Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994 Minning Helgi Helgason Fæddur 7. janúar 1926 Dáinn 12. mars 1994 Guð hefur tekið afa minn frá mér, en enginn getur tekið frá mér minningamar um hann og hvað ég elskaði hann mikið. Þegar mér var sagt frá því að hann afi minn væri dáinn, sagði ég bara: „Nei, hann afi minn er sko ekki dáinn.“ Hvemig gat afí minn verið dáinn? Hann sem ég hafði verið í nálægð við allt mitt líf. Eg er bara svo heppin því að þó að afi sé dáinn á ég svo mikið af fallegum og góðum minningum um hann. Eg þakka bara fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með hon- um, áður en hann fór. Ég á eftir að sakna hans alveg rosalega mik- ið, en ég verð að trúa því að hann sé nú á góðum stað og líði betur nú en honum hefur liðið undanfarið vegna veikinda sinna. Himinljós um heiða nátt hýrt þér benda og skína þangað, sem þú öðlast átt aftur vini þína. Ó, hve bjartan endurfund eilífð brosa lætur, fólnuð blóm úr foldarlund fá þar nýjar rætur. (Guðrún Magnúsdóttir) Edda Björk Friðriksdóttir. Hve oft gekk ég ekki inn heim- reiðina að Fomastekk 17 og við mér blöstu opnar bílskúrsdyrnar. Þar fyrir innan stóð hávaxinn tein- réttur maður og horfði sínu sér- staka óráðna augnaráði á þann sem nálgaðist. Hverju gat ég átt von á í þetta skiptið? Eitt var víst að ekki varð ég fyrir vonbrigðum með það sem beið mín. Alltaf kennslustund í einhveiju þeirra fjölbreyttu áhuga- mála sero tengdafaðir minn, Helgi, átti sér. Oftar en ekki stóð hann með lítinn og veikburða trjágræðl- ing í höndunum. Ég hafði fengið að fylgjast með, alveg frá því að fræinu var sáð og síðan þroskanum og um leið kenndi hann mér vinnu- brögðin við að ná árangri í trjárækt- inni. Ef litazt var um í skúrnum sást klukka á vegg, ekki venjuleg klukka heldur mikið klukkuverk, gert af fagmanni öðru hvom megin við síðustu aldamót. Ef að var gáð mátti sjá að hún sýndi hárréttan tíma. Þessa klukku hafði ég séð hjá honum nokkram vikum áður, lúna, þreytta og með öllu óvirka. Það var ótrúlegt hvað hann gat gert með þessum lipru fingrum. Á hefil- bekknum vom fallega skreytt naut- gripahorn, skarpgripir og nokkrir krossar úr silfri, að sjálfsögðu unn- ir að öllu leyti af honum. Þeir vom á mismunandi stigum, en allir ætl- aðir börnum og barnabörnum, sem nú varðveita þá og minnast föður og afa þegar þeir em bornir. Hrein unun var að hlusta á hann þegar hann gleýmdi sér við að ræða um blóm og tré og þar var ekki komið að tómum kofunum eins og garðurinn umhverfis húsið ber glögg merki um. Ég veit ekki hve margar mismunandi tegundir þar voru, enda treysti ég mér engan veginn til að telja. Helgi skilaði svo sannarlega skuld sinni til landsins með tijárækt sinni, enda var hann ósínkur á að gefa frá sér til þeirra sem hann treysti til að fara rétt með. Þegar hann fékkst til að taka sér hlé frá því sem hann var að dunda við og við settumst niður við kaffi- bolla bar margt á góma. Oft vék hann sér til baka í tíma og sagði frá samferðafólki fyrri tíma og líf- inu í höfuðborginni á þeim árum sem hann var að alast upp. Ekki ósjaldan leitaði hugur hans og frá- sögn til þeirra tíma og þess fólks sem hann dvaldi hjá í