Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Raunhæf fjölskyldustefna eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í liðlega tuttugu ár hefur hugs- andi fólk hamrað á nauðsyn þess að stjórnmálamenn og flokkar settu fram ákveðna ijölskyldu- stefnu, þ.e. gerðu skilmerkilega grein fyrir hvernig hugmyndir og aðgerðir í efnahags-, atvinnu-, skatta- og velferðarmálum eiga að stuðla að bættum hag og stöðu fjölskyldunnar. Viðbrögðin hafa yfirleitt verið þau að rétt fyrir kosningar hefur í snarhasti verið búinn til fjölskyldupakki sem inni- heldur almenn orð um fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins og um mikilvægi þess að börn njóti sam- vista við foreldra sína, búi við ör- yggi og gott atlæti o.s.frv. Allt góð orð og þörf en breyta þó ekki því að eftir sem áður lifa allar stjórnarathafnir sjálfstæðu lífi. Þær bera þess sjaldnast vott að mönnum séu ljós þau órofa tengsl sem eru milli stóru ákvarð- ananna í efnahags-, atvinnu-, skatta- og velferðarmálum og litlu fjölskyldnanna sem þurfa nauðug- ar/viljugar að lifa eftir þeim. Breytt hlutverk Allan þennan tíma hefur fjöl- skyldan átt í mjög dæmigerðri til- vistarkreppu. Miklar samfélags- legar breytingar hafa átt sér stað - svo miklar að nær væri að tala um byltingu - og fjölskyldan er ekki lengur sú sterka, félagslega eining sem áður var. Þegar yfir 80% giftra kvenna taka virkan þátt í vinnumarkaðnum þá eru hvorki aðstæður, tími né mannafli í fjölskyldunni til að sinna uppeldi og menntun ungra barna né umönnun aldraðra og sjúkra. Fjöl- skyldan getur ekki lengur sinnt fyrra hlutverki en það hefur held- ur enginn tekið við af henni. Stjórnvöld hafa kosið að snúa blinda auganu að þessu vanda- máli, þau hafa látið sem allt væri eins og áður var og pabbi, mamma, börn og bíll væru hvert öðru stoð og athvarf í hörðum heimi - aðal- lega þó mamma. Á áttunda og níunda áratugnum fannst þeim mun geðfelldara að horfa á hag- vöxtinn - sem átti öðru fremur rót sína að rekja til aukinnar launavinnu kvenna og ofveiði - horfa á neysluna, þensluna og vinnuna, á ijárfestingu heimila, fyrirtækja og opinberra aðila, sem í dag birtist okkur í háum vöxtum og aukinni skuldasöfnun. Allur þessi vöxtur á öllum sviðum var talinn bera þess vott að við lifðum í hinum besta heimi allra heima. Flóttinn úr fjölskyldunni Meðan öllu þessu fór fram lá stöðugur straumur flóttamanna frá kjarnafjölskyldunni. Hjóna- skilnuðum fjölgaði um helming og í dag er svo komið að einstæðir foreldrar eru um 8.000 talsins en hjón með börn aðeins þrefalt fleiri eða 24 þúsund. Flestir einstæðir foreldrar - sem eru fyrst og fremst mæður - hafa ekki valið sér þetta hlutskipti en þessar mæður hafa sumar ekki átt kost á lífi í kjarnafjölskyldu, aðrar ekki fest þar rætur og enn aðrar slopp- ið með skrekkinn. Ég leyfi mér að fullyrða að engin kona sækir efnahagslegan ávinning í þetta hlutskipti því að fátækustu fjöl- skyldurnar á íslandi eru fjölskyld- ur einstæðra mæðra. Ávinningur sumra þeirra er hins vegar verið sá að þær geta um frjálst höfuð strokið og eru lausar undan ofbeldi eða kúgun. Fjöl- skyldan er nefnilega ekki athvarf, hvíldar- eða griðastaður allra. I skjóli af friðhelgi heimilisins og einkalífsins þrífst margt misjafnt s.s. andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum og börnum, vinnu- þrælkun, streita, ofneysla áfengis og lyfja, líkamleg og tilfinningaleg vanræksla, andleg fátækt og margt fleira. Og þegar allt kemur til alls bitnar þetta á börnunum sem eiga allt sitt undir því að þessi litla stofnun - fjölskyldan - geti sinnt hlutverki sínu. Afturhvarf til fortíðar En nú stendur loksins til að taka á málum. Ár fjölskyldunnar er runnið upp. Við ætlum öll að lofa bót og betrun og nú telst það góð markaðsvara í stjórnmálum - fyrir karla sem konur - að gera málefni Ijölskyldunnar að sínum. Um það er ekkert nema gott eitt að segja og það er út af fyrir sig fagnaðarefni að jarðvegurinn skuli nú svo vel plægður að þeir sem áður hefðu ekki litið við skikanum skuli nú tilbúnir að sá í hann. En Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Við verðum að draga úr þeim gífurlega að- stöðumun sem er milli þeirrar kynslóðar sem kom undir sig fótunum á verðbólguárunum og þeirrar kynslóðar sem berst í bönkum með vísitölutryggð hávaxta- lán og reynir bæði að krafla sig fram úr barnauppeldi og mikilli vinnu.