Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innaníands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Svipuð viðhorf í
Norður-Noregi og á
Islandi
Athyglisvert er að sjá, hvað
viðhorf í Norður-Noregi til
sjávarútvegsþátta ESB-samn-
ings Norðmanna eru áþekk þeim
sjónarmiðum, sem fram hafa
komið hér á landi. í Morgunblað-
inu í gær birtust viðtöl við rit-
stjóra Fiskaren, sem er norskt
tímarit um sjávarútvegsmál og
skrifstofustjóra hjá Samtökum
fískseljenda í Noregi, þar sem
viðhorfum manna í Norður-Nor-
egi er lýst.
Erik Rakoczy, skrifstofustjóri
Norges Raafísklag, segir m.a. í
samtali við Morgunblaðið: „Af
tvennu illu teljum við að það
hefði verið betra að eiga við
tollayfírvöld í Evrópu og hafa
stjóm á eigin hafsvæðum en að
semja um að aðrir fari með stjóm
þeirra ... Við teljum það afar
varasamt að gefa frá sér kvóta-
réttindi. Þá þykir okkur að sjálf-
sögðu slæmt að ESB-togurum
sé hleypt inn í norska landhelgi.
Við megum ekki gleyma því, að
samanborið við ESB-lönd er
Noregur einstætt land að því
leyti, að ástand fískistofna í
norskri landhelgi er nokkuð gott.
Við vitum, að í Evrópu vilja
menn komast í slíka stofna.
Vægi Noregs gagnvart öðmm
ESB-þjóðum er lítið og við höf-
um ekki trú á, að þau loforð sem
gefín hafa verið um, að Noregur
ráði einhveiju um veiðar hér við
land, muni standa. Sú hefur nú
þegar orðið raunin. Loforðið um
engan físk til ESB varð að nokk-
ur þúsund tonna veiði og svo
mætti áfram telja.“
Nils Torsvik, ritstjóri Fiskar-
en, sagði í samtaii við Morgun-
blaðið í gær: „Andstaða útgerð-
armanna kemur fyrst og fremst
til af því, að yfírráðarétturinn
yfír lögsögunni fer úr hendi
Norðmanna ... Ég hef ekki heyrt
útgerðarmenn og sjómenn segja
nokkuð jákvætt um samninginn.
Það hefur meira að segja gengið
svo langt, að þeir útgerðarmenn,
sem vom fylgjandi ESB-aðild
hafa snúizt gegn henni. Á hinn
bóginn hafa nokkrir stjómmála-
menn í Norður-Noregi, sem áður
vom andvígir aðild, lýst ánægju
með samninginn." Torsvik bætti
því við, að andstæðingar aðildar
virtust vera sannfærðir um mikl-
ar breytingar til hins verra 1.
júlí 1998, þegar aðlögunartíma
Noregs lýkur.
Þau viðhorf, sem hér hefur
verið lýst frá Norður-Noregi, til
ESB-samninga Norðmanna em
ákaflega lík þeim sjónarmiðum,
sem fram hafa komið hér á ís-
landi um þennan samning. Það
er margt líkt með íslenzku sam-
félagi og því samfélagi, sem er
í Norður-Noregi. Fólk hugsar á
svipaðan veg enda eiga Islend-
ingar og íbúar Norður-Noregs
sömu hagsmuna að gæta. Þótt
sjávarútvegur vegi ekki þungt í
þjóðarbúskap Norðmanna skiptir
hann öllu máli í Norður-Noregi
alveg eins og hér á íslandi. And-
staðan við aðild Norðmanna að
Evrópusambandinu var mest í
Norður-Noregi á sínum tíma og
hún á áreiðanlega eftir að verða
mest þar nú.
Hver og einn tekur afstöðu
til mála af þessu tagi út frá eig-
in hagsmunum. Þótt stjómmála-
menn í Noregi túlki samningana
á þann veg, að þeir séu Norð-
mönnum hagstæðir, er ljóst, að
fólkið í Norður-Noregi er annar-
ar skoðunar. Þótt stjómmála-
menn í Noregi telji samningana
hagstæða fyrir norskan þjóðar-
búskap mundu þessir samningar
aldrei ná fylgi hér á íslandi.
Þeir sem nú eru að heíja baráttu
fyrir aðild íslands að ESB á
grundvelli þeirra samninga, sem
Norðmenn hafa gert ættu því
að hugsa sinn gang svolítið bet-
ur.
