Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 sem gerðar eru til langtímavaxta. Hins vegar stöndumst við ekki kröfur um skuldastöðu ríkisins og halla á fjárlögum." Fastgengisstefna ekki tímabær Hann segir erfítt að meta hversu langan tíma það muni taka Svía að aðlaga sig þeim kröfum sem EMU-samstarfíð gerirtil efnahags- lífsins. Svíar eru nýbúnir að ganga í gegnum mestu efnahagskreppu frá því fyrir stríð og 19. nóvember 1992 urðu þeir iíkt og t.d. Finnar að hverfa frá fastgengisstefnunni, tengingu við evrópsku mynteining- una ECU, og láta sænsku krónuna fljóta á gjaldeyrismörkuðum. Þrátt fyrir að sænski seðlabankinn hafði hækkað millibankavexti upp í 500% til að reyna að tryggja stöðugleika urðu Svíar að lokum að viðurkenna ósigur í baráttunni um gengi krón- unnar. „Sá lærdómur sem við höf- um dregið af þessu er að við verð- um fyrst að koma skikkan á fjár- málin áður en við göngum inn í svona samvinnu. Það þýðir að við munum standa fyrir utan Evrópska gengissamstarfíð (ERM) þar til að við höfum sjálfír náð innra jafn- vægi. Okkar mat er að það muni líða töluverður tími þar til að við getum aftur tekið upp fastgengis- stefnu." Aðspurður vill Báckström ekki skilgreina nánar hvað felist í „tölu- verðum" tíma en segir ljóst að um einhver ár sé að ræða. Þegar síðasta haust fór margt að benda til þess að Svíar væru á leið út úr kreppunni. Á þriðja árs- fjórðungi síðasta árs var hagvöxtur 2% sem jafngildir 8% á ársgrund- velli. Var það í fyrsta skipti frá því kreppan hófst að hagvöxtur jókst tvo ársíjórðunga í röð. Fyrst og fremst eru það útflutningsgreinar sænsks efnahagslífs sem standa á bak við þennan hagvöxt en þær hafa notið góðs af hagstæðu gengi krónunnar. Virðist sem gengis- lækkunin sem orðið hefur frá því í nóvember 1992 hafí nýst útflutn- ingsgreinunum betur en þær geng- isfellingar sem urðu á síðasta ára- tug. Það hafa þó einnig sést greini- legar vísbendingar um að heima- markaðurinn sé einnig að rétta úr kútnum og benda kannanir til að heimilin hafí ekki verið bjartsýnni varðandi efnahagsþróunina frá því á árinu 1986. Þá virðist banka- kreppunni vera lokið og flest bend- ir til að vaxtamunur muni halda áfram að lækka og öll lánsskilyrði verða hagstæðari í Svíþjóð á næst- unni. Sænska fjármálaráðuneytið sem og seðlabankinn spá því að hag- vöxtur verði um 2% á þessu ári og 3% á næsta ári. Fjármálaráðuneyt- ið telur að á árunum 1996-1999 verði meðalhagvöxtur 4% og verð- bólga einungis 2%. Hver raunin verður ræðst þó að miklu leyti af því hvernig til tekst í allra nánustu framtíð. Telur seðlabankastjóri Sví- þjóðar að það geti ógnað þróuninni í átt að heilbrigðara ástandi í rík- isfjármálunum að árið í ár sé kosn- ingaár. Gæti það hægt á þróuninni í átt að minni fjárlagahalla og opin- berri skuldsetningu? „Við sjáum engin tákn þess að menn hyggist leggja fram þennslufjárlög. Það sem við teljum að sé mikilvægast er að ríkisfjármálin verði í jafn- vægi. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikinn metnað í að ná árangri í þeim efnum og gripið til aðgerða, sem munu skila sér á næstu árum. Það er líka nauðsynlegt að svo verði því annars munum við fá skell á fjármálamörkuðunum. Staðan er samt miklu betri en hún var fyrir einu og hálfu ári. Það var ekki fylgt nógu skynsamlegri stefnu í kjölfar þess að frelsi var aukið á fjármagnsmarkaði. Út frá því litla sem ég þekki til íslands held ég að hér hafí verið farið mjög skyn- samlega að. Lægðin í efnahagslíf- inu var notuð til að koma þessum breytingum á í stað þess að gera það í góðæri líkt og í Svíþjóð. Það leiddi til mikilla erfíðleika." Reyndum að sleppa ódýrt En hvaða lærdóm telur Urban Báckström að þeir sem ráði ferð- inni í sænsku efnahagslífí eigi að Morgunblaðið/Kristinn SimUGT VERDLAG ER KJÖLFESTM eftir Steingrím Sigurgeirsson Gömul hefð er fyrir því að þegar nýr seðlabankastjóri tekur við í einhveiju Norð- urlandanna þá byrji hann á því að heimsækja aðra norræna seðla- banka. Um síðustu áramót tók Urban Báckström við stöðu seðla- bankastjóra í Svenska Riksbanken, sænska seðlabankanum. Bácks- tröm er nýjasti og jafnframt yngsti seðlabankastjórinn á Norðurlönd- um, einungis tæplega fjörutíu ára gamall. Hann segir þetta í sjálfu sér ekki vera mjög óvenjulegt. Tíu menn hafa gegnt stöðu seðlabanka- stjóra í Svíþjóð á þessari öld og