“ það mun hins vegar ekki skila neinni uppskeru ef setja á niður gamalt og úr sér gengið útsæði. Þess hefúr nokkuð orðið vart í umræðum um stöðu fjölskyldunn- ar að menn boði afturhvarf til hefðbundinna gilda og fornra dyggða í fjölskyldulífi. John Major í Bretlandi boðar slíka stefnu og hún er farin að stinga sér niður hér á landi. Mörgum finnst nú tímabært að styrkja myndina af kjarnafjölskyldunni, draga úr stuðningi við einstæða foreldra í þeim tilgangi að letja fólk til hjóna- skilnaða, styrkja stöðu heimavinn- andi mæðra með því að greiða þeim fyrir að vera heima og fleira í þeim dúr. Um stefnu sem byggir á slíku afturhvarfi getur aldrei orðið nein þjóðarsátt vegna þess að hún er úr takt við veruleikann. Þessi stefna styrkir þá sem eru nokkuð stöðugir fyrir en gerir ekkert fyrir alla hina sem beijast um á hæl og hnakka til að eiga fyrir dagleg- um nauðþurftum og afborgunum af eigin húsnæði. Hún styrkir þær fjölskyldur þar sem karlmaðurinn er kjölfestan en getur gert illt verra þar sem konan er eini fram- færandinn. Jafnrétti fjölskyldnanna Raunhæf fjölskyldustefna getur hvorki byggst á rómantísku aftur- hvarfi til fortíðar né einföldum pakkalausnum. Hugtökin jafnrétti og jöfnuður eru lykilhugtök og það verður að leggja hagsmuni allra fjölskyldna og fjölskyldumeðlima að jöfnu. Fólk sem er aðþrengt fjárhagslega, tilfinningalega eða félagslega er ekki vel í stakk búið til að veita börnum það staðgóða veganesti sem þau þurfa til að takast á við krefjandi líf og starf í nútíð og framtíð. Þess vegna verður raunhæf fjölskyldustefna að taka mið af þeim veruleika sem íslenskar íjölskyldur í öllum sínum fjölbreytileika stríða við í dag og hún verður að ná til vinnumarkað- arins, húsnæðiskerfisins, skatta- málanna, dagvistunar og skóla, félagsþjónustu, barnaverndar, for- eldrafræðslu og svona mætti lengi telja. Það er ástæðulaust að dæma stóran hóp fólks til atvinnuleysis meðan það er skortur á vinnuafli á heimilunum. Við verðum að leita leiða til að jafna vinnuframlagið, gefa börnum færi á meiri tíma með foreldrum sínum - ekki bara mæðrum sínum - og atvinnulaus- um færi á launaðri vinnu. Við verðum að draga úr þeim gífurlega aðstöðumun sem er milli þeirrar kynslóðar sem kom undir sig fótunum á verðbólguárunum og þeirrar kynslóðar sem berst í bönkum með vísitölutryggð há- vaxtalán og reynir bæði að krafla sig fram úr barnauppeldi og mik- illi vinnu. Við getum m.a. jafnað þennan aðstöðumun í gegnum skattakerfið með því að leggja hærri eigna- og tekjuskatt á há- tekju- og eignafólk um leið og við- urkennt verði að það kostar sitt að framfæra börn og unglinga og það hefur oft mikil útgjöld í för með sér fyrir barnafólk að sækja sér tekjur. Styrkjum foreldrahlutverkið Eins og hér hefur verið bent á þarf að bæta verulega aðbúnað að íslenskum fjölskyldum. En hitt er ekki síður mikilvægt að styrkja innviði fjölskyldunnar og aðstoða foreldra til að takast á við hlut- verk sitt. Þetta er að mínu mati mjög mikilvægt ef við viljum sporna gegn þeirri þróun að öll ábyrgð á uppeldi barna verði flutt til uppeldis- og skólastofnana. Það er óneitanlega mótsagna- kennt að líta á fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins en meta hana þó ekki meir en svo að eng- in fræðsla um foreldrahlutverkið og barnauppeldi er í boði fyrir alla, hvorki í skólakerfinu né annars staðar í þjóðfélaginu. I íslensku samfélagi nýtur engin lífvera meiri virðingar en fiskur- inn, sér í lagi þorskurinn. Öll efna- hagsumræða á íslandi er sjávarút- vegsumræða. Flest göngumst við inn á þetta vegna þess að við vitum að fiskurinn er lífsbjörgin okkar - með honum stendur og fellur sam- félagið. Ef klak margra árganga misferst þá er voðinn vís. Þetta vita stjórnmálamenn manna best. En hvenær skyldi sá dagur koma að þeir skynji það allir sem einn, á merg sínum og beinum, að ef við vanrækjum uppeldi heilla kyn- slóða íslenskrar æsku þá hættir meira að segja þorskurinn að skipta máli? Höfundur er þingmaður Reykvíkinga og borgarsijóraefni R-listans. heimilistæki nú á Islandi... A alveg frábæru veröi! Dæmi um verö: Vifta, grillqfn meö teini og helluborð m/4 hellum aöeins kr. 43.250 stgr. 4ra hellna keramik- helluborð - margar geröir. Verð frá kr. 29.900 stgr. Uppþvottavélar. Verð frá kr. 46.700 stgr. Þvottavélar. Verð frá kr. 43.700 stgr. Kæliskápar. Verð frá kr. j 25.800. A stgr. Tvöfaldar gashellur og tvöföld keramikhelluborð til afgreiðslu í lok maí. Faxafeni 9 - truwitssfyrirJágZverðt! sími 677332 Baráttan við ofeldið! Þjóðin heldur áfram að „þenjast út“ Það kaupir enginn „megrun" Breytt mataræði er það eina sem gefur varanlegan árangur. Ný námskeið að hefjast. Upplýsingar i síma 14126 um helgina og eftir kl. 17 virka daga. Guðrún Póra Hjaltadóttir, lögg. næringarr^ð^jþfi. ,...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.