MENN GET-
• ur greint á
um listir, og þá bók-
menntir alveg sér-
staklega. Það er jafn-
vel deilt um Boris
Pastemak og ljóðlist
hans. Mér hefur fundizt hún sérlega
merkileg, og þá ekkisíður mikilvæg
allt frá því ég kynntist henni fyrst.
Pastemak var mikið skáld. Robert
Frost segir skáldskapur sé það sem
eftir verði þegar ljóð er þýtt. Og
það skilar sér mikill skáldskapur í
þýðingum á ijóðum Pastemaks. En
samt var ég að lesa í bókmenntarit-
inu TLS í Bretlandi að Isaiah Berl-
in, sá mikilsvirti hugsuður, taldi sig
þurfa að taka upp hanzkann fyrir
Pastemak og ljóðlist hans vegna
niðrandi orða sem brezkur prófessor
hafði látið falla um verk skáldsins.
Mér skilst Nabokov hafí ekkiheldur
þótt mikið koma til skáldskapar
Pastemaks, en slíkt þurfti víst ekki
að taka hátíðlega þvíað Nabokov
hafði einnig afgreitt Dostojevskf
sem heldur ómerkilegan spennu-
sagnahöfund. Og Stríð og friður
væri einnig viðeigandi lesning
handa lítt menntuðum skólastrák-
um(!) Don Kíkóti væri auk þess ein-
hver leiðinlegasta bók sem nokkum
tíma hefði verið skrifuð; já, kannski
sú allra leiðinlegasta(l) Þá skilst
mér einnig á Berlin að Tolstoj hafí
þótt lítið koma til Ibsens og Flau-
berts; Goethe hafí ekki átt uppá
pallborðið hjá honum og þvísíður
Wagner. Loks minnir mig Berlin
hafí klykkt út með því að benda á
að T. S. Eliot hafí ungum þótt lítið
til Miltons koma.
Prófessorinn hefur að sjálfsögðu
leyfi til að hafa hvaða skoðanir sem
er á Pasternak, segir Berlin, en
hitt er fráleitt að ekki sé ástæða
til að minnast skáldsins á verðugan
hátt þegar hundrað
ár voru frá fæðingu
hans.
FRÆGÐIN
•er ekki fugl á
hendi. Hún er duttl-
ungafull og sízt af öllu
ástæða til að taka hana alltof hátíð-
lega. Það er þannig ekki einu sinni
víst að einn meistari geti skilið
annan. Þannig skilst mér að Hugo
Wolf, sem skrifaði tónlistargagn-
rýni í Vín, hafí haft harla lítinn
skilning á verkum Brahms. Sá síð-
amefndi særði hann eitt sinn og
eftir það lagði Wolf hatur á þennan
gamla meistara frá Hamborg sem
var 27 ámm eldri en hann. Sumar
svívirðingar Wolfs um Brahms vom
svo hastarlegar að ritstjóri Wiener
Salonblatt treysti sér ekki að birta
gagnrýnina nema ritskoðaða.
Slæmt var það sem birtist, en hálfu
verra það sem lá óbirt(!) Þessi
meistari sönglaganna gekk svo á
fund feðra sinna kalinn á viðkvæmu
hjarta eftir miklar andlegar hrell-
ingar. Hann dó á geðveikrahæii í
Vínarborg 1903, sex ámm síðaren
Brahms.
ÞAÐ HEFUR ÁVALLT
•verið sérkennilegt samband
milli Þjóðveija og Austurríkis-
manna, hefur Atli Heimir sagt
mér. Þannig hefur hinum síðar-
nefndu tekizt að koma þeirri skoðun
inn hjá almenningi að Hitler hafí
verið heimablindur Þjóðveiji, en
Beethoven Vínarbúi(!) Með það í
huga em svofelld ummæli Wald-
heims Austurríkisforseta fyrrver-
andi í senn skemmtileg og athyglis-
verð, Það er aiveg sama hvemig
ormurinn byltir sér, hann verður
alltaf ormur(!) Hið sama á við um
snillingana. Engin gagnrýni breytir
verkum þeirra.