æsku, austur í Flóa, og hann tengdist svo sterk- um böndum. Ég þakka þér, Helgi minn, fyrir samfylgdina, sem að vísu var ekki löng í árum talið og vona að ég hafi vit og visku til að fylgja fyrir- mynd þinni í hvívetna. Friðrik G. Gunnarsson. Elsku pabbi minn, Helgi Helga- son, Fomastekk 17, er fallinn frá 68 ára að aldri. Pabbi var glæsilegur maður, trygglyndur, einstakt snyrtimenni og heiðarlegur fram í fíngurgóma. Pabbi og mamma, Anna Guð- mundsdóttir, kynntust í skíðaskála Vals, mjög ung að árum. í síðast- liðnum mánuði áttu foreldrar mínir 45 ára brúðkaupsafmæli. í tilefni þess áttum við börnin þeirra fímm og tengdaböm ánægjulegar sam- verustundir. Börn vom pabba alltaf mjög kær og þau hændust að honum, hvort heldur það vom afabörnin sjö eða önnur böm, enda var alltaf tími til að spjalla og fræða þau. Varð einu afabaminu að orði: „Hann afí, hann veit allt.“ Pabbi naut þess að vera úti í náttúmnni, hlusta á kyrrðina og fuglana. Fuglana sem hann þekkti á flugi sem af hljóðum. Sama má segja um þekkingu hans á blómum og tijám. Unun hafði hann af söfn- un tijáfræa, sáningu og umhirðu þess sem til var sáð. Lýsir vel hirt- ur og fallegur garður hans best handbragði og umhyggju sem hann bar fyrir öllu lífí. Síðustu árin „dundaði" hann eins og hann orðaði það sjálfur, því hann var mjög laghentur. Skar út pijóna- stokka, bjó til skreytingar, skraut- skrifaði, lagfærði hluti og smíðaði úr silfri. Úr silfri bjó hann til blaða- hnífa, skeiðar, hringa og nú síðast silfurkrosshálsmen fyrir barnaböm- in sín, sem þau geyma í minning- unni um afa sinn. Velferð fjölskyldunnar var pabba efst í huga og er því missirinn sár. Pabbi mun lifa um ókomin ár í hjört- um okkar sem þekktum hann best og fengum að njóta mannkosta hans. Vertu sæll elsku pabbi minn og Guð varðveiti þig. Þín dóttir Inga Lára. Mig langar með nokkmm orðum að minnast elsku pabba míns sem lést á hjartadeild Borgarspítalans 12. mars sl. Pabbi var búinn að vera mikill sjúklingur sl. þijú ár. Aldrei kvart- aði hann eða talaði um sín veik- indi. Reyndi hann eins og hann gat að leyna því fyrir sínum nánustu hversu sjúkur hann var í raun og vem. Þótt vænta hefði mátt kallsins, var sársaukinn mikill þegar það kom. Pabbi var góður maður, snyrti- menni mikið, samviskusamur, trygglyndur og hjartahlýr. Hann var boðinn og búinn að hjálpa til ef á þurfti að halda. Alltaf átti hann til einhver huggunarorð. Sjúklingar Borgarspítalans nutu þessarar gæsku hans í ríkum mæli, þótt sjálf- ur væri hann sjúkur maður. Að öllu þurfti að hlúa, hvort sem vom mannverur, tijáplöntur eða dýr. Sem dæmi má taka er skógarþröst- ur flaug á glugga eitt sumarkvöld. Pabbi fór strax, tók fuglinn upp í lófann og hlúði að honum langt fram eftir nóttu. Fuglinn lifði. Pabbi hafði svokallaðar „grænar hendur" enda handlaginn mjög. Gekk honum vel í tijá- og blóma- rækt á lóð sinni og í gróðurhúsinu. Er garðurinn gott dæmi um það hversu vel honum tókst til í garð- ræktinni, Mikinn hluta afraksturs- ins gaf hann þó frá sér með glöðu hjarta. Margan fallegan gripinn smíðaði hann eða skar út, svo sem pijóna- stokka, skartgripi, ljós eða skreyt- ingar af ýmsu tagi, en allt