Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 KYIKMYNDIR/SAMBÍÓIN frumsýna á næstunni bandarísku spennumyndina Pelíkana- skjalið, The Pelican Brief, sem gerð er eftir samnefndri metsölubók eftir John Grisham, en skammt er síðan Sambíóin sýndu Fyrirtækið, sem einnig var gerð eftir sögu eftir Grisham. Aðalhlutverkin í Pelíkanaskjalinu leika Julia Roberts og Denzel Washington. Leikstjóriim ALAN J. Pakula leiksljóri Pelíkanaskjalsins nýtur þess að búa til spennumyndir, sem laða fram angistaróp áhorfenda. og má þar nefna Klute, The Parallax View, All The President’s Men og Pre- sumed Innocent. „Eg hef mesta ánægju af því að gera spennumyndir, og það er ekkert sem jafnast á við að heyra angistaróp áhorfenda. Það er ákveðin geðhreinsun fólgin í því að fylgjast með og skynja hættu og sleppa síðan frá henni. Að sviðsetja ótta er því mjög ánægjulegt fyrir mig,“ segir Pakula. Pelíkanaskjalið er þriðja skáldsaga rithöfundarins John Grisham, en hann snéri sér að skáldsagnagerð eftir að hafa stundað lögfræði- störf um skeið. Fyrsta bókin hans, A Time To Kill, naut ekki mikilla vinsælda þegar hún var gefin út, en önnur bókin, The Firm, fór hins vegar beint inn á metsölulista um allan heim. Pelíkana- slqalið gerði það..sömuleiðis og fyrsta bókin líka í kjölfar- ið, og þessa daga trónir nýj- asta bókin, The Client, á metsölulistum. Alan J. Pa- kula beið ekki boðanna þegar vinsældir The Firm urðu ljós- ar, og tryggði hann sér kvik- myndaréttinn að Pelíkana- skjalinu áður en Grisham var svo mikið sem byrjaður að setja fyrstu stafina á blað. Pakula hreifst af hraðri framvindu sögunnar þegar hún leit dagsins ljós og var þá staðráðinn í að gera eftir henni kvikmynd. „Þetta er spennusaga með mikið skemmtanagildi, og Grisham hefur þann hæfileika að fá mann stöðugt til að vilja vita hvað gerist næst. Þessa sömu tilfinningu hafði ég reyndar við gerð kvikmyndarinnar," segir Pakula, en í myndinni er raunverulega verið að segja þijár sögur í einu. í fyrsta lagi er um að ræða morðin á hæstaréttardómur- unum, síðan er það saga Derby Shaw, sem er þung- amiðjan, og í þriðja lagi er það sagan um ápillinguna á æðstu stöðum í stjómkerf- inu. Rannsóknir á mannlegu eðli Óskarsverðlaunahafmn Denzel Washington, sem leikur rannsóknarblaða- manninn Gray Grantham, eyddi talsverðum tíma með blaðamönnum og ritstjórum á Washington Post þegar hann var að undirbúa sig fyrir hlutverkið. Hann segir, að það hafi komið sér á óvart að blaðamenn og leikarar ættu fieira sameiginlegt en að vilja búa til fyrirsagnir í blöðum. „Bæði blaðamenn og leikarar eru á vissan hátt við sífelldar rannsóknir á mannlegu eðli, og til þess að ná tökum á hlutverki verð ég ætíð að umgangast raun- verulegt fólk til að átta mig á tilfinningum þess og lífs- máta. Á vissan hátt gerir blaðamaðurinn það sama, og báðir leitum við að ástæðun- um sem liggja að baki hveiju sinni og skilningi á þeim,“ segir Wahington. Denzel Washington hefur þegar sannað, að hann er einn af hæfileikamestu leik- urum samtímans, en strax fyrir fyrsta kvikmyndahlut- verk sitt, sem var í mynd Normans Jewison, A Soldi- er’s Story, hlaut hann mikið lof fyrir leik sinn. Fyrir hlut- verk sitt í Ciy Freedom hlaut hann tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki, en verðlaunin hlaut hann síðar fyrir leik sinn í Glory. Ys og þys út af vitn- eskju laganemans PELIKANASKJALIÐ er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Alan J. Pa- kula, sem sennilega er hvað þekktastur fyrir myndirnar Sophie’s Cho- ice, All The President’s Men og Presumed Innoc- ent, en auk þess að Ieik- stýra Pelíkanaskjalinu og framleiða myndina skrif- aði Pakula handritið eftir metsölubók John Gris- hams. í myndinni er sögð ævintýraleg saga Derby Shaw (Julia Roberts), laganema frá New Orle- ans, sem skyndilega flæk- ist inn í flókinn svikavef sem nær allt til æðstu embætta bandaríska stjómkerfisins, en ástæða þess er að hún skrifar stutta ritsmíð þar sem hún flettir ofan af ólöglegu athæfi valdamikils olíujöf- urs. Þegar þeir sem standa henni nærri era myrtir hver af öðrum hefst æðis- gengin barátta unga laga- nemans fyrir lífi sínu, og verður rannsóknarblaða- maðurinn Gray Grantham (Denzel Washington) eini bandamaðurinn sem hún getur treyst, en í samein- ingu leggja þau allt kapp á að fletta ofan af ráða- bruggi olíujöfursins og kumpána hans. Tveir hæstaréttardómar- ar, sem þykja fijálslynd- ir og hallir undir skoð- anir umhverfisvemdarsam- taka, eru myrtir af leigu- morðingja