BANDARÍSKI GAGN-
• rýnandinn H. L. Mencken
var einskonar páfí á ámnum fyrir
kreppuna. Ég þekki aðvísu ekki
verk hans en hef einungis lesið um
þau áhrif sem hann hafði á þessum
ámm þar vestra. Það er með ólík-
indum að slíkur maður sem hafði
samskonar fyrirlitningu á fíöldan-
um eða mergðinni (hjarðmenninu)
og Kirkegaard og Nietzsche og
dáðist að Dreiser, Sinclair Louis og
Conrad skyldi allsekki geta metið
Thomas Mann, Hemingway og
Faulkner eða fundið neitt bitastætt
í verkum þeirra. En þannig er af-
staða margra til bókmennta, annað-
hvort — eða(!) Og þá ekkisízt þeirra
sém um þær fjalla og eiga að hafa
þroskað með sér hlutlægt mat og
góðan smekk. En hlutlægni er fáum
gefín. Og hugarfar sitt verða menn
að þroska einsog annað. Ekkisízt
gagnrýnendur, svo mikil sem freist-
ing þeirra er. Mér þykja þær at-
hugasemdir Menckens skemmtileg-
ar að Dante hafi sent alla helztu
föðurlandsvini samtíðar sinnar á
ítalíu til helvítis, Cervantes hafi
eyðilagt Spán með lýsingum sínum
og lofsungnar hetjur Shakespeares
hafí allar verið útlendingar, en trúð-
amir og fíflin Englendingar; Goethe
hafi verið hliðhollur Nepoleon, eng-
inn hafí verið skeinuhættari kristn-
inni en hinn sannkaþólski Rabelais
og írinn Swift, sem dr. Johnson var
lítt hrifínn af að söjgn Boswells,
hafí fyrst gengið frá Irum en síðan
Bretum og haft á pijónunum fyrir-
ætlanir um að ganga frá öllu mann-
kyni í ritum sínum!! En til þess
entist honum víst ekki aldur, þótt
afkastamikill hafi verið.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
* V
+
REYKJAVIKURBREF
IMORGUNBLAÐINU I DAG,
laugardag, er frá því skýrt, að
Grandi hf. hafi keypt hlut ríkis-
sjóðs í Þormóði ramma hf. á
Siglufírði en sá hlutur nam
16,2%. Brynjólfur Bjamason,
forstjóri Granda hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið af
þessu tilefni, að ráðizt hefði verið í þessi
kaup vegna þess, að stjómendur Granda
hf. hefðu trú á stjómendum Þormóðs
ramma og rekstri þess fyrirtækis.
í þessu sambandi er ástæða til að benda
á athyglisvert viðtal, sem birtist í sérblaði
Morgunblaðsins um sjávarútveg, Ur ver-
inu, miðvikudaginn 9. marz sl. við Ólaf
H. Marteinsson, sem er annar af fram-
kvæmdastjómm Þormóðs ramima hf.
Grundvallarhugsun í rekstri fyrirtækisins
lýsir Ólafur H. Marteinsson á þennan veg:
„í upphafí hvers kvótaárs skipuleggjum
við, hvemig við ætlum að nýta veiðiheim-
ildir okkar. Við reynum að dreifa veiðinni
á allt árið, því það dugar ekki að moka
upp fiskinum þó vel veiðist í einhvem tíma
og hafa svo ekkert að gera hluta úr árinu.“
Síðar í viðtalinu segir framkvæmda-
stjóri Þormóðs ramma hf.: „Við erum sér-
hæfðir í þorski og vinnum hann nánast
einvörðungu á Bandaríkjamarkað. Við
höfum gert það lengst af og teljum okkur
fá mest út úr því að vinna fískinn sem
mest og ná þannig sem allra hæstu verði.
Við flytjum ekkert út óunnið og allur okk-
ar fískur kemur til vinnslu hér á Siglu-
fírði. Við höfum haft þá stefnu að leggja
rækt við fiskvinnsluna, en það hafa komið
tímar, þar sem sumir hafa nánast lagt físk-
vinnsluna af og flutt meira og minna allt
utan ferskt. Hér hafa menn metið það
þannig, að heppilegra sé að leggja rækt
við fiskvinnsluna og halda hér uppi ein-
hverri atvinnu.
Við erum reyndar að sinna ákveðnum
mörkuðum líka en þar er ekki hægt að
hlaupa inn og út eins og mönnum þykir
henta. Það verður að leggja áherzlu á stöð-
ugt framboð, því fari menn út vegna
skammtíma hagnaðar til dæmis, getur
reynzt ógjömingur að komast inn á mark-
aðinn á ný.“
í sjávarplássum víða um land hafa hvað
eftir annað risið deilur vegna þess, að út-
gerðarmenn hafa flutt fískinn út ferskan
með þeim rökum, að þannig fái þeir hærra
verð fyrir hann og enginn geti krafizt
þess af þeim, að þeir landi aflanum til
vinnslu hér, þegar svo sé. í ljósi þeirra
röksemda vekur sjónarmið forráðamanna
Þormóðs ramma hf. athygli enda hefur
þessi afstaða bersýnilega gefízt vel eins
og fjárfesting Granda hf. er glöggt dæmi
um.
