Norrönu, en enga vinnu var þá að fá á Seyðisfirði. Mér bauðst þessi vinna hér í SMS og sló til og sé ékki eftir því. Þó að allt sér hér á hausnum kann ég vel við mig og óttast ekki að missa vinnuna. Fær- eyingar eru gott fólk, en staðan er orðin anzi erfið. Atvinnuleysi er mikið og þeir, sem hafa vinnu, borga svo mikið í skatta, að þeir geta ekki bæði lifað af og staðið í skilum. Því var allt anzi dauft í verzlunum hér fyrir jólin, en svo hefur lifnað eitthvað yfir hlutunum á ný og líklega er það vegna þess að fólk hefur gefizt upp við að borga af lánunum og reynir að láta hveijum degi nægja sínar þjáningar. Það notar það litla sem það hefur í mat og aðrar nauðsynj- ar og hirðir lítið um það hvenær bankinn tekur húsið. Þegar þar að kemur fer fólk úr landi og nú þeg- ar hefur skólabörnum og fólki milli 25 og 40 ára fækkað töluvert, en gamla fólkið verður eftir. Síðan ég byijaði hafa umsvifin í kaffiter- íunni minnkað mikið. Nú seljum 60 til 100 hádegisverði á dag, en 200 til 250 fyrir einu og hálfu ári,“ segir Auður Brynjarsdóttir. Staðan í Færeyjum er vissulega slæm og fátt virðist frændum okk- ar til bjargar annað en segja sig ti! sveitar í Danmörku eða lýsa yfir gjaldþroti og hætta að greiða af erlendum lánum, hvaða afleið- ingar sem það kann að hafa. Lang- varandi eyðsla umfrarn efni og þrái við að bregðast við staðreynd- um og draga saman seglin leiðir á endanum til gjaldþrots. _ IViskalen)I. 2vikur 4 fullorðnir í íbúð verð frá kr. Afsláttur fyrir börn 2ja til 12 ára, kr. 10.000. 49.800 2 í íbúð verð frá kr., (> vikuri4.ap.íi 63.900 Innifalið: Mug, gisting, íslensk fararstjóm, flutningur til og frá flugvelli erlendis, allir skattar og gjöld. Við erum í sólskinskapi og bjóðum aðeins vel slaðsettar og góðar gistingar. í dag er 25 stiga hiti á Benidorm. Orla sirli laus í |>ussar l'mlir. Pantaðu í síma 621490 VISA FERÐASKRIF^TOFA REYKJAVIKUR AÐALSTRÆTI 16 • SÍMI 6 2 1 4 9 0 Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefúr þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. Á harðri dýnu Hggur hryggsúlan í sveig Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.