og vekur mál þetta áhuga Derby Shaw, en kennari hennar við lagadeild háskólans í New Orleans og elskhugi, Callahan (Sam Shepard), hafði áður starfað með öðrum dómaranna. Derby kannar margvísleg gögn til að reyna að átta sig á því hvers vegna dómararn- ir hafa verið myrtir, og þegar hún telur sig vera komna með líklega skýringu skrifar hún stutta ritgerð um málið, Pelíkanaskjalið, og afhendir Callahan. Hann afhendir skjalið háttsettum vini sínum Lærifaðirinn LAGAPRÓFESSORINN Callahan (Sam Shepard), sem jafnframt er elskhugi Derby Shaw (Julia Roberts), tekur í fyrstu ekki mikið mark á samsæriskenningum henn- ar um morð á tveimur hæstaréttardómurum. innan alríkislögreglunnar, en þaðan berst það um víðan völl í stjómkerfinu og meðal annars inn í Hvíta húsið. Þegar Callahan er myrtur og Derby sleppur naumlega undan morðingjum hans verður henni ljóst að hún hefur hitt naglann á höfuðið í tilgátu sinni. Hún reynir hvað hún getur til að fara í felur í New Orleans, en ill- þýðið er þó alltaf á hælunum á henni og fer hún því til Washington þar sem hún hefur samband við rannsókn- arblaðamanninn Grantham, en á honum hafði Callahan haft mikið dálæti. Hún segir honum frá innihaldi Pelík- anaskjalsins og tilgátu sinni um yfirhylmingu sem nær allt til æðstu embætta innan ríkisstjómarinnar, og sam- eiginlega reyna þau að afla staðfestinga á grunsemd- unum áður en Grantham birtir frásögnina í blaði sínu. En morðingjamir eru ekki lengi að komast að því hvar laganeminn og samstarfs- maður hennar eru niðurkom- in og leggja þeir allt kapp á Rannsóknarblaðamaðurinn GARY Grantham (Denzel Washington) þarf á öllu sínu að halda, þegar hann, ásamt Derby Shaw, reynir að fletta ofan af samsæri á æðstu stöðum. að ráða niðurlögum þeirra áður en þau koma vitneskju sinni á framfæri. Ekkert jafnast á við angistaróp áhorfenda Alan J. Pakula, sem leik- stýrir Pelíkanaskjalinu, á að baki margar af bestu spennumyndum seinni ára, en hann hefur einatt leitast við að skyggnast í sálfræðina að baki þráhyggju manna og skýra raunveruleikann að baki pólitískri spillingu. Margar mynda hans af þessu tagi eru þegar orðnar klass- ískar í kvikmyndasögunni, Júlía snýr aftur JULIA Roberts kemur aftur fram á sjónarsviðið í Pelík- anaskjalinu, en leikkonan tók sér sjálfviljug tveggja ára frí frá kvikmyndaleik og lét lítið fyrir sér fara. Hún var þó eftirlætisefni í slúðurdálkum dagblaðanna á þessu tímabili og var þá meðal annars rætt um að hún ætti að etja við vanda vegna eiturlyfjaneyslu, en hún hefur hins vegar vísað öllu slíku tali á bug. Þegar hún hugðist snúa sér aftur að kvikmyndaleik síðla árs 1992 gerði hún sar.ining við kvikmyndafyrirtækið Caravan Pictur- es, og í fyrstu var gerð tilraun til að fá Daniel Day-Lew- is til að taka að sér hlutverk á móti henni í myndinni Shakespeare in Love sem til stóð að gera, en hann var hins vegar ekki á lausu þá stundina og því varð hlutverk- ið í Pelíkanaskjalinu fyrír valinu. Foreldrar hinnar 26 ára gömlu Juliu Roberts ráku leikhúsverkstæði í Smymu í Georgíu, og ólst Julia ásamt systkinum sínum því upp við leiklist allt frá blautu bamsbeini. Árið 1985 hjálpaði bróðir hennar, Eric Roberts, henni til að fá hlut- verk í ódýrri kvikmynd, Blood Red, en hún vakti hins vegar ekki athygli fyrr en hún lék í myndinni Steel Magnolias og hlaut útnefiiingu til Ósk- arsverðlauna fyrir túlkun sína. Heimsfrægðin var svo handan við homið því næsta hlutverk hennar var í kvik- myndinni Pretty Woman þar sem hún Iék á móti Riehard Gere, og gerði það hana að einni eftirsóttustu leikkonu níunda áratugarins í Holly- wood. Hún hélt svo bæði vin- Úr felum JULIA Roberts hefur nú hafið kvikmyndaleik af fullum krafti á ný, eftir að hafa dregið sig í hlé um tveggja ára skeið. sældum sínum og launum, sjö milljónum dollara fyrir mynd, í næstu tveimur myndum, sem vom Flatliners og Sleep- ing with the Enemy, en auk þess var hún ein mest áber- andi leikkonan í samkvæmis- Iífí og einkalífi. Þegar slitnaði upp úr trúlofun hennar og Kiefers Sutherland aðeins þremur dögum áður en brúð- kaupið átti að fara fram varð hún að lifandi þjóðsögu í Hollywood. Um svipað leyti fékk svo kvikmyndin Dying Young, sem hún lék í, afar misjafnar móttökur, og afréð hún því að draga sig í hlé um stund. Nú er hún hins vegar komin á fullt skrið á nýjan Ieik eftir að hafa gengið í hjónaband, og um þessar mundir er hún að leika í myndinni I Love Trouble á móti Nick Nolte.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.