Á undanfömum árum hafa Evrópu-
markaðir tekið við af Bandaríkjamarkaði,
sem þungamiðjan í útflutningi okkar á
sjávarafurðum. Þeir sem starfa við sölu
sjávarafurða í Bandaríkjunum hafa hvað
eftir annað varað við því, að menn loki
sölumöguleikum í Bandaríkjunum með því
að sjá viðskiptavinum þar, sem kannski
hafa keypt íslenzkan físk í áratugi, ekki
fyrir þeim físki, sem þeir þurfa á að halda.
Þess vegna er fróðlegt að kynnast þeim
sjónarmiðum, sem liggja til grundvallar
reksturs Þormóðs ramma hf. að fyrirtækið
hlaupi ekki inn og út af mörkuðum eins
og því hentar, heldur leggur það áherzlu
á að rækta tengsl við viðskiptavini sína
til frambúðar. Ekki er ósennilegt, að vel-
gengni þessa fyrirtækis í Siglufirði bygg-
ist að hluta til á því grundvallarviðhorfí,
sem hér hefur verið lýst og er mjög ólíkt
því, sem þekkist í alltof mörgum sjávarút-
vegsfyrirtækjum í landinu.
I samtalinu við Verið lýsir Ólafur H.
Marteinsson því, hvemig forráðamenn
.Þormóðs ramma hf. leitist við að hagnýta
sér kvótakerfið út í yztu æsar og segir:
„Við höfum lagt gríðarlega vinnu undanf-
arin tvö ár í að endurskipuleggja fyrirtæk-
ið og laga reksturinn að þeim möguleikum,
sem kvótakerfíð gefur. Þar eru stærstu
þættimir annars vegar síminnkandi veiði-
heimildir og hins vegar aukin sókn á úthaf-
Laugardagur 19. marz
Skáli Útívistar á Fimmvörðuhálsi í klakaböndum. Skálinn er í 1.100 m hæð yfir sjávarmáli og yfir vetrartímann hriktír oft í en þegar veður gengur niður má sjá mögnuð listaverk.
Ljósmynd/SigurOur Sigurðarson.
ið. Fyrir þremur árum var öll velta þessa
fyrirtækis í bolfiski, nú eru 40% veltunnar
í bolfíski. Hitt er í rækju og laxi. Þetta
var eina leiðin til þess að bregðast við
kvótasamdrættinum, að snúa sér að ein-
hveiju öðm til að afla fjár. Lykilatriði í
þessu em gildandi lög um stjórnun físk-
veiða með framseljanlegum aflakvótum.
Fyrir utan það að vernda fiskistofnana var
þessu kerfí ætlað að fækka í flotanum og
leiða til hagræðingar. Við höfum lagt okk-
ur fram um það að vinna í anda þessa
kerfís og ég held, að okkur hafí tekizt það
ágætlega, enda er afkoman viðunandi og
um nokkum hagnað að ræða. Gengisfell-
ingarnar tvær í fyrra og seint á árinu
1992 em famar að hafa áhrif í afurðaverð-
inu og auka framlegðina, sem er betri en
gert var ráð fyrir í upphafí."
Fordæmi?
HINGAÐ TILhefur
ekki verið mikið um
það, að traust út-
gerðarfyrirtæki
fjárfesti í öðmm útgerðarfyrirtækjum í
öðmm landshlutum, þótt flogið hafi fyrir
á undanfömum misserum, að forráðamenn
Granda hf. gætu hugsað sér slíkar fjárfest-
ingar og þá aðallega rætt um Vestfirði í
því sambandi. Einnig var um skeið rætt
um slík eignatengsl á milli Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum og útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækis á Tálknafírði. Spurn-
ing er hins vegar, hvort þessi fjárfesting
Granda hf. í Þormóði ramma hf. geti ver-
ið vísbending um hvemig standa megi að
endurskipulagningu sjávarútvegs í sjávar-
plássum og landshlutum, þar sem miklir
erfíðleikar steðja að.
