Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Fjölmiðlajöfur og auðkýfingur stefnir að embætti forsætisráðherra ítalíu Er Silvio Berlusconi að verja eigin viðskiptahagsmuni? SILVIO Berlusconi, leiðtogi „Forza Italia“ (Áfram Ítalía), hefur komið andstæðingum sínum í kosningabaráttunni á Italíu í opna skjöldu og það þykir með ólíkindum hversu miklu fylgi hann hef- ur náð að sópa til sín á skömmum tíma. Hann stefnir að þvi að verða næsti forsætisráðherra landsins og ef marka má skoðana- kannanir er líklegl að sá draumur rætist. Berlusconi er eigandi næst stærsta fjölmiðlaveldis í Evrópu og þriðja stærsta einkafyrir- tækis Ítalíu og verði hann næsti forsætisráðherra landsins hljóta að vakna spurningar um hagsmunaárekstra. ítalir eru að reyna að losna við spillinguna í ítölskum stjórnmálum, sem fólst meðal annars í óeðlilegum fjárhagstengslum stjórnmálamanna við stór- fyrirtæki, og það væri því hlálegt ef Berlusconi, afsprengi þessa spillingarkerfis, bæri sigur úr býtum í kosningunum 27. og 28. þessa mánaðar. Reyndar hefur því verið haldið fram að Berlusc- oni hafi ekki aðeins boðið sig fram til að bjarga efnahag Italíu, eins og hann lætur í veðri vaka, heldur einnig til að bjarga eigin fjölmiðlaveldi. Of mikil völd? FJÖLMIÐLAJÖFURINN og auðkýfingurinn Silvio Berlusconi í upptökusal sjónvarpsstöðvar sinnar í Mílanó. Berlusconi á þrjár stórar sjónvarpsstöðvar og tvö stór útgáfufyrirtæki og margir telja að áhrif hans á Italíu verði of mikil takist honum að tryggja sér embætti forsætisráðherra í þingkosningunum 27. og 28. þessa mánaðar. Stórfyrirtæki Berlusconis, Fin- invest, á nú meðal annars þijár sjónvarpsstöðvar sem senda út um alla Ítalíu, útvarpsstöðvar, kvik- myndahús, tvær verslanakeðjur, tvö útgáfufyrirtæki (annað þeirra, Mondadori, er það stærsta á Ital- íu) og verktakafyrirtæki, auk þess sem Fininvest hefur haslað sér völl í kvikmyndaframleiðslu og auglýsingagerð. Sjálfur á Berlusc- oni einnig knattspyrnuliðið AC Milan, sem hann hefur gert að einu sigursælasta liði knatt- spyrnusögunnar. Stóru sjónvarpsstöðvarnar þijár í eigu Berlusconis starfa í nánum tengslum við svæðisbundnar stöðvar. Finin- vest á eða stjómar meira en 85% af öll- um einkasjón- varpsstöðvum Ítalíu og hlutur fyrirtækisins í sjónvarpsmarkaðn- um í heild er um 45%. Hlutur fyrir- tækisins á útgáfumarkaðnum er um 20%. Ströng Iöggjöf um kosningaá- róður meinar þó Berlusconi að notfæra sér sterka stöðu sína á fjölmiðlamarkaðnum. Nái kosn- ingabandalag hægriflokkanna meirihluta á þinginu og verði Ber- lusconi forsætisráðherra vakna þó óneitanlega spurningar um hvort ekki komi til hagsmunaárekstra. Slíkar spurningar-eru einkar mik- ilvægar í ljósi þess að markalínan milli viðskipta og stjórnmála hefur verið afar óljós og brengluð á ítal- íu og þessi óeðlilegu tengsl hafa getið af sér gífurlega spillingu. Afsprengi spillta kerfisins Berlusconi er talinn afsprengi þessa kerfis. Hann er 57 ára að aldri og komst fyrst i álnir í bygg- ingariðnaðinum í Mílanó, sem var gagnsýrður spillingu. Eftir það gekk hann í frímúrararegluna B2, sem varð að tákni þessara óeðli- legu tengsla milli stjórnmála- og fjármálamanna á áttunda ára- tugnum. Berlusconi er þó einn af fáum helstu ijármála- mönnum Italíu sem hafa ekki sjálfir verið bendl- aðir við spillingarmálin sem hafa tröllriðið ítölskum stjórnmálum undanfarin misseri. Bróðir hans, Paolo, stjórnarformaður Edilnord, byggingarfyrirtækis Fininvest, hefur hins vegar