Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
Togarinn Vydunas frá Litháen, sem nú er á leið til landsins.
íslendingar sljórna
litháískum risatogara
Útgerðin kaupir íslenskan búnað
Egilsstöðum.
FYRRVERANDI skipstjóri á frystitogaranum Snæfugli SU, Al-
freð Steinar Alfreðsson, hefur, ásamt Sigurði Grétarssyni, tækni-
fræðingi á Egilsstöðum, gert samning við útgerðarfyrirtæki í
Litháen um stjórn á veiðum og vinnslu um borð í úthafsfrystitog-
aranum Vydunas. Togarinn er rúmlega 120 metra langur og 19
metra breiður. Hann er væntanlegur hingað til lands 19. apríl.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður stjórnun veiða um
borð í höndum íslendings.
Að sögn Sigurðar hefur verk-
efnið verið lengi í undirbúningi og
er þetta afrakstur mikillar vinnu.
Skipið hafi áður verið að selja á
Afríkumarkað, en nú sé í ráði að
þreifa fyrir sér annars staðar með
markaðssetningu. Hún verður í
höndunum á íslenskum aðilum og
mun Nes hf. stjónm þeim þætti.
Það er fyrirtækið Úthafsafurðir
hf. á Egilsstöðum sem sér um
veiðistjórn, vinnslu og fjármál út-
gerðarinnar að hluta.
íslenskt hugvit
Nú þegar er búið að panta í
skipið búnað frá ísienskum fyrir-
tækjum fyrir tugmilljónir króna.
Sett verða fiskileitartæki í skipið
og ennfremur karfalína og olíu-
eyðslumælar sem draga eiga úr
olíunotkun. Fimm Islendingar
verða um borð, en samtals eru í
áhöfn 67 manns.
Áhætta
Sigurður segir að áhætta þeirra
félaga sé allnokkur, þó greitt hafi
verið fyrir þá þjónustu sem þeir
hafi veitt fram að þessu. Það
mætti hins vegar ljóst vera að
hagnaðarvon væri allnokkur, ann-
ars væru menn varla að standa í
þessu. Sigurður vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um efni þess samnings
sem gerður var við útgerðarfyrir-
tækið í Litháen.
-Ben.S
Sumargotssíld veiðist 1 fyrsta skipti í þrjátíu og tvö ár
Þorri aflans er
hæfur til vinnslu
FYRSTA sumargotssíldin
veiddist í gærmorgun og land-
aði Þórshamar rúmlega 300
tonnum á Höfn, en sumargots-
síld hefur ekki verið veidd á
þessum árstíma í um 32 ár,
fyrir utan tilraunaveiðar. Afl-
inn fékkst í tveimur köstum
og er unninn af Borgey og
Skinney á Höfn. Ásgrímur
Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Skinneyjar hf. á Höfn,
segir að niðurstöður úr fitu-
mælingu fáist í dag, en síldin
megi ekki vera minni en 10%
feit og 32 cm og ekki sé ör-
uggt að sildin í afla Þórsham-
ars uppfylli þá viðmiðun að
fullu. Um 80% af afla sé þó
neysluhæfur, og sildin sé allt
að 13% feit. Húnaröst var á
síldveiðum á suðausturhorni
Öræfagrunns út af Ingólfs-
höfða í gær, á sömu slóðum
og Þórshamar veiddi, og gekk
veiði treglega, að sögn Jóns
Axelssonar, skipstjóra.
Jón segir að djúpt sé á síld-
inni en síldin sem veiðist sé
þokkalega feit og henti til mann-
eldis og kvaðst hann halda að
um sömu síldargöngu væri að
ræða og skipið veiddi seinasta
haust. Húnaröst á eftir nokkurn
síldarkvóta, auk þess sem fyrir-
tækin á Höfn eiga kvóta, en þar
landar skipið. Borgey hf. á um
1.600 tonna kvóta og Skinney
hf. um 2.500 tonna kvóta, eða
alls um 4.100 tonn.
