Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
33
ATVINNIM/MJGLYSINGAR
Vanur sölumaður
óskast til að kynna og selja nýja „SVOPPER"
skúringa- og teppihreinsivél í fyrirtækjum og
stofnunum. Laun prósentur.
Svör sendist auglýsingadeild fyrir 26. mars
Mbl. merkt: „SVOPPER - 8300“.
Hárgreiðslusveinn/
hárgreiðslumeistari
óskast á hársnyrtistofu, á góðum stað
í Reykjavík. Hlutastarf kemur til greina.
Laun: Prósentur.
Upplýsingar í símum 623444 og 677537
á kvöldin.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar að ráða
skurðhjúkrunarfræðing í 60% starf og hjúkr-
unarfræðinga á 24 rúma legudeild nú þegar
eða eftir samkomulagi.
Ennfremur Ijósmóður og hjúkrunarfræðinga
til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum
98-11955 og 98-12116.
Skemmti- og
veitingastaður
í miðborginni er að leita að öfgahressu og
skemmtilegu fólki sem hefur gaman af að
vinna við að þjóna öðrum. Reynsla æskileg
en ekki nauðsynleg. Dyraverðir-þjónusta í
sal og þjónar. Lágmarksaldur 20 ára.
Upplýsingar á staðnum, Þingholtsstræti 2-4
v/Bankastræti, mánudag 21. mars og þriðju-
dag 22. mars frá kl. 13-19.
Frá Fræðsluskrif-
stofu Austur-
landsumdæmis
Lausar stöður við eftirtalda grunnskóla í
Austurlandsumdæmi.
Umsóknarfrestur til 20. apríl 1994.
Staða skólastjóra við Grunnskólann á Eski-
firði.
Kennarastöður við eftirtalda grunnskóla:
Seyðisfjarðarskóli:
Meðal kennslugreina; handmennt.
Grunnskólar í Neskaupstað:
Almenn kennsla.
Grunnskóli Eskifjarðar:
Meðal kennslugreina; heimilisfræði.
Grunnskólinn Bakkafirði:
Almenn kennsla.
Vopnafjarðarskóli:
Meðal kennslugreina; sérkennsla og íþróttir.
Brúarásskóli:
Almenn kennsla.
Fellaskóli:
Meðal kennslugreina; myndmennt, líffræði
og kennsla yngri barna.
Grunnskólinn Borgarfirði:
Almenn kennsla.
Egilsstaðaskóli:
Meðal kennslugreina; handmennt.
Alþýðuskólinn Eiðum:
Meðal kennslugreina; íslenska, enska,
stærðfræði og viðskiptagreinar.
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar:
Almenn kennsla.
Upplýsingar í síma 97-41211.
FræðslustjóriAusturlandsumdæmis.
HAFNARFIRÐI
Læknaritari
Staða læknaritara er laus til umsóknar. Um
er að ræða fullt starf.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu eða mennt-
un í læknaritun.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í
síma 50188 fyrir hádegi. Umsóknir berist
fyrir 25. mars nk.
Framkvæmdastjóri.
Dönsk-íslensk
orðabók
Viljum bæta Við nokkrum sölumönnum í síma
á kvöldin og um helgar. Góð sölulaun.
Upplýsingar í síma 677611 mánudag og
þriðjudag frá kl. 10-12 og 14-16.
og menning
Hjúkrunarheimilið SKJÓL,
Kleppsvegi 64
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í hluta-
störf. Hjúkrunarfræðingarog hjúkrunarfræði-
nemar 3. árs óskast til sumarafleysinga.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
í síma 688500.
!P
Laus störf
við átaksverkefni
hjá Reykjavíkurborg
Ráðningarstofa/Vinnumiðlun Reykjavíkur-
borgar leitar eftir starfsfólki í tímabundin
störf við átaksverkefni sem hefjast á næst-
unni á vegum borgarinnar.
Óskað er eftir fólki til starfa við eftirfarandi:
1. Verkfræðinga/tæknifræðinga, í mæl-
ingastörf á vegum Gatnamálastjóra.
2. Gangavörslu og eftirlit á sundstöðum
borgarinnar á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs. Einnig hjá ýmsum öðrum
borgarstofnunum.
3. Almenn störf á sundstöðum borgarinnar
á vegum íþrótta- og tómstundaráðs.
Skilyrði fyrir ráðningu í þessi störf er að við-
komandi sé atvinnulaus og á skrá hjá Ráðn-
ingarstofu/Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars nk.
Umsækjendur skulu snúa sér til Ráðningar-
stofu/Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar,
Borgartúni 3, sími 632580, þar sem nánari
upplýsingar fást.
Ráðningarstofa/Vinnumiðlun
Reykjavíkurborgar.
Framkvæmdastjórn
Evrópu
Fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópu í
Ósló leitar að aðilum á íslandi til ýmissa
upplýsingastarfa.
Óskað er eftir tilboðum frá aðilum sem geta
fullnægt eftirfarandi þjónustukröfum:
Skipuleggja fundarhöld; útvega skriflegar þýð-
ingar; útgáfa á fréttabréfum, kynningabækling-
um og pésum; dreifingu á útgáfunni til
almennings; talsetning á myndböndum.
Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs-
ingum um færni að sinna ofangreindum atrið-
um sendist til: Mr. R. W. Harland, European
Commission, Oslo delegation, Haakon Vll’s
gate 6, N-0161 Óslo, Noregur, eða beðið
um viðtal í síma 90 47 22 833583. Fulltrúi
Framkvæmdastjórnarinnar verður í Reykjavík
24*. og 25. mars 1994.
Lagermaður
Stefán Thorarensen hf. óskar að ráða lager-
mann til starfa frá 1. maí nk.
Fyrirtækið dreifir í heildsölu lyfjavörum, rann-
sóknavörum, hjúkrunarvörum og ýmsum
öðrum neysluvörum.
Óskað er eftir reglusömu snyrtimenni.
Reyklaus vinnustaður.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
okkar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Öllum
umsóknum verður svarað fyrir 15. apríl nk.
Stefán Thorarensen hf.,
Síðumúla 32,
108 Reykjavík.
Þjónustusvið
Þjónustusvið EJS starfar á hátæknisviði við
uppsetningu og þjónustu á tölvubúnaði, hug-
búnaðarkerfum, netkerfum og viðnetum.
Vegna ört vaxandi verkefna á þessu sviði
eru í boði tvær stöður:
1. Hugbúnaðarsérfræðings með víðtæka
þekkingu og reynslu af Microsoft hugbún-
aði, netkerfum og gagnagrunnum. Starfið
felst í skoðun, greiningu og úrlausn á tækni-
legum hugbúnaðarverkefnum í fjölþættum
tölvuumhverfum. Starfið kallar á nána sam-
vinnu við tæknilegt markaðssvið fyrirtækis-
ins og uppbyggingu og dreifingu hugbúnað-
arþekkingar innan þjónustusviðs.
Æskilegt er að umsækjendur hafi mennt-
un á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða
tæknifræði.
2. Hugbúnaðartæknimanns til starfa á
þjónustusviði okkar við þjónustu á tölvu-
netkerfum NT, Lan Manager og Novell.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi
góða þekkingu og reynslu af netstýrikerf-
um og stöðluðum notendahugbúnaði fyrir
einmenningstölvur.
Upplýsingar um störfin veitir Helgi Þór Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri þjónustu-
sviðs.
Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað
á skrifstofu okkar fyrir 28. mars nk., merktar:
„Urnsókn”.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
EinarJ. Skúlason hf.,
Grensásvegi 10, 128 Reykjavík,
sími 91-633000.