þetta gaf hann frá sér þar sem hans ánægja var í því fólgin að gleðja aðra. Honum féll aldrei verk úr hendi. Honum tókst að koma hálf- ónýtum klukkum í lag sem væm þær nýjar. Væri einhver hlutur í ólagi eða ónýtur, þá lagfærði eða smíðaði hann nýjan. Hann virtist geta lagfært allt og komið í gang, nema sínu eigin gangverki. Þar fékk hann engu um ráðið. Þótt pabbi þyrfti að hægja á ferð- inni síðustu árin, var hann alltaf jafn þolinmóður og nákvæmur fram úr hófi. Fyrir 49 árum kynntist pabbi mömmu minni, Önnu Guðmunds- dóttur, þá kornungri Stúlku. Það vom þeim báðum heilladijúg spor. FERMINGARTILBOÐ Hollofil 4 sæng Luno-fill sæng Luno-fill sæng Hollofil 4 koddi Luno-fill koddi efungllak. s WOHWAY J Sængur og koddar 7.054,- kr. stgr. 4.916,- kr. stgr. 3.491,- kr. stgr. 2.066,- kr. stgr. 1.354,- kr. stgr. Hugsaðu hlýtt - Gefðu ajnngjihik. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 Umboðsme um land all Hafa þau staðið sem einn maður gegnum súrt og sætt. Þau eignuðust fimm böm og sjö bamaböm sem eru á aldrinum tveggja til sautján ára. Mamma mín hefur einnig verið mikill sjúklingur undanfarin ár, enda höfðu þau miklar áhyggjur hvort af öðm. Pabbi var mikill fjölskyldufaðir og afí. Hann var hafsjór af fróðleik og gaf sér alltaf góðan tíma til að miðla þeim fróðleik til barnabarn- anna. Þau sögðu líka oft: „Hann afí Helgi veit og getur allt.“ Hann vissi nöfnin á öllum þeim fuglum sem sáust í náttúrunni og á öllum þeim blómum sem fundust, en aldr- ei mátti slíta upp blóm nema eitt og eitt, ef rannsaka átti þau frek- ar, t.d. fræflana. Þetta fannst böm- unum stór skemmtilegt. Þessu og ýmsu öðm miðlaði hann einnig til annarra bama því börn löðuðust að pabba. Barnabömin búa að þess- um samvemstundum með afa sín- um alla sína ævi. Söknuður þeirra er sár en sárastur er hann þó hjá móður minni, sem missir elskulegan eiginmann og lífsfömnaut. Pabbi hafði allt það að bera sem hægt er að krefjast af einni manneskju, nema heilsuna. Barnabörnin vissu að afi þeirra var veikur í hjartanu, en það hlaut að vera hægt að laga. Allt gat hann lagað. Pabbi vissi að hann var að falla á tíma, en átti svo margt eftir að gera. Hann hélt því ótrauður áfram, stundum af meira kappi en forsjá. Þriðja febrúar sl. áttu mamma og pabbi 45 ára brúðkaupsafmæli. Pabbi vildi endilega að haldið yrði upp á daginn fyrir fjölskylduna þótt hann væri nýkominn heim af spítala. Hann naut þessa kvölds ekki síður en við hin. Við börnin og tengdabörn fórum með mömmu og pabba út að borða stuttu síðar og var það yndislegt kvöld. Pabbi vitnaði oft í það kvöld og margþakkaði okkur fyrir þessa ánægjustund, sem við áttum sam- an. Hann vildi endilega láta taka myndir af sér og mömmu ásamt börnunum sínum. Þær myndir sá hann aldrei. Minnumst við þessarar stundar ásamt öllum þeim góðu minningum, sem við eigum í hugskotum okkar um pabba. Pabbi ætlaði rétt að skreppa á Borgarspítalann 28. febrúar í blóðprafu, en var lagður inn til frek- ari rannsóknar. