Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 48
varða
víðtæk
f jármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
B3S=
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
MORGVNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMl 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3010/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 80
SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Tæring
fannstvið
skoðun
á Eydísi
VIÐ ársskoðun sem nú
stendur yfir á Eydísi, Bo-
eing 737 þotu Flugleiða,
fannst tæring í yfirborði á
búk vélarinnar og hefur
verið óskað eftir leiðbein-
ingum verksmiðjanna um
hvernig best sé að gera við
þann stað þar sem tæringin
fannst. Kristinn Halldórs-
son tæknisljóri Flugleiða
sagðist ekki eiga von á að
vélin myndi tefjast af þess-
um sökum, en ársskoðun á
henni lýkur að viku liðinni.
Kristinn sagði að þegar árs-
skoðun á vélunum færi fram
væri leitað ítarlega eftir hugs-
anlegum göllum og við þá leit
hefði tæringin fundist. Hann
sagði að í gömlu flugvélum
Flugleiða hefði tæring af þessu
tagi oft fundist.
„Þetta er næstelsta vélin
okkar núna, en við áttum hins
vegar ekki von á að þetta
myndi koma strax. Tæring í
áli getur myndast út af mörgu,
t.d. vegna mismunandi málm-
leiðni eða að ekki hafi verið
nægilega vel frá vörnum geng-
ið, málningu og öðru. Þegar
tæring sést er hún strax
hreinsuð út og er þá farið eftir
ákveðnum stöðlum, en þar sem
þetta er tiltölulega ný flugvél
vildum við láta Boeing vita um
þetta,“ sagði hann.
Grafíklistamenn
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bj örgunar mennirnir
BJARGVÆTTIRNIR Sigmundur Sigurðsson, Snorri Jóhannesson, Grétar Reynisson, Halldór Sigurðsson og hundurinn Lubbi með lambið út
á stokkfreðnu Úlfsvatninu á Arnarvatnsheiði.
Lambi bjargað úr vetrarríki
SNORRI bóndi Jóhannesson á Augastöðum
í Borgarfirði, Grétar Reynisson bóndi á
Höll, Sigmundur Sigurðsson og Halldór Sig-
urðsson, rúningsmenn norðan af Ströndum
og hundurinn Lubbi björguðu lambi ofan
af Arnarvatnsheiði siðdegis á föstudaginn.
Hefur lambið augsýnilega sloppið í gegn um
fínkembingu leitarmanna síðasta haust. Þótt
ljóst sé að lambið hafi átt kalsama vist í hag-
leysu og hörðu vetrarríki heiðarinnar, virtist það
þó furðu vel á sig komið, utan að tennur þess
voru óeðlilega slitnar, trúlega af þvi að naga
skófir og fléttur af steinum. Snorri varð fyrst
var við lambið fyrir rúmri viku og eltist þá við
það fram í myrkur. Fór hann síðan aftur um
miðja vikuna, en varð þá frá að hverfa vegna
illviðris. Loks er hann fór við fjórða mann ásamt
Lubba á föstudaginn gekk björgunin eftir. .
Boðið að
Yestmannaeyjabær leitar til verðbréfafyrirtækja sem bjóða lága vexti
sýna verk
íKína
ÍSLENSKUM grafíklista-
mönnum hefur verið boðið að
halda samsýningu í Kina í
september nk. Fyrirhugað er
að opna sýninguna með áttatíu
listaverkum í Peking og jafn-
vel sýna á tveimur öðrum stöð-
um í landinu. Verði boðið þeg-
ið er þetta í fyrsta skipti sem
stór islensk myndlistasýning
er haldin í Kína.
Það er Vináttustofnun Kína við
erlend ríki sem stendur að boðinu.