viðurkennt að hafa mútað stjórnmálamönnum í Mílanó til að tryggja sér bygging- arverkefni. Saksóknarar hafa einnig rannsakað mál fjögurra af nánustu samstarfsmönnum Ber- lusconis í Fininvest sem liggja undir grun um bókhaldssvik og ólöglegan ljárhagsstuðning við stjórnmálaflokka. Fyrirtækið er meðal annars talið hafa veitt stærstu flokkunum verulegan af- slátt af auglýsingaverði í kosn- ingabaráttunni árið 1992. Ber- lusconi hefur þó sjálfur aldrei ver- ið sakaður um lögbrot. „Eftir að hafa losnað við spill- ingu, sem einkenndist af því að stjórnmálamenn héldu fyrirtækj- unum í heljargreipum, eigum við nú á hættu að hið gagnstæða gerist - að stjórnmálamennirnir verði á valdi fyrirtækjanna," segir Luigi Spaventa prófessor, fjár- lagaráðherra og frambjóðandi bandalags vinstriflokkanna í kjör- dæmi Berlusconis í Rómaborg. Skömmu eftir að Berlusconi til- kynnti framboð sitt ákvað hann að segja af sér öllum stjórnunar- stöðum innan Fininvest. Hann hefur hins vegar notfært sér fyrir- tækið til að skipuleggja kosninga- baráttu „Forza Italia“. Um 40 framkvæmdastjórar innan Finin- vest hafa helgað sig baráttunni og fregnir herma að fyrirtækið hafi séð flokknum fyrir verulegum fjárhæðum til að ljármagna aug- lýsingar og skipulagningu barátt- unnar undanfarna fjóra mánuði. Talsmenn nefndar, sem á að hafa eftirlit með slíkum tengslum, segja hana ekki í stakk búna til að fylgj- ast nægjanlega með þessu. Tekist á um sjónvarpsrásir Berlusconi á mikið undir því að bera sigur úr býtum í kosning- unum. Ekki er Ijóst hvort hann haldi áfram í stjórnmálunum tapi hann kosningunum og það hefur kynt undir vangaveltum um að hann hafi boðið sig fram til að veija eigin viðskiptahagsmuni. „Ef Berlusconi tapar og vinstri- flokkarnir sigra eigum við á hættu að missa eina sjónvarpsstöð strax og aðra innan tveggja ára,“ hefur verið haft eftir Franco Tato, aðal- framkvæmdastjpri Fininvest. Ekkert einkafyrirtæki í Evrópu hefur fengið að tryggja sér jafn stóran hluta af fjölmiðlamarkaðn- um og Fininvest á Ítalíu. ítölsku sjónvarpslögin frá árinu 1990 eru afrakstur mikilla hrossakaupa gömlu valdaflokkanna. Kristilegir demókratar og Sósíalistar, sem höfðu meirihluta á þinginu, lögðu ofurkapp á að ríkissjónvarpið héldi þremur rásum til að tryggja sér áhrif á sjónvarpsmarkaðnum. Báðir flokkarnir stóðu í þakkar- skuld við Berlusconi, einkum þó Sósíalistar, vegna fyrri stuðnings hans og þeir gátu því fallist á að hann fengi þijár rásir og hefði þar með yfirburði á markaðnum. Endurskoðun sjónvarpslaganna er nú orðin eitt af helstu kosninga- málunum. Helstu andstæðingar Berlusconis, bandalag vinstri- flokkanna, vilja breyta lögunum þannig að hvert einkafyrirtæki fái ekki að hafa nema eina sjónvarps- rás. Þótt Fininvest velti jafnvirði 464 milljarða króna yrði slíkt mik- ið áfall fyrir fyrirtækið, sem myndi missa um fjórðunginn af tekju- stofninum. Hagnaður Fininvest undanfarin misseri hefur minnkað verulega, einkum vegna efna- hagssamdráttar á Ítalíu. Fyr- irtækið þandist út á síðasta áratug með ótrúlegum hraða, tók lán með háum vöxtum og stendur nú uppi með miklar skuldir. Eigið fé Finin- vest er um 1,35 billjónir líra (54 milljarðar króna) en skuldimar nema 4,5 billjónum líra (180 millj- arðar). Tapi Berlusconi í kosningunum yrði hann fyrir pólitísku áfalli og hugsanlega einnig fjárhagslegu, því gífurlegir fjármunir eru í húfí. Heimildir: Financial Times og Economist. BAKSVIÐ eftir Boga Arason Ljóðatónleikar í Islensku óperuimi á þriðjudaginn Upgáhaldslög Eddu og Olafar Kolbrúnar fimmtán. Enn fást þeir til að koma að utan og syngja á íslenskum sérkjörum. Með þessari uppfærslu klárast fjárveiting Óperunnar í ár, tvær sýningar og rekstur hússins kostar 41 milljón. Við vonumst þó til að byija í október æfingar á óperu, sem frumsýnd yrði eftir næstu áramót. Fast starfsfólk Óperunnar, sjö manns, er farið af launaskrá til að létta róðurinn en vonandi hittumst við aftur í haust.