sex þeirra voru á aldrinum 32-46 ára er þeir tóku við starfínu. Fyrsti norræni seðlabankinn, sem hann heimsækir, er sá íslenski. „Það eru tvær ástæður fyrir því. í fyrsta lagi sú að ég hef aldrei komið ti) íslands áður. í öðru lagi að fyrst ég er yngsti seðlabankastjórinn þá er eðlilegast að ég byrji á því að heimsækja yngsta ríkið," segir Báckström og brosir. Sænski seðlabankastjórinn er um margt frábrugðinn þeirri ímynd, sem maður gerir sér af mönnum í hans stöðu. I fyrsta lagi er það auðvitað aldurinn en einnig útlitið og framkoman. Það er léttur og vinalegur blær yfír Báckström og maður finnur undir eins að þetta er maður sem á auðvelt með að slá á létta strengi. Bakgrunnur Báckströms er ljöl- breyttur, hann hefur starfað innan VIDSKIPn AIVINNULÍF ►Urban Backström varð seðlabankastjóri í Svíþjóð um áramótin. Hann lauk hagfræðiprófí frá Stokkhólmsháskóla árið 1979 og hóf þá doktorsnám í hagfræði við Stokkhólmsháskóla og Handelshögskól- an í sömu borg. Hann hefur gegnt fjölmörgum störfum. Kennt hag- fræði við Stokkhólmsháskóla (1979-1980), verið deildarstjóri alþjóða- deildar þáverandi Efnahagsmálaráðuneytisins (1980-1982), yfirhag- fræðingur Hægriflokksins (1982-1983), hótelstjóri Hotell Molberg í Helsingborg (1983-1985), yfirhagfræðingur Aktiespararna, santtaka sænskra smáhlutafa (1985-1986), aftur yfirhagfræðingur Hægri- flokksins (1986-1989), yfirmaður hlutabréfadeildar og síðar fram- kvæmdastjóri United Securities (1989-1991) og loks aðstoðarráð- herra í fjármálaráðuneytinu (1991-1993). Báckström hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, s.s. Sweden Ho.tels, Företagarförbundet, sænsku áfengiseinkasölunni og samtök- um hlutabréfaeigenda. Hann situr nú í stjórn Bank of International Settlements (BIS) í Genf. Þegar sænska viðskiptatímaritið Veckans AffSrer ritaði um Báckström nýlega nefndi það þrjá menn, sem „læri- feður“ hans. Hagfræðingana Tore Browaldh og Assar Lindbeck og Gösta Bohman, fyrrum formann sænska Hægriflokksins. einkageirans, opinbera geirans og í stjórnmálum. „Það sem er óvenju- legt við mína fyrri starfsreynslu er að ég hef verið hótelstjóri. Skýring- in á því er að foreldrar mínir reka hótelkeðju og faðir minn varð alvar- lega veikur. Eg tók því yfír rekstur- inn í tvö ár. Að þessu undanskildu hef ég ávallt unnið við hagfræði eða þá fjármálalega hagfræði. Ég hef meðal annars verið forstjóri íjármálafyrirtækis og undanfarin tvö ár bar ég ábyrgð á því að reyna að fínna lausn á bankakreppunni í Svíþjóð." Stjórnmálareynsla ekki stjórnmálastarf Báckström hefur einnig komið nálægt stjórnmálum. Hann var tví- vegis yfírhagfræðingur Sænska hægriflokksins og þegar hann var skipaður seðlabankastjóri gegndi hann embætti aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu. Hversu mikið telur hinn nýskipaði seðlabanka- stjóri að æskilegt sé að blanda sam- an stjórnmálum og stöðu seðla- bankastjóra? „Ég hef aldrei gegnt pólitískum trúnaðarstöðum. Eg hef aldrei verið kjörinn þingmaður eða sveitarstjórnarfulltrúi. Hins vegar hef ég starfað fyrir stjómmálaflokk og fýrst og fremst verið aðstoðar- ráðherra. Eg held að það sé kostur að seðlabankastjóri hafí reynslu af stjómmálum sem slíkum en hins vegar er ég ekki skipaður í embætt- ið vegna pólitískra starfa minna heldur til að gegna stöðu embættis- manns. Það hefur líka verið hugsunin í Svíþjóð að skilja að stjómmálin og seðlabankann. Þannig er þingið kosið til þriggja ára en seðlabankastjóri til fímm ára í senn. Forveri minn í embætti [Bengt Dennis] var því seðlabanka- stjóri jafnt undir stjórn jafnaðar- manna sem borgaralegu flokkanna, þrátt fyrir að hann hafði áður ver- ið aðstoðarráðherra í ríkisstjóm Jafnaðarmannaflokksins." Eitt stærsta verkefni Bácks- tröms á næstu ámm verður vænt- anlega að aðlaga sænskt peninga- kerfí að hinu evrópska. Með aðild- arsamningnum við Evrópusam- bandið samþykkja Svíar að gerast aðilar að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) þar sem mark- miðið er að ESB-ríkin taki upp sameiginlega peningastefnu og að lokum sameiginlega mynt í síðasta lagi árið 1999. Hversu vel telur Báckström að sænskt efnahagslíf sé undir þetta búið? „Við uppfyllum sum skilyrði EMU en önnur ekki. Við stöndumst þær verðbólgukröf- ur, sem gerðar em, og þær kröfur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.