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Með þessum orðum vil ég kveðja elsku pabba minn og bið góðan Guð að geyma hann. Mömmu minni, sem sér á eftir ástkærum eiginmanni sínum og vini, systkinum mínum, tengdason- um, barnabörnum og öðrum þeim er voru pabba góðir, votta ég mína dýpstu samúð. Far í friði, elsku pabbi. Vertu Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hðnd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) María Helgadóttir. Líf mannsins er hverfult. Þeirri staðreynd fáum við ekki breytt en erum þó alltaf á vissan hátt jafn óviðbúin þeim tímamótum í lífí okk- ar þegar ástvinir hverfa af lífs- brautinni. Þegar hugurinn hverfur til minninganna er hins vegar til- fínning fyrir því láni að hafa notið samvista við gott fólk ómetanleg og græðandi vegarnesti til framtíð- arinnar. Þannig er mér nú innan- bijósts þegar ég kveð kæran tengdaföður minn Helga Helgason, sem lést 12. þ.m. í Borgarspítalan- um. Helgi var fæddur í Reykjavík 7. janúar 1926. Foreldrar hans voru Magnea G. Magnúsdóttir, húsmóð- ir, frá Hraunkoti í Grímsnesi og Helgi Kr. Helgason, vélstjóri, sem fæddur var á Vífílstöðum í Garðabæ. Þau era bæði látin en Svava Þórhalls- dóttírfrá Brettings- stöðum — Minning Fædd 15. ágúst 1919 Dáin 12. mars 1994 Vinkona okkar og frænka Svava Þórhallsdóttir er látin. Enn hefur verið höggvið skarð í raðir okkar samferðamannanna og skilið eftir tómarúm hjá okkur sem eftir stönd- um. Svava var fædd á Brettingsstöð- um á Flateyjardal 15. ágúst 1919. Foreldrar hennar vora Petrína Sig- urgeirsdóttir og Þórhallur Pálsson og bjuggu þau lengst af á Efri Brettingsstöðum ásamt Guðmundi og Jóhönnu systkinum Þórhalls. Svava átti þijá eldri bræður. Tveir þeirra eru á lífi: Páll, f. 1913, hann dvelur nú í Sunnuhlíð, hjúkr- unarheimili aldraðra í Kópavogi, og Ásgeir, f. 1915, vistmaður á dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Þórður lést árið 1985. Tvíbýli var á Brettingsstöðum og jörðin Jökulsá skammt frá. Á þess- um bæjum bjó frændfólk Svövu ásamt börnum sínum. Mikill sam- gangur, samvinna og vinátta var alla tíð á milli heimilanna. Bændur á Flateyjardal voru kunnir fyrir einstaka hjálpsemi, góðvild og myndarbrag. Margir gangnamenn minnast enn höfðing- legrar gestrisni dalbúa en þeir komu þangað á haustin, oft þreyttir og hraktir. Sömu sögu hafa ferðamenn að segja er þar bar að garði. Flateyjardalur er fagurt byggð- arlag, en afskekkt, og hlaut þau örlög að leggjast í eyði eins og mörg önnur á okkar landi. Haustið 1953 fluttust síðustu ábúendur dalsins á braut, fólkið af Brettingsstaðabæjunum tveimur. Fjölskylda Svövu fluttist til Flateyj- ar, en hjónin Emilía Sigurðardóttir og Gunnar Tryggvason ásamt sínu skylduliði til Akureyrar. Stóru fallegu húsin í dalnum fagra stóðu nú auð, eldurinn kuln- aði og nú var ekki lengur hlýtt í ranni, enginn hlúði að þreyttum ferðamanni. Á þessum tímamótum orti Árni G. Eylands: Haustið er komið, tómt er í tröðum. Til'hvers var sumarsins gróður alinn? Síðasti bóndinn á Brettingsstöðum bjó sig að heiman og kvaddi dalinn. Enginn á vallarhól vorinu mætir, veginn um hlíðina enginn riður, enginn á kaffikönnuna bætir og kunningja sínum til stofu býður. Nokkrum árum síðar, þegar ak- vegur var lagður yfir Flateyjardals- heiði og börnin sem ólust upp með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.