“ Ólöf Kolbrún er líka farin að undirbúa tónleikaferð til Bretlands í vor með Kór Langholtskirkju. Þar syngur hún meðal annars ásamt kórnum í H-moll messu Bachs í Barbican listamiðstöðinni í Lundúnum. Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur um árabil verið búsett í París. Hún kemur mikið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og í kammerhóp, og kennir í tónlistar- háskólanum í Lyon. Nú spilar hún í tangóhópnum Tempo di Tango á UPPÁHALDSLÖG Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur sópransöng- konu og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara leika við hlustir tónleika- gesta í Islensku óperunni á þriðjudaginn. Þær stóðu saman að tónleikum á Kirkjubæjarklaustri 1991 og upp úr því vaknaði hug- myndin að ljóðakonsert. Tónskáldin Schumann, Tsjakovskí og Rachmaninoff urðu fyrir valinu. Styrktarfélag íslensku óperunnar stendur að tónleikunum, sem hefjast klukkan hálf níu á þriðjudags- kvöld. fímm ár. Edda hefur áður leikið á slíkum tónleikum en þetta eru fyrstu styrktarfélagstónleikar Olafar Kolbrúnar þrátt fyrir tengsl hennar við Operuna. Hún er óperu- stjóri og kemst þess vegna ekki hjá því að segja aðeins frá stöðu mála þar þegar spurt er hvað hún sé að fást við þesa dagana. „Ég hef verið að búa mig undir þessa tónleika frá því vinnu við Évgení Ónegín lauk,“ segir Ólöf, „og við erum líka að undirbúa Niflungahring Wagners sem flutt- ur verður í samstarfi við Sinfón- íuna, Þjóðleikhúsið og Listahátíð. Þar annast Óperan þá hlið sem snýr að íslensku söngvurunum Styrktarfélagið hefur gengist fyrir um það bil einum tónleikum á mánuði yfir veturinn undanfarin Ólöf Kolbrún Harðardóttir listahátíðum og tónleikum. „Við spilum bæði kammerverk sem tengjast tangóhefðinni,“ segir hún, „og danstónlist af því tagi. Verðum til dæmis í Brussel 25. apríl. Síðast var ég með einleiks- tónleika í París 4. mars og þar áður lék ég með víóluleikara í Lyon í febrúar. Nú hef ég íslensk starfslaun í hálft ár og frí frá kennslunni og nota tímann til að vinna að nýju einleiksprógrammi. Svo koma ljóðatónleikarnir með Ólöfu inn í. Þetta er í fyrsta sinn sem ég held heila tónleika með söngvara, hef alltaf verið ein eða í kammersveit. Mér finnst þetta krefjandi, það er mjög gott fyrir píanóleikara að vinna með söngv- Edda Erlendsdóttir ara, maður er alltaf að reyna að fá syngjanda út úr hljóðfærinu." Edda og Ólöf Kolbrún ætla að byija tónleikana á Liederkreis Schumanns^ opus 39 við ljóð Eich- endorffs. Ólöf segist hafa haft þessa söngva í liuga síðan hún var við nám hjá Eric Verba í Vínar- borg. Síðan koma þijú lög eftir Tsjakovskí við ljóð eftir Heine, Goethe og Rathaus. Loks hópur ljóða eftir Rachmaninoff. Ólöf Kolbrún segir rússneskuna of fjar- læga og fékk Þorstein Gylfason til að þýða ljóðin yfir á íslensku fyrir tónleikana. Hún segir söngv- ana sem hljóma á þriðjudaginn fremur alvarlegs eðlis, dreymna og rómantíska, uppáhaldsljóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.