Um þessar mundir er mikið rætt um
vanda Vestfírðinga og fyrirhugaðar em
ráðstafanir til þess að ýta undir uppstokk-
un í vestfirzkum sjávarútvegi með því að
gefa fyrirtækjum kost á víkjandi lánum,
þegar um sameiningu er að ræða. Er hugs-
anlegt að til viðbótar slíkum aðgerðum
kæmi fjárfesting öflugra sjávarútvegsfyr-
irtækja annars staðar á landinu í fyrirtækj-
um í sömu grein á Vestfjörðum?
Vel má vera, að Vestfírðingum mundi
ekki hugnast slík fjárfesting fyrirtækja
utan Vestljarða en hvers vegna ættu þeir
að vera andsnúnir því, ef það getur orðið
til þess að efla sjávarútveginn á nýjan leik
í þessum landshluta? Það segir að vísu
nokkra sögu um hrepparíg, að dæmi eru
um það, að hið nýja útgerðarfyrirtæki í
Bolungarvík flytji afla skipa sinna frekar
frá Bolungarvík en að selja hann fyrirtæk-
inu, sem keypti frystihús Einars Guðfínns-
sonar hf., þótt svipað yerð sé í boði og
nokkrir tugir Bolvíkinga atvinnulausir! Það
verður auðvitað engu bjargað, þar sem
slík viðhorf ráða ferðinni.
Það er alls ekki ólíklegt að það geti
verið báðum aðilum til stuðnings, að slíkar
fjárfestingar eigi sér stað á milli lands-
hluta eins og í tilviki Granda hf. og Þor-
móðs ramma hf. Þegar Vestmanneyingar
íhuguðu þátttöku í atvinnurekstri á
Tálknafírði lágu ákveðin rekstrarleg rök,
því til grundvallar í sambandi við veiðar
og vinnslu.
Vestfírðingar hafa staðið höllum fæti
undanfarin ár vegna þess, að þeir hafa
byggt svo mjög á þorskveiðum og niður-
skurðurinn hefur verið mestur í þorski.
Nú eru margir kunnáttumenn þeirrar skoð-
unar, að karfastofninn sé að hruni kominn
og jafnvel grálúðan líka. Jafnframt standa
vonir til, að þorskveiðar geti aukizt á ný
á næstu árum. Þá kann dæmið að snúast
við. Þá kunna fyrirtæki, sem hafa byggt
mjög á karfa að standa frammi fyrir um-
talsverðum erfíðleikum og það gæti orðið
þeim styrkur að hafa fjárfest í fyrirtækjum
á Vestfjörðum, sem byggjast fyrst og
fremst á þorski. Þau væru því ekki bara
að fjárfesta til þess að hlaupa undir bagga
með Vestfirðingum heldur einnig til þess
að búa í haginn fyrir framtíðina, þegar
aðstæður kunna að breytast.
Allt er þetta umhugsunarefni fyrir for-
ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækjanna víða
um Iandið og ekki ólíklegt að þetta for-
dæmi Granda hf. geti orðið öðrum til eftir-
breytni með ýmsum hætti.
Kvótakerfið
o g stöðug-
leikií
rekstri
HER AÐ FRAMAN
var þess getið,
hvemig forráða-
menn Þormóðs
ramma hf. hafa
lagt áherzlu á að
nýta kvótakerfið til
hins ýtrasta og þá
möguleika, sem það býður upp á í rekstri
fyrirtækisins en jafnframt sagði Ólafur
H. Marteinsson í fyrrnefndu viðtali: „Við
erum stöðugt að meta stöðu okkar og það
er algjört frumskilyrði, að fískveiðistjóm-
unin, hvaða leið, sem farin er, gildi til
margra ára eða áratuga. Óvissa af því
tagi, sem hér hefur viðgengizt er alveg
óþolandi. Á hveiju ári eru nýjar reglur en
ég met það svo, að við fáum ekki betra
kerfi en það, sem við höfum í dag. Óánægj-
an með fiskveiðistjórnunina er fyrst og
fremst vegna þess hve aflinn er lítill, en
það hefur ekkert að gera með fískveiði-
stjómunina í raun.“
Auðvitað er Ijóst, að forráðamenn sjáv-
arútvegsfyrirtækja hagnýta sér eftir beztu
getu þær reglur sem snúa að þeirra at-
vinnugrein hveiju sinni. Enginn getur
gagnrýnt þá fyrir það. Það er líka skiljan-
legt að óvissa um framtíðina í þeim eftium
sé óþolandi fyrir stjórnendur sjávarútvegs-
fyrirtækja. Raunar á það við í öllum fyrir-
tækjarekstri í hvaða atvinnugrein sem er.