Jón segir óhemju verðmæti
fólgin í þeirri síld sem eftir er
að veiða, en Borgey og Skinney
taka við aflanum, flaka, salta
og frysta og senda til Englands
og Danmerkur og víðar, auk
þess sem samningar um krydd-
Morgunblaðið/Sigrún
Síldinni hampað
BRYNJAR Rafn, háseti á Þórshamri, hampaði fyrstu sumargots-
síidinni í gærmorgun með bros á vör.
síld eru í undirbúningi. Meðal-
verð til skips fyrir vinnanlega
síld er eftir flokkum frá 5 krón-
um, sem er bræðslusíld, til 12
króna.
Hrygnir í lok júní
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur á Hafrannsóknastofn-
un, segir að sumargotssíldin hafi
ekki verið veidd jafn lengi og
raun ber vitni, þar sem skip hafi
yfirleitt verið búin með kvóta
sinn um þetta leyti árs og mark-
aður hafi verið rýr, auk þess sem
veiðar hafi verið bannaðar upp
úr 1970 og síldin mestmegnis
verið veidd á haustin og fram
yfir áramót eftir að stofninn óx
og veiðar voru leyfðar að nýju.
Hann segir að síldin hrygni í lok
júní eða byijun júlí og kveðst
gera ráð fyrir að hún sé mögur
nú um miðjan apríl. Síldin hrygn-
ir við suðurströnd landsins, t.d.
austur í Bugtum, kringum Vest-
mannaeyjar og í Faxaflóa vest-
anverðum.
í dag
Japanskur sjónvarpsþáttur
Daglegt líf íslendinga 4
Framboösfundur______________
Árni og Ingibjörg etja kappi-
22
Mexíkóskir dagar
Matur og menning 28
Sprengjutilrædi i ísrael
Sex manns fórust 30
Leiöari_____________________
Veiðigjald og fijálsræði 32
fHorgunblabib
VtÐSHPnfflVINNUUF
► Hagnaður hjá íslenskum
sjávarafurðum - HP með 26%
arðsemi af eigin fé - Úttekt á
Skeljungi og Olís - Traust staða
Sameinaða lífeyrissjóðsins.
ífloreunblaþjb
► Skartgripir Elísabetar Tayl-
or - Michelle Pfeiffer - Versl-
unarsjónvarp MTV - Bíóin í
borginni - Myndbönd - Kvik-
myndir vikunnar
Málshöfðun vegna tilrauna til að hindra starfsemi sumarskóla
HÍK dæmt til að greiða 746
þúsund króna skaðabætur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Hið íslenska kennarafélag
til að greiða Ólafi H. Johnsen tæplega 746 þúsund króna skaðabætur
auk dráttarvaxta frá 23. september sjðastliðnum ásamt 160 þúsund
krónur í málskostnað vegna aðgerða HÍK sem miðuðu að því að hindra
starfrækslu sumarskóla sem hann stóð fyrir í júnímánuði 1993.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf leyfi menntamálaráðuneytisins og
rekstur sumarskóla 1990 að fengnu
Fundur á Akureyri
Ahöfn kaupir
allan kvótann
ÞESS eru dæmi að sjómenn hafi
verið látnir kaupa allan þann
kvóta sem tiltekinn bátur hafði til
umráða á 70 krónur kilóið, að
sögn Konráðs Alfreðssonar for-
manns Sjómannafélags Eyjafjarð-
ar á fundi Stafnbúa, félags sjávar-
útvegsnema í Háskólanum á Akur-
eyri í gærkvöldi.