Að sögn Aðalheiðar Skarphéðins-
dóttur formanns íslenskrar grafík-
ur eru félagar mjög spenntir fyrir
'boðinu, því kínversk grafík á sér
langa hefð í sögunni andstætt við
þá íslensku. „Það er hins vegar
spurning hvemig við getum fjár-
magnað ferðina, því við verðum
sjálf að koma verkunum til Kína
og aftur heim, auk þess sem við
greiðum sjálf ferðakostnað. Hins
. vegar stendur Vinnáttustofnunin
straum af kostnaði við uppihald í
4-5 daga.“
Sjá 4b: „Grafíkvinir eru...“
Bæjarsjóöur sparar tugi
milljóna á lánstímanum
VESTMANNAEYJABÆR hefur nú flutt nærfellt öll lánaviðskipti frá
viðskiptabönkum sínum og til einkafyrirtækja á verðbréfamarkaði
vegna hagstæðari vaxtaprósentu. „Við erum að spara tugi milljóna
króna vegna hagstæðari vaxta, miðað við lánstímann, og það er
vægt til orða tekið,“ segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og kveðst
telja framtíðarskipan lánamála sveitarfélaga verða með þessum
hætti, haldist munurinn á vöxtum svipaður áfram. Frá miðju ári
1993 hefur Vestmannaeyjabær skuldbreytt um 300 milljónum kr.
fyrir bæinn og stofnanir hans. Sveitarfélögin gefa út skuldabréf sem
boðin eru verðbréfafyrirtækjunum til kaups í lokuðu útboði og siðan
kaupa Jífeyrissjóðirnir bréfin án affalla. Viðskipti með skuldabréf
þessi námu milli 2,5-3 milljörðum á seinasta ári og áætla má að
skuldabréf hafi selst fyrir um milljarð það sem af er þessu ári, að
sögn Pálma Sigmarssonar hjá verðbréfafyrirtækinu Handsali.
Pálmi segir nú öra þróun í þá átt
að sveitarfélög flytji öll sín lánavið-
skipti til verðbréfafyrirtækja. Að-
dragandinn nái um fimm ár aftur í
tímann, en seinustu mánuði hafi
þróunin tekið undir sig stökk og nú
séu mörg stærri sveitarfélaga með
allar sínar langtíma lántökur hér-
lendis í þessu formi, auk þess sem
viðskipti sveitarfélaga með skamm-
tímalán, s.s. víxillán, færist hratt í
aukana á þessum markaði. Hann
segir ávöxtunarkröfu vera á bilinu
5,8-6,2%, eftir stöðu þess sveitarfé-
lags sem gefur skuldabréfin út, sem
sé um 1,5-3% lægra en bankarnir
bjóða almennt, og 6-7% á skamm-
tímaskuldabréfum, sem sé allt að
4-5% hagstæðari kjör en bjóðast í
bankakerfinu. Lánstíminn sé yfirleitt
lengri en sveitarfélögin verða að
sætta sig við í bankakerfinu, afborg-
unarkjör sveigjanlegri og lántöku-
gjald sé jafnframt allt að helmingi
lægra. „Meðal lífeyrissjóða og stærri
fjárfesta hefur verið miki! eftirspurn
eftir þessum bréfum, enda sjá þeir
sér hag í að kaupa skuldabréf þar
sem sveitarfélög eru greiðendur eða
ábyrgðaraðilar. Nú er um 1-1,5%
vaxtamunur milli ríkistryggðra
bréfa og bréfa sveitarfélaga, eftir
stöðu sveitarfélaga," segir Pálmi.
Unnið í samvinnu við banka
Guðjón segir að í því vaxtaum-
hverfi sem nú ríkir séu lántökur
hagstæðastar með þessum hætti.
Bankarnir geri sér grein fyrir því
og hreyfi ekki andmælum. „Lánamál
okkar eru unnin í samvinnu við
bankastjóra viðskiptabanka okkar,
þeir gera sér einfaldlega grein fyrir
að við erum að fá hagstæðari lán
en þeir geta boðið og telja að þar
sem við stöndum í skilum eigum við
að njóta þess. Við höfum á þessu
kjörtímabili unnið sameiginlega að
endurskipulagningu lánamála bæj-
arins, þannig að þeir setja sig ekki
á móti þessu,“ segir Guðjón.
------» » 4----
Flugvirkjar
Heimiluð boð-
un verkfalls
STJÓRN og trúnaðarráð Flug-
virkjafélags Islands var á fundi á
föstudag veitt heimild til ákvörð-
unar um boðun verkfalls, en
samningar félagsins hafa verið
lausir frá ársbyrjun 1993.
Að sögn Hálfdáns Hermannsson-
ar formanns Flugvirkjafélagsins er
líklegt að viðræður við viðsemjanda
félagsins verði í byrjun næstu viku.
Félagið boðaði til þriggja daga verk-
falls í maí á síðasta ári, en þá kröfð-
ust flugvirkjar 6,5% launahækkunar,
en það var afboðað.