Þess vegna m.a. er sá árangur, sem náðst
hefur á undanförnum áram í efnahagsmál-
um svo þýðingarmikill. Stöðugt verðlag,
lækkandi vextir, viðskiptahallinn þurrkað-
ur út, allt eru þetta forsendur fyrir því
að hægt sé að reka fyrirtækin með eðlileg-
um hætti.
Það er hins vegar alveg ljóst, að á með-
an stór hluti þjóðarinnar sættir sig ekki
við, að útgerðinni hafí verið afhent millj-
arðaverðmæti fyrir ekki neitt í formi end-
urgjaldslauss aðgangs að takmarkaðri
auðlind landsmanna allra verður þessi
óvissa áfram við lýði. Þeirri óvissu er hins
vegar hægt að eyða. Ef samtök útgerðar-
manna láta af ósveigjanlegri andstöðu við
einhvers konar gjaldtöku, sem nú fer fram
fyrir opnum tjöldum á milli útgerðarmanna
sjálfra er áreiðanlega hægt að ná málam-
iðlun um önnur atriði.
Það er t.d. spuming, hvort þjóðin á að
segja við útgerðina: þið greiðið okkur
leigugjald í sameiginlegan sjóð fyrir afnot
af fiskimiðunum. Það er ykkar mál hvem-
ig þið hagið fískveiðistjómuninni að öðra
leyti. Eina skilyrðið, sem við setjum er að
þið hlítið ákvörðunum fiskifræðinga og
ríkisstjórnar um aflahámark. Að öðra leyti
komið þið ykkur saman innbyrðis um,
hvemig þið hagið veiðunum. Er þetta
grundvöllur málamiðlunar? Hvers vegna
ætti Alþingi og ríkisstjóm að setja ná-
kvæmar reglur um það, hvemig haga á
fiskveiðum? Hvaða miðstýringarárátta er
það? Þeir sem gera út og verka físk era
bezt til þess fallnir að skipuleggja sinn
eigin rekstur. Hins vegar á rekstur þeirra
ekki að byggjast á því, að þeir fái mikil
verðmæti fyrir ekki neitt.
Umræður um þetta mál hafa farið út í
rangan farveg, þegar menn era sí og æ
að leita að nýjum kerfum eða tjasla upp
á þau, sem fyrir era. Fyrir þjóðina alla,
sem sameiginlega á þá auðlind, sem
fiskimiðin eru, er fullnægjandi að útgerðin
greiði gjald fyrir afnot af fiskimiðunum
og að það sé tryggt að þar fari ekki fram
rányrkja. Að öðra leyti eiga þeir sem sækja
sjóinn og verka fiskinn að gera það upp
sín í milli, hvemig skipulag veiða og
vinnslu er að öðra leyti.
Það er einkennileg mótsögn í því, að
þrátt fyrir gífurlegan niðurskurð á afla
er augljóslega mikil grózka í íslenzkum
sjávarútvegi. Með því er átt við, að það
er mikið um að vera í fyrirtækjum í þess-
ari atvinnugrein. Nýir menn hafa komið
til sögunnar á undanfömum áram. Þeir
era að gjörbréyta rekstri fyrirtækjanna.
Ný viðhorf hafa ratt sér til rúms eins og
sjá má á tilvitnuðum ummælum Ólafs H.
Marteinssonar. íslenzkir útgerðarmenn
eru að leita nýrra leið með því að sækja
á fjarlæg mið. Líklega eru miklir upp-
gangstímar framundan í íslenzkum sjávar-
útvegi á næstu áram. Hin miklu umskipti
í sjávarútvegsfyrirtækjum við erfíðar að-
stæður eru vísbending um að þjóðarbú-
skapurinn er að byija að rétta úr kútnum.
„Það er t.d.
spuraing, hvort
þjóðin á að segja
við útgerðina: þið
greiðið okkur
leigugjald í sam-
eiginlegan sjóð
fyrir afnot af
fiskimiðunum.
Það er ykkar mál
hvernig þið hagið
fiskveiðistj ór nun-
inni að öðru leyti.
Eina skilyrðið,
sem við setjum er
aðþiðhlítið
ákvörðunum
fiskifræðinga og
ríkisstjórnar um
aflahámark. Að
öðru leyti komið
þið ykkur saman
innbyrðis um,
hvernig þið hagið
veiðunum. Er
þetta grundvöllur
málamiðlunar?"
<