Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 23 Listaklúbbur Leikhúskjallarans Blóð þessarar nætur Lorca-dagskráin endurtekin Lorca-dagskrá listaklúbbsins verður endurtekin þriðjudag- inn 22. mars kl. 20.30. Dagskrá þessi var fyrst flutt 28. febr- úar sl. Dagskráin sem er tileinkuð spænska leik-, ljóð- og tónskáldinu Federico Garcia Lorca verður aðeins endurflutt þetta eina kvöld. Ljóð eftir Lorca hafa verið þýdd á íslensku af a.mk. 12 skáldum og munu leikarar úr sýningunni Blóðbrullaupi lesa ljóð sem þeir hafa sjálfir valið. Flutt verður tónlist eftir Lorca, Falla, Paco de Lucia, söngvar úr spænsku borgarastyijöldinni og spænskir alþýðusöngvar. Pétur Jónasscn leikur einleik á gítar en auk þess hefur hann fegn- ið til liðs við sig hljóðfæraleikarana Einar Kristján Einarsson, Pétur Grétarsson og Bjarna Sveinbjöms- son. Stiginn verður spænskur dans og leikin upptaka með flutningi spænskra leikara á tveimur af þekktustu ljóðum Lorca og upp- taka með píanóleik Lorca sjálfs. Leikararnir sem fram koma eru: Baltasar Kormákur, Bríet Héðins- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Þ. Stephen- sen, Ingvar E. Sigurðsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Rúrík Har- aldsson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir tekur dag- skrána saman og stjómar henni. Aðgangseyrir er kr. 500 og kr. 300 kr. fyrir félaga í listaklúbbn- um og eru miðar seldir í miðasölu Þjóðleikhússins og við innganginn. Volkswagen Venlo GL. Aukobúnaður ó mynd: Álfelgur og vlndskeiS. Glæsileiki í sinni tærustu mynd! Volkswagen Vento GL Glæsileiki og fegurð einkenna Volkswagen Vento yst sem innst. Þokkafullt útlit, kraftur, mikið rými og hagstætt verö sameinast í þessum gæsilega bíl. (Ð ffl niMBiMiia hekia Volkswagen Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00 Oruggur á alla vegu! StaSalbúnaSur L Volkswagen Vento GL: • Öflug 1.8 lítra vél • Rammgert öryggisbúr • Afístýri • Veltistýrí • Samlæsingar á hurðum • Mjög vönduð //velour"-innrétting • Fjölstilling á öku- mannssæti • Rafstýrðir speglar • Stillanlegir höfuðpúðar á aftur- sætum • Samlitir stuðarar og speglar • Niðurfellanlegt aftursæti (60/40) • 14 tommu felgur • 450 lítra farangursrými. kr. á götuna! VJS / OISQH V1|AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.