Konráð sagði að þátttaka sjó-
manna í kvótakaupum hefði aukist
verulega frá því sett voru lög á verk-
fall sjómanna í janúar en áðurnefnt
dæmi væri óvenju svæsið. Um sé að
ræða bát frá Suðurnesjum með 8-10
manna áhöfn sem hefði verið gert
að taka þátt í kvótakaupum allt síð-
asta ár.
var skólinn starfræktur næstu tvö
sumur með sama sniði. Menntamáia-
ráðuneytið hafnaði síðan umsókn um
rekstur skólans síðastliðið sumar
vegna aimenns niðurskurðar, en
ráðuneytið gerði þó ekki athugasemd
við að skólanefnd gerði samning við
einkaaðila, Ólaf H. Johnson og Pétur
Björn Pétursson, um leigu á aðstöðu
í skólanum og að þar yrði starfrækt-
ur sumarskóli með svipuðu sniði og
verið hafði undanfarin ár. HÍK taldi
starfrækslu skólans vera brot á kja-
rasamningum við kennara og lögum
um framhaidsskóia og byggði Ólafur
H. Johnson m.a. málshöfðun sína
gegn félaginu á því, að það hefði
reynt að trufla eða stöðva starfsemi
skólans með öllum tiltækum ráðum,
en lögbannsbeiðni sem félagið lagði
fram hjá sýslumanninum í Reykjavík
var hafnað og staðfesti Héraðsdómur
Reykjavíkur þann úrskurð. Krafðist
Ólafur rúmlega þriggja milljóna
króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir
það tjón sem HÍK hefði valdið hon-
um, m.a. með auglýsingu þar sem
nemendur voru varaðir við að sækja
nám við sumarskólann.
{ forsendum og niðurstöðum
dómsins kemur fram að aðgerðir HÍK
hafi annars vegar falist í því að valda
óvissu hjá nemendum sem hugðust
stunda nám í sumarskólanum um að
námið yrði ekki viðurkennl í öðrum
framhaldsskólum, þannig að þeim
tíma og kostnaði sem skólavist væri
samfara yrði kastað á glæ. Hins
vegar hafi aðgerðirnar miðast við að
koma í veg fyrir starfrækslu skólans
með því að óska eftir að lögbann
yrði lagt á starfsemi skólans eftir
að’skólastarf þar hófst. Segir að víst
sé um að þessar aðgerðir HÍK hafi
vaidið Ólafi tjóni sem falist hafi í því
að færri nemendur hafi án efað leit-
að eftir námi í skóla hans en ella
myndi hafa verið. Fram kemur að
það sé álit dómsins að lögbannsað-
gerðir stefnda myndu hafa haft mik-
ið fjártjón í för með sér fyrir stefn-
anda og fulivíst þyki að aðgerðirnar
hafi verið mikil andleg áraun fyrir
hann. Þá hljóti stefnda að hafa verið
ijóst að tilraunir hans til að stöðva
starfsemi stefnanda hafi verið til
þess fallnar að valda honum mikilli
óvissu og áhyggjum um fjárhagslega
stöðu sína.
Fangelsi fyrir 131 millj.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði Valgarðs Stefánssonar og fleiri
Hvergerðinga í byggingu nýs fangelsis á Litla-Hrauni. Tilboðið var
hið lægsta sem barst, hljóðar upp á rúma 131 milljón króna og er því
84,04% af kostnaðaráætlun, sem var tæpar 156 milljónir.
Steindór Guðmundsson lvjá Fram- að fullbúnu húsi. „Framkvæmdir
hefjast eins fljótt og unnt er, en verk-
inu á að vera lokið um mitt næsta
ár,“ sagði Steindór.
Arkitektar nýja fangelsisins eru
þeir Hilmar Bjömsson og Finnur
Björgvinsson. Fullgert getur það
hýst 55 fanga.
kvæmdasýslu ríkisins sagði að 18
tilboð hefðu borist. Tilboð Valgarðs
Stefánssonar hefði verið lægst, en
hæsta tilboðið hefði verið 10% yfir
kostnaðaráætlun. Hann sagði að út-
boðið hefði kveðið á um alla vinnu
við byggingu hússins, allt frá grunni