Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Spennandi ÍSLANDSMÓTI yngri flokka í -handknattleik lauk um helgina þegar leikið var í þriðja og fjórða flokki. Óhætt er að segja að keppni hafi verið mjög spennandi og skemmtileg en í fjölmörgum leikjum þurfti að skera úr um úrslit með framlengingu vegna þess að jafnt var eftir hefðbundinn leiktíma. Við höfum hingað til tapað fyrir þeim í úrslitaleikjum og það var kominn tími til að sýna að við hefðum þann „karakter" sem þyrfti til að vinna svona leiki,“ sögðu fyrirliðar KR í 3. flokíd kvenna, þær Sæunn Stefánsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir eftir að KR hafði lagt ÍR að velli í úrslita- leik sem tvívegis þurfti að fram- lengja. KR leiddi leikinn lengst og hafði yfir 8:5 um miðbik síðari hálfleiksins. ÍR jafnaði 8:8 og því var framlengt í 2 x 5 mínútur. Jafnt var eftir þá framlengingu 10:10 en KR-stúlkurnar náðu sér á strik í seinni framlengingunni og sigruðu 13:11. „Við unnum bikarinn og lce-cup og vildum bæta þessum bikar í safnið. Þetta var góður leikur sem •bæði lið gátu unnið og það var leiðinlegt að það skyldum ekki vera við, en við nýttum færin illa,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyr- irliði ÍR eftir leikinn. Víkingar hrepptu þriðja sætið í þessum flokki með 10:9 sigri á Stjörnunni. Margrét Egilsdóttir skoraði sigurmark Víkings úr au- kakasti eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Úrslit í bráðabana ÍR varð íslandsmeistari í þriðja flokki karla og óhætt að segja að það hafi komið mörgum á óvart enda hafa KA, FH og KR verið á toppnum og lítill gaumur gefinn að IR, ef undanskilinn er mikil gagnrýni í einu dagblaðanna fyrr í vetur fyrir óagaða framkomu á einu mótinu. Ekki skal dæmt um það hér hvort að sú gagnrýni hafi verið á rökum reist en ÍR-ingar geta leikið stórskemmtilegan handknattleik. Það sýndu þeir gegn KA í bráðfjörugum úrslitaleik þar sem Reykjavíkurliðið knúði fram sigur 30:29 í bráðabana eftir að liðin höfðu verið jöfn eftir hefð- bundinn leiktíma og tvær fram- lengingar. KA var lengst af-með forystuna í leiknum og hafði yfir 20:18 þeg- ar ein og hálf mínúta var til leiks- loka. Sverrir Sverrisson, jafnaði leikinn síðan fyrir ÍR á síðustu sekúndu leiksins og því var fram- lengt. Eftir tvær framlengingar var staðan ennþá jöfn 29:29 og var því gripið til bráðabana. KA vann hlutkestið og byrjaði með knöttinn en sókn þeirra rann út í sandinn. ÍR hóf sókn sem endaði BreKKugata 3, 600 ÁKureyri, sími: 96-12999 Fax 96-12990 og 12581 með marki Ragnars Óskarssonar úr vítakasti. „Þetta var ótrúlegur leikur en ég get einna helst þakkað sigurinn því að við komumst í okkar besta form á hárréttum tíma,“ sagði Ragnar eftir leikinn. Óskar Braga- son fyrirliði KA var vonsvikinn eftir leikinn. „Við vorum tveimur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir og segja má að það hafi verið kæruleysi að missa leikinn í framlengingu. KA, FH og KR hafa verið með sterkustu liðin í vetur en IR kom mjög á óvart.“ Valur kom á óvart KR og FH hafa verið í efstu sætun- um á mótum í fjórða flokki kvenna í vetur en Valur skaust á toppinn á réttum tíma þegar liðið sigraði FH 9:6 í úrslitaleik í Valsheimil- inu. „Byijunin hafði mikið að segja, við skoruðum tvö fyrstu mörkin og það hjálpaði okkur mik- ið,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir, fyrirliði Vals. „Við erum búnar að vinna þær á Ice-cup og á tveimur mótum en klúðruðum þessu núna,“ sagði fyrirliði FH, Brynja Björk Jóns- dóttir. Mikill kraftur í KR „Við spiluðum góða vörn og undirbjuggum okkur vel fyrir mót- ið. Ég mundi segja að við höfum átt þetta skilið enda vorum búnar að bíða lengi eftir þessum titli,“ sagði Brynjar Agnarsson, fyrirliði KR í fjórða flokki. KR-strákarnir léku allan úrslita- leikinn gegn KA af miklum krafti og slökuðu aldrei á þó liðið næði snemma forystunni. Segja má að vendipunkturinn hafi verið lok fyrri hálfleiksins en þá skoruðu KR-ing- ar sex mörk gegn aðeins einu marki KA og breyttu stöðunni úr 4:5 í 10:6 en þannig var staðan í leikhléi. Norðanmenn virtust aldrei líklegir til að brúa það bil. „Við nýttum færin illa og gerðum mikið af mistökum í sókninni," sagði Anton Þórarinsson, fyrirliði KA í fjórða flokki. Fylkir sem tapaði fyrir KR eftir framlengdan leik í undanúrslitun- um sigraði FH stórt 25:16 í leikn- um um þriðja sætið. IR - íslandsmeistari í 3. flokki karla í handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Karl Erlings- son, aðst. þjálfari, Jón Sigurðsson, Helgi Þórsson, Ólafur Örn Jósefsson, Sæþór Matthíasson, Róbert Hjálmtýs- son og Erlendur Isfeld þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Ölafur Sigur- jónsson, Pétur Magnússon, Sverrir Sverrisson fyrirliði, Oli Geir Stefáns- son og Ragnar Þór Óskarsson. KR - íslandsmeistari í 3. flokki kvenna í handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Björn Péturs- son, varaform. handknattleiksd. KR, Vigdís Finnsdóttir aðst.þjálfari, Jó- hanna Indriðadóttir, Agústa E. Bjömsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Birna Jónsdóttir, Harpa Ing- ólfsdóttir, Inga Gunnarsdóttir, Edda Kristinsdóttir og Björn Eiríksson þjálf- ari. Fremri röð frá vinstri: Elísabet Ámadóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Krist- ín Jóhannesdóttir, Alda Guðmunds- dóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Ragn- Morgunblaðið/Frosti KR - íslandsmeistari í 4. flokki karla. Aftari röð frá vinstri: Björn Pétursson, varaform. handknattleiksd. KR, Valerí Moutagarov þjálfari, Jóhann Eiríksson, Guðni Þorsteinsson, Bjarki Hvannberg, Björgvin Vilhjálmsson og Ágúst Jóhannsson, aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Búi Bentsen, Agnar Stefánsson, Brynjar Agnarsson fyrirliði, Árni Pjetursson, Hreiðar Guðmundsson, Ásgrímur Sigurðsson og Agnar Snædal liðsstjóri. Valur - íslandsmeistari í 4. flokki kvenna í handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Sveinborg Gunnarsdóttir, Hera Grímsdóttir, Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Heiður Baldursdóttir, Eva Benediktsdóttir og Mikael Abkashev þjálfari. Fremri röð frá vinstri: íris Halldórs- dóttir, Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir, Hildur S. Jónsdóttir, Sigríður Jóna Gunnarsdóttir, Hafrún Kristjándsdóttir og Arna Grímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.