Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
66. tbl. 82. árg.
SUNNUDAGUR 20. MARZ1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
FÆREYSKUR FJARBONDI
Páll Sigurd Christiansen í Gjógv í Færeyjum sinnir sauðfé sínu, en þar í þorpinu er lítið um atvinnu eins og annars staðar í
Færeyjum. Unga fólkið hefur flutt burt frá Gjógv og líklega verður barnabarn Páls Sigurds eina barnið í skóla þorpsins næsta
vetur, en síðastliðinn vetur var aðeins eitt barn í skólanum þar. Sjá „Þjóð á barmi gjaldþrots" á bls. 10 og 11.
Bandarísku forsetahjónin eiga undir högg að sækja vegna Whitewater
Ofmátu fjárfestingartap
og greiddu of lítið í skatt
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti á nú
undir högg að sækja í baráttunni við
repúblikana á Bandaríkjaþingi eftir að
skýrt var frá því að Roger Altman að-
stoðarfjármálaráðherra hefði ekki skýrt
þingnefnd frá fundi sem hann átti með
embættismönnum forsetans uin gjald-
þrot sparisjóðs í Arkansas sem tengist
Whitewater-málinu svokallaða. The
New York Times hafði í gær eftir sam-
starfsmönnum Clintons að forsetahjónin
hefðu tapað minna fé á fjárfestingu
sinni í Whitewater-fyrirtækinu en þau
gáfu upp og kynnu því að hafa greitt
minni skatta en þeim bar.
Roger Altman minntist ekki á fundinn
þegar hann kom fyrir bankanefnd öldunga-
deildar þingsins og segir að umræðuefnið
hafi aðeins verið hvort hann ætti að víkja
sem yfirmaður stofnunar, sem rannsakar
gjaldþrot sparisjóðsins, vegna hagsmuna-
árekstra. Hann ákvað síðan að gera það
25. febrúar.
Þingmenn repúblikana brugðust ókvæða
við þessum tíðindum. Alfonso D’Amato,
atkvæðamesti fulltrúi repúblikana í banka-
nefndinni, kvaðst „afar mæddur“ yfir því
að Altman skuli hafa „leynt“ fundinum
þegar hann svaraði spurningum nefndar-
innar 24. febrúar. „Ég er hneykslaður á
því að framburður Altmans skuli hafa ver-
ið svo ófullkominn að hann hafi þurft að
breyta honum þrisvar. Allt er þegar þrennt
er - og Altman ætti að segja af sér.“
Heimildarmenn The New York Times
sögðust ekki vita hversu mikið forsetahjón-
in hefðu ofmetið tap sitt á fjárfestingunni
í Whitewater-fyrirtækinu. Þau fengu
skattafrádrátt vegna tapsins og blaðið seg-
ir að skuld hjónanna við skattstofuna auk
vaxta kunni að nema tæpum 46.000 dölum,
eða um 3,3 milljónum króna.
The New York Times hafði áður skýrt
frá því að Hillary Clinton hefði hagnast
vel á fjárfestingum í hrávörumarkaðinum
með aðstoð starfsbróður síns og Bill Clint-
on varði konu sína á föstudag, sagði fjár-
festingarnar „fullkomlega löglegar".
Kulvísir Kanar
hafðir að spotti
VETURINN hefur verið langur og erf-
iður fyrir Bandaríkjamenn, sem eru
ekki allir vanir kuldum og fannfergi.
Kanadamenn eru öllu vanari vetrar-
hörkunum og kanadíska dagblaðið Tor-
onto Star hefur að undanförnu birt
daglega dálka um furðuleg uppátæki
nágrannanna í suðri vegna kuldanna.
Blaðið segir meðal annars frá því að
Bandaríkjamaður nokkur hafi ekki
komið bílnum sínum í gang vegna ísing-
ar í bensínleiðslum vélarinnar. „Heitt
bensín hlýtur að fá leiðslurnar til að
þiðna,“ hugsaði maðurinn með sér og
ákvað að hita nokkra lítra af bensíni á
eldavélinni í eldhúsinu. Húsið brann til
kaldra kola - en blaðið upplýsir ekki
hvort bíllinn hafi komist í gang í öllum
hitanum.
Sjónvarpið dragi
úr mannfjölgnn
ÍBÚAR norðurhluta
Fidel Ramos
Filippseyja eru svo
duglegir við að fjölga
mannkyninu að Fidel
Ramos forseti hefur
ákveðið að sjá þeim fyr-
ir kapalsjónvarpi þann-
ig að þeir geti haft eitt-
hvað annað fyrir stafni.
Ramos. hélt upp á 66 ára afmæli sitt í
Bontoc-héraði og kvaðst hafa áhyggjur
af mikilli fjölgun íbúanna. Hann hefði
því ákveðið að greiða þeim jafnvirði
7,7 milljóna króna svo þeir gætu tengst
kapalsjónvarpi. „Þannig ættuð þið að
geta haft eitthvað annað að gera á
kvöldin, þegar dimma tekur,“ sagði
forsetinn. Ibúar Filippseyja eru um 65
milljónir og þeim fjölgar um rúm 3%
á ári.
Drnvötn bönnuð
í dýragarðinum
STARFSMÖNNUM
dýragarðs í Englandi
hefur verið bannað að
nota sterk ilmvötn eða
rakspíra, að sögn
breska dagblaðsins
The Independent.
Blaðið hefur eftir eig-
andanum að ljón, hlé-
barðar og apar verði
„hræðilega losta-
fullir" af slíkum ilmi.
„Eg tel að það sé
vegna gulleits ilmefnis sem kirtlar de-
skattar gefa frá sér og er notað í ilm-
vötn,“ sagði hann. „Það er líkt þeim
þef sem dýr gefa frá sér þegar þau
Iaðast hvert að öðru.“
Atvinnuleysið
ógnar Evrópsku
velferðinni
Fjölskyldumáliii
eruhörðumálín
$M!GT VERDIAG
ER KJÖIFESTM
UNDIR
JÖKLUM _
20